Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ERU KATTARHÁR Í SMÁKÖKUKRÚSINNI! ...OG SMÁKÖKUR Í KETTINUM ÞAÐ ER SVO GOTT FYRIR SÁLINA AÐ SPARKA Í BOLTA OHH! STUNDUM ÞOLI ÉG EKKI AÐ EIGA HÚS. ÞAÐ ÞARFNAST SVO MIKILS VIÐHALDS ÞAÐ ÞARF AÐ MÁLA VEGGINA, LAGA HURÐINA, KLIPPA GREINARNAR Á STÓRA TRÉNU ÚTI Í GARÐI MÉR FINNST EINS OG ALLT SÉ AÐ DETTA Í SUNDUR OG ÞAÐ SEM ER EKKI AÐ DETTA Í SUNDUR ER EYÐILAGT Í DAG FÖRUM VIÐ OG BERJUMST VIÐ ATLA HÚNAKONUNG OG MENN HANS! OG ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT FYRIR YKKUR AÐ REYNA AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ SÉUÐ VEIKIR! EN EF ÉG SEGI ÞÉR AÐ ÉG SÉ MEÐ MJÖG SLÆMA TANNPÍNU ÉG ER MEÐ SPÍNAT Í NESTI. Í ÞESSUM SKÓLA BORÐUM VIÐ ALDREI SKYNDIBITA ÉG ER HELDUR EKKI MEÐ SKYNDIBITA ÉG ER MEÐ ROTTU SEM ÉG FANN ÚTI Á GÖTU HÆ, MAMMA OG PABBI HÆ, ADDA! KOSNINGARNAR KOMA BRÁÐUM. ÉG ER AÐ VINNA FYRIR FRAMBJÓÐANDA DEMÓKRATA EN PABBI ÞINN STYÐUR REPÚBLIKANA ERUÐ ÞIÐ ÞÁ EKKI ALLTAF AÐ RÍFAST? EKKI Í ÞETTA SKIPTIÐ. PABBI ÞINN ER SAMT ALLTAF MEÐ SKÆTING, EN MÉR ER SAMA... SVO LENGI SEM FYLGI ÞESS SEM HANN STYÐIR NÆR EKKI TUG ÞAÐ ERU TVÆR VIKUR EFTIR HVAÐ UM DR. OCTOPUS? HANN FÓR, ÞÖKK SÉ ÞÉR EN ÉG NÁÐI ENGUM MYNDUM ÞAÐ ER ALLT Í LAGI... KEPPINAUTAR ÞÍNIR NÁÐU HEILUM HELLING dagbók|velvakandi 101 Hvað? Í SJÓNVARPINU þessa dagana má sjá eftirsóttasta póstnúmer Íslands, 101 Reykjavík, sem hryggðarmynd. Ég bjó þar í níu ár á sínum tíma, í Þingholtunum, rétt við Skólavörðu- stíginn. Það var frábært, 5 mínútna labb í vinnuna og allar búðir sem eitt heimili þurfti á að halda voru á næsta horni eða handan við það. Heimilistæki, rafmagnssnúrur og klær, veggfóður, málning, tau og töl- ur, pottar og diskar, bækur, músik og ótal matvörubúðir … að ekki sé minnst á Mokka, sem var nánast miðdepill tilveru fjölda skemmtilegs fólks og það brást aldrei að líta þar inn sér til upplyftingar. Svo eignaðist ég mann, börn og bíl eins og gengur. Og kött sem lifði í tíu mínútur þegar honum var loks hleypt út í fyrsta sinn. Börnin fengu aldrei að fara út ein. Hvergi sást grasstrá eða blóm út um neinn glugga. Árin liðu. Á skömmum tíma hurfu flestar búðirnar, það var gengið yfir bílinn minn, jafnvel á takkaskóm. Þegar ég fór að neyðast til að keyra í önnur hverfi eftir nauðsynjum varð ég oft að leggja bílnum óravegu frá þegar ég kom heim og hlaupa svo út um sjöleytið til að sækja hann heim að húsinu. Brátt var ekki lengur hægt að hafa opna glugga götu- megin, vegfarendur fleygðu rusli inn eða kýldu fagið úr, brutu rúðuna eða eitthvað. Svo varð ekki hægt að sofa fyrir opnum glugga bakatil fyrir há- vaða, öskrum og bílflauti. Morg- unloftið angaði af hlandlykt. Eitt kvöldið þegar maðurinn minn kom úr einni langsiglingunni játaði ég uppgjöf fyrir aðstæðunum og vildi flytja. Hann hafði alla sína ævi átt heima í 101 og skildi illa málið. Smáfrí hjá foreldrum mínum fyrir norðan, þar sem var stór garður með grasi og trjám og tveir bráðlifandi kettir, fór langt með að sannfæra hann. Börnin komust í snertingu við náttúrna og vildu helst ekki fara aft- ur. Úrslitum réð þó að stöðumæli var plantað við útidyrnar hjá okkur og að bóndinn fékk vatnsblöðru í andlitið, inn um stofugluggann, eitt kvöldið þegar hann ætlaði að hafa það huggulegt. Við seldum, fluttum í Garðabæ, höfum hund, kött og páfa- gauk, nóg af grasi , trjám og frísku lofti. Engir stöðumælar, næg bíla- stæði og allar búðir sem eitt heimili þarf eru ýmist á staðnum eða hand- an við aðra hvora hæðina, í Hafn- arfirði eða Kópavogi. Áhyggjulaus húsmóðir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Á Reykjanesi eru margir skoðunarverðir staðir og ekki langt á milli þeirra. Þessi mynd sýnir einn fallegan stað á Reykjanesi, Hafnir, en þar ná- lægt er t.d. hægt að skoða fjölbreytt fuglalíf svo aðeins eitt sé nefnt. Hafnir á Reykjanesi FRÉTTIR KATHRYN Kelly heldur námskeið um áhrif fósturskaða vegna áfeng- isneyslu (Fetal Alcohol Spectrum Disorder, FASD) og hvernig hann tengist auknum líkum á því að ein- staklingar sem þannig hafa skaðast komist í kast við lögin mánudaginn 31. mars. Með FASD er átt við þau var- anlegu skaðlegu áhrif sem áfengi getur haft á fóstur og líf einstak- lingsins, en áfengisneysla getur skaðað fóstur hvenær sem er á meðgöngu. Öll líffærakerfi geta skaðast af þessum sökum en mest hætta er á heilaskaða. Fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna áfengisneyslu móður á með- göngu er mun líklegra en annað fólk til að komast í kast við lögin og enda fyrir dómstólum, segir í fréttatilkynningu. Kathryn Kelly stýrir samstarfs- verkefni þriggja deilda innan Uni- versity of Washington, Seattle, þ.e. læknadeildar, lagadeildar og fé- lagsvísindadeildar. Verkefnið veitir ráðgjöf til ýmissa aðila s.s. rétt- arkerfis, lögfræðinga og foreldra vegna einstaklinga með FASD (Fe- tal Alcholic Spectrum Disorders). Hún stýrir einnig verkefni á vegum héraðsdóms Seattle sem miðar að því að efla lífsleikni einstaklinga með FASD. Á námskeiðinu mun Kelly kynna aðferðir til að greina FASD og áhrifaríkar aðferðir til að með- höndla einstaklinga með FASD jafnframt því að kynna hvaða að- ferðum dómskerfið getur beitt til að ná árangri með slíka einstak- linga. Námskeiðið er hugsað fyrir fag- fólk á sviði réttarkerfis, heilbrigð- is- og félagskerfis en Kelly hefur haldið sambærilega fyrirlestra víða, bæði innan og utan Banda- ríkjanna. Námskeiðið er haldið mánudag- inn 31. mars kl. 8:30-11:30 í hús- næði Endurmenntunar, Dunhaga 7. Fósturskaði vegna áfeng- isneyslu á meðgöngu eyk- ur líkur á afbrotahegðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.