Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Tíbet Spaniel hvolpur Ég er yndislegur Tíbet hvolpur, 4 og hálfs mán. Ég er ódýrari vegna fráviks. Ég er rólegur og góður hundur, er örmerktur, bólusettur og m/ættbók frá Hundaræktunarfélagi Íslands. Allar uppl. er að fá í síma: 846 0723. Heilsa LR- KÚRINN Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum. www.dietkur.is Dóra 869-2024 Getur yoga hjálpað kvíðaröskun? Kæri þú! Finnur þú fyrir kvíða og angist? Eins og allt sé stopp? Í april byrjar námskeið fyrir slíka líðan í Yoga-stöðinni Heilsubót, mánud.og miðvd. kl. 20.00. Upplýsingar í síma 588-5711, netfang yogaheilsa@yogaheilsa.is Húsnæði í boði Íbúð til leigu í miðbæ Hfj. 3 svefnh. 160 þús m/hita og rafm. tvíbýli. Uppl. í s: 691-8698. Ertu að flytja til Danmörku? Suður-Jótland. Til leigu 5 herb. einbýlishús með bílskúr í fallegum bæ við Aabenraa. 50 m. í barna-skólann.Næg vinna í nágrenninu. Getur verið laus 1. maí. Uppl. í síma 820 7318. Húsnæði óskast Íbúð óskast! Ung reglusöm stúlka óskar eftir einstklingsíbúð á höfuðborgarsv. Greiðslugeta 65 þús. pr. mán. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl í síma 846-2423. Sumarhús Tvær sumarhúsalóðir til sölu í Grímsnesi, eignalóðir, mjög góður staður og mikið útsýni. Upplýsingar í síma 692 3430. Sumarhús - orlofshús . Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Múrverk, flísalagnir, utanhúsklæðningar, viðhald og breytingar. Sími 898 5751. Námskeið HANDVERKSNÁMSKEIÐ Prjónanámskeið o.m.fl. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Nethyl 2E - 110 Reykjavík. s. 551-7800 - 895-0780. www.heimilisidnadur.is skoli@heimilisidnadur.is Tómstundir Frímerki - mikið úrval. Ísland, Færeyjar, Grænland og mörg önnur lönd. Einnig ársmöppur. Opið mán. - föst. 10-18, laug. 10-16. Safnarinn við Ráðhúsið, Tjarnargötu 10, 101 Reykjavík, sími 561 4460. Til sölu Falleg sumarhús til sölu Vantar þig sumarhús? Farðu þá inn á sigurhus.is Verslun Ungbarnaverslun sérvara Ungbarnaverslun með sérstöðu á markaði til sölu af sérstökum ástæðum. Er í eigin húsnæði. Áhugasamir sendi póst á: ansa@internet.is Skattframtöl Skattframtal 2008 fyrir einstaklinga. Aðstoðum við eldri framtöl og kærur. Einnig bókhald, vsk-skil og fleira fyrir einyrkja og félög. Áralöng reynsla. Dignus ehf - s. 699-5023. Þjónusta Húsaviðgerðir úti og inni Húsaviðgerðir. Múr- og sprungu- viðgerðir. Flot í tröppur og svalir. Steining. Háþrýstiþvottur o.fl. Uppl. í síma 697 5850. Sigfús Birgisson. Ýmislegt Teg. Darcey - mjög flottur, sexí, léttur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Teg. Maisie - sumarlegur og stelpulegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.990,- Teg. Bridgette - gamalreynt og mjög gott snið, nýkomið aftur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Mikið úrval af fermingar- hárskrauti. Fermingarhanskar, Krossar, hálsmen hringar o.m.fl. Skarthúsið, Laugavegi 12 sími 562 2466. FREEMANS LISTINN Nýi vor- og sumarlisti Freemans er kominn. Aldrei verið glæsilegri. Pantið listann í s: 565-3900 eða á netinu www.freemans.is Erum við símann núna. Dömuskór úr leðri og skinnfóðraðir í miklu úrvali. Stærðir: 26 - 42 Verð frá: 4.985.- til 6.885.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Afmælisgjafir Mikið úrval af Dóru Explorer vörum m.a. húfusett, eyrnaskjól og hár- spangir. Margar gerðir af töskum og bakpokum Skarthúsið, Laugavegi 12. Sími 562 2466. Veiði Veiðferðir til S-Grænlands í sumar. Stangveiði, sauðnaut og hreindýr. Leitið upplýsinga Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. S.: 511 1515 www.gjtravel.is Bílar Lancer til sölu! Vínrauður Lancer ‘96 árg.,ekinn 195þ nagladekk fylgja. Verð 150 þúsund. Uppl. gefur Sævar í síma 823-2234. Mótorhjól Hef til sölu einstaklega vel með farið Jianshe Wild Cat 250 árgerð 2007. Hjólið er afturdrifið,ekið aðeins 950 km, götuskráð með spili, rafstarti og öllu þessu helsta. Sími: 866 9266. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! Smáauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvall- ar: „Stjórn Þróunarfélags Keflavík- urflugvallar (ÞK) fagnar niðurstöðu stjórnsýsluúttektar Ríkisendur- skoðunar á starfsemi ÞK, enda tel- ur Ríkisendurskoðun í öllum tilfell- um ljóst að ÞK hafi staðið eðlilega að sölu eigna á Keflavíkurflugvelli. Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir að ÞK hafi haft fullt um- boð til sölu og umsýslu eigna ís- lenska ríkisins á Keflavíkurflug- velli, án aðkomu Ríkiskaupa. Þróunarfélaginu bar því ekki skylda til þess að bjóða eignirnar út. Ríkisendurskoðun telur hags- muna ríkisins hafa verið gætt við sölu eigna á svæðinu. Hæstu tilboð- um var nánast undantekningarlaust tekið. Í þeim tilvikum sem hæsta til- boði var ekki tekið var það gert með heildarhagsmuni svæðisins að leið- arljósi. Þróunarfélagið telur að hags- munum ríkisins hafi verið gætt með samningum um breytingar á raf- lögnum á svæðinu. Kaupendur fast- eigna á Keflavíkurflugvelli yfirtóku eignirnar í því ástandi sem þær voru við undirritun kaupsamnings. Veittur var eðlilegur afsláttur af kaupverði vegna lögbundinna skuldbindinga vegna raflagna. Stjórn ÞK undirstrikar að hún óskaði eftir því að Kjartan Þ. Ei- ríksson, framkvæmdastjóri félags- ins, fengi sæti í stjórn Keilis. Það var gert til þess að tryggja hags- muni ÞK með tilliti til eignarhluta þess í Keili og vegna hlutverks Keil- is við þróun og uppbyggingu svæð- isins. Ríkisendurskoðun gerir athuga- semd við umboð sem stjórn ÞK gaf framkvæmdastjóra félagsins. Þetta telur stjórn Þróunarfélagsins á mis- skilningi byggt. Í umboði stjórnar- innar til framkvæmdastjórans felst heimild til þess að ganga skriflega frá samningum sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Að auki felst í um- boðinu heimild til að ganga frá skipulagsskjölum eigna á umráða- svæði félagsins. Í umboðinu er á engan hátt verið að framselja fram- kvæmdastjóra félagsins vald stjórn- ar, enda er samþykki stjórnar fé- lagsins til grundvallar öllum viðskiptum félagsins. Stjórn Þróunarfélagsins stendur á bak við allar ákvarðanir félagsins og Kjartan nýtur fulls trausts stjórnar ÞK, enda hefur hann unnið verk sitt af áberandi dugnaði og mikilli samviskusemi. Þegar ÞK tók til starfa fyrir einu og hálfu ári var verðmæti eigna rík- isins á Keflavíkurflugvelli metið á 4 til 5 milljarða króna, samkvæmt samningi ríkisins við bandarísk stjórnvöld. Nú er það metið á þriðja tug milljarða króna vegna vel heppnaðrar stefnumörkunar Þró- unarfélagsins. Búið er að selja um 70% fasteignanna. Á svæðinu búa nú um 1200 Ís- lendingar. Fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli iðar nú af lífi og fjöldi fyrirtækja, þar með talið öfl- ugt netþjónabú, óskar eftir því starfa á svæðinu.“ Fagna niðurstöðu stjórnsýsluúttektar DR. MARIANNE Skytte dósent við Aalborg Universitet í Danmörku mun halda erindi á málstofu Rann- sóknaseturs í barna- og fjöl- skylduvernd (RBF) og félagsráðgjaf- arskorar Háskóla Íslands þriðjudaginn 1. apríl í Odda stofu 101 kl. 12-13. Erindi Marianne fjallar um hvernig mismunandi menningarleg viðhorf hafa áhrif á skilning okkar á börnum í mismunandi menningarhópum og fjölskyldum þeirra og hún ræðir hvaða þýðingu þetta hefur fyrir starf félagsráðgjafa, segir í fréttatilkynn- inu. Nánari uppl. á http://person- profil.aau.dk/Profil/109182 Ræðir börn og menningarleg viðhorf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.