Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Móeiður fæddistá Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 12. maí 1924. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu mið- vikudaginn 12. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helgi Ágústsson, fulltrúi hjá Kaup- félagi Árnesinga á Selfossi, f. að Gelti í Grímsnesi 6. febrúar 1891, d. 3. desember 1977, og kona hans Anna Val- gerður Oddsdóttir, f. á Sáms- stöðum í Fljótshlíð 22. október 1894, d. 6. janúar 1965. Foreldrar Helga voru Ágúst Helgason, bóndi í Birtingaholti, og kona hans Móeið- ur Skúladóttir frá Móeiðarhvoli. Foreldrar Önnu Valgerðar voru Oddur Oddsson, gullsmiður og sím- stjóri á Eyrarbakka, og kona hans Helga Magnúsdóttir frá Vatnsdal í Fljótshlíð. Bræður Móeiðar eru Magnús Ágúst, bakarameistari í Vestmannaeyjum og Reykjavík (látinn), og Oddur, fyrrverandi sölustjóri í Reykjavík. Fóstursystir Móeiðar er Helga Ingibjörg Helga- dóttir (látin) en þær voru systra- dætur. ars eru fimmtán. Móeiður var Sunnlendingur í húð og hár, ættuð úr Rangárvalla- og Árnessýslum. Hún sleit barns- skónum á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap. Árið 1931 fluttist fjölskyldan á Selfoss, en þá var Móeiður sjö ára. Á þess- um tíma voru innan við hundrað íbúar í plássinu. Á Selfossi fékk Mó- eiður grunnmenntun sína, en var síðar einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún var mikil hann- yrðakona eins og hún átti kyn til og eftir hana liggja ýmsir fagrir mun- ir. Árið 1945 fluttust Móeiður og Garðar að Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem unnið var að því að setja af stað plöntuuppeldisstöð á vegum Skógræktar ríkisins. Móeiður tók virkan þátt í daglegum störfum manns síns við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar á Tumastöð- um og við friðun og gróðursetn- ingu á svæðum skógræktarinnar. Má þar nefna Þjórsárdal, Skarfa- nes, Þórsmörk og fleiri staði á Suð- urlandi. Hún unni íslenskri náttúru og skógrækt og önnur rækt- unarstörf voru henni afar hug- leikin. Móeiður og Garðar fluttu með börn sín á Selfoss árið 1962 og bjuggu þar síðan. Síðasta eitt og hálft árið bjó Móeiður á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Móeiðar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Móeiður giftist 1. janúar 1944 Garðari Jónssyni skógarverði, f. á Reyðarfirði 22. nóvember 1919, d. 25. október 2003. For- eldrar hans voru Jón Pálsson, dýralæknir á Selfossi, f. 7. júní 1891, d. 19. desember 1988, og kona hans Áslaug Ólafsdóttir Stephensen, f. 23. apríl 1895, d. 30. októ- ber 1981. Börn Móeiðar og Garðars eru: 1) Anna tannsmiður, f. 4. júní 1944, d. 22. janúar 2005, gift Þorvarði Örnólfssyni lögfræðingi. Börn þeirra eru Helga Móeiður Arnardóttir, Örnólfur Þorvarðs- son, Garðar Þorvarðsson og Arn- þór Jón Þorvarðsson. 2) Jón kenn- ari, f. 18. október 1946, d. 28. maí 1973. 3) Helgi húsasmíðameistari, f. 18. september 1948, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur leikskóla- kennara. Börn þeirra eru Ólafur, Móeiður og Jón Garðar. 4) Haukur verkfræðingur, f. 9. ágúst 1954, kvæntur Ragnhildi Guðrúnu Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Synir þeirra eru Guðmundur, Garðar, Þorsteinn og Hörður. Barnabarnabörn Móeiðar og Garð- Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Mó- eiðar Helgadóttur. Þegar við Helgi vorum að hefja okkar búskap og standa í húsbyggingu hér á Selfossi upp úr 1970 var Móa alltaf til staðar hvort sem var að passa, hreinsa mótatimbur, hafa til kaffi eða hvað annað sem til féll þegar á þurfti að halda. Þegar fjölskyldan stækkaði og meira varð að gera var hún alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga og rétta hjálparhönd. Ég lærði mikið af henni í gegnum tíðina. Annarri eins hannyrðakonu hef ég aldrei kynnst. Það lék allt í höndunum á henni og þær voru ófáar flíkurnar sem hún prjónaði í prjóna- vélinni á barnabörnin sín, peysur, kjólar, gammosíur og ullarbolir, fyr- ir utan alla sokkana og vettlingana sem hún prjónaði í höndunum. Ég þurfti aldrei að læra að prjóna sokka sem kemur mér í koll núna þegar ég þyrfti að geta prjónað á mín barna- börn. Matargerð, bakstur og annað heimilishald var hennar líf og yndi. Móa átti dásamlegan garð með alls kyns trjágróðri og blómahafi, seldi trjáplöntur og runna fyrir Skógræktina í mörg ár heima hjá sér. Í gróðurhúsinu uxu jarðarber, rósir og alls konar ilmandi liljur. Það var ekki amalegt fyrir litlu ömmu- börnin á Selfossi að fá að alast upp í nálægð við þetta allt saman. Svo var Stapi byggður, sumarbústaðurinn í Þjórsárdal, og henni leið hvergi bet- ur en þar. Að vakna við fuglasöng eldsnemma á morgnana, njóta þess að ganga um með trjáklippur og snyrta birki og barrtré og gera gönguleiðir. Svona man ég Móu best, alltaf með eitthvað fyrir stafni, alltaf að gefa af sér og láta öllum líða vel í kringum sig. Hún sá þetta smáa í umhverfinu sem ég hafði ekki lært að hlusta eftir eða sjá, eins og þegar músarrindillinn söng sinn fallega silfurbjöllusöng í Þjórsárdalnum. En síðustu misserin hafa verið henni erfið. Hún fékk sjúkdóm sem smám saman varð til þess að hún týndi sjálfri sér. Síðasta rúma árið var hún á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu og þar var hugsað einstaklega vel um hana. Ég vil þakka Móu allt sem hún gaf mér á lífsleiðinni. Bless- uð sé minning hennar. Kristín Ólafsdóttir. Þegar við fréttum að amma Móa, eða amma á Selfossi eins og hún var iðulega kölluð af okkur bræðrunum, hefði yfirgefið þennan heim og farið til afa varð okkur hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum með þeim tveimur. Þar er af nógu að taka, allar minningarnar úr Stapan- um okkar í Þjórsárdal og af Hlaða- völlunum á Selfossi þar sem við eyddum ófáum stundum og fengum oft að gista. Það er líka varla hægt að skrifa um ömmu án þess að minnast á hinn fræga Flóahúmor enda var hún síbrosandi og alltaf að gera að gamni sínu. Eitt sinn vorum við eldri bræð- urnir á Hlaðavöllunum að spila kana við þau gömlu hjónin en það var list sem þau höfðu kennt okkur nokkru áður. Það kvöldið hallaði ansi mikið á okkur bræður í spilinu og voru þau tvö ósigrandi þegar þau drógust saman. Í minningunni er þó ekki laust við að þau hafi verið með dul- arfullt glott allt spilið en við tókum varla eftir því enda uppteknir við að telja í sortirnar eins og siður er. Þeg- ar spilinu loksins lauk og við vorum á leiðinni í rúmið, hundsvekktir yfir lé- legum heimtum á prikum yfir kvöld- ið, sagði amma okkur lítið leyndar- mál. Ef maður vill fá lauf, þá biður maður mótspilarann um að láta út, ef tígul vantaði þá átti að tína út, fyrir spaða átti að setja út og ef mann vantaði hjarta þá átti að henda út. Reyndist þetta vera eitt af hinum fjölmörgu sniðugu ráðum og sögum sem amma bjó yfir enda kom sjaldan upp að hún hefði ekki frá einhverju skemmtilegu að segja. Þegar hún var svo ekki að segja okkur sögur var hún að leiðbeina okkur í skóg- rækt, sá með okkur lúpínufræjum eða bara að ganga með okkur um skóginn okkar í Þjórsárdal. Elsku amma. Við minnumst ykkar afa með söknuði. Fjör og góðlátleg kímni voru ykkar aðalsmerki og við vitum að þið eruð saman núna og að það er gaman hjá ykkur. Þið eruð ábyggilega að tína, setja, henda og láta út í góðu yfirlæti með gömlum félögum og fjölskyldu. Guðmundur, Garðar, Þor- steinn og Hörður. Þó hjarta hætti að slá og geri það ekki framar, þá endurómar sláttur þess um ókomna framtíð. Sláttur sem bergmálar í kring um mig og vekur sífellt upp raunverulegar til- finningar; minningar um horfna tíð og ljúfa, smáatriði sem þó eru svo óendanlega stór. Ein minning er köld rifsberjasúpa þegar lítil manneskja er með hita. Það er hægt að setjast upp í hvaða veikindum sem er til að borða kalda rifsberjasúpu úr majonesdós. Amma kom oft með svoleiðis súpu ef við systkinin urðum veik. Í garðinum á Hlaðavöllum voru tvö elri. Á þau komu litlir könglar sem amma tíndi og skreytti með. Þannig könglar minna mig á ömmu. Líka peruterta. Á vorin bar ég hundruð trjáplantna út úr bíl frá Skógræktinni og raðaði þeim eftir leiðsögn ömmu framan við húsið á Hlaðavöllum. Lítil tré í plast- pokum minna mig á ömmu. Músarrindlar minna mig þó senni- lega mest af öllu á ömmu. Hún vissi ekkert betra en að vakna við söng í músarrindli klukkan 5 að morgni uppi í Þjórsárdal, í ilmandi birki- skógi. Klístruð ilmandi birkiblöð minna mig á ömmu. Og ilmreyr. Hann lítur út eins og venjulegt gras, en ef maður strýkur upp eftir honum er hann pínu hrjúfur á bakhliðinni og þegar maður er búinn að hengja hann upp og þurrka, ilmar allt húsið. Lítil villt jarðarber, rauð öðrum megin, græn á skuggahliðinni, hvít innan í og dásamleg á bragðið gera það alltaf að verkum að ég brosi og hugsa um ömmu. Eitt sumar kom rjúpnafjölskylda og settist að inni við Stapa. Par með sjö unga minnir mig. Amma gaf þeim reglulega að borða allt sumarið og var sannfærð um að ungarnir væru ennþá að koma til hennar mörgum árum seinna. Þess vegna hugsa ég um ömmu í hvert sinn sem ég sé rjúpu. Ég gleðst yfir því hvað amma hafði mikil áhrif á líf mitt. Minning- arnar bergmála í hjarta mínu, og ekki bara mínu, heldur okkar allra sem þekktum hana og elskuðum. Elsku amma, takk fyrir að kenna mér að sjá og elska litlu hlutina, hlutina sem gefa lífinu gildi. Móeiður Helgadóttir. Mig langar til að minnast ömmu minnar í fáeinum orðum. Margar eru minningarnar sem tengist lífs- hlaupi hennar. Hún var einstaklega hlý og vel gerð kona sem mátti ekk- ert aumt sjá og gott var að leita til. Hún var hávaxin, dökkhærð og glæsileg kona. Skoðanir og sterk réttlætiskennd einkenndu hana. Alltaf var þó mjög stutt í brosið og hláturinn hjá henni. Ég var svo lánsöm fyrstu æviárin að fá að alast upp hjá ömmu og afa, mömmu og fjölskyldunni en mikill samgangur var þar á milli. Því var mjög sérstakt og eftirminnilegt að geta alltaf flakkað á milli húsa og ég gat ætíð leikið við frændsystkinin. Hlaðavellir voru paradís fyrir mig, með allt frændfólkið í kringum mig. Ekki má gleyma Sunnuhvoli þar sem Helgi, langafi minn og Dysta bjuggu. Á háaloftinu var alls kyns djásn fyrir litla stúlku til að leika sér að. Í gegnum lífsgönguna hefur amma kennt mér svo margt. Hún sagði mér sögur, kenndi mér bænir og málshætti. Allt lék í höndunum á henni, hvort sem voru hannyrðir, eða eldamennska á góðum mat. Hún bakaði bestu kanilsnúða og vínar- brauð sem ég hef fengið. Hún amma Móeiður Helgadóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 25. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.30. Guðrún Sigríður Stefánsdóttir, Sigurjón Eðvaldsson, Guðmundur A. Stefánsson, Anna Lilja Valdimarsdóttir, Kristín Helga Stefánsdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Friðrik Adolfsson, Ómar Þór Stefánsson, Hulda Vigfúsdóttir, Stefán Heimir Stefánsson, Anna Halldórsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ VILHJÁLMUR SIGURÐSSON, Krossbæ í Nesjum, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, þriðju- daginn 25. mars. Systkini hins látna. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir, dóttir og systir, ANNA JÓNSDÓTTIR, Vallargötu 18, Vestmannaeyjum, lést þriðjudaginn 25. mars. Útförin verður gerð frá Landakirkju föstudaginn 4. apríl kl. 13.00. Karl Björnsson, Björn Ívar Karlsson, Katla Snorradóttir, Hreinn Pétursson, Berglind Karlsdóttir, Elfa Karlsdóttir, Jón S. Óskarsson, Hrefna Sighvatsdóttir, Orri Jónsson, Hulda Birgisdóttir, Már Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Steingrímur Benediktsson, Guðmunda Magnúsdóttir, Ólafur Bragason, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Guðmundur Hárlaugsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI KARLSSON, Sólvöllum, Eyrarbakka, áður til heimilis á Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. mars. Hann verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorláks- höfn laugardaginn 29. mars kl.14.00. Guðrún Guðnadóttir, Jón Dagbjartsson, Helga Guðnadóttir, Sæmundur Gunnarsson, Þorsteinn Guðnason, Lovísa R. Sigurðardóttir, Katrín Guðnadóttir, Sigurður Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON, Skarðsbraut 5, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akraness. Halla Þorsteinsdóttir, Anna Þórðardóttir, Kristján Sveinsson, Gíslný Bára Þórðardóttir, Halldór Júlíusson, Þóra Þórðardóttir, Helgi Helgason, Rósa Þórðardóttir, Sigurður Hauksson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.