Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján PállSigfússon kaup- maður fæddist í Kolakoti í Folafæti við Ísafjarðardjúp 4. mars 1921 en flutti fjögurra ára með foreldrum sínum og systkinum til Ísa- fjarðar og ólst þar upp. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Grund við Hringbraut 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigfús Guðfinnsson frá Hvítanesi í Skötufirði, skipstjóri á Djúpbátnum og kaupmaður í Reykjavík, f. 9.8. 1895 d. 6.2. 1980, og María Anna Kristjánsdóttir húsmóðir frá Hlíðarhúsum í Snæ- fjallahreppi, f. 8.10. 1896 d. 9.12. 1981. Foreldrar Sigfúsar voru hjónin Guðfinnur Einarsson frá Hvítanesi, bóndi á Litlabæ í Skötu- firði, f. í Fremri-Hnífsdal í Norð- ur-Ísafjarðarsýslu 22.1. 1866 d. 4.12. 1920 og Halldóra Jóhanns- dóttir, f. á Rein í Hegranesi í Skagafirði 3.6. 1870 , d. 3.8. 1940. Foreldrar Maríu Önnu voru hjónin Kristján Sveinsson, f. á Tjaldanesi 24.8. 1865, d. 10.11. 1911 og Pálína Halldórsdóttir, f. á Hlíðarhúsum 8.10. 1865, d. 25.5. 1924. Systkini Kristjáns eru Guðfinnur, f. 14.4. 1918 d. 14.10. 1997, Sveinn, f. 25.1. 1920 d. 29.1. 1920, María, f. 21.8. 1922 d. 18.4. 1985, Þorgerður, f. 24.3. 1925 d. 2.10. 1957, Garðar, f. 9.7. 1926, Halldóra, f. 21.7. 1930 d. 6.6. 2006 og Jenný, f. 13.7. 1933. Kristján Páll kvæntist 23.6. 1945 á Djúpbátnum með Sigfúsi föður sínum. Sem drengur var Kristján þrjú sumur í sveit á Oddsflöt í Grunnavíkurhreppi hjá Guðmundi Pálssyni frænda sínum. Kristján Páll var kaupmaður af lífi og sál enda voru það þau störf sem hann helgaði líf sitt. Eftir nám í Sam- vinnuskólanum starfaði hann um tíma í verslun föður síns á Fálka- götu í Reykjavík og um tveggja ára skeið í Herrafatadeild Versl- unarinnar Geysis við Hafn- arstræti. Síðla árs 1945 hóf Krist- ján störf hjá Silla og Valda sem ráku matvöruverslanir í Reykja- vík. Í ársbyrjun 1946 opnuðu Silli og Valdi nýja og glæsilega verslun að Háteigsvegi 2 í Reykjavík. Kristján var verslunarstjóri í þeirri verslun frá upphafi og rak hana í 12 ár. Árið 1957 opnaði Kristján sína eigin verslun, Versl- unina Herjólf, að Grenimel 12 í Reykjavík, sem hann rak um ára- bil. Kristján Páll átti þátt í bygg- ingu skrifstofu- og verslunarhúss að Skipholti 70 í Reykjavík, þang- að sem hann flutti Verslunina Herjólf í byrjun árs 1966. Kristján Páll starfaði lengi í bindind- ishreyfingunni, var virkur með- limur í Reglu Musterisriddara, ásamt því að vera meðlimur í al- þjóðlegu Sam-Frímúrarareglunni þar sem hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Kristján hafði alla tíð mikið yndi af söng og tón- list. Hann söng með kirkjukór Ísa- fjarðarkirkju og Sunnukórnum á Ísafirði á sínum yngri árum, en eftir að hann flutti til Reykjavíkur söng hann lengi með Samkór Reykjavíkur. Kristján Páll verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Guðbjörgu Lilju Guð- mundsdóttur, f. í Reykjavík 30.9. 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Jóhannsson vélstjóri frá Eyr- arbakka, f. 24.6. 1905 d. 12.6. 1973 og Bríet Ólafsdóttir húsmóðir frá Álftanesi, f. 11.12. 1906 d. 4.5. 1988. Kristján Páll og Guðbjörg Lilja eign- uðust tvö börn, þau eru: 1) Bragi G., f. 22.12. 1944 kaupmaður, kvæntur Ernu Eiríksdóttur, f. 31.3. 1947, þau eiga fjögur börn: a) Áshildur, f. 12.2. 1966, gift Björgvini Snæ- björnssyni, dætur þeirra eru Unn- ur Jóna, Erna Björk, Tinna Sól og Birna Mjöll. b) Kristján Páll, f. 19.8. 1969, kvæntur Margréti Leósdóttur. c) Styrmir Þór, f. 22.9. 1970, kvæntur Heiðu Láru Að- alsteinsdóttur, dætur þeirra eru Steinunn Margrét og Erna María. d) Guðbjörg Lilja, f. 1.2. 1979, sam- býlismaður Christian Uttrup. 2) María Anna vaktstjóri í gesta- móttöku Hótels Loftleiða, f. 25.12. 1948, gift Jesús S. H. Potenciano framhalds- og háskólakennara, f. í Toledó á Spáni 1.1. 1948, sonur þeirra er Kristján Jesús Poten- ciano, f. 22.10. 1993. Kristján Páll lauk gagnfræða- prófi á Ísafirði 1937, flutti til Reykjavíkur 1939 og lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1941. Kristján starfaði hjá Kristjáni H. Jónssyni kaupmanni á Ísafirði, hjá Kaup- félagi Ísfirðinga og nokkur sumur Í dag verður faðir minn lagður til hinstu hvílu, eftir landvarandi baráttu við Alzheimerssjúkdóm sem smátt og smátt tók frá honum allar þær minn- ingar sem hann átti. Minningar um allt hans lífshlaup sem barn með for- eldrum sínum og systkinum á Ísafirði, sem ungur maður í skóla og þegar hann kynntist mömmu. Minningarn- ar þegar við systkinin fæddumst um jólin með nokkurra ára millibili. Minningar úr versluninni, um sigra, ósigra, gleði og ánægju. En þó svo að sjúkdómurinn hafi tekið þessar minn- ingar frá pabba kynntumst við honum á annan hátt. Pabbi var ótrúlega dug- legur með mömmu sér við hlið, enda ekki til fallegri sjón fyrir dóttur en að sjá foreldra sína leiðast hönd í hönd fram á síðasta dag. Lífshlaup pabba var við verslunarstörf. Hann var kaupmaður af lífi og sál og kunni svo sannarlega sitt fag. Hann hafði sér- lega góða þjónustulund og kúnnarnir löðuðust að honum. Pabbi var bros- mildur og glaðlegur persónuleiki og átti einstaklega gott með að umgang- ast fólk. Ég á margar og góðar barna- minningar frá Silla og Valda á Há- teigsvegi, þar sem mamma og pabbi unnu alla tíð saman, þá þurfti einhver að passa mig og oft á tíðum voru það kartöflurnar sem sáu um að ég hefði eitthvað til að leika mér við. Ég man jafnvel eftir skömmtunartímanum, þá komu kúnnarnir með skömmtunar- miða. Á kvöldin var miðunum dreift og þeir taldir, allt þurfti að passa við sölu viðkomandi vöru. Þegar pabbi opnaði sína fyrstu verslun, Herjólf, á Grenimel 12 var ég í barnaskóla og í öllum fríum var ég komin inn fyrir búðarborðið að af- greiða eða gera það sem þurfti að taka til hendinni við. Í þá daga voru ekki tölvur og vöruflokkarnir ekki jafn margir og í dag, þá lærði maður verð svo að segja á öllu í búðinni, hug- arreikningur var nokkuð sem var manni mjög tamt, enda nota ég hann enn í dag, og ég man að pabbi kenndi mér pottþétta leið til að gefa til baka sem brást ekki. Ávextina og græn- metið lét pabbi alltaf út fyrir dyrnar þegar veður leyfði og rauðu eplin pússaði hann svo flott að kúnnarnir komust ekki hjá því að kaupa nokkur stykki. Pabbi og mamma höfðu gaman af að ferðast og þegar við systkinin vor- um lítil fóru þau með okkur á skíði, einnig fórum við fjölskyldan í ferðalög um landið og dvöldum í tjaldi, t.d. á bindindismótin sem haldin voru í Húsafellsskógi, þar skemmtum við okkur vel. Seinna meir byrjuðu þau að ferðast til útlanda og varð Spánn eins og þeirra annað föðurland. Þar fóru þau í göngutúra, lásu, lærðu mál- ið og nutu góða veðursins. Einfald- leikinn átti best við pabba. Örlögin gripu í taumana. Við Jesús og sonur okkar höfðum skipulagt ferð um páskana ásamt mömmu og pabba þar sem við ætluðum að eiga góða daga saman en pabbi fór í sitt síðasta ferðalag 14. mars, daginn áður en fyr- irhugað ferðalag átti að hefjast. Margs er að minnast og af mörgu er að taka. Pabbi minn, með auðmýkt og þökk ég geng með þér, þína síð- ustu leið á jörðu hér. Að lokum langar mig að þakka þá alúðlegu aðhlynningu sem þú fékkst frá starfsfólki hjúkrunarheimilisins Grundar við Hringbraut, deild A-2, á þessum síðustu og erfiðu dögum. Farðu í friði, pabbi minn, og Guð veri með þér. Þín dóttir, María Anna. Elskulegur tengdafaðir minn Kristján Páll Sigfússon er látinn 87 ára að aldri. Ég kynntist Kristjáni fyrir tæpum 40 árum, þegar við Bragi sonur hans byrjuðum að vera saman. Ég er þakklát fyrir hvað þau hjónin tóku okkur Áshildi dóttur minni vel og sýndu okkur alltaf mikinn kærleik. Eftir að Kristján og Dúddý (Guð- björg) seldu Braga syni sínum rekst- urinn í Verslunni Herjólfi, Skipholti 70, fór ég að vinna með fjölskyldunni. Við áttum alltaf farsælar og ánægju- legar stundir bæði í leik og starfi og gekk samstarf okkar alla tíð mjög vel. Í mörg ár unnu þrjár kynslóðir saman í versluninni. Það var mjög skemmti- legur og þroskandi tími fyrir börnin okkar að starfa í návist afa og ömmu. Kristján og Dúddý er ekki hægt að nefna án þess að nefna þau bæði, þar sem þau hafa alla tíð verið mjög sam- rýnd hjón. Þau voru miklir heims- borgarar og höfðu gaman af því að ferðast. Fóru þau í margar áhuga- verðar ferðir á þeim tíma sem ekki var mikið um að fólk ferðaðist út fyrir landsteinana. Kristján og Dúddý höfðu sérstakt yndi af Spáni en þar hafa þau ávallt dvalið nokkra mánuði á hverju ári frá því að þau seldu Braga reksturinn á búðinni. Þau unnu þó áfram í búðinni stærstan hluta árs- ins og gerðu okkur m.a. kleift að taka sumarfrí með börnum okkar. Þau keyptu sér einnig sumarbústað í Skorradal eftir að þau hættu að versla. Þetta var þeim ómetanlegur sælureitur sem þau voru mjög dugleg að heimsækja og njóta. Við fjölskyld- an höfum átt margar ánægjulegar samverustundir með þeim í sumarbú- staðnum. Kristján hafði sérstaklega fallega rithönd og mikla rithæfileika og í sumarbústaðnum hélt hann dag- bók þar sem hann skrifaði um allt er við kom bústaðnum, t.d. um veðrið, gestakomur, vinnu tengda bústaðn- um og margt fleira. Nú síðari ár höfum við Bragi orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að ferðast mikið með þeim Kristjáni og Dúddý. Sá tími hefur verið mér ómet- anlegur og mun ég ávallt minnast þeirra stunda sem ég átti með Krist- jáni í þessum ferðum. Árið 2001 greindist Kristján með Alzheimers-sjúkdóminn. Kristján tók sjúkdómnum með miklu æðruleysi og dugnaði, en góður stuðningur Dúd- dýjar gerði honum kleift að njóta lífs- ins, ferðast, halda reisn sinni og búa á heimili sínu nánast fram á síðasta dag. Kristján dvaldi síðustu sex vik- urnar á hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hann naut sérstaklega góðr- ar umönnunar og á starfsfólkið mikl- ar þakkir skildar. Vil ég þakka fyrir öll þau ár sem ég átti með tengdaföður mínum, þau voru mér ómetanlega dýrmæt. Ég kveð Kristján tengdaföður minn með virðingu og söknuði. Farðu í guðs friði. Elsku Dúddý, Bragi, María, Jesús og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Erna Eiríksdóttir. Mig langar að minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum. Kristján var drengur góður, farsæll í starfi sem kaupmaður og mannblendinn með eindæmum og átti afar auðvelt með að umgangast samborgara sína. Kristján var áberandi dugnaðarmað- ur og einkunnarorð hans voru að vinnan göfgar manninn. Það er svo margs að minnast þegar litið er um farinn veg og efst í huga er þakklæti fyrir að hafa verið honum samferða í 37 ár. Ég man enn í dag hvað þú varst undrandi þegar dóttirin tilkynnti ykk- ur hjónunum að hún færi ekki til baka til Íslands, því að ákveðið hafði verið að búa áfram á Spáni, þar sem þið voru öll þrjú oft í fríi. Ungur Spán- verji, Jesús að nafni, hafði opnað sér leið og komið sér fyrir í hjarta dóttur ykkar: „Jesús og María, sagðir þú, þetta er ekkert slor.“ Minningarnar fara hratt í gegnum hugann og staðnæmast við þann tíma, þegar við María fluttumst til Íslands. Það var ekki létt ákvörðun. En við komuna til landsins fór ég fyrst að skynja hvað fjölskyldan var honum allt og áhersla hans á samheldni innan hennar hefur ætíð verið til eftir- breytni. „Í fjölskyldunni liggur horn- steinninn og styrkurinn í öllu því sem vel er gert fyrir sjálfan sig og aðra á lífsleiðinni.“ Þessi orð hans lýsa vel hvað hafði forgang í lífi hans og enn- fremur manninum sem hann hafði að geyma. Það má með sanni segja að Kristján hafi ræktað garð sinn vel og vandlega, vökvað sérhvert blóm, eftir þörfum hvers og eins, af lífsins ein- lægni. Kristján átti sér margvísleg áhuga- mál, náttúruna, gönguferðir og íþrótt- ir. Hann var vel að sér um marga hluti, las töluvert og var fróður um menn og málefni. Hann hafði yndi af tónlist, en helsta áhugamálið var þó að ferðast til Spánar. Honum líkaði land og þjóð og hafði gaman af að blanda geði við innfædda. Í þessum ferðum hafði hann oft samband við meðlimi fjölskyldu minnar. Þrátt fyr- ir tungumálaerfiðleika, mynduðust milli þeirra sterk vináttubönd, því að umhyggja og heiðarleiki komu ber- lega í ljós. Tengdafaðir minn var fæddur snyrtimenni og hafði ákveðna töfra við að ungangast fólk. Hann þurfti ekki mörg orð til að heilla alla og fá fólk á sitt band. Lífsgæðakapphlaupið hafði ekki teljandi áhrif á lífsskoðun Kristjáns. Hann sjálfur var afar nægjusamur, ræðinn og hafði yndi af heimspeki. Hann var ætíð að leita leiða til þess að allir í þessum heimi gætu lifað í sæmi- legri sátt og samlyndi. Við áttum alla tíð náið og gott samband. Hann var einlægur og horfði ávallt til framtíðar, án tillits til aldurs. Kristján var aldrei andlega gamall. Það var erfitt að fylgjast með hon- um síðustu árin í baráttu við sjúkdóm sinn. Hann bar höfuðið hátt til síðasta dags og hafði virðulegt yfirbragð. Nú er þrautagöngu hans lokið. Ég þakka tengdaföður mínum ómælda vináttu og traust. Lífsviðhorf hans og dugnaður eru minningar sem munu hjálpa okkur í sorginni. Nær- veru hans og hlýlegs viðmóts verður sárt saknað. Guð veri með þér. Þinn tengdasonur, Jesús. Elskulegur afi okkar er látinn að- eins nokkrum dögum eftir að fjöl- skyldan kom saman til að halda upp á 87 ára afmæli hans. Þá var farið að halla undan fæti hjá honum eftir erfið veikindi. Afi var einstaklega glæsilegur maður. Hann hafði yfir sér höfðing- legt yfirbragð og allt fram á síðasta dag hélt hann reisn sinni. Afi var vina- margur enda átti hann auðvelt með að nálgast háa sem lága og unga sem aldna. Vart er hægt að minnast afa án þess að nefna ömmu í sömu andránni, líf þeirra var svo samofið að það á sér fá dæmi viðlíka. Þau hefðu fagnað 63 ára brúðkaupsafmæli í sumar ef afa hefði enst aldur til. Afi og amma lifðu viðburðaríku og ævintýralegu lífi mið- að við fólk af þeirra kynslóð, þau fóru ótroðnar slóðir og voru óhrædd við að láta drauma sína rætast. Við systkinin eigum margar ynd- islegar minningar um afa. Þær voru ekki ófáar helgarnar sem við fengum að gista hjá ömmu og afa á Klepps- veginum og þá var margt brallað. Ekki síst vegna þess að afi átti auðvelt með að setja sig í spor barnsins og finna upp á einhverju sem hitti í mark. Feluleikirnir með afa eru okk- ur eftirminnilegir og sögurnar hans afa voru alltaf jafn skemmtilegar, jafnvel þó þær hefðu verið sagðar oft- sinnis áður. Afi kenndi okkur skák- listina þegar við vorum ung að aldri og leyfði hann okkur að vinna sig reglulega til að viðhalda áhuganum. Gönguferðirnar um Laugarneshverf- ið og fjöruna í Laugarnesinu eru perl- ur í minningunni, þar vorum við búin að eigna okkur nánast hvern stokk og stein. Á sunnudögum var farið í kirkju og okkur lærðist fljótt að taka vel undir með söngnum eins og afi. Þegar við vorum orðin nógu há í loftinu til að ná upp á búðarborðið fór- um við að hjálpa til í Herjólfi. Versl- unin varð okkar annað heimili og unn- um við þau verk sem við höfðum þroska og getu til hverju sinni. Afi átti sinn þátt í að kenna okkur til verka og hafa nef fyrir viðskiptum. Við eigum einnig góðar minningar úr sumarbústað ömmu og afa í Skorradal. Ósjaldan var öll fjölskyld- an þar saman komin og var oft þröngt á þingi. Algengt var að við færum í langar göngur með afa og ömmu þeg- ar við vorum í bústaðnum, stundum var farið í fótbolta, svo var spiluð fimma. Afi var gallharður sjálfstæðismað- ur og hafði sterkar skoðanir á því hvernig samfélag hann vildi búa kom- andi kynslóðum. Þegar fjölskyldan kom saman voru þjóðfélagsmálin rædd af miklum eldmóði og við systk- inin fengum að taka þátt í þessum samræðum til jafns á við hina full- orðnu. Þannig lærðum við að mynda okkur skoðanir á mönnum og málefn- um, vera gagnrýnin og koma hugs- unum okkar í orð. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu á þessum erfiðu tímum. Missir okkar er mikill en minningarnar um afa munu fylgja okkur. Hvíl í friði, elsku afi. Áshildur, Kristján, Styrmir og Guðbjörg Kristján Páll Sigfússon Elsku afi minn. Stjörnuhiminninn skær, fullt tungl og engin ský. Minningar sveima í huga mér, um þig, afi minn. Þú lékst með mér um sum- ardaga, sagðir mér sögur um vetrarkvöld, lést mig hlæja á vorin og huggaðir mig á haustin. Ég man þetta enn og mun alla tíð gera þótt sárt sé að vita, að þú ert farinn. Við elskum þig öll og vilj- um þér vel, og biðjum til Guðs að hann varðveiti þig. Þitt barnabarn, Kristján Jesús. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR SVEINN MÁSSON, síðast til heimilis í Vilnius í Litháen, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, 28. mars, kl. 13.00. Vaida, Samúel Másson og fjölskylda, Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir, Jón Guðmann Jónsson, Halldóra Elín Magnúsdóttir og Guðmundur Sæmundsson, Valdís Magnúsdóttir og Unnsteinn Hermannsson, Sólveig Fanný Magnúsdóttir og Hallgrímur H. Gröndal og aðrir aðstandendur.  Fleiri minningargreinar um Krist- ján Pál Sigfússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.