Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 28
10 ára afmæli mbl.is 28 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Miðill augnabliksins „Á blogginu sér maður hinar smáu gárur þjóðfélagsins blika,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Egill Helgason, fjölmiðlamaður og fréttaskýrandi, segir bloggið hafa flesta kosti nokkuð opins lýðræðis. Dagur Gunnarsson ræddi við tvo landsfræga og á stundum umdeilda bloggara. Fjölmiðlamanninn ogfréttaskýrandann EgilHelgason er óþarft aðkynna, fyrir utan sjón- varpsþættina sína er hann líka vel þekktur ofurbloggari. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikil bylting í fjölmiðlun,“ segir Egill um blogg- ið og heldur áfram: „Umræðan verður mjög hröð, dálítið skræk og dálítið hysterísk á köflum og ekkert mjög yfirveguð en hins vegar þarf ekki meira til að úti- loka þennan heim en að kveikja ekki á tölvunni. Það getur dunið yfir þig einhver haturs-, heiftar- og reiðialda en hún getur samt ekki verið merkilegri en það að ef þú gleymir að kveikja á tölvunni í tvo daga þá getur hún farið alger- lega framhjá þér,“ sagði Egill. Máttur bloggsins er mikill Egill fullyrðir án nokkurra efa- semda að nú sé áhrifameira að skrifa á vefinn en að skrifa í blöð. „Ég hef líka heyrt það frá mörg- um að útbreitt blogg sé áhrifa- meira en aðsend grein í Mogg- anum. Áhrif bloggsins eru ómæld og ég hef fundið það sjálfur að þegar ég hef verið að skrifa grein- ar um pólitík í tímarit fæ ég aldrei nein viðbrögð á það. Annað hvort les það ekki nokkur maður eða þá að menn lesa það allt öðruvísi. Svo skrifar maður eitthvað umdeilt á bloggið og maður er undir eins kominn með hálfan bæinn á móti sér … eða manni finnst það vera hálfur bærinn því þetta er kannski hávær og frekur hópur sem maður fær yfir sig,“ segir Egill og kímir. „Í borgarstjóraslagnum sáum við til dæmis hvað þetta er dásamlega hraðvirkur miðill. Það er búið að túlka atburðina fram og til baka, teygja þá á bæði borð örfáum klukkutímum eftir að þeir gerast og það er náttúrulega mikil nýj- ung í hinum pólitíska veruleika.“ Hættulegt fyrir fljótfæra menn Egill er ekki í nokkrum vafa um að bloggið sé hættulegt. „Ég er stundum svolítið fljótfær og þetta er hættulegur miðill fyrir fljót- færa menn … en það er partur af leiknum. Maður skrifar einhverja vitleysu og sendir hana frá sér, maður verður bara að lifa með því eða þá einhvern veginn að reyna að draga í land á næstu dögum svona hægt og bítandi. Nú eða þá að standa fastur á vitleysunni, það er líka hægt. Ég er ekkert stoltur af öllu sem ég hef sett á netið,“ sagði Egill. Getur hann nefnt ein- hver dæmi? „Jaaaaah, ég skrifaði einhverja þvælu um Halldór Laxness fyrir einhverjum árum sem var svona á grensunni. Það er nokkuð sem við skulum segja að ég myndi ekki vilja fá útgefið í eitthvert ritsafn. Svo skrifaði ég einu sinni ein- hverjar svívirðingar um einhvern lögfræðing úti í bæ sem fór í taug- arnar á mér en annars hef ég allt- af reynt að forðast það að vera persónulega rætinn. Menn sem eru það, dæma sig sjálfir úr leik og detta fljótt útbyrðis,“ sagði Egill. Bloggið styður sjónvarpsþættina Egill segist vera svolítið mont- inn af því að vera einn af þeim sem tengdu saman sjónvarpið við Að tala er silfur – að blogga er gull Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Egill Helgason „Áhrifameira að skrifa á vefinn heldur en að skrifa í blöð.“ » Skuggahliðarnar eru svo þessi hystería sem grípur stundum um sig á blogginu. Össur Skarphéðinsson iðn-aðarráðherra er lands-frægur bloggari, hannsegist fá útrás fyrir sköp- unarþörfina með því að blogga. „Ég hef bara svo gaman af því að skrifa, ég er eins og helmingur allra Íslend- inga, falleraður rithöfundur og er til dæmis ógurlega stoltur af því að hafa einu sinni skrifað bók um urriða, urr- iðadans, ástir og örlög stórurriðans í Þingvallavatni. Það var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Össur. Hann segist hafa tekið upp á því að blogga þegar hann var felldur sem formaður. „Þá átti ég lausar stundir, ég var ekki í neinum nefndum í þinginu og hafði tíma til að lesa og hugsa,“ sagði Össur. Leggur iðrin á borðið „Þetta er sköpunarþörfin sem brýst þarna fram hjá mér, ég finn í þessu slökun og á blogginu er ég allt- af með viðhorf og skoðanir og mitt blogg er þannig að ég legg iðrin á borðið, sem hefur verið mjög háska- samt fyrir mig á stundum en ég skrifa bara það sem mér finnst,“ sagði Össur. Staldrarðu ekki við og hugsar þig um tvisvar áður en þú sendir pistla í loftið? „Jú, það eru hér nokkrir pistlar í tölvunni minni sem hafa aldrei birst. Til dæmis þriðji pistillinn um Orku- veitu Reykjavíkur og REI, hann var aldrei sendur,“ sagði Össur og bætir síðan við: „Einu sinni tók ég út pistil, þar fjallaði ég um ungan stjórnmála- mann sem var að gera sig breiðan á þinginu, hann var í öðrum flokki en ég sjálfur. Stundum tekst mér nefni- lega mjög vel upp í því að vera háðsk- ur og þetta var einn af þeim pistlum. Ég setti hann inn korter fyrir eitt, sem er snemmt fyrir mig, og fjörutíu mínútum síðar kom bréf frá þessum manni sem var helsár og ég hugsaði með mér að ég væri ekki að þessu til að særa ungt fólk og tók pistilinn út og það er eini pistillinn sem ég hef tekið út. Sama markmið og á Alþýðublaðinu? Össur segist ekki velta því mikið fyrir sér hversu margir lesi bloggið hans eða hverjir það kunni að vera. „Ég hef aldrei kannað lesendafjölda. Mitt markmið er það sama og þegar ég var ritstjóri Alþýðublaðsins sem var blað sem hafði enga útbreiðslu. Þeir sem lásu það var þröngur hópur skoðanaleiðtoga í atvinnulífinu, stjórnmálamenn og blaðamenn og þannig komum við okkar skoðunum á framfæri. Mér finnst einfaldlega gaman að skrifa og leika mér með orð,“ sagði Össur. Bloggið er öflugt tæki augnabliksins Össur segir bloggið vera miðil augnabliksins þar sem hægt sé að sjá viðbrögð fólks við málefnum sem snerta það djúpt, málefnum sem vekja ástríðu af einhverju tagi. „Á blogginu sér maður hinar smáu gár- ur í þjóðfélaginu blika. Það sem mér þykir merkilegt er að þarna kemst maður að því hvernig fólk hugsar í takt, menn eru yfirleitt að hugsa um svipaða hluti. Mannssálin er svo svip- uð sama hvaða holdi hún er klædd og atburðir vekja oft svipaðar kenndir hjá fólki, sagði Össur og bætir við: „Stundum er hægt að hafa áhrif á hluti ef maður kemur með meitlaða og fleygaða skoðun nálægt upp- tökum atburðarásarinnar. Þessi mið- ill hefur það umfram dagblöð og jafn- vel ljósvakamiðlana að þú getur gefið frá þér kveinið eða fagnaðarópið um leið og hlutirnir gerast og þá geturðu stundum haft áhrif. Ekki svo að skilja að það sé ætlun mín en ég bara finn það,“ sagði Össur. Litlir atburðir fá sitt vægi „Það sem er jákvætt við frétta- miðla á borð við mbl.is er að þar eru komnar fréttir af atburðum um leið og þeir gerast og fréttir sem eru kannski ekkert stórvægilegar og hefðu aldrei náð á helstu staði í dag- blaði ná samt í sitt stutta augnablik að vera efstar á mbl.is og að því leyti lyftir mbl.is smáum atburðum sem samt hafa sinn eigin þunga og verð- skulda að lifa á forsíðu sitt stutta augnablik. Hinn kosturinn er þessi möguleiki á ítarefninu sem mbl.is getur boðið upp á. Þegar upp koma umdeildir hlutir í samfélaginu á borð við úttektir og skýrslur, er hægt að nálgast þær þar. Ég hef oft notfært mér þetta sem þingmaður. Þá finn ég skýrslurnar þar í stað þess að þurfa að bíða, eins og jafnvel þingmenn í framlínu þurfa oft að gera í einn eða tvo daga,“ sagði Össur. Umferðarreglur á blogginu Össur segir að 90% af skrifum hans séu lituð af hans pólitísku sýn og að oft fái hann holskeflu af ill- yrtum athugasemdum við sitt blogg. „Menn leyfa sér alla andskotann á netinu, þeir skrifa sumir hverjir mjög illa og fá mikla útrás fyrir harð- neskju og beiskju, finnst mér. Þeir sem skrifa athugasemdir eru yfirleitt andstæðir mér í pólitík og eru oft mjög illyrtir. Ég vil ekki loka fyrir Bloggið bjargaði hinu pólitíska lífi Össurar Össur Skarphéðinsson „Það er auðvelt að koma hlutum á framfæri á blogginu því þeir bergmála í öðrum miðlum.“ » Jafnvel þegar menn saka mig um að sitja drukkinn og blogga og þaðan af verra læt ég það standa . Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.