Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 37
ekki frá því að dvöl okkar hefði verið
blessuð á einhvern hátt. Næstu daga
dvaldi ég í Tel Avív þar sem ég gekk
um borgina áður en ég hélt til kvöld-
verðar á litlum veitingastað á hlið-
argötu við Carmel-markaðinn. Aldr-
aðir fastagestir heilsuðu mér hlýlega
og fátt virtist taka breytingum dag
frá degi í lífi hins vatnspípureykj-
andi eiganda og rólyndra gesta hans.
En á síðdegisgöngum mínum gegn-
um mannmergð þessa vinsæla
markaðar vissi ég ekki að ári áður
hafði palestínskur táningur úr
flóttamannabúðum nálægt Nablus
sprengt sig í loft upp og drepið þrjá
auk þess að særa yfir þrjátíu manns.
En ólíkt Jerúsalem var andrúms-
loftið líkara og í hverri annarri vest-
rænni stórborg og að undanskildu
hinu áberandi starfi öryggisvarða
sem þiggja laun fyrir að fórna lífi
sínu ef til sjálfsmorðsárásar kæmi,
voru átökin eins og fjarlægur veru-
leiki sem, fyrir mér, var aðeins í
fréttum og dagblöðum. Þegar ég
gisti hjá hinum þrítuga Elik og
Doru, ítalskri kærustu hans, út-
skýrði hann ástandið fyrir mér.
Sjálfur er hann gagnrýnin í hugsun
og helgast það af sárri persónulegri
reynslu og kynnum hans af báðum
hliðum málsins og öllu því fólki þar
sem hefur þungar sorgir að bera.
Óvíst er og óþarfi að spyrja sig að
því hvort reynsla hans í sérsveitum
hersins í átökum við Líbanon hafi
breytt viðhorfi hans, því í miðri her-
skyldu sinni umbreyttist tilvera
hans þegar tveir palestínskir karl-
menn sprengdu sig í loft upp. Fjór-
tán ára systir hans, Smadar, stóð of
nálægt öðrum þeirra og lét lífið.
Reynslu Eliks, arfleifð og sorg,
blönduð vilja til að lifa án þess hat-
urs sem hann telur stjórna lífi og
pólitík ísraelsku þjóðarinnar, hefur
auk fjölda ára baráttu við að upplýsa
ástandið orðið til þess að hann gegn-
irstarfi formanns samtaka sem hafa
sameinað og sætt í gegnum samræð-
ur 250 fjölskyldur frá Ísrael og sama
fjölda frá Palestínu. Allar þessar
fjölskyldur eiga það sameiginlegt að
hafa misst ástvin í árás, hvort sem er
sjálfsmorðsárásarmenn, saklausa
borgara eða hermenn. Án þess að af-
saka misgjörðir á hvorn veginn sem
var fannst mér ég heyra í fyrsta sinn
rödd sem ekki væri stjórnað af hatri,
hræðslu eða fáfræði. Vandamálin
hins vegar, fjölgun ólöglegra land-
nemabyggða og hin óneitanlega
hætta sem ísraelskum borgurum
stafar af árásum frá kúgaðri þjóð,
eru of mörg og snúin til að útlista
hér. Til að stíga andleg skref burt
frá glapstigum núverandi stefnu, tel
ég nálgun Eliks og þeirra þúsunda
sem hugrekkið hafa, vera eitt hið
fyrsta.
Beit Sira á Vesturbakkanum
Með kaffibolla í hönd og forvitinn
strákahóp í kringum mig beið ég
þess að kraftmikilli ræðu klerksins
lyki og karlmenn smáþorpsins Beit
Sira á Vesturbakkanum kæmu frá
bænastund. Föstudagsmótmælin
gegn byggingu aðskilnaðarmúrsins
voru framundan. Um 200 þorpsbúar
auk tíu Ísraela og nokkurra al-
þjóðaliða gengu niður þorpshlíðina í
átt að ólífulundunum þar sem mal-
arvegur markar fyrirhugaða legu
múrsins sem þar líkt og svo víða
mun ólöglega taka gríðarlegt land-
svæði af palestínskum þorpum undir
landnemabyggðir. Þrátt fyrir þær
fullyrðingingar Ísraelsstjórnar að
tilgangur múrsins sé að hindra inn-
göngu sjálfsmorðsprengjumannaí
Ísrael, þykir stærð lands sem tekið
er sem og fjölgun landnemabyggða
sem nýta það benda til markvissrar
stefnu stjórnvalda. Ásamt þeirri
kúgun og einangrun sem palestínska
þjóðin hefur sætt áratugum saman
er líklegt að afleiðingar múrsins
verði hrikalegar fyrir báðar þjóðir.
Skyndilega fannst mér ég skynja
alvöruna og hættuna á ofbeldi sem
svo oft einkennir samskipti hersins
og Palestínumanna þegar herjeppar
þyrluðu upp ryki á ofsaakstri hand-
an trjánna. Barnungir strákar hlupu
spenntir meðfram hópnum sem hóf
upp rödd sína í kallinu, Allah Ak-
bhar, eða Guð er mikill. Mér var sagt
að trúin væri í raun hinn eini styrkur
hins almenna borgara í baráttu við
ofureflið sem að þeim sækti. Brátt
mættum við andstöðunni. Hún sam-
anstóð af ungum hermönnum sem
stöðvuðu hópinn. Töfraorðin voru
sögð, framundan var lokað hern-
aðarsvæði. Fleiri herjeppar komu
aftan að hópnum, og spark ungs
drengs að brynvörðum bílnum fékk
reiðilegan yfirmann til að stökkva út
og slá þann sem næst bílnum stóð.
Eldri menn þorpsins skökkuðu leik-
inn. Skömmu síðar voru ungir karl-
menn þorpsins komnir í þvögu uppi
við þéttan vegg hermanna sem töldu
nóg komið. Skothríðin tók völdin.
Holir háværir hvellirnir kveiktu á
skynfærum er ég hljóp dofinn milli
trjánna. Ég leit á litlu strákana og
heyrði hljóðin í táragashylkjunum
sem þeyttust yfir höfði okkar og
skoppuðu loks eftir jörðinni. Það
sveið í lungun og ég huldi vit mín
eins og aðrir. Ég sá menn liggja
slasaða eftir gúmmíkúlur og herinn
gekk á eftir og skothríðin varð
óreglulegri. Pallbíll kom brunandi úr
þorpinu, síðan sjúkrabíll. Við jaðar
þorpsins hvíldist stór hópur, sumir
slasaðir. Ungur ísraelskur lögfræð-
ingur gaf mér sígarettu og ég reykti
hana skjálfandi. Vitandi að þó að við-
vera útlendinga drægi oftast úr
hörku hersins skynjaði ég mig að-
eins sem hrædda postulínsdúkku
með of lítil tengsl við þær raunveru-
legu og yfirvofandi aðstæður þorps-
búa að verða lokaðir inni.
Ramallah
Ég nálgaðist Kalandia-landa-
mærastöðina við jaðar Ramallah í
strætó ásamt heimamönnum, ekki
laus við visst óöryggi. Ef einsleitur
og neikvæður fréttaflutningur und-
anfarin ár af slæmu ástandi þess ill-
flokkanlega landsvæðis sem Vest-
urbakkinn er, fengu þöglir spegla-
glersvarðturnar á 8 metra háum
steypuveggnum ásamt hinum
óþrjótandi gaddavír mig til að efast
um öryggið fyrir innan. Stanslaus
straumur fólks fór í gegn undir ár-
vökulu eftirliti ungra hermanna og
eftirlitsmyndavéla. Ég gekk út í
gegnum gaddavírsgangana sem
einnig gegndu hlutverki lítils mark-
aðar þar sem seldar voru kvikmynd-
ir og stríðskarlaleikföng. Þannig
komst fólk heim til sín, nema þegar
stöðinni er lokað í refsingarskyni
fyrir árás einstaklings í Ísrael. Fyrir
innan voru leigubílar innan um
steypurústir og illa farin hús. Leigu-
bíll ók mér til miðju borgarinnar.
Eftir að hafa hitt unga stúlku úr Beit
Sira-mótmælunum og notið hjálp-
semi ungra drengja sem lánuðu mér
símann sinn, mælti ég mér mót við
unga palestínska konu sem starfar
fyrir mannúðarsamtök í borginni. Á
ráðstefnu um uppbyggingu Vest-
urbakkans skar ég mig úr sem eini
Vesturlandabúinn ásamt því að vera
fremur óformlega klæddur miðað
við jakkaföt Hamas-manna sem sátu
og fóru yfir tölur og hugmyndir
tengdar uppbyggingu samgangna
og mannvirkja í ljósi hernámsins.
Textinn á skjánum var á ensku, líkt
og bæklingurinn sem ég las og
fjallaði um afleiðingar múrsins á
samfélag og efnahag þjóðarinnar.
Með yfirvofandi hrun efnahagsins
og alþjóðlega einangrun ríkisstjórn-
arinnar var tal um uppbyggingu með
tilheyrandi billjónakostnaði fyrir
mér eins óskiljanlegt og arabískan
sem töluð var. Um kvöldið ókum við
að útjaðri þessarar best settu borgar
Vesturbakkans, þar sem enn starfa
erlend sendiráð og lúxusbílaumboð.
Mér virtist borgin aldrei hafa náð
sér á strik. Hrundar byggingarnar
vöktu spurningar sem að hluta hefur
verið svarað með fréttamyndum af
jarðýtum Ísraelshers.
Konan er þrítug og býr ásamt
dóttur sinni í blokk með útsýni yfir
fjallalendi sem er undir stjórn Ísr-
aels. Á meðan hún bakaði súkku-
laðiköku sagði hún mér sögur af
samfélagi því sem hún lifir í. Það er
samfélag þar sem yfir helmingur
barna hefur orðið vitni að ofbeldi frá
ísraelska hernum, niðurrifi húsa og
fangelsun fjölskyldumeðlima. Helm-
ingur þeirra nær ekki fullkomlega
að jafna sig andlega og fjárskortur
skólanna takmarkar þá faglegu að-
stoð sem er nauðsynleg í stöðugu
óöryggi umhverfisins Framtíð-
arhorfur samfélags með um helming
íbúa undir 17 ára aldri virðast slæm-
ar ef áfram heldur sem horfir. Þó er
reynt eftir megni að aðstoða börnin,
meðan áfall fullorðinna við barns-
missi eða tap sjálfsvirðingar frammi
fyrir fjölskyldu mætir aðeins þögn.
Þrýstingurinn að bera sig vel reynist
fólki erfiður. Hún sagði mér frá at-
viki úr eigin lífi. Eftir mánaðar að-
skilnað við dóttur sína vegna lok-
unar landamærastöðva borgarinnar
sem barnsfaðir hennar bjó í var leið-
in aðeins greið um stundarsakir og
barnsfaðir hennar nýtti tækifærið.
Herinn stöðvaði leigubílinn á leiðinni
til Ramalah, skammt frá landnema-
byggð, hirti bíllykla og síma farþega
áður en þeir skildu fólkið eftir.
Barnsfaðir hennar hafði falið síma
sinn og tókst að hringja í hana og
sambönd hennar leiddu til að hern-
um var skipað að skila lyklunum.
Smávægilegt miðað við svo margt
annað, sagði hún meðan við borð-
uðum súkkulaðiköku.
Rétt þykir mér að vekja athygli á
því að aðstæður og ástand sem ég
lýsi í greininni áttu sér stað fyrir
tveimur árum, og þó að enn sé
ástandið slæmt er nauðsynlegt að
hafa í huga að breytingar, hvort sem
eru góðs eða ills, gerast hratt. Frá-
sögn þessi felur í sér aðeins brot af
raunveruleikanum og er bundin per-
sónulegri reynslu sem og takmörk-
uðum tíma höfundar.
helgu landi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 37
Properties in Germany
Yield up to 8,7%
Objects from 1 Mill. to 77 Mill.
Contact: PCI Invest consult GmbH, Hamburg-Germany.
Tel. 0049 (0) 5193-970034 - e-mail: info@pci-invest.de
Sími 575 8500 - Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar
ÁLFATÚN 17 – OPIÐ HÚS
Í dag á milli kl: 14:00 - 15:00 verður til sýnis falleg 4ra herb. tæplega 100 fm.
íbúð á 2.h. ( efstu ) í fjórbýlishúsi ásamt tæplega 20 fm. bílskúr eða samtals
116,7 fm. Íbúðin skiptist í hol með skápum, flísalagt baðherb. með baðkari og
sturtuklefa, 3 parketlögð svefnherb. með skápum, rúmgóða, bjarta parket-
lagða stofu með suður-svölum út af og eldhús með vandaðri innréttingu og
borðkrók. Bílskúr innbyggður í húsið. Hús steypuviðgert og málað að utan ár-
ið 2006. Áhugasamir velkomnir á ofangreindum tíma. Valtýr á bjöllu.
Áhv. 19,9 millj. Verð 29,9 millj.
M
bl
.
98
35
14
SÖRLASKJÓL 88
OPIÐ HÚS
Í dag sunnudag 16. mars verður opið hús frá
kl. 15-16 að Sörlaskjóli 88, 107 Reykjavík, jarðhæð.
Þetta er falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð alls 70,1 fm. Stór stofa. Rúm-
góð svefnherbergi. Eldhús og hol samliggjandi. Hellulögð gangstétt og góð
lýsing í garði. Nýjar fulningarhurðir. Allir gluggar endurnýjaðir. Endurbætur
standa yfir á skolplögnum. Stutt í fallega náttúru. Verð 21,8 millj.
Þverholt 14 l 105 Reykjavík l Sími 595 9000 l holl@holl.is l www.holl.is
Björn Daníelsson
Löggildur fasteignasali
Gsm: 849 4477
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
HRAUNHÓLAR - GARÐABÆR
Hraunhamar fasteignasla hefur
fengið í einkasölu glæsileg 300-
312 fm raðhús á 2 hæðum með
innbyggðum bílskúr á frábærum
stað við Hraunhóla 20-26 í
Gbæ. Húsin eru smekklega
hönnuð af Vektor arkitektastofu
og standa við hraunjaðarinn og
Skrúðgarð Garðbæinga. Húsin
eru í byggingu og skiptast eftir
teikningu í forstofu, hol,
gastasnyrtingu, stofu, borðstofu,
eldhús, lesherbergi, bílskúr og geymslu. Á efri hæð eru þrjúr stór herbergi, baðherbergi,
hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi inn af, sjónvarpshol og þvottahús. Húsin
afhendast fullbúin að utan og lóð frágengin en að innan fokheld eða lengra komin samkvæmt
nánara samkomulagi milli kaupanda og seljanda.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður. gsm.8960058.
Bros Þrátt fyrir að búa á stríðshrjáðu svæði er stutt í brosið hjá strákunum.