Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 51 FRUMSÝNING» ÞRJÁR kvikmyndir verða frum- sýndar í dag í íslenskum kvikmynda- húsum auk Stóra plansins, en um- fjöllun um hana má finna á bls. 47. The Eye Sidney Wells er blindur kons- ertfiðluleikari og nýtur mikillar vel- gengni í starfi. Hún fær sjónina á ný eftir að hafa farið í augnaðgerð og verður að vonum himinlifandi en gleðin varir ekki lengi því brátt fer hún að sjá skelfilegar myndir sem engin skýring fæst á. Ættingjar Wells fara að óttast um geðheilsu hennar og hrollvekjan magnast. Í aðalhlutverkum eru Jessica Alba og Allessandro Nivola. IMDb: 5,1/10 Metacritic: 36/100 New York Times: 40/100 The Other Boleyn Girl Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Philippu Gregory og segir af Boleyn-systrum, Anne og Mary, sem keppa um ástir Hinriks VIII Englandskonungs. Rómantík og svik eru allsráðandi og valda- græðgi Boleyn-fjölskyldunnar und- irliggjandi. Mary verður á endanum hjákona konungs og elur honum barn. Anne lætur þó ekki deigan síga enda takmarkið að verða drottning. Systurnar leika Scarlett Johanson og Natalie Portman og konunginn leikur Eric Bana. IMDb: 6,9/10 Metacritic: 50/100 New York Times: 40/100 Vantage Point Spennutryllir með Dennis Quaid, Matthew Fox og Forest Whitaker í aðalhlutverkum. Tilraun er gerð til þess að ráða forseta Bandaríkjanna af dögum. Leyniþjónustumönnunum Thomas Barnes og Kent Taylor er falið að gæta forsetans á ráðstefnu um hryðjuverkaógn á Spáni sem tekst ekki betur en svo að forsetinn er skotinn til bana. Hefst þá leitin að morðingjanum. Bandarískur ferða- maður telur sig hafa náð morðingj- anum á myndband. IMDb: 6,7/10 Metacritic: 40/100 New York Times: 50/100 Hrollur, svik og morð Skelfilegt Jessica Alba leikur fiðluleikara sem sér óhuggulegar verur í The Eye. Ástir konungs Johanson og Portman leika Boleyn-systur. Engisprettur e. Biljana Srbljanovic Fyndið og sorglegt verk um allar hliðar fjölskyldulífsins sýn. fös. 28/3 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit sýn. lau. 29/3 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. fös. 28/3, lau 29/3 Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýningar sun. 30/3 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson Minnum á síðdegissýningar sýningar. lau 29/3 örfá sæti laus „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Þetta var ekki hefðbundin kvöldvaka.“ Elísabet Brekkan, FBL, 13/2. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is kt. 540291-2259, hefur birt lýsingu vegna töku víxla til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. (OMX ICE) og gert aðgengilega almenningi frá og með 28. mars 2008. Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið tekinn til viðskipta: • Flokkur að heildarfjárhæð ISK 25.000.000.000 sem gefinn var út þann 19. mars sl. Víxlarnir verða teknir til viðskipta á OMX ICE þann 28. mars 2008. Auðkenni flokksins á OMX ICE er LAIS 09 0401. Víxlarnir eru í ISK 10.000.000 nafnverðseiningum með lokagjalddaga þann 1. apríl 2009. Víxlarnir bera ekki vexti. Lýsinguna er hægt að nálgast hjá útgefanda Landsbanka Íslands hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík eða á vefsetri útgefanda www.landsbanki.is fram til lokadags víxlaflokksins. 28. mars 2008 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 41 73 0 03 /0 8 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 41 73 0 03 /0 8 Landsbanki Íslands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.