Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E kki ber að vanmeta þá kvíðatilfinningu sem sumir af samlöndum okkar eru haldnir um þessar mundir og fær gjarnan útrás í spurningunni knýj- andi: „Hvað á að koma í staðinn?“ Undanskilið: „í staðinn fyrir röð af álbræðslum í stóriðjustíl“. Nú er ekkert atvinnuleysi í landinu og hefur ekki verið um langa hríð, en kvíði er að sjálfsögðu alveg jafn- raunverulegur þótt enginn sýnilegur fótur sé fyrir honum og verðskuldar athygli og meðhöndlun sem slíkur. Mér hefur komið í hug að þeir sem þessari kvíðaröskun eru haldnir gætu ef til vill fundið fró ef þeir tækju sér símaskrána í hönd og færðu fing- urinn af einu nafninu á annað hafandi yfir starfsheitið og segðu í leiðinni upphátt eða í hljóði: „Sama að ári“. Ef það dugir ekki mætti rifja upp hina brýnu þörf sem er fyrir vinnu- fúsar hendur í þjónustu- og umönn- unargeiranum svo heldur við neyðar- ástandi, skorti á kennurum, leik- skólakennurum, læknum, hjúkrunar- fólki, iðnaðarmönnum af öllum mögulegum tegundum og gerðum… Eiginlega finnst manni að kvíða ætti miklu fremur að gæta á þeim víg- stöðvum, það er: hvernig á að manna allar þessar himinhrópandi stöður? Og vænlegast þá að horfa til liðsafl- ans sem nú er í skólum landsins, að hann mennti sig og þjálfi til viðkom- andi starfa. Nýlega heyrði ég sögu af manni hér í bæ sem Guðmundur hét og hafði viðurnefnið „vinnulausi“. Hann var smiður að atvinnu og aldrei í rónni nema hann hefði þrjár til fjórar „vinnur“, af því hlaust viðurnefnið. Hinn dæmigerði Íslendingur? Senni- lega býr eitthvað djúpt í þjóðarsál- inni sem er ættað alveg frá því í Móðuharðindum 18. aldar þegar þjóðin var við það að deyja drottni sínum. Að þá hafi orðið til þetta hol- rúm sem ekkert getur fyllt, ekki einu sinni allsnægtir og yfirvinnur, æv- inlega vofi yfir spurningin: „Hvað á að koma í staðinn?“ Uns svo er komið að vinnan fyllir upp í sjóndeildarhringinn, Íslend- ingar búa við lengstan vinnudag allra þjóða í Evrópu. Ekki að þeir afkasti mestu, nei, en þeir eru í vinnunni, hún er eins konar vistun. Sem Jón Gnarr túlkar svo ágætlega í auglýs- ingunni þar sem hann hefur hreppt „stóra vinninginn“ og þarf ekki að vinna framar. Við sjáum hann væfl- ast um íbúðina heima hjá sér, hann hefur ekkert fyrir stafni og depurðin í svipnum yfirgnæfir orðin sem hann lætur falla um hvað hann hafi það gott. Annað kvíðaeinkenni er málflutn- ingur manna á borð við Guðmund Ólafsson hagfræðing og Pétur Blön- dal alþingismann sem boða gervæð- ingu fallvatna landsins til þess að reisa álver í stóriðjustíl. Til þess að frelsa heiminn frá mengun (PB), til að vinna lokasigur á „hinni dauðu náttúru“ (G.Ól). Það er eitthvað heillandi við þenn- an málflutning og hjá mér vaknar af einhverjum ástæðum minning um „skemmtiatriði“ sem ég varð vitni að í Skátaheimilinu sáluga forðum daga. Kappát. Atgervisfólk keppti um hver gæti hesthúsað flestum kókosbollum á tilteknum örfáum mínútum. 18 stykki hurfu upp í þann sem vask- astur var áður en hann greip með hvítklístruðum fingrum fyrir vitin og spúði þeirri 19du. Annars vegar þetta sem mann langaði óneitanlega í (kók- osbollu/hagvöxt) og hins vegar að horfa á mann æla því. PISTILL » Nýlega heyrði ég sögu af manni hér í bæ sem Guðmundur hét og hafði viðurnefnið „vinnulausi“. Hann var smiður að atvinnu og aldrei í rónni nema hann hefði þrjár til fjórar „vinnur“, af því kom við- urnefnið. Hinn dæmi- gerði Íslendingur? Pétur Gunnarsson Allt annað Guðmundur Ólafsson og Pétur Blöndal eru einhverjir mestu uppi- standarar sem völ er á um þessar mundir, því glórulaus málflutningur er í raun uppistand þegar hann nær hæstum hæðum. Aðeins ef á að fara að framkvæma hann (implementera) að gamanið tekur að kárna. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Pétur Gunnarsson les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is 14,6% HÆKKUN á mjólkurverði til bænda þýðir að verð á mjólk- urlítra til neytenda fer upp í tæp- lega 100 krónur en hann er um 87 krónur í dag. Fara þarf áratugi aft- ur í tímann til að finna álíka mikla hækkun á mjólkurverði en hún er tilkomin fyrst og fremst vegna mik- illar hækkunar á áburði, fóðri og fjármagnskostnaði. Það er verðlagsnefnd búvara sem tekur ákvörðun um breytingar á heildsöluverði mjólkur en í nefnd- inni sitja m.a. fulltrúar bænda og neytenda. Niðurstaða nefndarinnar var að hækka mjólkurverð til bænda um 14 kr. á lítra eða um 14,6%. Hækkunin tekur gildi 1. apríl nk. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur einnig um 2,20 kr. á hvern lítra. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru mjólkurvörur um 2% af útgjöldum heimilisins. Til samanburðar má nefna að bensín og olía eru 4,4% af útgjöldum heim- ilisins. Slæm afkoma hjá bændum Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði að þær hækkanir á mjólkurverði sem nú hefðu verið ákveðnar tækju nokkurn veginn á þeim kostnaðar- hækkunum sem nefndin hefði mælt á þeim gögnum sem hún hefði aflað sér. Það væru hins vegar fágætir óvissutímar í efnahagsmálum og viss hætta á að kostnaður við fram- leiðsluna ætti eftir að aukast enn. Ef gengi krónunnar kæmi ekki meira til baka væri ljóst að aðföng til landbúnaðar myndu halda áfram að hækka. Gengi hefði mikil áhrif á kjarnfóðurverð, sömuleiðis véla- kostnað og olíuverð. Þá hefði Áburðarverksmiðjan boðað hækk- un á áburði í byrjun apríl en aðrir innflytjendur ætluðu ekki að hækka. Þórólfur kvaðst því vona að áburðarkostnaður bænda á þessu vori myndi ekki hækka mikið til viðbótar við þau 80% sem þeir hefðu þegar þurft að taka á sig. Þórólfur sagði að fara þyrfti marga áratugi aftur í tímann til að finna viðlíka mikla hækkun á mjólkurverði. Hann sagði 14 kr. hækkun gefa til kynna að afkoma bænda undanfarna mánuði væri búin að vera afar slæm. Hann sagð- ist ekki geta svarað því hvort þessi slæma afkoma hefði leitt til þess að einhverjir hefðu hætt búskap. Bændur sem skulduðu mjög mikið væru a.m.k. í afar erfiðri stöðu. Sat hjá við afgreiðsluna Verðlagsnefnd tók í ákvörðun sinni tillit til mikillar hækkunar á fjármagnskostnaði bænda. Björn Snæbjörnsson, fulltrúi ASÍ í nefnd- inni, sat hjá við afgreiðsluna. Hann sagði að vaxtakostnaður í landinu hefði vissulega hækkað mikið en hann sagðist ekki geta fallist á að bændur ættu að fá hann bættan þar sem almenningur í landinu þyrfti að bera þennan kostnað. Hann benti á að af þessari 14 króna hækkun sem bændur fengju væru fimm krónur tilkomnar vegna fjár- magnskostnaðar bænda. Þetta væru því umtalsverðir fjármunir sem neytendur þyrftu að taka á sig. Björn sagðist hafa verið tilbúinn til að fallast á hækkun mjólkur vegna verðhækkunar á áburði og fóðri en niðurstaða sín hefði verið að sitja hjá við afgreiðslu málsins vegna ágreinings um fjármagnskostnað- inn. Þórólfur sagði að bændur hefðu meðan Stofnlánadeild landbúnað- arins var við lýði búið við nokkuð stöðugan fjármagnskostnað. Eftir að hún var seld hefði vaxtakostn- aður í landinu lækkað en frá miðju ári 2007 hefði hann aukist gríðar- lega. Í reynd mætti segja að nefnd- in hefði átt að vera búin að taka til- lit til þessa kostnaðar. Þórólfur sagðist vonast eftir að ekki þyrfti að koma til frekari breytinga á mjólkurverði á þessu ári. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð til bænda síðast um áramót. Þá hækkaði verðið um 70 aura. Fyrr á síðasta ári hækkaði nefndin verð til bænda um 1,80 kr. Samtals fengu bændur því hækkun sem nam 2,50 krónum í fyrra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýrari mjólk Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru mjólkurvörur um 2% af útgjöldum heimilisins. Í HNOTSKURN »Beingreiðslur til bænda breyt-ast ekkert við þessa hækkun til bænda og því aukast útgjöld ríkissjóðs ekkert við breytinguna. »Fyrir hækkun fengu bændur50 kr. fyrir mjólk frá af- urðastöð og 40 kr. úr ríkissjóði. Nú fá þeir 64 kr. frá afurðastöð og 40 kr. frá ríkinu. »Í nefndinni sitja fimm menn,fulltrúi frá ASÍ og BSRB og tveir fulltrúar bænda en formað- urinn er skipaður af ráðherra. »Fulltrúar bænda, ríkisins ogBSRB samþykktu að hækka mjólk um 14,6% en fulltrúi ASÍ sat hjá. Mesta hækkun á verði mjólkurafurða í áratugi  Verð til bænda hækkar um 14,6% og verð til neytenda fer úr 87 kr. í um 100 kr. FIMMTÁN ára piltur var handtek- inn af lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu um klukkan fjögur í gærdag í Gerðahverfi, auk þriggja pilta á svipuðu reiki, fyrir vopnað rán í verslun BT í Kringlunni um klukkustund áður. Að loknum yf- irheyrslum var piltunum sleppt og telst málið upplýst. Ungi maðurinn var einn að verki en félagar hans biðu skammt hjá. Hann fór vopnaður skærum inn í verslun BT, klippti á öryggissnúru sem tengd var við fartölvu og hrifs- aði hana til sín. Starfsfólk versl- unarinnar varð vart við verknað piltsins og hafði afskipti af honum. Brást hann ókvæða við og ógnaði starfsmönnum með skærunum, áð- ur en hann hljópst á brott. Með fylgdu félagarnir. Að sögn lögreglu fundust bæði tölvan og skærin sem notuð voru. Fimmtán ára framdi rán með skærum TÖLUVERÐ rannsóknarvinna er framundan í máli tveggja manna sem handteknir voru í Leifsstöð á þriðjudag, grun- aðir um hafa að með ólöglegum hætti náð háum fjárhæðum úr hraðbönkum á höfuðborg- arsvæðinu. Mennirnir voru stöðvaðir þegar tollverðir urðu varir við að þeir höfðu mikla fjármuni í fórum sínum, en menn- irnir reyndust vera með á fjórðu milljón króna á sér við handtöku. Voru mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til mánudags. Auðgunarbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar, og er nú m.a. unnið að öflun upplýsinga frá bönkum um leið og skoðað er hve lengi mennirnir hafa dvalið hér á landi og hvort þetta er fyrsta heimsókn þeirra til lands- ins.. Mennirnir, sem voru á leið til Lundúna, eru frá Þýskalandi og Rúmeníu og miðar rannsókn lög- reglu m.a. að því að upplýsa hvort þeir höfðu íslenskan vitorðsmann. Virðist sem mennirnir hafi not- að upplýsingar af erlendum kred- itkortum til peningaúttekta. Rannsóknar- vinnan víðtæk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.