Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 26
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is J i, er það?“ sagði Heiða Agnarsdóttir, versl- unarstjóri hjá GK Reykjavík við Laugaveg er blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins sögðu henni frá því í gærmorgun að búið væri að mála yfir veggjakrotið á húsnæði verslunarinnar. „Ég kem nefnilega alltaf inn bakdyramegin, svo ég sá þetta ekki í morgun,“ seg- ir hún og brosir út að eyrum meðan hún skoðar afrakstur uppátækis Góðverkasamtakanna betri bæjar, sem hún kannast þó ekki við. Góðverkasamtökin láta líka ekki mikið yfir sér. Vinna verk sín í hljóði og koma meðlimir þeirra ekki fram undir nafni. Í samtali við Morgunblaðið sagði talsmaður þeirra að hópinn skipuðu nokkrir karlmenn um tvítugt sem ættu það sameiginlegt að búa í miðbænum og vera annt um hverfið sitt. „Þetta er að verða helvíti ógeðslegt hérna,“ segir hann. Hugmyndin að góðverkinu kviknaði þegar fé- lagarnir voru að ganga fram hjá Herrafataverslun Guðsteins um síðustu helgi. „Þar er svo fallegt listaverk sem búið er að skemma með kroti. Þá ákváðum við að grípa til aðgerða. Við örkuðum út í búð og keyptum okkur fötu af málningu og pensla. Þetta var nú ekki meira mál!“ Í stuttri tilkynningu frá samtök- unum segir að þau hafi farið í „fyrsta sinn á stjá“ í fyrrinótt með málningargjörningnum og því ekki hægt að skilja skilaboðin öðruvísi en að von sé á meiru. „Það er aldrei að vita hvað verður,“ segir talsmað- urinn. „Við viljum einbeita okkur að því að fegra miðbæinn og bæta al- mennt geð borgarbúanna.“ Jákvætt fyrir miðborgina „Mér finnst frábært að ungt fólk hafi tekið sig til og gert þetta, það er alveg æðislegt,“ segir Heiða hjá GK um uppátæki Góðverkasamtak- anna. „Allt sem gerir ímynd mið- borgarinnar jákvæðari er alveg frá- bært.“ Hún segir veggjakrot vera vandamál, „en við erum yfirleitt dugleg að mála yfir.“ Hún segist oft geyma málningarfötu og pensla inn af versluninni sem hægt sé að grípa til þegar á þurfi að halda. „Það er auðvitað mikilvægt fyrir okkar rekstur að umhverfið sé snyrtilegt. Svo þetta er frábær hjálp,“ segir hún um verk Góðverkasamtak- anna. Heiða segist ekki viss um að veggjakrot sé meira nú en áður. Alltaf hafi verið krotað á Lauga- vegi. Hún játar að stundum fari veggjakrotið hreinlega framhjá sér, það venjist að hafa það fyrir aug- unum. Hélt að eigandi hússins hefði málað yfir krotið „Ég tók strax eftir því þegar ég mætti í vinnuna í morgun að búið var að mála yfir veggjakrotið,“ seg- ir María Guðmundsdóttir sem starfar í versluninni Hjá Berthu við Laugaveg. „Ég hélt að eigandi hússins hefði gert þetta en er svo að frétta að hér hafi verið að verki hópur af ungu fólki. Þau eiga bara allan heiður skilið fyrir þetta. Mér finnst þetta bara alveg æðislegt hjá þeim.“ María segir veggakrot mikið vandamál við Laugaveginn. „Það er reglulega krotað hér á húsið hjá okkur og einnig er verið að líma hér upp auglýsingaplaköt. Það er mikill Frábært „Mér finnst frábært að ungt fólk hafi tekið sig til og gert þetta, það er alveg æð- islegt,“ segir Heiða Agnarsdóttir, verslunarstjóri hjá GK Reykjavík við Laugaveg. Æðisleg hjá þeim Stórkostlegt „Mér finnst þetta bara stórkostlegt hjá krökkunum verslun við Laugaveg og hefur verslað með úr í fleiri áratugi í mi Ljótt Málning Góðverkasam dugað til að mála yfir þenna Betri bær Góðgerðasamtök verslun Bónuss á Laugaveg „Alveg æðislegt Hópur ungra manna fór í skjóli nætur niður Lauga- veginn vopnaður penslum og málningu. Einhver gæti haldið að hér væri eitthvað misjafnt á ferð en sú er alls ekki raunin. Málningin var hvít og til- gangurinn að útmá veggjakrot sem hópurinn segir mikla sjónmengun af. „Við viljum bæta al- mennt geð borgarbúa,“ segir talsmaður samtak- anna. 26 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁBYRGÐARLAUS MÓTMÆLI Atvinnubílstjórar lokuðu Ár-túnsbrekku um stundarsakirá fjórða tímanum í gær og á augabragði mynduðust miklar bíla- raðir. Áhrifanna af þessari lokun gætti allt niður í miðbæ Reykjavíkur. Ætlun bílstjóranna var að mótmæla háu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda. Þessi aðferð til að mót- mæla nær ekki nokkurri átt. Bílstjór- arnir lokuðu einni af helstu sam- gönguæðum borgarinnar fyrirvara- laust og tókst með því að skapa stórhættu, þótt það hafi eflaust ekki verið ætlunin. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri háalvarlegt mál þegar helstu sam- gönguæðum borgarinnar væri lokað með þessum hætti. Jón Viðar Matth- íasson sagði að síðast þegar mótmælt hefði verið með þessum hætti hefði slökkviliðið fengið að vita af því með góðum fyrirvara, og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn getað gert við- eigandi ráðstafanir. „Hér er farið út í aðgerðir sem þeir láta okkur ekkert vita um. Okkar við- bragðskerfi, bæði hvað varðar sjúkraflutning og slökkvistarf, bygg- ist á því að þær flæðilínur sem við notum dagsdaglega séu greiðar,“ segir Jón Viðar. Það er skiljanlegt að atvinnubíl- stjórar finni fyrir háu eldsneytis- verði. Það gera allir bílstjórar – líka þeir sem sátu fastir í umferðinni í gær án þess að eiga að neinu leyti sök á háu eldsneytisverði. En það eru til aðrar leiðir til að mótmæla en skapa stórhættu. Ástandið sem skapaðist vegna mót- mælanna vekur hins vegar spurning- ar um almennt öryggi þegar helstu umferðaræðar borgarinnar lokast. Nokkrum sinnum hefur það gerst að slys og óhöpp hafa teppt helstu um- ferðaræðar borgarinnar, þar á meðal Ártúnsbrekkuna. Slíkir atburðir gera ekki boð á undan sér og því er full ástæða til að velta fyrir sér hvort ekki þurfi að endurskoða þessi umferðar- mál. Það kann að einhverju leyti að gerast með tilkomu Sundabrautar, en dugar það til? Eins og Jón Viðar Matthíasson segir byggjast við- bragðskerfi fyrir sjúkraflutninga og slökkvistarf á því að helstu sam- gönguleiðir séu opnar. Það er hins vegar undarlegt að sjá að atvinnubílstjóri, sem vitnað er í á forsíðu Morgunblaðsins í dag, telur ummæli slökkviliðsstjóra hræðslu- áróður. Jafnframt boðar forsvars- maður bílstjóranna frekari lokanir og segir að hvorki slökkviliðsstjóri né lögregla verði látin vita með fyrir- vara. Það var lán að ekkert skyldi út af bera meðan mótmælin stóðu yfir og umferð stöðvaðist þannig að margra kílómetra bílaraðir mynduðust. Atvinnubílstjórar geta mótmælt háu eldsneytisverði eins og þeim sýn- ist, en það er ólíklegt að þeir vinni sér mikla samúð ef þeir ætla að halda uppteknum hætti og loka helstu um- ferðaræðum höfuðborgarsvæðisins. ÓFREMDARÁSTAND Í MIÐBORGINNI Víða um miðborg Reykjavíkurstanda hús sem eru að drabbast niður. Oft eru þetta gömul hús sem voru reist á fyrri hluta 20. aldar eða fyrr. Þau eru útötuð veggjakroti, rúð- ur brotnar, neglt hefur verið fyrir glugga og dyr. Þó er iðulega auðvelt að komast inn í þessi hús og borið hef- ur við að útigangsmenn finni sér þar samastað. Um helgina mátti ekki miklu muna að maður brynni inni þegar eldur varð laus í tveimur hús- um í miðborginni um páskahelgina. Svo virðist sem í mörgum tilfellum hafi eigendur þessara húsa ákveðið að láta reka á reiðanum til að skapa þrýsting um að fá að rífa þau. Hús, sem hefur verið látið drabbast niður svo mánuðum og jafnvel árum skiptir, er ekki til mikillar prýði og það er erfitt að vinna að því að blása lífi í verslun og viðskipti í miðborg- inni þegar slík lýti eru á umhverfinu. Að einhverju leyti er ábyrgðin á ástandinu hjá borginni og það er rétt sem Snorri Freyr Hilmarsson, for- maður Torfusamtakanna, segir í Morgunblaðinu í gær að „allt of lengi hafi verið unnið með of opið deili- skipulag“. Það er líka rétt hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að um leið og borgaryfirvöld geti ekki skorast undan ábyrgð verði fram- kvæmda- og fasteignaeigendur í borginni að axla sína ábyrgð. Í yfirlýsingu frá Torfusamtökunum er það orðað svo að óviðunandi sé að „fyrirtæki sem hyggjast hagnast á framkvæmdum í miðbænum taki borgina í gíslingu […] og setji t.a.m. verslun við Laugaveg í uppnám“. Að undanförnu hefur orðið vakning fyrir gildi gamalla húsa. Saga húsa er sjaldnast letruð utan á þau, en hún getur þó verið merkileg, jafnvel þótt aðeins virðist vera um skúr að ræða. Það er ánægjulegt að lesa orð Hönnu Birnu þess efnis að mikilvægt sé að tryggja að hús, sem hugsanlega hafi sögulegt gildi, verði ekki rifin. Víða bíða eigendur húsa eftir því að fá grænt ljós til niðurrifs. Nú þarf að hafa hraðar hendur og fara rækilega yfir þá byggingararfleifð sem um er að ræða og taka í framhaldinu ákvarðanir. Eigendur húsa þurfa einnig að gera sér grein fyrir því að þótt þeir hyggist rífa hús ber þeim skylda til að halda eignum sínum við og koma í veg fyrir að ástand þeirra skapi hættu. Borgin hefur ýmsar leiðir til að þrýsta á eigendur þessara húsa um að taka sér tak. Eigendur þeirra eiga ekki að láta sér detta í hug að vanræksla bæti stöðu þeirra til samninga. Skipulagsráð hyggst nú taka á því hvernig bregðast megi við því að fjöldi húsa í niðurníðslu hafi aukist og er stefnt að samstilltu átaki borgar- yfirvalda og hagsmunaaðila. Það gengur vonandi eftir því að ástandið er orðið óþolandi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.