Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Auður Krist-jánsdóttir fædd- ist í Ytra-Skóg- arnesi í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 19. maí 1926. Hún and- aðist fimmtudaginn á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 13. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Karitas Gísladóttir hús- móðir og bóndi, f. 1891, d. 1988, og Kristján Ágúst Kristjánsson bóndi í Ytra-Skógarnesi og skjalavörður Alþingis, f. 1890, d. 1934. Foreldrar Sigríðar voru Jó- hanna Ólafsdóttir frá Sviðnum á Breiðafirði og Gísli Kristjánsson bóndi og smiður í Ytra-Skóg- arnesi. Foreldrar Kristjáns voru Ágústína Halldóra Gísladóttir og Kristján Kristjánsson bóndi á Rauðkollsstöðum. Systkini Auðar eru: Hanna, f. 1922, d. 1979, Baldur, f. 1923, d. 1994, Jens, f. 1925, Unnur, f. 1926, d. 2005, ir að skila sínu, stúlkur jafnt sem drengir. Sigríður, móðir Auðar, stóð fyrir búi í Ytra-Skógarnesi fram á árið 1948 en flutti þá til Reykja- víkur með þau börn sín sem þá voru enn heima. Auður hafði hleypt heimdraganum eftir nám- ið á Laugalandi 1946 og bjó eftir það í Reykjavík. Unga konan var m.a. ráðskona hjá vegavinnumönnum nokkur sumur og naut þar náms síns á Laugalandi. Á þessum árum var einungis unnið að vegagerð á sumrin og bjuggu vinnuflokkar, þar með taldar ráðskonur, í tjöld- um. Auður gerði saumaskap að ævistarfi sínu, enda lék allt slíkt í höndum hennar. Hún starfaði um hríð á prjónastofu, síðan hjá Andrési, þeirra tíma þekktum klæðskera, en lengst af starfaði Auður í fataverksmiðjunni Gefj- un. Á vordögum 1989 stóð Auður upp frá saumavélinni og starfaði frá þeim tíma á Hrafnistu í Reykjavík við aðhlynningu aldr- aðra, þar til hún fór á eftirlaun í árslok 1993. Útför Auðar fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Auður verður lögð til hinstu hvílu við hlið móður sinnar. Arndís, f. 1929, d. 2007, Einar Haukur, f. 1930, Jóhanna, f. 1932, d. 2007, og Kristjana Ágústa, f. 1934. Skólaganga Auðar var að þeirrar tíðar hætti hjá börnum í sveit. Grunnskóli Auðar var 4ra vetra nám í farskóla, sam- tals u.þ.b. 2 mánuðir hvern vetur, þá er hún var á aldrinum 10-13 ára. Þær syst- ur, Auður og Unnur, fylgdust að í skólagöngu sem öðru og fóru báðar í það framhaldsnám sem kostur var á, sem var Héraðs- skólinn á Reykjum veturinn 1944- 1945 og síðan Húsmæðraskólinn á Laugalandi veturinn 1945-1946. Auður missti föður sinn 1934, en hann lést þá afar óvænt eftir skurðaðgerð á sjúkrahúsi. Móðir hennar stóð þá eftir með 9 börn, það elsta 12 ára en hið yngsta að- eins 4ra mánaða. Auður og systk- ini hennar tóku því fljótt þátt í verkum fullorðinna, þar urðu all- Í Ytra-Skógarnesi í Miklaholts- hreppi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, hófu níu systkini vegferð sína á ár- unum 1922-1934, þeirra á meðal þær tvær konur sem lengst hafa fylgt mér gegnum lífið, móðir mín Jó- hanna og sú systra hennar sem við kveðjum í dag, Auður Kristjánsdótt- ir. Mitt fyrsta heimili var heimili stórfjölskyldunnar, þar sem amma Sigríður stóð í stafni og hélt heimili fyrir nokkur barna sinna, þeirra á meðal móður mína og Auði. Frá fyrstu tíð var Auður mér sem önnur móðir og hef ég búið við þau forrétt- indi í lífinu að eiga í raun tvær mæð- ur, ef svo mætti segja, sem ég elskaði báðar. Þær hafa nú báðar kvatt jarð- vistina, en minningin er ljúf og góð. Þó Auður hafi hvorki gifst né eign- ast börn var hún þó ekki barnlaus, í þeim skilningi að systkinabörn henn- ar áttu stóran sess í hjarta hennar og gátu ætíð leitað til hennar með öll sín mál. Sjálfur naut ég ríkulega ástríkis Auðar og til hennar leitaði ég með mörg mín hjartans mál. Ég kynnti Ásdísi, sem síðar varð eiginkona mín, fyrst fyrir mömmu en strax eftir þá kynningu líka fyrir Auði, sem tók Ás- dísi með þeirri elsku sem henni var svo eðlileg að þær urðu miklar og nánar vinkonur frá þeim degi og alla tíð. Ásdís eignaðist þannig tvær tengdamæður og hefur aldrei kvart- að yfir því hlutskipti. Ég leitaði til Auðar þegar élin voru dimm, en ekki síður á gleðistundum. Það tók mikið á Auði þegar við Ásdís misstum stelpurnar okkar, Helenu og Auði Björk. Hún gladdist því mik- ið þegar við vorum svo lánsöm að geta ættleitt barn og tók Róbert Rafni með mikilli ást og umhyggju. Einkennandi fyrir persónuleika Auðar var nægjusemi, sjálfstæði og þakklæti. Hún þekkti tímana tvenna og sagði oft að gamalt fólk hefði aldr- ei haft það betra en nú. Hún tók höfð- inglega á móti gestum og var rausn- arleg, þegar það átti við. Væri lítið viðvik fyrir hana gert var hún afar þakklát og tók slíku aldrei sem sjálf- sögðum hlut. Þær tvíburasystur, Auður og Unn- ur, voru afar nánar alla tíð og ekki á allra færi að þekkja þær sundur, hvorki í útliti eða hugsun. Ömmu- börn Unnar, þær Karen Lilja og Eva Björk, voru á vissan hátt líka „ömmubörn“ Auðar. Auður missti af- ar mikið þegar Unnur féll frá 30. maí 2005. Auður hélt heimili með móður sinni í mörg ár, framan af ásamt fleiri systkinum sínum sem eitt af öðru stofnuðu eigin heimili, þannig að Auð- ur var sú sem hvað lengst var stoð og stytta móður sinnar. Amma Sigríður dvaldi síðustu æviárin á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem Auður vitjaði hennar nánast daglega. Það er því vel við hæfi að Auður mun nú fá hinstu hvílu við hlið móður sinn- ar í Fossvogskirkjugarði. Sjálf naut Auður frábærrar umönnunar síðustu mánuðina í lífi sínu á Grund og var afar þakklát og ánægð með dvöl sína þar, þó illvígt krabbamein sem hrjáði hana síðasta rúma árið sem hún lifði, gerði það að verkum að hún naut ekki sem skyldi alls þess góða sem gert er á Grund. Mér er það bæði ljúft og skylt að þakka öllu því góða fólki sem kom að umönnun Auðar á Grund, þar eru margir mannlegir gimsteinar við störf. Birgir Sigmundsson. Mín fyrstu kynni af Auði voru þeg- ar ég kom fyrst á Hrísateiginn vorið 1972. Þá var nýlega búið að kynna mig fyrir Jóhönnu, systur Auðar og tengdamömmunni tilvonandi, Rabba og þeirra börnum. Ég var svolítið feimin og stressuð, aðeins 18 ára stelpan, nýlega búin að kynnast Birgi. Ég þurfti svolítið að safna kjarki til að koma mér út úr bílnum og inn í hús, að hitta þessa frænku sem greinilega gegndi stóru hlutverki í lífi Birgis. En Auður var ekkert að bíða eftir stelp- unni, hún kom einfaldlega út að bíl og sótti mig, heilsaði mér innilega og lét eins og við hefðum alltaf þekkst. Strax þarna á fyrsta degi sýndi hún mér þá einlægu væntumþykju sem átti eftir að einkenna öll okkar sam- skipti um ókomin ár. Það var bara ekki hægt annað en að þykja vænt um Auði, hún var svo ein- staklega hlýr persónuleiki, hógvær, nægjusöm og þakklát, hvað lítið sem fyrir hana var gert. Hún var ekkert fyrir að láta bera á sér og sínum skoðunum, þó hún hefði þær vissu- lega og ansi ákveðnar oft á tíðum. Gestrisin var hún og leið ekki vel, nema hún hefði svolítið fyrir sínum gestum. Ófáar pönnukökurnar var hún búin að baka ofan í okkur, í gegn- um árin. Það var alltaf nóg um að spjalla þegar komið var í heimsókn, það þurfti að segja nýjustu fréttir af Róbert og fjölskyldum okkar, for- eldrum, systkinum og öllum þeirra börnum. Hún fylgdist afar vel með öllu sem var að gerast, innanlands sem utan, svo oft voru helstu atburð- ir fréttanna ræddir í þaula. Það var gaman að spjalla við Auði, hún hafði mjög skemmtilegan húmor og sá oft hinar spaugilegustu hliðar á dægur- málunum. Auði þótti slæmt að geta ekki stað- ið í bakstri og annarri fyrirhöfn, eftir að veikindi hennar ágerðust, en við þær aðstæður kom glöggt fram sá sterki karakter og dugnaður sem hún bjó yfir. Þegar hún loks fékk rétta greiningu, var það í raun aðeins til að staðfesta það sem hún vissi all- an tímann sjálf, þó það tæki tímann sinn að fá rétta niðurstöðu og viðeig- andi læknishjálp. Eftir að hún var loks greind með krabbamein, á miðju síðasta ári, varð tíminn með okkur því miður afar stuttur, en hún tókst á við veikindi sín af því æðruleysi og skynsemi sem einkenndi hana alla tíð. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Auði og þekkja hana í nærri 36 ár. Hafðu þökk fyrir, ljúfan mín. Ásdís. Nú er hún farin, kletturinn í mínu lífi, sú sem ég gat alltaf leitað til og trúað fyrir öllum mínum málum, vit- andi að það sem Auði var sagt í trún- aði, það fór ekki lengra. Ég var alin upp frá þriggja mán- aða aldri hjá ömmu minni Sigríði, sem mér varð strax eðlilegt að kalla mömmu, sem ég geri enn í dag þegar ég minnist hennar. Um leið varð það mér líka eðlilegt að kalla þau systur mínar og bræður, þau sem í raun Auður Kristjánsdóttir ✝ Guðrún Kvaranfæddist í Reykjavík 15. mars 1921. Hún lést á bráðadeild Land- spítalans 15. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru reykvísku hjónin Ólafía Gísladóttir, húsfreyja, f. 13.12. 1897, d. 24.8. 1970 og Vilhjálmur Þor- steinsson, stýri- maður, f. 26.2. 1895, d. 11.2. 1940. Eiginmaður Guðrúnar var Böðvar Kvaran, f. 17.3. 1919, d. 16.9. 2002, sonur hjónanna El- ínborgar Kvaran frá Akranesi, f. 9.4. 1895, d. 3.2. 1974 og Einars E. Kvaran, aðalbókara Útvegs- banka Íslands, f. 9.8. 1892, d. 24.8. 1960. Þau Guðrún og Böðv- ar giftu sig 21.11. 1942. Þau eignuðust sjö börn og eru sex þeirra á lífi: 1) Guðrún, prófessor og sérfræðingur við Háskóla Ís- lands, f. 21.7. 1943, gift Jakobi Yngvasyni, prófessor í Vín- arborg, f. 23.11. 1945. Börn þeirra eru Böðvar Yngvi, f. 12. 2. 1977, og Steinunn Helga, f. 26.4. 1981. 2) Elínborg Valdís, f. 5.12. 1944, d. í ágúst 1945. 3)Vil- hjálmur, dreifingarstjóri hjá Öl- gerð Egils Skallagrímssonar, f. bella, maki 2, Anna Kristín Ólafs- dóttir, aðstoðarkona umhverf- isráðherra, börn hennar Lísa Margrét, f. 3.7. 1987, Eysteinn, f. 14.12. 1990, og Bjarki f. 13.1. 1997. 7) Gísli, múrarameistari, f. 9.12. 1952, kvæntur Önnu Al- freðsdóttur, aðstoðarkonu tann- læknis, f. 26.3. 1951, Börn þeirra: a) Hallgrímur f. 15. 12. 1969, kona hans Margrét Jóna Sigurð- ardóttir, d. 10. 8. 2006, og b) Val- dís f. 18.11. 1975, maki Alfreð Freyr Karlsson. Barnabarnabörn Guðrúnar og Böðvars eru 21. Guðrún ólst upp í hjarta borg- arinnar og æskuheimili hennar var á Laugavegi 38 b. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1948, starfaði um skeið í Útvegs- banka Íslands þar sem leiðir þeirra Böðvar lágu saman. Guð- rún og Böðvar bjuggu alla sína hjúskapartíð á Sóleyjargötu 9 og þar voru börn þeirra fædd. Söfn- un var sameiginlegt áhugamál þeirra Guðrúnar og Böðvars og á heimili þeirra getur að líta margt fágætra muna frá ferðum þeirra erlendis. Saman söfnuðu þau hjón bókum, blöðum og tíma- ritum sem þau umgengust af mikilli virðingu. Bókband var einnig sameiginlegt áhugamál þeirra og blaða- og tímaritasafn þeirra var talið eitt hið stærsta í eigu einstaklinga hér á landi, jafnvel miðað við opinber söfn. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 18.6. 1946, kvæntur Helgu Pálu Elías- dóttur, fulltrúa, f. 24.5. 1948. Börn þeirra eru: a) Vil- hjálmur f. 8.1. 1971, maki Gerður Pálm- arsdóttir, b) El- ínborg Valdís f. 16.7. 1975, sambýlis- maður Leifur Arnar Kristjánsson, og c) Guðrún, f. 17.1. 1985. 4) Einar, verslunarmaður, f. 9.11. 1947, kona hans Kristín S. Kvaran, versl- unarmaður, f. 5.1. 1946, d. 28.10. 2007. Börn þeirra: a) Bertha Guðrún f. 21.7. 1964, sambýlis- maður Jón Þ. Ólafsson, b) Ragna Elíza, f. 29.1. 1974, sambýlis- maður Egill Erlendsson, og c) Thelma Kristín, f. 19.9. 1984, sambýlismaður Ingvar B. Jóns- son. 5) Böðvar, húsgagnasmíða- meistari, f. 27.11. 1949, kvæntur Ástu Árnadóttur, deildarstjóra, f. 16.10. 1949. Börn þeirra: a) Árni, f. 30.8. 1970, maki Arndís Lilja Guðmundsdóttir, og b) Guðrún, f. 21.2. 1974, sambýlismaður Örvar Sær Gíslason. 6) Hjörleifur, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, f. 3. 3. 1951, maki 1, Kolbrún Sveinsdóttir, þýðandi, f. 14. 9. 1951, dóttir þeirra Hjördís Ísa- Elsku mamma, við viljum þakka þér fyrir alla þær ánægjustundir sem við höfum átt saman. Þú hafðir einstaklega góða nærveru, sýndir öllum sem í kringum þig voru mikla umhyggju og virðingu. Þú varst stórglæsileg kona, ávallt svo fín og vel til höfð – svo eftir var tekið. Það voru ófáar ferðirnar sem við fór- um saman til Flórída, en þar leið okk- ur öllum svo vel. Þín verður sárt saknað. Elsku mamma og tengdamamma, takk fyrir allt sem þú varst okkur og börnum okkar. Minning þín mun lifa með okkur um ókomin ár. Ég veit, að þú ert þar og hér, hjá þjóðum himins, fast hjá mér, ég veit þitt ómar ástarmál og innst í minni veiku sál. (E.H. Kvaran.) Hvíl þú í friði, Böðvar og Ásta. Mig langar í örfáum orðum að kveðja, tengdamóður mína Guðrúnu Kvaran (Lillu), sem á 87. afmælisdag- inn sinn hinn 15. marz sl., fallegum og sólríkum degi, með vorangan í lofti, kvaddi þennan heim. Ekki óraði okk- ur svilkonurnar og syni hennar, sem ætluðum að heimsækja hana á Land- spítalann á afmælisdaginn, en þar hafði hún, eftir að hafa kennt sér meins aðfaranótt laugardags, verið lögð inn til rannsóknar, en hún dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Eir, að örlögin myndu grípa svo snöggt í taumana. Hún hafði hlakkað svo til að koma í af- mælisveisluna sína á laugardeginum, sem hafði verið undirbúin, og ferm- ingu langömmubarns á sunnudag, en tengdamóður minni hafði verið ætlað öllu lengra ferðalag en það sem und- irbúið hafði verið. Ég kynntist Lillu fyrir hartnær 40 árum, er ég ung og feimin stúlka, kom með eiginmanni mínum, Vilhjálmi á æskuheimilið hans Sóleyjargötu 9 (,,Sóló“), þar tók á móti mér, grann- vaxin og fíngerð kona, með glettnis- legt bros og djúpu spékoppana sína, og bauð mig svo hjartanlega vel- komna, að mér hvarf strax öll feimni. Hún afsakaði sig og sagðist vera að ,,breyta“. Lilla naut þess að fegra í kringum sig, af einskærri næmi og smekkvísi gerði hún hinar ótrúleg- ustu breytingar á ,,Sóló“. Hún var ein- staklega handlagin og hafði næmt auga fyrir listmunum og handverki, eins og þeirra fallega heimili ber vitni um. ,,Sóló“ var mikið menningarheim- ili, og oft voru þar heimsmálin krufin til mergjar, þau hjónin nutu mjög góðra samvista og tókst að skapa fá- gætan fjölskylduanda og voru sam- hent með afbrigðum. Oft var glatt á hjalla á ,,Sóló“ í jólaboðunum á jóla- dag þar sem stórfjölskyldan hittist, enda ættboginn stór, sem kominn var af þeim hjónum, en bæði voru þau Lilla og Böðvar einbirni. Börnin voru 7, þar af sex á lífi, barnabörnin 13 og langömmubörnin 21. Amma Lilla hélt vel utan um hópinn sinn, og fylgdist vel með ferli þeirra af umhyggju og ástúð, ,,Sóló“ var alla tíð miðstöð fjöl- skyldunnar og þangað var alltaf gott að koma. Elsku Lilla mín, það er margs að minnast á kveðjustund, vil ég þakka þér fyrir allar okkar góðu samveru- stundir gegnum árin og skemmtilegu haustferðirnar til Flórída, þar sem þér og Böðvari leið alltaf svo vel. Þín verður sárt saknað, en ljúf minning þín mun lifa um ókomin ár. Þín tengdadóttir, Helga Pála Elíasdóttir. Guðrún tengdamóðir mín fékk frið- sælt andlát á áttugasta og sjöunda af- mælisdag sinn 15. mars síðastliðinn. Hún hafði þá dvalist á sjúkrastofnun- um til endurhæfingar eftir beinbrot frá því í nóvember á síðastliðnu ári. Stóðu vonir til að hún mundi senn geta farið aftur á heimili sitt á Sól- eyjargötunni sem hún saknaði þrátt fyrir frábæra umönnun hjúkrunar- fólksins á Eir. Við Guðrún dóttir hennar vorum á ferðalagi í Kína þegar andlátsfregnin barst okkur en Guð- rún eldri hafði mjög hvatt okkur til ferðarinnar og hlakkað til at heyra ferðasöguna og skoða myndir þaðan. Hún hafði sjálf yndi af utanlandsferð- um og fóru þau Böðvar tengdafaðir minn í margar slíkar meðan hans naut við, bæði ein og með börnum sínum, en samband þeirra við börn sín og tengdabörn var einstaklega gott. Við Guðrún yngri eigum margar góðar minningar um heimsóknir þeirra þegar við bjuggum í Þýska- landi og ekki síður frá Vín og sameig- inlegum ferðum um Austurríki. Eftir fráfall Böðvars fyrir tæpum sex árum kom Guðrún reglulega til Vínarborg- ar og fór auk þess á hverju hausti með sonum sínum til Flórída. Sérlega minnisstæð er heimsókn hennar til Vínar á aðventu fyrir fjórum árum ásamt Guðrúnu yngri, sonum og tengdadætrum. Hún var þá á áttug- asta og þriðja aldursári en lét sig ekki muna um að fylgja okkur yngra fólk- inu um borgina klukkutímum saman og var hrókur alls fagnaðar. Guðrún var glaðlynd kona og örlát og hafði á ferðum sínum yndi af því að finna eitthvað fallegt handa hinum mörgu afkomendum sínum. Var þá jafnvel farið að heiman með sérstaka tóma ferðatösku til að hafa nóg rúm fyrir gjafir. Nú eru liðin rétt fjörutíu ár síðan ég kynntist Guðrúnu sem verðandi tengasonur en við dóttir hennar og nafna giftumst haustið 1969. Allan þann tíma sem kynni okkar stóðu bar aldrei skugga á. Við bjuggum í sama húsinu áratugum saman og við svo langa sambúð hefði mátt ætla að ein- Guðrún Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.