Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðný Ingi-björg Bjarna- dóttir fæddist á Skeiðflöt í Sand- gerði 21. apríl 1927. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 17. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Guðmunds- dóttir, f. 1886, d. 1959 og Bjarni Jónsson, f. 1886, d. 1963. Systkini Ingi- bjargar eru Þóra Sigríður, f. 1921, Guðlaug Guð- munda, f. 1922, d. 1976, Sigrún, f. 1924, Helga Guðríður, f. 1927, d. 1991 og Sigursveinn Guðmann, f. 1928. Hálfsystir sammæðra er Þórunn Ólafía Benediksdóttir, f. 1912, d. 1964. Ingibjörg giftist 26. nóvember 1949 Ásmundi Björnssyni, f. á Eskifirði 27. júlí 1924, d. 10. októ- ber 2007. Foreldrar hans voru Kristín Elsabet Ásmundsdóttir, f. 1898, d. 1973 og Björn Ingimar Tómas Jónasson, f. 1901, d. 1971. Börn Ingibjargar og Ásmundar eru: 1) Jón, f. 1950, búsettur í Sandgerði, kvæntur Helgu Karlsdóttur, börn þeirra eru a) Anna Björg, gift Guðmundi Vali Oddssyni, dætur þeirra Helga Val- borg og Vala Katrín og b) Ásmundur, sambýliskona Ingi- björg Davíðsdóttir, sonur hennar er Davíð Þór. 2) Krist- ín, f. 1956, búsett í Vestmannaeyjum, gift Jóni Árna Ólafssyni, börn þeirra eru a) Ingi- björg Guðlaug, gift Jóni Garðari Steingrímssyni, b) Ingibjörn Þór- arinn og c) Kristín Rannveig, 3) Ragnheiður Einarína, f. 1967, bú- sett í Hafnarfirði, gift Magnúsi Árnasyni, börn þeirra eru Lilja Björg, Arnar Helgi, Ásdís Inga og Magnús Fannar. Ingibjörg og Ásmundur byggðu sér heimili að Vallargötu 7 í Sandgerði, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Ingi- björg verður jarðsungin frá Safn- aðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag verður tengdamóðir mín Ingibjörg Bjarnadóttir, eða Imba eins og hún var alltaf kölluð, jarð- sungin einungis um 5 mánuðum á eftir Ása, tengdaföður mínum. Ég skrifaði fáein minningarorð þegar tengdafaðir minn lést og svo sam- rýnd voru þau hjón að það liggur við að hægt væri að nota þá grein um Imbu líka enda oftar en ekki bæði nefnd á nafn í einu. Það er margs að minnast þegar þeirra heiðurshjóna er minnst, en upp úr standa sennilega allar heim- sóknirnar á Vallargötuna í Sand- gerði og er ótrúlegt til þess að vita að eiga ekki eftir að setjast með þeim við eldhúsborðið. Alltaf var tekið á móti manni með kostum og kynjum og þó það væri verið að mæta í hádegismat á síðustu stundu var ekki annað tekið í mál en fá sér kaffisopa fyrst og helst eitthvað meðlæti með. Það sem helst einkenndi tengda- móður mína var umhyggjan fyrir öðrum og þó að heilsan væri farin að gefa sig síðustu árin bar hún sig ávallt vel og vildi frekar vita hvernig aðrir hefðu það. Þá var hún ávallt skapgóð með afbrigðum og man ég ekki eftir að hún hafi nokkru sinni skipt skapi, helst þá þegar verið var að vinna í garðinum, sem var hennar ær og kýr, að hún lét í ljós smáóþol- inmæði ef verkið gekk fullhægt fyrir sig. Á kveðjustund vil ég þakka Imbu fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu og þá sér- staklega umhyggju hennar gagn- vart barnabörnunum. Alltaf voru þau ofarlega í hennar huga og helst vildi hún fá fréttir strax ef eitthvað var um að vera í þeirra lífi, s.s. próf eða kappleikir, og alveg var sama hvernig gekk, hún sá alltaf það já- kvæða og var óspör að hrósa þeim. Hún var ekki sú amma sem sífellt var að gauka sætindum að barna- börnunum, afi sá meira um þá hlið, en passaði frekar upp á þau borðuðu matinn sinn og var aldrei ánægðari en þegar búið var að klára af disk- inum. Og þá sá hún oftar en ekki um að þau ættu húfur og vettlinga enda prjónaði hún mikið sjálf á árum áð- ur. Nú hefur hann Ási tengdafaðir minn aftur endurheimt hana Imbu sína eftir skamman aðskilnað og hefur örugglega tekið vel á móti henni. En eftir sitjum við hin og ylj- um okkur við allar góðu minning- arnar um heiðurshjónin Imbu og Ása. Imba, tengdamóðir mín, var trúuð kona og því við hæfi að segja að lokum; Guð blessi minningu Imbu og Ása. Magnús Árnason. Mig langar að minnast ömmu minnar í Sandgerði með nokkrum orðum. Ég fyllist þakklæti þegar ég lít til baka og rifja upp minningar tengdar ömmu. Ég hef ávallt verið stolt að bera nafnið hennar ömmu því að ekki er leiðum að líkjast. Hún amma mín var ein besta manneskja sem ég hef hitt. Manngæskan og hlýjan streymdi frá henni. Það var alltaf svo gott að koma á Vallargötuna til hennar og afa. Mín- ar dýrmætustu minningar tengdar ömmu og afa eru þegar ég sat hjá þeim í eldhúsinu og amma eldaði handa mér kakósúpu, sem var besta kakósúpa sem hægt var að fá og afi muldi tvíböku út á fyrir mig. Þetta er ein af mörgum dýrmætum minn- ingum sem ég mun ávallt varðveita. Amma var alltaf svo stolt af okkur barnabörnunum og hrósaði okkur ávallt fyrir allt sem við gerðum. Það voru mikil forréttindi að eiga hana sem ömmu. Það er erfitt að hugsa til þess að ég hitti ekki ömmu aftur og fái að faðma hana. En ég veit að hún er núna með afa sem hún þráði svo að hitta aftur. Og þau munu fylgjast með okkur áfram í lífinu eins og þau hafa alltaf gert. Ég vil kveðja ömmu með bæninni sem hún kenndi mér þegar ég var lítil. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Guð og lukkan veri með þér amma mín. Þín nafna og ömmustelpa, Ingibjörg Guðlaug. Elsku amma mín er nú búin að kveðja þennan heim. Amma í Sand- gerði var frábær kona sem vildi öll- um vel. Alltaf þegar við komum til ömmu og afa áttu þau eitthvað gott- erí og voru þau ófá skiptin sem mað- ur kom til þeirra og fékk heitar pönnukökur sem amma var best í að gera. Þegar ég var lítil kenndi hún mér faðirvorið og aðrar góðar bænir og var hún svo þolinmóð enda hafði hún alltaf tíma fyrir okkur barna- börnin. Síðasta sem amma sagði alltaf við mann þegar maður fór frá henni eða talaði við hana í símann voru þessi fallegu orð ,,Guð og lukkan veri með þér“ og verða þau í huga mér alla ævi. Núna er hún amma mín komin á betri stað til hans afa. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Guð blessi þig, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Kristín Rannveig. Elsku amma mín, það er ótrúlegt að hugsa um það að þú skulir vera farin og komir ekki aftur. Það virð- ist vera svo stutt síðan þú og afi komuð til okkar í Hafnarfjörðinn með fullt að góðgæti úr bakaríinu. Ég kem til með að sakna þín mikið en veit að ég get alltaf hugsað um allar þær góðu stundir sem ég átti með þér. Þú beiðst alltaf spennt eft- ir að vita hvernig okkur systkinun- um hefði gengið í prófum og vildir alltaf vita hvernig okkur gengi í skólanum. Þegar við komum í heim- sókn á Vallargötuna og þú varst að baka pönnukökur eða elda læri handa okkur. Mest fannst mér samt gaman þegar þú varst að reyna að kenna mér að prjóna og sauma. Ég veit að þú ert ánægð núna af því að þú ert með afa sem þú hefur saknað mikið. Það sem þú hefur gefið okkur gleymist aldrei og þú munt aldrei fara úr hjörtum okkar. Þín Lilja Björg. Ekki eru nema fimm mánuðir síð- an við kvöddum Ásmund mág minn og í dag fylgjum við Ingibjörgu ekkju hans til grafar. Leiðir okkar lágu saman í tæpa fjóra áratugi frá því að ég kom í fyrstu heimsóknina á Vallargötuna með Olgu yngstu systur Ása. Ekkert hefur skyggt á samband okkar síðan, það ein- kenndist af sannri vináttu. Þau Imba og Ási voru í sjálfu sér ekkert sérstaklega líkar persónur þó þau féllu svo vel saman sem hjón, að nafn annars kemur ekki upp í huga manns án þess að hitt fylgi með. Allir sem komu á heimili þeirra fengu að njóta gestrisni þeirra og oft fannst manni ótrúlegt hvað hægt var að koma miklum veitingum á eldhúsborðið hennar Imbu þó að gesti hafi borið óvænt að garði. Að sjálfsögðu varð maður að þiggja kaffi og með því ef maður kom í heimsókn og húsráðendum fannst nú eiginlega ekki nógu gott ef mað- ur þurfti að fara áður en maður borðaði kvöldmatinn með þeim. Stundum fannst manni Ási mágur minn vera nokkuð tilætlunarsamur við Imbu sína þegar hún var að taka til kaffi; þá kom kannski allt í einu athugasemd frá honum, hvað er þetta Imba, áttu ekki til pönnukök- ur? Ekki liðu þá margar mínútur þangað til nýbakaðar pönnukökur voru framreiddar. Ekki get ég neitað því að oft hafði maður lúmskt gaman af þessum samskiptum þeirra hjóna, hvað Ása gat dottið í hug og Imba uppfyllti óskir hans og fannst það alveg eðli- legt. Maður gerði sér líka grein fyrir því að í þessu kom samband þeirra fram í hnotskurn, samband hjóna sem einkenndist af virðingu og væntumþykju. Samband þeirra var svo sterkt að maður gerði sér grein fyrir því að það yrði mjög erfitt fyrir það þeirra sem eftir lifði þegar hitt hyrfi á braut. Það kemur manni því ekki á óvart að ekki skyldu líða nema nokkrir mánuðir á milli and- láta þeirra hjóna. Mér hefur orðið tíðrætt um hversu gott var að heimsækja þau Imbu og Ása, en ekki var síðra að fá þau í heimsókn. Við Olga urðum þeirra ánægju aðnjótandi, sérstak- lega meðan við bjuggum austur í Vík að fá reglulega heimsóknir þeirra hjóna. Þau voru alltaf aufúsu- gestir og ekki síst hjá krökkunum okkar því aðrar eins barnagælur var erfitt að finna eins og þau Imba og Ási voru. Frá þeim fundu allir góð- mennskuna og umhyggjuna streyma og ekki þá síst smáfólkið sem dáði þetta frændfólk sitt. Síðustu árin var aldurinn farinn að setja mark sitt á heilsufar þeirra Imbu og Ása. Nú eru þau bæði farin frá okkur, það er gangur lífsins og ekkert við því að segja. Við sem eft- ir erum kveðjum nú elskulega konu, Ingibjörgu Bjarnadóttur, sem gaf öllum sem nálægt henni voru mikla hlýju og umhyggju. Vonandi hefur Imba nú hitt Ása sinn aftur og sam- Guðný Ingibjörg Bjarnadóttir ✝ Ása GuðrúnKristjánsdóttir fæddist á Innra-Ósi í Strandasýslu 17. júní 1917. Hún lést á Elliheimilinu Grund 14. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- ján Hinrik Þórð- arson, f. 1874, d. 1920 og Sigurlína Kolbeinsdóttir, f. 1880, d. 1970. Systk- ini Ásu voru: Guð- mundína Þórunn, f. 1903, d. 1983, Sigvaldi, f. 1909, d. 1996, og Hinrika Kristjana, f. 1920. Ása giftist 27. maí 1944 Haraldi Þórðarsyni, frá Efri-Brunná í Dalasýslu, f. 2. nóv. 1916. Þau eignuðust 3 börn, þau eru: 1) Kristján Þór, f. 1943, maki Mar- grét Ólöf Björnsdóttir, f. 1945, þau eiga 3 börn, Ásu Guðrúnu, f. 1970, sonur hennar er Ólafur Cesarsson, f. 2000, Ólöfu Birnu, f. 1975, maki Marius Midtvik, f. 1970, dóttir þeirra er Lína Margrét, f. 2005, og Matthías, f. 1977, maki Snæfríður Ingadóttir, f. 1973 , dóttir, f. 20. mars 2008. 3) Sigurbjörg Sjöfn, f. 1944, maki Jón Hannes Helga- son, f. 1942. 3) Þór- laug, f. 1950, maki Michael Hübl, f. 1955, sonur þeirra er Frederik, f. 1994. Ása missti föður sinn mjög ung og á unglingsárum dvaldi hún á Hrófá í Strandasýslu hjá hjón- unum Þorgeiri Þorgeirssyni og Stefaníu Jónsdóttur. Ása og Har- aldur bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Ása verður jarðsungin frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ása var móðir og hún var meira en það: Hún var fjölskyldumóðir – í lík- ingu við fjölskylduföður, pater fa- milias, eins og Rómverjar kölluðu það. Hún var fjölskyldumóðir, sem hugsar ekki einungis um sig og sitt barn, í öllum sínum áformum og mál- um, heldur tekur tillit til allrar fjöl- skyldunnar í heild – þannig hugsaði Ása um sína fjölskyldu. Að allt gengi vel og væri í bestu skorðum, var sterk og lifandi þörf hjá Ásu. Þessi þörf var ekki eingöngu helguð nán- asta fjölskylduhópnum. Þörfin að halda fjölskyldunni saman var alla tíð hennar ósk og hyggja. Heimili Ásu og Haraldar var skjólið, sem all- ir gátu komið í. Enginn gestur fór úr því húsi án þess að njóta gestrisni hennar. En það var ekki eingöngu heimilið, það var Ása sjálf sem per- sóna, sem myndaði miðpunkt fjöl- skyldunnar, fyrir alla þá, sem henni voru skyldir og nánir og henni þótti vænt um og hennar hugur var hjá. Þessi umhyggja fyrir öðrum breytt- ist ekki, þrátt fyrir mikil veikindi síð- ustu árin. Liðin tíð var jafn nær Ásu og framtíðin: Hún geymdi minningar um vini og ættingja frá heimaslóðum og henni var annt um að fá fréttir af barna- og barnabörn, sem sum hver eru búsett erlendis. Hún óskaði þess, að allt sem snerti hennar fjölskyldu væri í öruggum farvegi. Um þetta snerust flestar hennar hugsanir. Hlýjan í augnaráði hennar sagði okkur, hversu mikil vinsemd og ein- lægni bjó í hennar hjarta. Það er okkur ógleymanlegt. Michael Hübl. Með söknuði og þakklæti í huga kveð ég föðurömmu mína sem gaf mér svo margt. Minning hennar lifir. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi … (Halla Eyjólfsdóttir.) Ólöf Birna Kristjánsdóttir. Ég vil minnast ömmu minnar og alnöfnu með nokkrum orðum. Sem barn var ég mikið hjá ömmu. Þau afi voru á þeim tíma nýflutt í Eikjuvog- inn, hús sem afi byggði. Amma sinnti húsmóðurhlutverkinu af alúð og tók alltaf vel á móti gestum, bæði litlum og stórum. Hún hafði gaman af að dekka borð og skreyta fallega með blómum úr garðinum. Við áttum margar góðar stundir saman og amma gaf sér alltaf tíma til að tala við mig. Ég lærði margt af ömmu og ég verð alltaf þakklát fyrir þá hlýju og ást sem hún gaf mér. Í sál minni ógleymd á ég að eilífu brosin þín. Þau grafast ei, þó ég gráti, – geisli þar yfir skín. (Hulda) Ása Guðrún Kristjánsdóttir. Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Höf. ók.) Þessar ljóðlínur koma í huga mér, er ég kveð mína kæru vinu, Ásu Guð- rúnu Kristjánsdóttur, sem nú hefur lagt í sína hinztu för. Það er gæfa mín og gleði að hafa átt vináttu henn- ar, fagra og fölskvalausa alla mína tíð. Minningarnar eru ófáar, samveru- stundirnar svo ótal margar, stundum af litlu tilefni, stundum stóru, stund- um engu. Allar eru þær umluktar heiðríkju, gleði og sannri vináttu. Móttökurnar ætíð höfðinglegar, faðmlagið hlýtt og handtakið þétt. Dillandi hlátur hennar umlykur allt, svo jafnvel blómin brosa. Öll hennar verk unnin af einstakri vandvirkni, hógværð og alúð. Stolt af sínu og sín- um og mátti svo sannarlega vera það. Fyrirmynd í svo mörgu, sem mér þótti óendanlega vænt um. Á kveðjustund er margs að minn- ast og margt að þakka. Ég þakka henni gjafmildi og góðmennsku mér og mínum til handa. Ég þakka heil- ræðin öll, hvatninguna, hrósið, já hamingjudagana alla í þá góðu hálfu öld sem við áttum samleið. Elsku Haraldi, börnum þeirra, Kristjáni, Sigurbjörgu og Þórlaugu, svo og ástvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Góður Guð blessi minningu elsku Ásu. Henni, sem alltaf var svo falleg, fáguð og fín óska ég góðrar heim- ferðar og góðrar heimkomu, hana á hún vísa. Hjartans, hjartans þakkir, voru ávallt orðin hennar þegar við kvödd- umst. Þau vil ég gera að mínum nú þegar ég kveð hana í hinzta sinn. Hjartans, hjartans þakkir. Ásthildur. Ása Guðrún Kristjánsdóttir Þegar ég hugsa um ömmu Ásu, hugsa ég ekki um hana sem veikburða konu á hjúkr- unarheimilinu. Ég hugsa um hana sem glaða og hressa ömmu Ásu eins og hún var alltaf heima hjá sér. En eitt var alltaf óbreytt: gjafmildi hennar og ástúð í garð ann- arra. Frederik Hübl. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.