Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 32
lífshlaup 32 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ann brosir þegar ég nefni þetta með He- arst-nafngiftina. „Já, þetta var mikil sigl- ing,“ segir hann. Og þegar ég spyr hvernig þessi blaðaáhugi hafi komið í hann svarar hann: „Öll mín umsvif á blaðamark- aðinum áttu sér rætur í því að ég var með flugdellu. Þegar ég var í Verzló varð ég formaður Svifflugfélags Ís- lands og ég stofnaði Hilmi til þess að gefa út tímaritið Flugmál. Annað vakti nú ekki fyrir mér þá. Tímaritið dafnaði vel, varð á endanum stærsta flugtímarit á Norðurlöndum. Þegar ég byrjaði með Flugmál dreifði ég því út um allt land en svo fóru vanda- málin að koma. Menn sögðust hafa samninga við bókaútgefendur um að borga bara einu sinni á ári; í marz og ætluðu að gera það sama við mig. Mér tókst nú að komast að sam- komulagi við flesta en það var einn á Akureyri sem ætlaði ekki að gefa sig. Ég ákvað þá að senda honum tímarit- ið í póstkröfu og hann leysti það út! Eftir það gerði hann hvert eintak upp eins og aðrir. Eftir stúdentsprófið fór ég til Þýzkalands og kynnti mér blaða- dreifingu. Þegar ég kom heim stofn- aði ég fyrirtækið Blaðadreifingu. „Ég dreifði ekki einasta mínum blöð- um, það voru gefin út mörg tímarit önnur sem ég tók að mér að dreifa. Og ég átti líka samstarf við Sigfús Jónsson á Morgunblaðinu um val á útsölustöðum í Reykjavík.“ Ekki farfadropi í öllum bænum „Velgengni Flugmála varð til þess að ég fór að líta í kringum mig. Þá sá ég Vikuna sem ég taldi hægt að fjörga verulega upp á og keypti hana af Steindórsprenti út á víxla. Ég fékk Jökul Jakobsson til þess að lífga upp á innihaldið og litprentaði kápuna með mynd eftir Halldór Pétursson. Vikan fór úr 16 í 58 síður, hækkaði úr 5 krónum í tíu og ég lét prenta 10.000 eintök í stað 2.500. Blaðið seldist upp á tveimur tímum og fyrir kvöldið gengu eintök á svörtum markaði á 100 krónur. Gísli Sigurðsson tók svo við af Jökli og Vikan bætti stöðugt við sig, fór langleiðina í 25 þúsund eintök, þegar bezt lét. Þá voru Flugmál sem hétu Flug- mál-Tækni fyrir alla orðin aukaatriði í útgáfunni hjá mér. En Steindórs- prent réð illa við Vikuna, þetta var svo mikil setjaravinna að þeir urðu að láta vinna allan sólarhringinn og höfðu vart undan. Þá var nú ekki hlaupið að því að fá innflutningsleyfi fyrir setjaravél, en ég frétti af því að Herbertsprent í Bankastræti ætti slíka vél nýja og ég falaði hana til kaups. En eigandinn vildi ekki selja mér setjaravélina, en kvaðst hins vegar tilbúinn að selja mér prent- smiðjuna! Það varð úr að ég keypti hana. Ég leitaði svo til manna um að koma vélunum út úr Bankastrætinu, en þeir sögðu nauðsynlegt vegna þrengsla að taka þær í sundur, stykki fyrir stykki, sem yrði þriggja vikna verk. Þrjár vikur, sagði ég. Ég þarf að fá þær í gang á mánudaginn. Mál- ið leysti ég með því að fá stóran krana hjá Eimskip og svo rifum við þakið af Bankastrætinu, hífðum vél- arnar þar út og fluttum þær í hús- næði Hilmis á Laugavegi 174. Þar voru þær komnar í gang á mánudeg- inum.“ Hilmar tekst allur á loft í stólnum, þegar hann rifjar upp þessa gömlu takta. „Þetta skotgekk. En það voru mikil læti og bægslagangur í kring- um þetta. Einu sinni var hringt í mig ofan úr Eddu, en þeir prentuðu forsíðu Vik- unnar, og sagt að þar væri enginn rauður litur til og það sem meira væri: enginn rauður dropi til í allri Reykjavík. Ég hafði strax samband við stöðvarstjóra Flugfélagsins í Prestwick, sem ég var kunnugur, og honum tókst að koma einhverju af farfa í síðdegisvélina. Þannig björg- uðust málin í það skiptið. Ég fékk svo sendar mánaðarbirgðir með skipi en þá tók ekki betra við en svo að það átti að taka tvær, þrjár vikur að toll- afgreiða vöruna. Það dugði nátt- úrlega engan veginn fyrir minn fram- kvæmdahraða og ég varð að fara í forstjóra Eimskipafélagsins og fá hann með mér á vettvang til þess að ná prentlitnum út.“ Og Hilmar færði enn út kvíarnar; keypti tímaritið Úrval og bætti svo við sig Búnaðarblaðinu. „Meiningin á bak við Búnaðarblaðið var að bjóða bændum, sem voru 7.000 talsins, það frítt ef þeir gerðust áskrifendur að Vikunni. Bændurnir vildu ólmir fá sitt Búnaðarblað en sögðust ekki hafa efni á Vikunni svo ég gaf Bún- aðarblaðið út í nokkur ára bara fyrir bændur.“ Mynd var stutt en indælt stríð Sumarið 1962 kom svo dagblaðið Mynd. „Mynd var minn stóri draumur. Ég hafði sé Bild Zeitung í Þýzka- landsferðinni 1958 og gekk síðan með það í maganum að gefa út svona dag- blað á Íslandi. Ég hringdi í Axel Springer sem var stórútgefandi í Þýzkalandi og ef til vill sá stærsti í Evrópu og var eiginlega mest hissa á því að hann skyldi gefa sér tíma til að svara manni uppi á Íslandi. Ég sagði honum að ég ætlaði að kópíera Bild Zeitung á Íslandi og hann var kátur með það. Þegar við höfðum spjallað saman lét hann einn aðalaðstoð- armann sinn tala við mig og bjóða mér alla þá aðstoð sem þeir gætu veitt. Högni Torfason, sem varð fréttastjóri Myndar, fór í nokkurra vikna kynnisferð til Bild Zeitung og þeir sendu okkur útlitsteiknara sem ýtti okkur úr vör. Björn Jóhannsson, sem varð ritstjóri Myndar, fór til Beaverbrook-grúppunnar í Englandi og kynnti sér vinnubrögð þar á bæ í nokkrar vikur svo það vantaði ekki að við töldum okkur til í slaginn. Ég vissi af eldgamalli prentvél inni í Félagsprentsmiðju og tókst að finna viðgerðarmenn sem komu henni af stað. En hún var alltaf hálfónýt og allt í klessu. Prentun Myndar var með þeim ósköpum að menn urðu að þvo sér um hendurnar eftir að hafa flett blaðinu; þeir urðu svo svartir á puttunum! En við seldum hvert ein- asta eintak sem við náðum út úr ónýtu prentvélinni. Þegar við vorum búnir að koma út 28 eintökum skall á prentaraverkfall og það fór með mig. Ég var sjálfur með allt undir og engan sjóð til þess að ganga í svo þetta fór allt í spað. Og Mynd er það eina sem hefur farið í spað hjá mér.“ Mynd – dagblað óháð – ofar flokk- um var fjórar síður, í breiðsíðubroti, með átta dálkum. Á forsíðu fyrsta tölublaðsins stóð: Loksins óháð dag- blað. „Óháð dagblað kemur nú út í fyrsta skipti á Íslandi. Hvorki stjórn- málaflokkar né hagsmunasamtök hafa ráð blaðsins í hendi sér. Loks er borgaranum fullkomlega tryggður óþvingaður, frjáls fréttaflutningur.“ „Já. Við ætluðum okkur stóra hluti. Og sögðum flokksblöðunum stríð á hendur. Þrátt fyrir endalokin var Mynd afskaplega skemmtilegt ævintýri. Það var svo mikill spenn- ingur í kringum þetta allt. Ég man að ég spurði Björn Jó- hannsson hverjir væru beztu blaða- menn á Íslandi. Hann gerði lista, við hringdum eftir honum og allir sem talað var við sögðu strax já. Þeir hrif- ust af hugmyndinni á bak við blaðið og það freistaði líka að starfa á óháð- um fjölmiðli. Það stóð engum á sama um Mynd. Starfsmenn flokksblaðanna sáu hvað hægt var að gera. Almenningur fagn- aði frjálsu blaði en flokksgæðing- arnir voru ekki hrifnir. Þetta var stutt en indælt stríð!“ Hilmar hélt rekstri Hilmis áfram en hvarf svo frá fyrirtækinu við „svo- lítið sérkennilegar aðstæður“. „Einn góðan veðurdag var faðir minn, Axel Kristjánsson í Rafha, mættur og setztur í stólinn minn og hann tók fyrirtækið og Vikuna ein- faldlega yfir. Við töluðumst ekkert við, ég gekk bara út og kom aldrei aftur.“ – En var hann ekki að bjarga fyr- irtækinu? Sagan segir að þú hafir verið kominn í þrot. „Bjarga!? Þrot!? Af og frá. Það var engin ástæða til þess að taka fyr- irtækið svona af mér.“ – En af hverju léztu það viðgang- ast? „Faðir minn var þungavigt- armaður í fjármálum og kunnur reddari. Mér gekk ekkert að standa uppi í hárinu á honum. Svo ég sneri mér annað.“ Frá Einari ríka til Suður-Afríku „Ég varð að byrja upp á nýtt og veðjaði á sjávarútveginn til þess. Ég hringdi í Einar ríka og bað hann ásj- ár. Hann sagði: Hilmar, ég er að fara að reisa síldarverksmiðju í Vest- mannaeyjum. Þú byggir hana fyrir mig og ég kenni þér á sjávarútveg- inn. Ég var hjá Einari í eitt ár meðan verksmiðjan reis og hann tók mig með sér hingað og þangað, meðal annars á aðalfund í LÍÚ. En þegar þeim skólanum lauk og kom til minna kasta að hasla mér völl fann ég enga glóru í sjávarútveginum og á endanum ákvað ég að fara úr landi.“ – Hvert fórstu? „Ég var á leiðinni til Ástralíu, en fór í land í Suður-Afríku. Þar leizt mér vel á mig, landið fallegt og auð- ugt og mikill uppgangur í efnahags- lífinu.“ – Og aðskilnaður kynþáttanna al- gjör! „Ef ég á að segja eins og er aðlag- aðist ég honum í hvelli og setti að- skilnaðarstefnuna aldrei fyrir mig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hann var einu sinni nefndur hinn íslenzki Hearst, en hvarf svo af landi brott og settist að í Suður-Afríku. Þaðan fór hann undan þjóðfélagsbreytingum til Íslands aftur og rekur nú kvótamarkað í Reykjavík. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Hilmar A. Kristjánsson. Mynd var minn stóri Sjóaður Hilmar A Kristjánsson með drauminn, Mynd, og velgengnina, Vikuna með litprentaðri mynd Halldórs Pét- urssonar á forsíðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.