Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 44
Áttu þér lífsmottó? Ekki detta í kántrí- tónlist… 48 » reykjavíkreykjavík  Georgísku flytjendurnir í Evró- visjón með söngkonuna Diana Gurtskaya fremsta í flokki hafa lýst áhuga á því að koma til Íslands og kynna framlag sitt í keppninni. Skemmst er að minnast þess þegar Ruslana hin úkraínska sigraði fyrir fjórum árum eftir mikinn kynning- artúr um álfuna, meðal annars hér- lendis. Georgía er í sömu und- ankeppni og Ísland og nú er bara vonandi að Eurobandið sé í jafn öfl- ugri kosningabaráttu austar í álf- unni og Gurtskaya og félagar hérna fyrir vestan. Evróvisjónbaráttan er hafin  Þrátt fyrir að Einar Bárðarson sé alfluttur til Bretlandseyja þar sem hann stýrir umboðs- fyrirtæki sínu Believer Music hefur hann ekki gefið Ísland upp á bátinn. Í fjölda- pósti sem Einar sendi út í gær seg- ir: „Garðar Cortes vinur minn gæti auðveldlega unnið bresku tónlist- arverðlaunin með þínum stuðningi – nennirðu að hjálpa mér og vippa þér hérna inn og kjósa.“ Tvennt vekur athygli í þessum pósti. Ann- ars vegar að Einar biður fólk um að hjálpa sér en ekki Garðari Thór og í öðru lagi finnst Einari það greini- lega ekki tiltökumál að bresku tón- listarverðlaunin verði „auðveld- lega“ unnin með hjálp okkar Íslendinga. Það er greinilega allt leyfilegt í ástum, stríði og tónlist- arverðlaunum. Íslensku Brit-verðlaunin Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞEIR félagar, Egill og Hjörleifur, hafa búið í Berlín lengi vel en þetta er í fyrsta skipti sem um verulega samvinnu þeirra á milli er að ræða. Egill hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem einn framsæknasti lista- maður landsins og Hjörleifur hefur nú stýrt slagverkshópnum Percu- semble Berlin í 11 ár en hópurinn hefur einbeitt sér að flutningi á nú- tímatónlist. Samvinnuverkefni Eg- ils og Hjörleifs kallast Inselhopp- ing eða Eyjastökk og verður flutt á Listahátíð, mánudaginn 19. maí. Teygt og togað Egill rifjar upp að Hjörleifur hafi tekið þátt í verkefni með hon- um fyrir löngu síðan en þar hafi ekki verið um náið samstarf að ræða. Hjörleifur segir að Eyja- stökkið hafi hins vegar verið að gerjast hjá þeim í nokkur ár og þeir hafi rætt það mikið sín á milli. „Ég lagði þetta síðan fyrir Þórunni Sigurðardóttur hjá Listahátíð og henni leist vel á. Við fórum síðan í að fjármagna verkið og fluttum það fyrst úti í Berlín síðasta haust.“ Eyjastökk gengur þannig fyrir sig að flutt eru verk eftir átta tón- skáld frá Írlandi, Berlín og Íslandi sem skrifuðu verkin sérstaklega fyrir þetta verkefni. Egill sér svo um að vinna með umhverfi tónlist- arflutningsins og gerir tilraun með að teygja og toga viðteknar hug- myndir um hvernig flutningur á tónlistarverkum gengur fyrir sig. Egill nýtir sér þannig t.d. víd- eótækni en skrifar auk þess leið- beiningar fyrir tónlistarmennina, hvernig þeim ber að athafna sig við flutninginn. „Ég bý þannig í raun til „score“ eða nótur sem fella sig að flutningnum. Sá partur er jafn mikill hluti af tónlistinni og það sem þú heyrir, þetta er ekki viðbót heldur samþættist öllu ferlinu.“ Mikið flug Hjörleifur segir að þeir félagar hafi farið á mikið flug við þessa vinnu og möguleikarnir til ný- breytni á þessu sviði séu svo gott sem óþrjótandi. „Ég hef mikinn áhuga á að fara lengra með þessar hugmyndir, ég er farinn að finna mig ríkulega í svona „performance art“ eða gjörningum og vinna á einhverjum óljósum mörkum list- greina. “ Á efnisskránni eru verk eftir írska tónskáldið Ed Bennett, Berl- ínartónskáldin Jeremy Woodruff og Helmut Zapf og íslensku tón- skáldin Úlfar Haraldsson, Atla Heimi Sveinsson og Pál Ívan Páls- son. Í verkum Atla Heimis og Hel- muts Zapf leikur Freyja Gunn- laugsdóttir einleik á klarínettu en hún er, eins og strákarnir, búsett í Berlín. Hvað ertu, tónlist? Egill Sæbjörnsson og Hjörleifur Jóns- son takast á við tónlistina í samein- ingu á komandi Listahátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjörleifur og Egill „Ég hef mikinn áhuga að fara lengra með þessar hugmyndir,“ segir Hjörleifur. DAILY Mirror, eitt stærsta dag- blað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina af bestu tónlistarhátíðum heims í úttekt sem birt var í blaðinu um síðustu helgi. Þar er Iceland Airwaves í góðum hópi virðulegra viðburða á borð við Fuji Rocks í Japan, Benecassim á Spáni og The Big Day Out í Ástralíu sem Björk lék á í janúar. Belgíska hátíðin Pukkelpop var valin besta hátíð heims á listanum, en Airwaves hafnar hins vegar í sjötta sætinu. Það verður að telj- ast mjög góður árangur, sér- staklega ef miðað er við höfðatölu, og í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að þeir séu mjög ánægðir með að vera settir í hóp með bestu tónlistarhátíðum heims. Iceland Airwaves 2008 fer fram í miðborg Reykjavíkur daganna 15.-19. október næstkomandi. Til- kynnt verður um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár á næstu vikum samhliða því sem miðasala hefst á alþjóðavettvangi. Framkvæmd Iceland Airwaves er í höndum fyrirtækisins Hr. Ör- lygs, en hátíðin er haldin í sam- vinnu við Icelandair og Reykjavík- urborg. Airwaves er ein sú besta Morgunblaðið/ÞÖK Iceland Airwaves Hljómsveitin The Telepathetics á hátíðinni árið 2006. ■ Á morgun kl. 14.00 – Örfá sæti laus Maxímús Músíkús – Tónsprotatónleikar Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljómsveitar- innar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson víóluleikara. Valur Freyr Einarsson leikari segir söguna af Maxímúsi, trúðurinn Barbara lítur við og Maxímús sjálfur kemur í heimsókn. Á efnisskránni eru m.a. Bolero eftir Ravel og fyrsti kaflinn úr fimmtu sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson ■ Fim. 3. apríl kl. 19.30 Einstakur gestur Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin kadensur. ■ Fös. 4. apríl kl. 21.00 Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista- mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL Group. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.