Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 5. V íst er það, að hvert mannsnafn verður útmáð fyrr eða síðar. Og að sama skapi ljóst er það, að mannlegri leit eru takmörk sett. Hver spurning dauðlegs manns rekst að lyktum á sama kalda þagn- armúr, sem engin mannleg þrá, þörf eða megn getur rofið. Samt heldur mannshugurinn áfram að spyrja og leita. Getur ekki annað á meðan hann verður ekki viðskila við eðli sitt eða kemst í algera mótsögn við sjálfan sig. Hann hlýtur að spyrja: Eru hinar bláköldu staðreyndir sannleik- urinn allur? Eru mannlegar niðurstöður endanlegar, mannlegt mat og réttvísi hinsta úrskurð- arvald? Er ekki eitthvað handan kalda þagnar- múrsins, þar sem allt tímanlegt strandar, brestur og tapast? Er ekki einhver, sem endurskoðar, sér og skilur alla málavexti, metur og dæmir af fullum skilningi, á alveg sönnum for- sendum? Er ekki einhver á bak við hjartaslögin í barminum, sem les í það hljóða mál, sem þar er tjáð og oft er að segja miklu meira en orð tungunnar geta ráðið við? Ýmsir láta mikið yfir því, að þeir séu yfir það hafnir að spyrja slíkra spurninga, hvað þá að virða einhvers nærtæk svör við þeim, sem óneitanlega hafa veitt hugsandi mönn- um fyrr og síðar ómælda fullnægju. Ég skrifaði fyrir skemmstu hér, að allir menn, hvernig sem þeir eru á sig komnir eða staddir, ættu sama skapara og ég. Þetta er mín kristna trú. Aðrir telja sig vita betur: Við eigum eng- an skapara. Öll þessi nöfn, öll þessi augu, öll þessi andlit eru aðeins myndbrigði á skýi, sem hrekst fyrir dauðri vindstroku úr einni markleysu í aðra. Þetta er þeirra trú. Ekki efast ég um, að það getur verið heiðarlegt trúarviðhorf. En hitt er óverjandi grunnfærni eða óheiðarleg fölsun að sjá ekki og kannast ekki við það, að þetta viðhorf er trú, engan veginn betur rökstudd en önnur trú, síður en svo er hún byggð á vísindalegum rök- semdum eða staðreyndum fram yfir það, sem guðstrúarmenn styðjast við. Allir ættu líka að vita, að með okkur öll- um dylst sú hneigð að vilja flýja áleitnar spurningar, sem gera vissar kröfur um við- horf, um meðferð á sjálfum sér, um breytni við aðra. Og kannast ekki margir við innri rödd, sem segir: Ég vil ekki láta flóknar spurn- ingar vefjast fyrir mér og hindra mig í því að njóta lífsins eins og mér þykir best. HUGVEKJA Sigurbjörn Einarsson Leit og svör Eru mannlegar niðurstöður end- anlegar, mannlegt mat og réttvísi hinsta úrskurðarvald? Er ekki eitthvað handan kalda þagnarmúrsins, þar sem allt tímanlegt strandar, brestur og tapast? » NÚ fer annatími í hönd hjá fíkniefnahundinum Aroni. Hann mun ásamt húsbónda sínum, lögreglunni, hafa aukinn viðbúnað á Reykjavíkurflugvelli og öðrum vöruflutningamiðstöðvum nú í aðdraganda páskahelgarinnar. Morgunblaðið/Júlíus Leita í aðdraganda páska TÓLF mánaða verðbólga verður 8,5% í mars gangi spá greiningar- deildar Landsbankans um 1,3% hækkun vísitölu neysluverðs eftir. Í febrúar var verðbólga 6,8% og hefur hún ekki mælst jafnhá og greining- ardeildin spáir síðan í ágúst 2006. Í verðbólguspánni segir að í mars detti út áhrif vegna lækkunar virð- isaukaskatts í mars á síðasta ári en jafnframt ráði sömu lykilatriði ferð- inni og í febrúar, þ.e. hækkun á mat- vöru, eldsneyti, bílum og fatnaði. Hægja mun á hækkun fasteigna- verðs en hún verður engu að síður einhver að mati greiningardeildar sem telur áhrif vaxtahækkana á hús- næðislánum munu hafa meiri áhrif á fasteignaliðinn en sjálf hækkun markaðsverðs á fasteignum. Verðbólga mun ná hámarki á næstu mánuðum þegar grunnáhrif lækkunar virðisaukaskatts á matvæli hverfa alveg og veiking krónunnar skilar sér inn í verðlagið. Verðbólgu- horfur eru því slæmar að mati grein- ingardeildar Landsbankans sem seg- ir allt að 9% lækkun fasteignaverðs mikilvæga forsendu fyrir lækkandi verðbólgu á síðari hluta ársins. Spá mikilli hækkun MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstri grænna: „Þingflokkur VG lýsir þungum áhyggjum af ástandinu í heilbrigð- iskerfinu og því upplausnarástandi sem þar er að skapast vegna fram- göngu heilbrigðisráðherra í skjóli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Mikilvægustu heilbrigðisstofnunum landsmanna er haldið í fjárhagslegri spennitreyju, vinnuálag fer vaxandi á þegar undirmönnuðum deildum, vöktum er breytt í óþökk starfsfólks og nú er hafin handahófskennd einkavæðing einstakra þátta heil- brigðisstarfseminnar eða heilla deilda. Afleiðingar alls þessa birtast nú m.a. í hópuppsögnum sem að óbreyttu munu lama ómissandi kjarnastarfsemi í heilbrigðisþjónust- unni. Að lokum gefast stjórnendur upp, fullsaddir af skeytingarleysi heilbrigðisráðherra og hrokafullri framkomu. Alvarlegra er þegar þeir eru beinlínis hraktir úr starfi eins og nú hefur gerst með æðstu stjórnend- ur Landspítalans. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs mun ganga eftir því að upplýst verði um það mál. Á Alþingi brýtur heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, í blað og hreinlega neitar að standa fyrir máli sínu gagnvart því hinu sama þjóðþingi og hann sækir umboð sitt sem ráðherra til. Með því er brotin stjórnskipuleg grundvallarregla í þingræðisríki sem aldrei má láta líðast. Haldi ráðherra uppteknum hætti er engin spurning hvort hlýtur að víkja, ráðherrann eða þingræðið og heilbrigðiskerfið. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ekki láta ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar komast þegjandi og hljóðalaust upp með að vinna óbætanleg skemmdarverk á heilbrigðiskerfinu og flæma þaðan burtu í stórum stíl mestu verðmæti þess, starfsfólkið. Heilbrigðiskerfið og mannauður þess er margfalt mik- ilvægara en einn hrokafullur ráð- herra, það er dýrmætara en heil rík- isstjórn,“ segir í tilkynningunni. VG segir upp- lausnarástand í heilbrigðiskerfinu Segja æðstu stjórnendur hrakta úr starfi FLUGVÉL af gerðinni Beechcraft 350C með skráningarnúmerið N4466A millilenti á Kefla- víkurflugvelli á föstudag. Vélin er í eigu félagsins Aviation Specialities Inc. en í skýrslu Evrópuþings- ins frá árinu 2006 segir að það sé eitt leppfélaga bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, sem notuð hafi verið til að flytja fanga milli landa á ólögleg- an hátt. Flugvélin kom hingað frá Stav- angri í Noregi, en þangað kom hún frá Brno Turnay í Tékklandi. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsinga- fulltrúa Keflavíkurflugvallar, var flugvélin í um klukkutíma á vell- inum og tók eldsneyti. Tollverðir í Keflavík fóru fóru að sögn um borð í vélina og voru þar aðeins tveir CIA-flugvél milli- lenti í Keflavík Morgunblaðið/Sverrir Fangaflug Önnur vél CIA sem lent hefur hér, talin tengjast fangaflugi. flugmenn en engir farþegar. Flug- vélin hélt héðan til Grænlands og síðan til Bandaríkjanna. Norska blaðið Aftenposten segir norska stjórnmálamenn líta málið alvarleg- um augum. SEXTÍU og fimm af 254 öku- tækjum mældust á of miklum hraða í íbúðar- götum í Hafnar- firði á fimmtudag og föstudag. Myndað var við tvo staði á Ás- braut, þar sem er 50 km hámarks- hraði. Við leikskólann Stekkjarás ók 41% ökumanna of hratt, á með- alhraðanum 68 km. Sá sem hraðast ók mældist á 84 km hraða en mælt var í eina klukkustund. Á hinum staðnum, milli Goða- og Vörðutorgs óku 12% ökumanna of hratt fyrir hádegi, meðalhraði þeirra var 64 km/klst. Í Hlíðarbergi við Setbergsskóla óku 33 of hratt, eða 30% ökumanna eftir hádegi á föstudag. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/ klst en hámarkshraði í götunni er 30. Mesti hraðinn mældist 52 km/klst. Við ofangreinda staði kom lög- reglan fyrir ómerktri lögreglubif- reið sem er búin myndavélabúnaði. Á vef lögreglunnar kemur fram að notkun slíks búnaðar hafi reynst gefa gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála. Fjórðungur ók of hratt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.