Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTALÍFIÐ E fnahagslífið hefur hverfst um fjár- málamarkaðina und- anfarin ár, framan af gekk allt í haginn og nú kreppir að. Ágúst Guðmundsson í Bakkavör segir tímabært að horfa til annarra at- vinnugreina, sjávarútvegs- og fram- leiðslufyrirtækja. Hann bendir á að Bakkavör hafi verið á stöðugri sigl- ingu og fáir geri sér grein fyrir um- fangi félagsins. „Mig langar til að benda á mikilvægi þess að Ísland eigi alvöru framleiðslufyrirtæki, sem byggjast á hugviti, tækni og þekkingu,“ segir hann. „Í lánsfjárkreppunni myndast svigrúm fyrir aðrar atvinnugreinar til að stíga fram fyrir skjöldu með undirliggjandi rekstur, sem er traustari og áhættuminni. Umræð- an hefur verið afar neikvæð um ís- lenskt viðskiptalíf og það er slæmt fyrir alla. Ég held að tími sé kom- inn til að líta í kringum sig og benda einnig á það jákvæða.“ Skrifborðin hlið og hlið Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrirtækið Bakkavör var stofnað árið 1986, starfsmenn eru orðnir 20 þúsund, verksmiðjurnar 57 og vörutegundirnar 6 þúsund. En vegalengdin hefur ekki aukist milli Ágústs Guðmundssonar, for- stjóra Bakkavarar, og bróður hans Lýðs, sem er stjórnarformaður, og skrifborðin eru enn hlið við hlið, bæði hér á landi og í London. „Við eigum gott samstarf um flest mál, eins og alltaf hefur verið.“ Ágúst sinnir Bakkavör í sínum daglegu störfum, en Lýður sinnir Exista, þar sem hann er starfandi stjórnarformaður og Ágúst varafor- maður stjórnar. „Við tölum mikið saman og allar meiri háttar ákvarð- anir eru teknar af okkur báðum. Við erum sífellt að spjalla og bera saman bækur okkar.“ Ágúst segir að rekstur Bakkavar- ar gangi vel. „Ég sá tilvitnun í Sig- urð Einarsson frá aðalfundi Kaup- þings, þar sem hann sagði Kaupþing stærsta fyrirtæki á Ís- landi, en ég benti honum góðfúslega á að samkvæmt mínum útreikn- ingum er Bakkavör stærsta fyr- irtækið,“ segir hann og brosir. „Við erum með starfsemi í níu löndum, veltum í fyrra um Morgunblaðið/Eggert Bakkavör Ágúst Guðmundsson segir mikil tækifæri í matvælageiranum og Bakkavör hefur þegar keypt þrjú fyrirtæki árið 2008. NEYTENDUR SNÚA EKKI BAKI VIÐ HOLLUSTU OG ÞÆGINDUM Bakkavör er á stöðugri siglingu og fyrirtækja- kaup halda áfram um allan heim. Ágúst Guð- mundsson ræðir um tækifærin í matvælageir- anum, stöðu Exista og hagstjórnina. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.