Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 29 MINNINGAR Elsku langafi. Það var alltaf svo gaman að koma í heim- sókn til þín. Þú varst svo góð- ur við okkur og varst alltaf svo ánægður að fá okkur í heimsókn. Við eigum eftir að sakna þess að heimsækja þig í Gullsmárann um helgar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þínar langafastelpur, Selma og Tinna Rún. HINSTA KVEÐJA ✝ Valgeir Norð-fjörð Guð- mundsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. maí 1930. Hann lést á heimili sínu 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónasson, fæddur á Breiðabólstað, Hún., 30.7. 1865, látinn 22.2. 1935, og Þórunn Gyðríður Reimarsdóttir Óla- son, fædd í Vest- mannaeyjum 24.7. 1912, látin 2.1. 1977. Fósturforeldrar hans voru Sigurður Ísleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Hálfsystkin hans voru Ottó Laugdal Ólafsson, Ásgeir Kristján Guðmundsson, María Guðmundsdóttir, Jón Bergmann Guðmundsson, Snorri Norðfjörð Guðmundsson, Guðný Helga Guð- mundsdóttir, Jónas Guðmunds- son, Valgeir Júlíus Guðmundsson og Júlíana Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Fóstursystkin Valgeirs voru Áslaug Marta, Rósa, Kristín og Ingi. Valgeir kvæntist 10.4. 1954 Bryndísi Jónsdóttur hótelstýru, f. á Seyðisfirði 19.11. 1926, d. 23.11. 1999, dóttur Jóns B. Sveinssonar, útgerðarmanns á Seyðisfirði, og Torfhildar Sigurð- ardóttur. Valgeir og Bryndís eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Jónhildur, kennari og listmál- ari, f. 4.8. 1954. 2) Sigrún, social og sundheds assistent, f. 5.2. 1956, eiginmaður Halldór Braga- son húsasmíðameistari. Börn þeirra eru: Valgeir, f. 18.12. 1974, d. 24.12. 1974; Óskar, f. 10.8. 1976, kvænt- ur Önnu Freyju Finnbogadóttur, sonur þeirra er Atli Dagur, f. 2007; Val- geir, f. 22.11. 1977, í sambúð með Krist- ínu Erlu Sveins- dóttur, dætur þeirra eru Selma, f. 2003, og Tinna Rún, f. 2006; og Snorri, f., 12.12. 1980, í sambúð með Arnbjörgu Jóhanns- dóttur, sonur þeirra er Ævar Freyr, f. 2005. 3) Unnur Marta, f. 26.3. 1960, sjúkraliði og þroska- þjálfi, í sambúð með Arne Lar- sen. Stjúpsonur hennar er And- ers Jon, f. 15.6. 1991. 4) Svanhvít Jóhanna förðunarmeistari, f. 2.4. 1963, gift Peter Rittweger, synir þeirra eru Daníel, f. 6.12. 1993, og Róbert, f. 19.12. 2000. Valgeir lauk bifvélavirkjaprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði á verkstæði um skeið. Á árunum 1963-1972 bjó hann ásamt fjölskyldu á Gufuskálum og starfaði þar sem vélgæslu- maður á Loranstöðinni. Þar á eftir starfaði hann um nokkurra ára skeið sem vélvirki við Sigölduvirkjun. Árið 1977 hóf Valgeir störf á teiknistofu Raf- magnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar til starfsloka eða til ársins 2000. Útför Valgeirs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskulegur faðir minn er farinn héðan frá okkur. Það er mikill missir að honum fyrir okkur öll. Þegar Valgeir, sonur minn, hringdi í mig sl. mánudag til Kaup- mannahafnar með þessar sorglegu fréttir að pabbi væri dáinn fylltist hjarta mitt miklu tómarúmi og sökn- uði. Þær minningar um pabba sem standa efst í huga mér eru hversu já- kvæður og ljúfur maður hann var; aldrei heyrði ég hann segja neikvæð orð um annað fólk, hann gat alltaf séð jákvæðu hliðina á öllu og öllum. Pabbi var glaðvær en mjög hógvær, tróð sér aldrei fram fyrir aðra, hafði mikla kímnigáfu og gat meira að segja hlegið að alþingisumræðum. Pabbi var mest fyrir fjölskylduna sína og var ekki mikið út á við nema þá á listauppákomum, en listin var á meðal hans helstu áhugamála auk þess að ferðast og lesa bækur. Hann hafði óbilandi áhuga á ættfræði og allskyns fræðibókum og eins og sannur gamall Íslendingur las hann mikið gamlar frásagnir. Hann drakk einnig í sig fróðleik um heiminn, menningu, listir og lífshætti í öðrum löndum. Það gerði mamma líka og svo fræddu þau okkur stelpurnar um heiminn í kringum okkur. Kannski hefur það verið kveikjan að því þeg- ar ég dró Dóra og strákana til Dan- merkur. Að vísu kom Óskar ekki með okkur til að búa þar enda með önnur áform með Önnu sinni. Auð- vitað leið mér ekkert vel með að Ósk- ar yrði eftir þó að hann væri orðinn 21 árs, en það hjálpaði mér mikið að mamma og pabbi voru hér og þeirra heimili var alltaf opið fyrir strákun- um eins og okkur systrum. Pabbi og mamma elskuðu strákana og sáu ekki sólina fyrir þeim. Þegar Valgeir og Snorri fluttu síðan til Íslands þremur árum seinna var mamma dá- in, en þeir bjuggu fyrst um sinn hjá pabba og veit ég að það var mikill stuðningur fyrir pabba að þeir voru hjá honum og einnig fyrir strákana að vera hjá pabba. Á ég pabba mikið að þakka fyrir hversu góður afi hann var strákunum. Hann varð svo lán- samur að kynnast fjórum langafa- börnum. Hann hringdi alltaf í mig til Kaupmannahafnar til þess að gefa mér skýrslu þegar hann hafði hitt þau og sagði mér þá eitt og annað um elsku litlu kerlingarnar þær Selmu og Tinnu, eða elsku litlu karlana Æv- ar og Atla. Æskuárin hjá mömmu og pabba voru góð og örugg. Pabbi var sá maður sem vildi gera öllum til hæfis og heyrði ég hann aldrei segja nei er ég bað hann um að gera mér greiða. Hann var líka ótrúlega minn- ugur og við kölluðum hann alfræði- orðabókina. Ef mann vantaði svar við einhverju þurfti einungis að lyfta upp símtólinu og hringja í Valla Gúmm eins og við Dóri og strákarnir kölluðum hann stundum. Það er mik- ill missir fyrir okkur öll að þú ert far- inn héðan, elsku pabbi, en við vitum öll að þú trúðir mjög sterkt á líf eftir dauðann og varst sáttur við lífið. Góða ferð til mömmu, elsku pabbi. Þín dóttir, Sigrún. Elsku pabbi minn. Nú líður þér vel. Þú ert kominn til hennar mömmu. Síðastliðinn fimmtudag hringdi ég í þig og við töluðum sam- an í klukkutíma. Ekki grunaði mig að það væri í síðasta skiptið sem við töluðum saman. Það er mikill missir og tómleiki að hafa þig ekki lengur á meðal okkar. Ég á svo margar ynd- islegar minningar um þig og undan- farna daga hafa þær komið upp í huga mér eins og kvikmynd á tjaldi. Og þú, pabbi, varst aðalleikarinn í myndinni. Hávaxinn, hnarreistur og umvafinn fimm stúlkum á öllum aldri. Þú bjóst á fallegum stað á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem þá var mjög sérstakt samfélag. Þarna var allt iðandi af lífi. Börn á öllum aldri hlupu um og léku sér í sólinni. Og þarna varst þú, pabbi, í vinnu- fötum lyktandi af olíu að gera við bíla og tæki. Þegar við komum við hjá þér í vinnunni heyrði ég þig segja „Nei, eruð þið komnar?“ Heimilið þitt var myndarlegt og þú áttir fallega, kraftmikla konu sem saumaði, bakaði og hugsaði um dæt- urnar fjórar auk þess sem hún var í pólitík og barnastúkunni á Hellis- sandi. Ég sé líka fyrir mér alla göngu- túrana um hraunið, berjatínsluna og ferðalögin. Jólin á Gufuskálum voru ævin- týraleg og skemmtileg og þú varst sannkallaður jólapabbi, bjóst til filt- teppi undir tréð, smíðaðir jólagjafir handa okkur, dúkkuhús, sleða og dúkkuvagn. Þegar ég var 10 ára urðu kafla- skipti í lífi okkar. Mamma og við systurnar fórum til Reykjavíkur. Þú varst eftir og notaðir allan þinn frí- tíma í að heimsækja okkur. Á þeim tíma saknaði ég þín óskaplega mikið. Ég man þegar við vorum saman, þá máluðum við myndir eða fórum á þjóðminjasafnið. Þú varst byrjaður að mála landslagsmyndir og stofan var orðin galleríi, full af málara- trönum og penslum. Á unglingsárum mínum varst þú alltaf til staðar fyrir mig og það var á þeim árum sem við byrjuðum að tala saman um andleg málefni og skóla- göngu. Mér fannst þetta með skóla- gönguna hálfþreytandi að hlusta á. En ég gerði að lokum eins og þú sagðir og lauk þremur prófum. Þeg- ar ég flutti til Danmerkur komuð þið sama ár í heimsókn og það fylgdu mörg ferðalög í kjölfarið. Ég kynnt- ist ykkur báðum upp á nýtt. Þú elsk- aðir að sitja lengi yfir rúnnstykkjum og kaffi og spjalla. Við fórum í mörg skemmtileg ferðalög, þú kenndir mér að horfa með forvitnum augum á heiminn og sjá það spaugilega. Rétt áður en mamma veiktist var ég að því komin að flytjast heim og hjálpa ykkur en allar systurnar voru fluttar frá Íslandi. Ég gleymi því aldrei hvað þú sagðir þá: „Unnur mín. Þú átt að vera þar sem þér líður best.“ Já, hann var ekki sjálfselskur hann pabbi. Fimm mánuðum eftir að mamma dó fékkst þú blóðtappa en komst á fætur aftur á þrjóskunni einni sam- an. Þessi síðustu átta ár með þér hafa verið yndisleg. Þú hefur komið sex sinnum í heimsókn til okkar, fengið að kynnast Arne og Anders Joni og heima hefur þú verið um- kringdur fimm barnabörnum og fjórum langafabörnum. Róbert, yngsta barnabarnið þitt, sem er 7 ára bað mig að skrifa að hann myndi að þegar hann hitti þig sagðir þú allt- af: „Jæja, elsku kallinn minn.“ Hon- um þótti vænt um það. Unnur Marta. Elsku pabbi. Smákveðjur frá fjölskyldunni á Sólvallagötu. Það er með trega í hjarta sem við kveðjum þig. Eftir þrettán ár í útlöndum var svo gott að flytja til Íslands og fá að hitta þig hvenær sem tækifæri gafst, sérstaklega þar sem strákarnir mín- ir höfðu ekki haft tækifæri til að hafa afa nálægt sér á þessum árum nema í fríum sem við áttum saman en sem hefur samt gefið þeim tækifæri til að eyða dásamlegum stundum með þér. Ég er mjög þakklát fyrir síðastliðið hálft ár sem við áttum saman og þá sérstaklega eru í minningunni síð- astliðin jól og áramót sem við áttum saman sem ég held að við höfum öll notið til hins ýtrasta og var mikið tal- að um á heimilinu hvað það var gam- an að hafa afa Valla með. Ég var í fríi erlendis þegar þú lést og er ég mjög þakklát fyrir daginn sem við áttum saman tvö áður en ég fór og ein- hverra hluta vegna fórum við rúnt um bæinn og skoðuðum gömlu heim- kynnin í Drekavoginum og Álfheim- unum og fórum síðan á veitingastað- inn Laugaás, en þangað fór ég oft í fortíðinni með ykkur mömmu og var þessi staður á ykkar efri árum alltaf uppáhaldsstaðurinn ykkar. Ég get ekki útskýrt hvað rak okk- ur til að fara þangað en þegar ég lít til baka skil ég líka betur samræð- urnar sem við áttum þennan dag, þar sem við rifjuðum upp minningar frá fjölskyldunni og einnig áttum við langar samræður um lífið og dauð- ann og sérstaklega um kenningar dr. Helga Pjeturs um líf eftir dauðann sem þú trúðir statt og stöðugt á. Einnig deildir þú með mér þennan dag hvað þú hlakkaðir til að hitta mömmu aftur. Þú varst alltaf að grúska í hinu og þessu, bókmenntum, ættfræði og listum, þú varst sú jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst og hef ég alltaf haft lúmskt gaman af því hvernig þú leist á lífið og tilveruna, t.d. þegar ég hringdi í þig frá Japan og spurði hvernig þér liði og hafði dauðans áhyggjur af þér, að þá var sama hvað gekk á, þú sagðir alltaf, elskan mín, það er allt í lagi, mér líð- ur bara vel og hefur þetta orðið svona orðatiltæki sem ég hef að vísu alltaf sagt að sé týpískt íslenskt. Sama hvað gengur á þá er á end- anum bara allt í lagi. Og alltaf man ég þegar ég kom heim til ykkar mömmu með kærastann og tilkynnti ykkur að ég væri trúlofuð, ófrísk og á leiðinni út í heim, hvað þið tókuð því vel og fannst það ekkert mál, ykkur fannst það bara spennandi, þvílíkur lukkunnar pamfíll sem ég var, marg- ir foreldrar hefðu ekki getað horfst í augu við það. Ég vil þakka þér fyrir að hafa kennt mér að horfa jákvæðum aug- um á lífið sem og ég kenni strákun- um mínum og einnig fyrir stundirnar sem þú áttir með mér þegar ég var lítil stelpa á Gufuskálum, þar sem við áttum heima og þú sast og málaðir dásamleg málverk af Snæfellsnesi og þú leyfðir mér að krota og krassa á striga og lést mér finnast ég vera stórkostlegur listamaður sem síðar hafði mjög mikil áhrif á það sem ég gerði. Þú varst yndislegur listamaður, pabbi og afi, takk fyrir að hafa verið pabbi minn. Svanhvít Valgeirsdóttir, Peter Rittweger, Daníel og Róbert. Þegar ég hugsa í dag um afa Val- geir fyllist hjarta mitt söknuði og sorg en um leið miklu þakklæti. Fyrstu minningar mínar um afa eru úr Geitlandi þar sem hann bjó með ömmu Bryndísi lengstan hluta barnæsku minnar. Þar voru þau hjón búin að koma sér upp fallegu og notalegu heimili þar sem allir voru hjartanlega velkomnir og þá sér- staklega dætur, tengdasynir og dætrasynir. Heimili þeirra var mið- stöð fjölskyldunnar og þar var safn- ast saman við hversdagsleg og hátíð- leg tilefni til þess að borða góðan mat og ræða málin. Þegar við bræðurnir komum í heimsókn mætti okkur yf- irleitt ilmurinn úr eldhúsinu hjá ömmu Bryndísi. Á meðan við sátum inni í eldhúsi hjá ömmu að gæða okk- ur á kaffimat var Valgeir afi að und- irbúa leiksvæði fyrir okkur. Skemmtilegast þótti okkur að vera í vinnuherbergi afa. Þar fengum við að mála myndir á trönum, föndra og smíða á meðan hann sat hjá okkur og málaði fallegu myndirnar sínar. Þeg- ar kvölda tók átti afi það til að taka upp ævintýrabók og lesa fyrir okkur. Ósjaldan heimsótti ég afa í vinn- una á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur og fylgdist áhugasamur með honum þar sem hann sat við teikniborðið og teiknaði kort af borg- inni, húsgrunnum og rafmagnslögn- um. Í vinnunni hjá afa var marga spennandi hluti að sjá, tölvur og tæki sem ég hafði aldrei áður séð. Fyrir tilstuðlan afa störfuðum við bræð- urnir sem unglingar á sumrin hjá garðyrkjudeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þessi sumur voru ein- staklega skemmtileg og eftirminni- leg og þjöppuðu okkur bræðrum enn frekar saman sem vinum. Að loknu stúdentsprófi haustið 1997 gerðist ég að auki svo lánsamur að fá að starfa með afa einn vetur á teikni- stofu Rafmagnsveitunnar. Þau tæki- færi og sú starfsreynsla sem ég fékk þar reyndist vera upphafið að því sem ég lærði og fæst við í dag. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu hlýtt öllum, sem störfuðu með hon- um og þekktu, var til hans. Afi var mikill sælkeri og ósjaldan stökk hann út í bakarí og keypti vínar- brauð og snúða handa okkur starfs- félögum sínum með kaffinu. Síðan var safnast saman við ljósaborðið og málin rædd yfir kaffi og sætabrauði. Hann hafði gaman af að segja starfs- félögum sínum sögur og þá sérstak- lega af fjölskyldunni, eiginkonunni, dætrunum og barnabörnunum sem voru ávallt í fyrsta sæti hjá honum. Um það leyti sem afi lét af störfum vegna aldurs veiktist Bryndís amma og lést hún skömmu síðar. Hann gekk í gegnum þann mikla missi með jákvæðum huga eins og honum ein- um var lagið eftir að hafa staðið þétt við hlið hennar. Þrátt fyrir það að vera orðinn ekk- ill og eftirlaunaþegi hafði afi í nógu að snúast og naut lífsins. Hann fór reglulega í lengri og styttri ferðir til Danmerkur og Þýskalands til þess að heimsækja dætur sínar. Hann leit reglulega í heimsókn á gamla vinnu- staðinn, þræddi listasöfnin, kaffihús- in og fór reglulega í líkamsrækt en eins og hann sagði svo oft sjálfur þá hafði hann nægan tíma. Afa mun ég ævinlega vera þakklátur. Óskar Halldórsson. Ég hitti Valgeir fyrst fyrir rúmum tólf árum þegar ég kynntist Óskari. Afi hans og amma skipuðu sérstakan sess í lífi hans og ég var því fljótlega kynnt fyrir þeim. Valgeir var einstaklega rólyndur og þolinmóður maður og aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum eða mæla styggðaryrði. Hann var grúsk- ari og hafði mikinn áhuga á ættfræði og var fróður um uppruna manna. Hann var líka sérlega minnugur og hafði gaman af að rifja upp sögur af atburðum gamalla tíma sem stóðu honum ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Hann var laginn listmálari og málaði ófáar myndir af Snæfells- nesi þaðan sem hann átti margar minningar. Valgeir var ekki gamall maður í árum talið og hann var enn yngri í anda. Hann fylgdist vel með og hafði áhuga á öllu sem afkomendur hans tóku sér fyrir hendur og höfðu áhuga á. Valgeir fylgdi þó ekki hraða nú- tímans heldur hafði hann nægan tíma fyrir fjölskylduna. Hann hafði gaman af mannfögnuðum og gaf sér alltaf tíma til að fagna tímamótum og öðrum gleðiefnum með sínum nán- ustu. Valgeir kvaddi fyrirvaralaust, í fullu fjöri, eins og sagt er, og er nú kominn til Bryndísar sinnar. Ég votta Jónhildi, Sigrúnu, Unni, Svan- hvíti og öðrum aðstandendum samúð mína. Anna Freyja Finnbogadóttir. Valgeir Norðfjörð Guðmundsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.