Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RAUÐI kross Íslands hefur fært Landsbókasafni Íslands-Háskóla- bókasafni fagbókasafn sitt að gjöf. Um er að ræða rúmlega 2.000 bæk- ur, og er þetta stærsta safn fræði- rita í einkaeigu sem Landsbóka- safnið hefur eignast á undan- förnum árum. Bækurnar eru einkum á sviði þróunarsamvinnu, neyðaraðstoðar, flóttamannahjálpar, alþjóðlegra mannúðalaga og sjálfboðastarfa auk sögu og starfsemi Rauða kross- ins á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Áslaug Agnarsdóttir, sviðstjóri þjónustusviðs Landsbókasafnsins, segir gjöfina koma sér sérlega vel í ljósi þess að kennsla í þróunar- fræðum hófst við Háskóla Íslands fyrir fáeinum árum. Gjöfin eigi áreiðanlega eftir að nýtast kenn- urum og háskólanemun vel um ára- bil, en ekki síður fræðimönnum og almenningi. Afhending Ómar H. Kristmundsson, formaður Rauða kross Íslands, Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, Sigurður Örn Guðbjörnsson, bókavörður í aðfangadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Bryndís Ísaksdóttir, fag- stóri í aðfangadeild, Áslaug Agnarsdóttir, sviðstjóri þjónustusviðs, og Bryn- dís Ingvarsdóttir, forstöðumaður útlánadeildar, við athöfnina. Rauði krossinn færir Landsbókasafninu bókagjöf STJÓRN Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Höllu Helgadóttur í stöðu framkvæmdastjóra. Halla er grafískur hönnuður að mennt og hefur starfað í auglýsingafaginu í 20 ár og hefur hlotið margar við- urkenningar fyrir verk sín. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar og hefur starfað í mjög nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf. Hún er einn af upphafsmönnum og stofnendum auglýsingastofanna Grafíts og Fítons. Síðustu ár á Fíton hefur hún m.a. unnið sem hönnuður, hönn- unarstjóri, listrænn stjórnandi, verkefnastjóri, teikni- stofustjóri, haft umsjón með viðskiptatengslum, áætl- unargerð og viðskiptaráðgjöf. Halla hefur einnig kennt í hönnunardeild Listaháskóla Íslands ásamt því að vera prófdómari. Hún hefur komið fram í fjölmiðlum og haldið fyrirlestra um auglýsinga og markaðsmál. Einnig hefur hún setið í mörgum stjórnum félaga sem tengjast hagsmunamálum hönnuða á Íslandi og erlendis. Halla mun formlega taka við starfinu á næstu dögum. Hönnunarmiðstöð Íslands mun verða staðsett til bráðabirgða í Aðalstræti 10. Í stjórn Hönnunarmiðstöðvarinnar sitja: Gunnar Hilmarsson formaður, Dennis Davíð Jóhannesson varaformaður, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Egill Egilsson, Haukur Valdimarsson, Dagný Bjarnadóttir, Rósa Helgadóttir, Hallgrímur Friðgeirsson, Haukur Már Hauksson Ráðin framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands Halla Helgadóttir STUTT Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á MÁLÞINGI um stöðu stórlaxins á Íslandi, sem haldið var í gær í kjöl- farið á ársfundi Veiðimálastofnunar, voru fulltrúar hagsmunaaðila sam- mála um að þar sem allar tölur sýndu að stórlaxinn væri að hverfa úr íslenskum ám, þyrfti að bregðast hart við. Voru ræðumenn sammála um að skylda þyrfti veiðimenn til að sleppa veiddum stórlöxum. „Veiðiréttareigendur þurfa að bregðast við. Eina svarið sem við höfum er að beita varúðarreglu í um- gengni við auðlindina,“ sagði Óðinn Sigþórsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, sem var með- al frummælenda. Hann sagði að á komandi sumri mundi færast í vöxt að skylt yrði að sleppa stórlaxi aftur í ána. „Ég tel þó að við þurfum að ganga skrefinu lengra. Sú staðreynd að annar hver stórlax sem veiðist sé drepinn er óásættanleg. Ég er þeirr- ar skoðunar að veiðifélögin eigi al- farið að banna stórlaxadráp. Með slíku banni er gætt fyllstu varúðar við nýtingu laxaauðlindarinnar,“ sagði Óðinn. Hann ræddi einnig um að friða þyrfti viðkvæm hrygning- arsvæði í sumum ám. Stjórnvöld friði stórlaxinn Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, reifaði stöðu stórlaxastofnanna. Frá árinu 1985 hefur stofnunum hrakað sífellt meira og er það samband, sem áður var milli stofnstærðar smálax og stórlax, ekki lengur til staðar. Sagði hann góðu fréttirnar vera þær að samkvæmt rannsóknum væru stór- laxagenin ennþá til staðar í seiðum, en við sjógöngu væri „forritað“ í þau hve lengi þau ættu að vera í sjó. Stórlaxinn er mest hrygnur og þeg- ar þeim fækkar munar verulega um það í ánum. Í sumum ám er stórlax- inn kominn undir fjögur, fimm pró- sent af stofnum ánna. Sigurður velti fyrir sér hvað væri til ráða. „Ef við gerum ekki neitt er líklegt að við töpum erfðaþættinum úr stofninum,“ sagði hann. Öðrum hverjum fiski væri sleppt aftur í árn- ar – en það væru samt afar fáir fisk- ar á heildina litið. „Sums staðar er öllum sleppt en annars staðar eng- um – það skelfir okkur.“ „Það þarf að friða stórlaxinn með- an þetta ástand varir og halda þann- ig í erfðaþáttinn, í þeirri von að ein- hvern tíma lagist þessi sjávarskilyrði aftur,“ sagði Sigurður en margt bendir til þess að breytt ástand í hafinu hafi mikið um hnign- un stórlaxa að segja. „Við leggjum því hér með til að stjórnvöld friði stórlaxinn,“ sagði Sigurður. Laxveiðin í tæpu meðallagi Á ársfundi Veiðimálastofnunar fyrr í gær spáði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur um horfurnar í lax- veiðinni. Tók hann fram að ekki væri um traust spálíkön að ræða heldur byggt á mati á ástandi og tilfinningu í ljósi fyrri reynslu og rannsókna. „Það eru engin merki um annað en laxveiði verði við eða í tæpu með- allagi á komandi sumri,“ sagði Guðni. Á síðustu árum var laxveiðin í há- marki árið 2005 og hefur minnkað síðustu tvö árin. Sveiflur hafa ávallt verið í veiði og fylgjast að nokkur góð ár og nokkur slæm. Veiðin úr svokölluðum nátt- úrulegum laxveiðiám var rétt undir meðallagi í fyrra, en gríðarleg veiði í hafbeitaránum gerði það að verkum að heildarveiðin var sú þriðja mesta á laxi. Alls veiddust um 53.500 laxar á stöng. 17,3% veiddra laxa var sleppt aftur, sem er nokkru minna en sumarið 2006 er 19,2% var sleppt. Þá sagði Guðni að 41,6% veiddra stórlaxa hefði verið sleppt og hafði það einungis aukist um tvö prósent milli ára. Spáði Guðni því að stórlax- inum héldi áfram að hraka, að óbreyttu, en við sama tækifæri í fyrra spáði hann því að stórlax yrði alveg horfinn árið 2020. Rúmlega 6.300 laxar veiddust í net í jökulánum Þjórsá, Ölfusá- Hvítá og Hvítá í Borgarfirði. Urriða og bleikju fækkar Um 40.000 urriðar, staðbundnir og sjóbirtingar, voru færðir til bókar en nokkur fækkun hefur orðið á urr- iða síðustu tvö árin. Guðni sagði ekki vitað hvort sú þróun héldi áfram. Um 25.000 bleikjur voru skráðar en umtalsverð fækkun hefur orðið á bleikju síðustu fimm árin, sér- staklega á svæðum þar sem bleikja er einráð. „Þessu þarf að gefa góðan gaum,“ sagði Guðni og taldi líklegt að bleikjuveiði héldist áfram með minna móti á komandi sumri. Sammála um að sleppa verði öllum stórlaxi Morgunblaðið/Einar Falur Gefið líf Gísli Georgsson og Pétur Pétursson sleppa stórlaxi í Vatnsdalsá í fyrra. Skylt er að sleppa öllum laxi í ánni en fram kom að um 30% veiddra laxa í Vatnsdal í fyrra voru stórlaxar, sem er hæsta hlutfall á landinu. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is GRÁSLEPPUVERTÍÐIN fer bæði hægt og misjafnlega af stað eftir stöðum. Veiðarnar eru hafnar fyrir Norðausturlandi, en veður hefur á köflum verið óhagstætt. Verð á hrognum er nú hærra en í fyrra, en þó ekki nógu hátt að mati Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. „Veiðin hefur verið alveg þokka- leg á stöðum eins og Húsavík, Vopnafirði og Bakkafirði. Á Siglu- firði hefur veiðin verið léleg og á Raufarhöfn, Þórshöfn og við Eyja- fjörðinn virðist hún einnig fara lakar af stað en í fyrra. Það er reyndar erfitt að segja til um raunverulega stöðu, því veðrið hefur verið mjög slæmt,“ segir Örn. 50 daga takmörkun Vertíðin mátti byrja 10. marz fyrir Norðausturlandi og voru margir, sem byrjuðu þá en sumir bíða enn átekta. Veiðarnar eru takmarkaðar við 50 daga á hvern bát, frá því net eru fyrst lögð í sjó. Veiðin hefst svo síðar á öðrum stöðum við landið. En hvernig standa markaðsmál- in? „Við leggjum mikla áherzlu á það að menn hefji ekki veiðar nema hafa áður tryggt sér sölu hrognanna. Með því teljum við að við getum veitt upp í þær 8.000 tunnur af hrognum, sem við stefnum að. Heildarveiði í öllum heiminum í fyrra varð mun minni en búizt hafði verið við. Við reiknuðum með því að veiðin myndi skila um 30.000 tunnum af hrognum, en nið- urstaðan varð aðeins 22.000 tunnur. Fyrir vikið vonuðumst við til þess að það skilaði sér í betra verði í upp- hafi þessarar vertíðar, en þeirrar síðustu. Verðið á síðustu tunnunum í fyrra var mjög gott, en það hafa ekki orðið þær verðhækkanir sem við höfðum vænzt. Verðið er auðvitað hærra en í fyrra, enda hefur gengið gefið eftir. Við teljum engu að síður að þurfi að vera töluvert hærra en verið er að greiða í dag. Menn eru líka nokkuð á varðbergi og halda fastar í hrognin núna,“ segir Örn. Selt með ýmsum hætti Sala hrognanna er með ýmsum hætti. Siglfirðingar selja sín hrogn beint til kaupanda í Svíþjóð. Aðrir nota milliliði til að selja og meðal út- flytjenda á hrognum er Jón Ás- björnsson hf. Loks eru þrjár niður- lagningarverksmiðjur í landinu sem kaupa hrogn, en það eru Fram Foods, Ora og Vignir Jónsson. Örn segir að á þessu ári sé gert ráð fyrir framleiðu á 8.000 tunnum af hrognun hér og sama magni á Grænlandi og Nýfundnalandi og loks að Norðmenn verði með 2.500 til 3.000 tunnur og að heildarveiði geti orðið um 28.000 tunnur. Mark- aðurinn taki árlega um 30.000 tunn- ur og miðað við fyrirliggjandi upp- lýsingar eigi hann því að þola 28.000 tunnur. Hins vegar sé alveg óljóst hver framvinda verði. Þar ráði veðr- ið til dæmis miklu. Grásleppuveiðin misjöfn Morgunblaðið/Helgi Mar Veiðar Grásleppuveiðar hófust fyrr í mánuðinum en fara hægt af stað. Verð á hrognunum nokkru hærra núna en í fyrra Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir framleiðslu á8.000 tunnum af hrognum hér og sama magni á Grænlandi og Nýfundnalandi og loks að Norð- menn verði með 2.500 til 3.000 tunnur og að heildarveiði geti orðið um 28.000 tunnur. »Heildarveiði í öllum heim-inum í fyrra varð mun minni en búizt hafði verið við. Við reikn- uðum með því að veiðin myndi skila um 30.000 tunnum af hrogn- um, en niðurstaðan varð aðeins 22.000 tunnur, sem er mun minna en markaðurinn þolir. ALLS lönduðu erlend skip 41.557 tonn af sjávarafla úr íslensku land- helginni í febrúarmánuði síðast- liðnum. Umfangsmestu veiðarnar voru loðnuveiðar en loðnuafli er- lendra skipa var 41.350 tonn. Engin skip stunduðu veiðar við landið í janúar. Þrjú ríki stunduðu loðnuveiðar hér við land á grundvelli tvíhliða samninga. Norðmenn voru afkasta- mestir með 50 skip og veiddu þau 35.759 tonn, 4 færeysk skip veiddu 3.893 tonn og eitt grænlenskt skip veiddi 1.697 tonn af loðnu. Færeysk skip voru einnig á línuveiðum innan lögsögunnar og lönduðu þau rúm- lega 208 tonnum af bolfiski. Eink- um er um að ræða ýsu, tæplega 141 tonn, þorskaflinn var rúm 35 tonn og af keilu tóku Færeyingar 24 tonn. Erlend skip lönduðu 41.557 tonnum Fiskveiðar Norðmenn veiddu um 36.000 tonn af loðnu hér við land í febrúar og Færeyingar 4.000 tonn. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.