Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan ÉG ÞOLI EKKI AÐ HORFA Á VAMPÍRUMYNDIR... ÉG VERÐ ALLTAF SVO HRÆDD HÆTTU ÞÁ AÐ HORFA Á VAMPÍRUMYNDIR ÞETTA VAR EKKI MJÖG SÁLFRÆÐILEGT STUNDUM GETA MEIRA AÐ SEGJA GEÐLÆKNAR ÁTTAÐ SIG Á HLUTUM SEM ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ ÁTTA ÞIG Á SJÁLF KETTIR MEÐ KLOFINN PERSÓNULEIKA ÞÚ ERT MEÐ ÁTJÁN LÍF ÉG VAR AÐ HEYRA ORÐRÓM ÞESS EFNIS AÐ MAFÍAN SÉ BÚIN AÐ KAUPA FYRIRTÆKIÐ STEYPU- SMIÐJAN ehf. HUNDA- ÓLAR ÓLAR FYRIR FLÆR ÞAÐ GETUR VERIÐ HÆTTULEGT AÐ EIGA FARSÍMA Æ, NEI! SÍMINN MINN ER AÐ HRING JA! Í HVAÐA VASA SET TI ÉG HANN? Í HVAÐA VA SA? HA HA! ÞÚ HEFUR MÁLAÐ SJÁLFAN ÞIG ÚT Í HORN LJÓNUM ER ILLA VIÐ BLEYTU! dagbók|velvakandi FRÉTTIR Hver vill vekja Þyrnirós með hringingu? VEGNA greinar í Morgunblaðinu 11. mars sl. verð ég að leiðrétta þann misskilning að síðasti bærinn sé kominn GSM-símasamband. Það er alls ekki rétt. Ég á bóndabæ í Mosfellsdal og þar er enn símasambandslaust, að- eins 24 km frá miðbæ Reykjavíkur! Við sem búum á Skeggjastöðum í Mosfellsbæ erum ekki enn komin í GSM-samband, hvað þá netsamband (nema gegnum hægt upphringi- módem sem er ekki hægt að nýta í neitt nema til að senda lítil texta- skjöl). Kalla ég hér eftir viðbrögðum GSM-símaþjónustuaðila sem aug- lýsa að öll byggð sé komin í GSM- samband – gleymdist þetta svæði, eða hvað er að tarna? Disa Anderiman, lektor og tölvunarfræðingur, Skeggjastöðum, Mosfellsbæ. Að þekkja sitt faðerni FAÐERNISMÁL virðast þvælast töluvert fyrir mönnum og ekki ljóst hverjir eigi að hafa rétt til vitneskju um sitt faðerni eða foreldra. Samt er talað um að allir eigi rétt á að þekkja sinn uppruna, sína foreldra. Þó er það svo að þeir sem fæðast með föð- urleynd hafa ekki aðgang að gögn- um með þeim upplýsingum, þrátt fyrir stjórnarskrárvarinn rétt og að þau lög eða reglur sem skerða mannréttindi eigi að víkja fyrir stjórnarskrárlögum. Þannig ætti enginn að hafa heimild til að skerða mannréttindi ófæddra einstaklinga, þótt foreldrar vilji leyna sínu und- irferli. Slíkt mannréttindabrot eiga alþingismenn ekki að vernda. Talað er um að fólk hafi skrifað undir yfirlýsingu um að ekki megi nýta lífssýni nema til ákveðinna rannsókna. Ég hef ekki séð í þessum plöggum að fela eigi niðurstöður fyr- ir afkomendum, heldur eigi rann- sóknin að nýtast afkomendum við- komandi einstaklings til upplýsinga, t.d. um erfðasjúkdóma sem eru mun fjölbreyttari upplýsingar en um fað- erni. Það er alltaf verið að klifa á orðinu persónuvernd, ég held að hún sé aðallega virk í sjálfu orðinu, en ekki í raun, og að pólitíkusar brjóti þau lög manna mest. Að vera rétt feðraður getur haft mikla heilsufars- lega þýðingu fyrir viðkomandi. Ég á erfitt með að skilja hvernig löggjaf- inn getur sett lög sem brjóta mann- réttindi ófæddra. Lög sem alþingi setur eiga að standast stjórnarskrá. Það að fólk geti keypt sæði með nafnleynd hlýtur að vera lögbrot gagnvart þeim einstaklingum sem verið er að stofna til. Guðvarður Jónsson, Valshólum 2, Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Mannlífið var fjölbreytt í miðbænum á föstudaginn. Þar léku t.d. bretta- strákar listir sínar á Ingólfstorgi, eins og sjá má á þessum tilþrifum. Morgunblaðið/Valdís Thor Á hjólabretti FYRIRLESTUR á vegum spænskuskorar Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands verður haldinn þriðjudaginn 18. mars kl. 12–13 í stofu 101 í Odda. Ana Cecilia Allen, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskól- ans á Kosta Ríka, heldur fyrirlestur um þjóðaratkvæðagreiðslu um frí- verslunarsamninga á Kosta Ríka. Spænskuskor Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnun standa fyrir fyrirlestrinum. Ana Cecilia Allen hefur í rúm 20 ár starfað sem pró- fessor við viðskipta- og hagfræði- deild Kosta Ríka háskóla. Aðaláhersla erindis hennar snýr að endurnýjun fríverslunarsamn- ingsins CAFTA við Bandaríkin, hins svokallaða TLC samnings [Tratado Libre de Comercio], sem var lagður í dóm þjóðarinnar í nóvember síðast- liðnum. Hún gerir grein fyrir því hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan kom til, hvernig hún var undirbúin og hvaða áhrif hún hafði á almenna stjórnmálaumræðu og þátttöku í landinu. Hún fjallar um hvaða kosti og galla íbúar Kosta Ríka sáu við samninginn, hver niðurstaðan varð og hvað það hugsanlega þýðir fyrir efnahagsþróun landsins í náinni framtíð. Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum. Aðgangur ókeypis. Sjá nánar um þetta á vefsíðunni www.hi.is/ams. Þjóðaratkvæðagreiðsla um fríverslunar- samninga á Kosta Ríka ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.