Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 11 FRÉTTIR SAGAN leggur grunn að andrúms- lofti hverrar borgar og þetta and- rúmsloft mundi glatast ef þið fjar- lægðuð gömlu húsin sem eftir eru í Reykjavík,“ segir dr. Georges S. Zo- uain, franskur hagfræðingur og fyrr- verandi yfirmaður á sviði minja- verndar hjá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann rekur nú Gaia-Heritage, einka- fyrirtæki sem annast einkum ráðgjöf um hagræna stjórnun og nýtingu menningararfs, einnig borgarskipu- lag og ferðaþjónustu. Hann flytur erindi um hagrænt gildi minja á vegum Fornleifavernd- ar ríkisins og Húsafriðunarnefndar ríkisins í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 14 í dag. „Ég hef skoðað göturnar í miðborg Reykjavíkur í dag og það er ljóst að húsin við þær eru mikilvægur hluti af arfleifð ykkar,“ segir Zouain. „Við fórum um göngugötuna og að Dóm- kirkjunni, allt á þessum slóðum er að sjálfsögðu mikilvægur hluti af sögu- legri arfleið ykkar, þeir áþreifanlegu hlutir sem segja sögu ykkar eru þarna og margt mjög athyglisvert. Þarna er sögulegt hjarta borgarinn- ar og sameiginlegur þráður, eining sem er spennandi. Það er ekki hvert hús sem út af fyrir sig er endilega svo merkilegt heldur það sem tengir þau öll saman, varðveita þarf heildar- myndina.“ Ekki of seint að að grípa inn í – En er ekki of seint að vernda götumyndina við Laugaveg? „Alls ekki, ég er algerlega ósam- mála því. Í fyrsta lagi er enn nóg af gömlum húsum eftir til að viðhalda þeirri heildarmynd sem ég minntist á, ekki að öllu leyti en nóg til að það dugi. En við eigum ekki einvörðungu að tala um sjálf húsin heldur mynstr- ið í borginni. Ef byggð verða ný og stærri hús gera menn út af við þetta gamla mynstur. En það sem skiptir mestu er að ef allt það gamla er fjarlægt vegna þess að ætlunin er að hagnast á því mun borgin deyja á nokkrum árum. Þá verður miðborgin svo lík öðrum slík- um víða um heim, engin sérkenni verða fyrir hendi, hún verður dæma- laust óspennandi. Aðdráttarafl stað- arins glatast.“ – Á að miða verndina við uppruna- lega mynd eða þá mynd sem húsin hafa núna? Hvar á setja núllpunkt- inn? „Um þetta er oft rifist! En ég tel að miða eigi við ástandið eins og það er þegar húsið er friðað en ef það er hægt þá reyni menn að sýna hvernig húsið hefur þróast.“ „Þurfa vernduð hús að vera glæsi- leg, mega þau líka verið óburðug, jafnvel ljót? „Hugtök eins og ljót og fögur eru þess eðlis að ég hika mjög við að nota þau, þau eru svo bundin persónu þess sem horfir. Ferðamenn vilja gjarnan sjá fallega arfleifð en hún er bara ekki alltaf falleg! Þegar ferðamenn fara upp í sveit vilja þeir skoða falleg þorp af því að þá langar til að láta sig dreyma. Og drauma er auðvitað hægt að selja, það er gert á fallegum stöðum. En ef öll miðborgin verður látin hverfa, ný hús reist verður eng- inn draumur eftir, engin fegurð eftir. Jafnvel þótt þið fengjuð hingað bestu arkitekta heims, Gehry og slíka, til að teikna og hanna þessi nýju mannvirki myndi niðurstaðan ekki verða fögur miðborg. Borg þarf langan tíma til að þróast, hún er meira en röð af byggingum og görð- um, hún er sagan, ræturnar og fólkið. Það er hægt að reisa fjölda stórkost- legra mannvirkja í eyðimörk en það merkir ekki að borg rísi. Þið mynduð missa af tækifærinu til að laða að ferðamenn sem vilja sjá borg með sérkennum, þið mynduð á endanum tapa peningum á því að brjóta niður allt það gamla.“ – Við misstum nokkur mjög gömul hús í miðborginni í eldi fyrir skömmu. Er rétt að reisa eftirmynd- ir þeirra á lóðunum? „Mér skilst að endurreisa eigi eitt af þessum húsum. Hafi það mjög mikla, sögulega þýðingu er allt í lagi að fara þá leið að því tilskildu að sýnt sé með ótvíræðum hætti að um end- urgerð sé að ræða, það getur góður arkitekt auðveldlega gert. Þið eruð að byggja nýtt tónlistar- hús við höfnina, vestan við það er gamla hverfið, austan við það eru m.a. Þjóðmenningarhúsið og Þjóð- leikhúsið. Þarna er röð af gömlum og fallegum húsum, þið eruð þarna að byggja upp menningarhverfi sem mun hafa stórkostleg áhrif á gömlu miðborgina, hleypa í hana nýjum krafti og endurnýja hana á sinn hátt. Tvær heildir sem kallast á Efnahagslegu áhrifin af því að nota heildarskipulag við þróun gömlu borgarinnar sem tæki mið af þessu nýja menningarhverfi gætu orðið ótrúleg. Þarna væru tveir pólar þróunar sem gætu orðið mikil lyfti- stöng fyrir þjóðina alla, tvær heildir sem kallast á og bæta hvor aðra upp. Fólk mun fara í tónlistarhúsið og þaðan í gömlu borgina, ganga þar um, fá sér að borða, kaupa. Þeir sem fara fyrst í gömlu borgina munu síð- an halda áfram inn í menningar- hverfið. Gestunum á svæðinu verður sinnt betur, tækifærin til að eyða pening- um verða fleiri en áður og gjaldeyr- istekjur af ferðaþjónustu stóraukast. Þetta er kjarninn í þeirri nýju hag- fræði minjaverndarinnar sem er að sigra. Við getum hagnast á því að halda fast í gamlar minjar í stað þess að fleygja þeim, þetta virkar annars staðar í heiminum og ég sé ekki neina ástæðu til að það virki ekki hér,“ seg- ir Georges S. Zouain. kjon@mbl.is Varðveita þarf heildarmyndina Dr. Georges S. Zouain, sérfræðingur í minja- vernd, segir í viðtali við Kristján Jónsson mik- ilvægt að Reykvíkingar haldi vandlega í þau gömlu hús sem eftir eru í miðborginni. Morgunblaðið/Ómar Hætta Georges S. Zouain, sérfræðingur á sviði minjaverndar, um Reykja- vík: „En það sem skiptir mestu er að ef allt það gamla er fjarlægt vegna þess að ætlunin er að hagnast á því mun borgin deyja á nokkrum árum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.