Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í op- inberri heimsókn sinni í Bretlandi í gær að hann myndi inna leiðtoga ESB-landanna eftir því hvort þeir hygðust sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleik- anna í Kína í sumar. Fundur forsætisráðherra ESB-ríkjanna hefst í Slóveníu í dag og verða mál- efni Tíbets meðal þess sem tekið verður til umræðu. Með ummælum Sarkozy eykst alþjóðlegur þrýst- ingur á yfirvöld í Kína vegna þess hvernig þau hafa tekið á uppreisn Tíbeta undanfarnar vikur. Tals- menn Hvíta hússins hafa staðfest að George W. Bush hafi hringt í forseta Kína til að ýta undir við- ræður við Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbets. Kínversk yfirvöld buðu fámennum hópi frétta- manna í þriggja daga heimsókn til Lhasa, höfuð- borgar Tíbets á miðvikudag. Það var í fyrsta sinn sem erlendum fréttamönnum var hleypt inn í landið eftir mótmælin og var heimsóknin hugsuð til að sýna að öldur hefði lægt. Er fréttamenn voru stadd- ir í einu heilagasta hofi Tíbeta ruddust hinsvegar um 30 tíbetskir munkar inn og hófu að hrópa mót- mælaorð og þykir uppákoman hin vandræðalegasta fyrir kínversk stjórnvöld. Samskipti Kína og Indlands viðkvæm Í indverska dagblaðinu The Times of India segir að viðskiptaráðherra Indlands hafi aflýst för sinni til Kína sem fyrirhuguð var 1. apríl. Það hafi hann gert í mótmælaskyni við að kínverska utanríkis- ráðuneytið kallaði indverska sendiherrann í Peking á sinn fund um miðja nótt, til að finna að mótmælum Tíbeta á Indlandi. Samkvæmt AFP-fréttastofunni segir ráðherrann, Kamal Nath, ákvörðun sína ekki tengjast málefnum Tíbets. Tíbet liggur á milli Kína og Indlands og er Dalai Lama í útlegð á Indlandi auk a.m.k. 100.000 ann- arra Tíbeta. Indversk stjórnvöld hafa lítið tjáð sig um átökin í Tíbet og hefur Dalai Lama sagt stefnu þeirra vera í meira lagi varfærnislega. Alþjóðlegur þrýstingur á kínversk stjórnvöld eykst Reuters Mótmæli Tíbetskir munkar umkringdu erlenda fréttamenn og ítrekuðu frelsiskröfu Tíbeta.  Forsætisráðherrar ESB ræða málefni Tíbets  Bush hvetur Kína til samræðna FIMM íbúar hússins, sem hrundi saman að nokkru leyti í Álasundi í fyrradag er stór skriða féll á það, eru nú taldir af. Eldur logaði í því enn í gær og þá var talið, að nokkrir dagar gætu liðið þar til björgunarmönnum væri óhætt að fara inn í það með leitarhunda. Á mynd- inni má sjá hvernig bergið fyrir ofan húsið hefur sprungið fram en áætlað er, að skriðan eða bjargið, sem fór á húsið, sé allt að 6.000 tonn. Færðist húsið þá eina sex metra fram í götuna. Bergið hafði raunar ver- ið styrkt með fjögurra metra löngum boltum, sem bor- aðir höfðu verið inn í það, en það sprakk hins vegar 10 metrum frá ystu brún. AP Fimm íbúanna taldir af Las Guasimas. AP. | Ana Magdalena Melian, 91 árs húsmóðir á Kúbu, hafði aldrei séð örbylgjuofn þegar slíkur ofn birtist í eldhúsi hennar fyrir atbeina kommúnista- stjórnarinnar í Havana. „Sumt efnað fólk í Havana átti örbylgjuofn en við hin lét- um okkur ekki dreyma um slíkan munað,“ sagði Melian. Um 3.000 heimili í bænum Las Guasimas fengu ör- bylgjuofn til afnota í tilrauna- skyni í desember. Margir vona að tilkoma tækjanna sé undanfari þess að nýkjörinn forseti Kúbu, Raul Castro, af- nemi bann við ýmsum heim- ilistækjum sem eru á boð- stólum víðast hvar annars staðar í heiminum. Útsendarar komm- únistastjórnarinnar heim- sóttu fjölskyldurnar í Las Guasimas reglulega í þrjá mánuði til að spyrja hvernig þeir hefðu reynst og fylgjast með orkunotkuninni. Ofn- arnir mæltust svo vel fyrir að stjórnin íhugar nú að bjóða öllum fjölskyldum Kúbu ör- bylgjuofna á langtímalánum. Þyrfti 20 ára lán Kúbumenn hafa fengið slík lán til að kaupa litasjónvarp, hraðsuðupotta, loftkæling- artæki og ísskápa. En aðeins útlendingar og fyrirtæki hafa getað keypt örbylgjuofna, tölvur og DVD-spilara. „Það er eins og örbylgju- ofninn hafi fallið beint af himnum ofan,“ sagði Marisa Gutierrez, 49 ára húsmóðir. „Við vonum að fleira komi í framtíðinni. Tölvur og símar á hvert heimili.“ Samkvæmt minnisblaði, sem lekið var í erlenda fjöl- miðlamenn í Havana fyrr í mánuðinum, hefur ríkis- stjórnin þegar samþykkt ótakmarkaða sölu á örbylgju- ofnum, tölvum, DVD- spilurum, sjónvarpstækjum af öllum stærðum og raf- knúnum reiðhjólum. Í minn- isblaðinu sagði að þetta væri mögulegt vegna aukins fram- boðs á rafmagni. Kúba hefur fengið ódýra olíu frá Venesúela á síðustu árum og það hefur gert Kúbu- mönnum kleift að auka raf- orkuframleiðsluna. Lán frá Kína hafa einnig auðveldað þeim að flytja inn varning sem framleiddur er þar og í Suður-Kóreu. Í minnisblaðinu kemur fram að selja eigi tölvur, ör- bylgjuofna og önnur raf- eindatæki í verslunum sem taka aðeins við svonefndum „skiptanlegum pesóum“, kúb- verskum gjaldmiðli sem not- aður hefur verið í sérstökum verslunum á Kúbu frá 1995 og er 24-sinnum verðmeiri en venjulegi pesóinn. Flestir Kúbumenn myndu ekki hafa efni á örbylgjuofnum í slíkum verslunum og það er jafnvel erfitt fyrir marga að kaupa ofnana þótt þeir fái lán fyrir þeim. Gert er ráð fyrir því að fjöl- skyldurnar geti keypt ör- bylgjuofn fyrir 2.000 pesóa, sem svarar 6.700 krónum. Meðallaun ríkisstarfsmanns á Kúbu eru rúmlega 400 pesóar á mánuði, eða 1.500 krónur. „Ef ég þarf að kaupa ör- bylgjuofninn tekur það mig tuttugu ár að borga lánið upp,“ sagði Sergio Rodriguez, 76 ára fyrrverandi vörubíl- stjóri sem fær tæpar 800 krónur á mánuði í ellilífeyri. „Eins og örbylgjuofninn hafi fallið beint af himnum ofan“ AP Nútímaþægindi Marisa Gutierrez, 49 ára húsmóðir, notar ör- bylgjuofn á heimili sínu í bænum Las Guasimas á Kúbu. ALI Babacan, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að hætta sé á að viðræðum Tyrkja við Evrópusam- bandið um aðild verði frestað ef dómstólar banni stjórnarflokk Re- cep Tayyip Erdogans forsætisráð- herra, AKP. Ríkissaksóknari Tyrk- lands fór fyrr í mánuðinum fram á að stjórnlagadómstóll bannaði flokkinn á þeirri forsendu að AKP bryti lög um aðskilnað ríkisvalds og trúar með því að ota fram trúarlegum sjónar- miðum í stjórnsýslunni. Talið er að liðið geti sex mánuðir áður en málið um lögmæti flokksins verður útkljáð. ESB hefur þegar stöðvað viðræður um átta af alls 35 mikilvægum málaflokkum sem fara þarf yfir áður en ríki geti fengið að- ild. Ágreiningur er milli aðilanna vegna þess að Tyrkir neita að veita gríska hluta Kýpur tollaívilnanir komi til aðildar en gríski hlutinn er nú aðili að ESB. Einnig er andstaða við aðild Tyrkja hjá mörgum leiðtog- um í sambandinu. Viðræðum um ESB-að- ild frestað? Deilt um lögmæti stjórnarflokks Tyrklands BANDARÍSKT flugfélag flutti fimm manns yfir Atlantshafið í 240 sæta þotu. Bens- ínið, sem til þurfti, var 83.000 lítrar eða 16.700 l á hvern farþega. Talsmenn um- hverfissamtaka segja, að ferðin hafi ekki verið neitt annað en hneyksli og raunar dæmigerð fyrir sóunina á þessum vettvangi eins og svo mörgum öðrum. Ferðin var farin 9. febrúar en þá kom upp vélarbilun hjá American Airlines og því varð að aflýsa eða fresta fjórum ferðum frá Chicago til London. Flestir farþeg- anna fóru þá með öðrum flugfélögum en fimm urðu eftir og eftir 11 klukkustunda bið voru þeir fluttir til London. Bensínið á hvern þeirra var eins og áður segir 16.700 lítrar og koltví- sýringsmengunin jókst um 215 tonn eða 43 tonn á mann. Það svarar til þess, að bíl af gerðinni Ford Mondeo hafi verið ekið fimm sinnum í kring- um jörðina. Launakostnaður flugfélagsins var á fimmtu milljón króna en talsmaður þess segir, að það hafi ekki átt neinna kosta völ. Í London hafi heill flugvélarfarmur af farþegum beðið eftir að komast vestur.. 16.700 lítrar á farþega Þotur í eigu Am- erican Airlines. Fimm fluttir í 240 sæta vél yfir Atlantshafið FUNDIST hafa á Spáni steingerð bein, neðri kjálki, auk tanna úr for- föður manna og talið að leifarnar séu liðlega milljón ára gamlar. Er um að ræða elstu leifar manna sem fundist hafa í Vestur-Evrópu, að því er fram kemur á vefsíðu BBC. Leifarnar, sem líklegt er að séu úr konu, fundust í héraðinu Sierra Atapuerca í grennd við Burgos en þar er mikið af hellum og hafa áður fundist þar merkar leifar forfeðra nútímamannsins í nokkurra hundr- aða metra fjarlægð frá staðnum þar sem leifarnar fundust núna, Sima del Elefante. Auk beina fundust áhöld úr steini og steingerð bein dýra sem fólkið hefur veitt sér til matar. Milljón ára beinaleifar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.