Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 25
Þeir eru líka skráðir á dælubíl og
hafa komið að mörgum harm-
leiknum í formi slysa og veikinda.
En þeir eru mjög rólegir og fum-
lausir í starfi sínu.
Sjúklingurinn liggur bakvísandi í
bílnum og ég sný eins og er orðið
ómótt.
„Það kemur fyrir að sjúklingar
verða hálfbílveikir,“ segir Gunnar
þegar ég segi frá líðan minni eftir
að þeir hafa fylgt sjúklingnum inn
og gert skýrslu.
Næst liggur leið okkar upp í
Fossvog þar sem á að fylla upp í
nauðsynlegar birgðir af sjúkragögn-
um í bílinn.
Eftir það erum við klár í næsta
útkall.
Yfirlið á hóteli
Það lætur ekki á sér standa. Nú
liggur leiðin á veitingastað í miðbæ
Reykjavíkur. Þar hefur liðið yfir
mann. Þegar við komum á svæðið
eru tveir lögreglumenn þar fyrir og
fleiri sjúkraflutningamenn. Mað-
urinn er kominn til meðvitundar en
blóðþrýstingur hans er hræðilega
lágur 74/48.
Hann fær sér vatnsopa meðan
hlynnt er að honum og við hlið hans
er falleg stúlka sem hann hefur boð-
ið út að borða þetta kvöld. Þau voru
bara búin með forréttinn og varla er
hann kominn með sæmilega meðvit-
und þegar hann vill óður og upp-
vægur komast aftur inn að borða.
„Ég vil klára dæmið – við vorum
bara búin með forréttinn,“ segir
hann og neitar þverlega að fara í
frekari rannsóknir þetta kvöld. Föl-
ur á hörund fer hann aftur inn í sal-
inn með stúlkunni sem hann á
stefnumótið við. Þau ætla að ljúka
við kvöldverðinn og hún lofar að
láta vita ef maðurinn verður aftur
lasinn.
Ólafur, Gunnar og ég göngum út í
kalt kvöldloftið. Á upplýstum götum
er fullt af fólki sem er á leiðinni út
að skemmta sér. Veikindi og slys
eru því greinilega ekki ofarlega í
huga.
Þegar komið er upp í höf-
uðstöðvar er komið að vaktaskipt-
um.
Á kaffistofunni
Þeir Sigurjón Valmundarson
bráðatæknir og Sigurbjörn Guð-
mundsson neyðarflutningarmaður
taka við sjúkrabíl 701 og ég fylgi
með „í kaupunum“. Þetta er eini
bíllinn þar sem áhöfnin sinnir bara
neyðarútköllum.
Það er rólegt um stund og við
fáum okkur sæti inni á kaffistofu og
ég borða samloku og hlusta á starfs-
mennina spjalla. Þeir hafa allir að
baki mikla starfsþjálfun og langt
nám. Bráðatæknar taka hjartalínu-
rit, það hef ég séð þegar, þeir taka
líka 12 leiðslu hjartarit og senda
upplýsingar til sérfræðinga á
sjúkrahúsi sem þannig eru búnir
undir komu viðkomandi sjúklings.
Þeir mega gefa lyf með leyfi spít-
alans. Allt er hljóðritað og tímasett
sem fram fer. Það eru 15 bráða-
tæknar að störfum við sjúkraflutn-
inga og slökkviliðsstörf og fleiri eru
úti að læra. Ólafur lærði sitt fag t.d.
í Pittsburg í Bandaríkjunum og
sinnti þar útköllum af öllum teg-
undum. Tveir bráðatæknar hafa
þjálfað með sérsveit lögreglunnar
og sinna þá eingöngu sjúkraþáttum.
Sumir hafa líka sinnt friðargæslu-
störfum á eigin vegum fyrir „milli-
göngu“ Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins. Fram kemur í samtali
starfsmannanna að stundum eru
teknar myndir á vettvangi, oftast
þegar bílar skemmast.
Ég fæ að vita að vissir menn
sinna köfun í sjó og vötnum og eru
með atvinnuréttindi sem slíkir. Ég
hef þegar séð útbúnað þeirra og
skoðað dælubílinn sem er aðalbíll
slökkviliðsins.
„Dagurinn byrjar með því að fara
yfir búnað, líta í bækur og halda sér
við, sjá um að útkallsbúnaður sé í
lagi og allt sé á sínum stað, bílar
hreinir,“ segir einn.
Ég hef nú þegar áttað mig á að
þessir glensfullu menn sinna miklu
álagsstarfi. „En vinnuálagið er
ójafnt, aldrei hægt að segja fyrir
um hvernig dagurinn verður,“ segir
annar.
Þyrluútkall í gangi!
„Ég var t.d. einn daginn að koma
á vakt með kassa með öllum göll-
unum mínum og öðru dóti og ætlaði
að fara að koma mér fyrir. Þá var
mér sagt að það væri þyrluútkall í
gangi, þyrfti að fara norður á land.
Ég skellti mér í gallann og tekið var
til dótið sem með átti að fara í
járnkistu. Þegar við vorum komnir
næstum alla leið kom í ljós að ekki
þurfti á okkur að halda til að klippa
slasaðan mann út úr bíl. Við vorum
því settir út með járnkisturnar okk-
ar en sjúklingurinn settur inn í
þyrluna í staðinn og flogið með
hann á spítala í Reykjavík. Sendur
var bíll eftir okkur. Þegar við vorum
komnir niður í Borgarfjörð pípti
síminn. Stórútkall var í miðbæ
Reykjavíkur – bruninn í Lækj-
argötu. Ég snaraði mér aftur í gall-
ann og niður á Lækjartorg og þar
var barist með öllu sem til var við
eldinn. Þetta var mjög við-
burðaríkur dagur, “ segir Sverrir
Björn Björnsson.
Í annað skipti voru menn að
„gæsa“ félaga í rólegheitum í höf-
uðstöðvunum þegar skyndilega kom
kall um að það vantaði reykkafara.
„Það var eldur í skipi og ég í eld-
gallann og tók með mér tvo menn
héðan og tvo úti á flugvelli. Það var
eldur í Akurey, þetta var 170 mílna
flug, skipið var einhvers staðar út af
Vestfjörðum. Við stilltum upp á leið-
inni hvernig við ætluðum að hafa
björgunarstörfin, ég þekki togara
og einn hafði komið um borð í Ak-
urey. Við fengum svo teikningu þeg-
ar við komum um borð. Eldurinn
hafði komið upp í rými þar sem var
ljósabekkur. Tveir menn dóu í þess-
um bruna. Búið var að vinna mikið
slökkvistarf af skipverjum en við
slökktum það sem eftir var. Við
hlúðum að áhöfninni andlega og
gerðum það sem við gátum fyrir þá.
Þetta var svona 27 tíma törn,“ segir
Sverrir.
Síminn pípir – nýtt útkall
En nú pípir síminn og ég skelli
kaffibollanum á borðið og hleyp af
stað. Þeir Sveinbjörn og Sigurjón
eru þegar mættir í bílinn og það er
ekki lengi gert að spenna á sig belt-
ið og renna af stað með sírenur og
blá ljós.
Ferðinni er heitið í sambýlishús í
austurbæ þar sem sjúklingur er
kvalinn í maga og mikið lasinn sam-
kvæmt upplýsingum talstöðvar.
Við stökkvum út úr bílnum og
upp í íbúðina. Þar er ung kona sem
ber sig mjög aumlega, móðir hennar
og unnusti sem stumra yfir henni.
Augljóslega er þarna myndarlegt
heimili ungra hjóna með ung börn.
Þeir Sveinbjörn og Sigurjón
mæla blóðþrýsting, gera skyndiat-
hugun og svo hringja þeir á slysa-
og bráðadeild í Fossvogi og þar er
ákveðið að sjúklingurinn skuli koma
inn til rannsóknar.
Á slysa- og bráðadeild
Varlega koma þeir stúlkunni fyrir
á sjúkrabörunum og bera hana út í
bíl. Móðir hennar kemur á eftir í
eigin bíl. Bráðatæknir setur upp nál
hjá sjúklingnum á leiðinni upp á
slysa- og bráðadeild. Sjúkraflutn-
ingamenn taka sjúklinginn úr bör-
unum og koma henni fyrir í rúmi í
skoðunarherbergi. Móðir stúlk-
unnar er komin á staðinn. Hjúkr-
unarfræðingur og hjúkrunarnemi
á slysadeild
Yfirlið Á hóteli í miðbæ féll ungur maður í yfirlið yfir kvöldverð með dömu. Hann neitaði frek-
ari rannsókn. „Við vorum bara búin með forréttinn, ég vil klára dæmið,“ sagði hann ákveðinn.
Áhöfn tvö F.v. Sigurjón Valmundarson og Sigurbjörn Guðmundsson sem tóku við sjúkrabíl
701 um kl. 8 og sóttu Ýri Geirsdóttur á heimili hennar og fluttu hana á slysa- og bráðadeild.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 25
Stór hluti starfsfólks áslysa- og bráðadeild eruhjúkrunarfræðingar. „Þetta er mannflesta
sjúkradeild landsins hvað þetta
snertir. Hér starfa um 150 manns,
þar af 70 hjúkrunarfræðingar,“
segir Ragna Gústafsdóttir, hjúkr-
unardeildarstjóri á slysa- og
bráðadeild LSH.
„Það tekur um tvo ár að þjálfa
hjúkrunarfræðing á slysa- og
bráðadeild til að sinna öllum þeim
viðfangsefnum sem þeir þurfa að
sinna. Það er byrjað á að læra
grunnþætti, síðan er farið í flókn-
ari viðfangsefni. Hjúkrunarfræð-
ingar þurfa að vera færir um að
sinna móttöku og fyrstu meðferð,
sem og eftirmeðferð, nánast hvað
varðar allar tegundir sjúkdóma
og slysa hjá öllum aldurshópum.
Fjöldamörg börn koma hingað ár-
lega, um 14 þúsund börn.
Hjúkrunarfræðingar fara í
flóknari verkefni þegar á líður,
svo sem á neyðarmóttöku vegna
kynferðisofbeldis, sem og sinna
þeir kennslu og þjálfun. Þá ber að
nefna greiningarsveitina sem sí-
fellt er tilbúin til að fara hvert á
land sem er þegar vá steðjar að.
Til að sinna því starfi þarf mikla
þjálfun.“
Hvað með annað starfsfólk?
„Við erum með 14 stöðugildi
sjúkraliða og aðstoðarmenn
hjúkrunar hafa líka 14 stöðugildi.
Þá starfa hér mótttökuritarar og
hjúkrunarritarar. Læknar starfa
hins vegar undir stjórn yfirlækn-
is, svo og læknaritarar. Í heild má
segja að hér sé mjög krefjandi
vinnustaður og aldrei getur mað-
ur vitað hver viðfangsefnin eru
hvern dag og álagið getur verið
mikið. En samt sem áður er þetta
heillandi og gefandi starf. Við er-
um svo lánsöm að hafa mjög gott
starfsfólk hérna sem er samhent
um að leysa öll verkefni svo sem
best fari og vill stuðla að því að
byggja upp mjög góða þjónustu.
Hér er verið að taka húsnæðið til
endurbóta sem gerir okkur kleift
að taka upp ný og bætt vinnu-
brögð til að tryggja enn betri
þjónustu.“
Krefjandi en heillandi vinnustaður
Barnahornið Á slysa- og bráðadeild koma árlega um 14 þúsund börn.