Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 17 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÍRASKAR öryggissveitir áttu í gær í hörðum átökum við sveitir sjíta í hafnarborginni Basra, í borginni Kut og í nokkrum hverfum Bagdad- borgar. Óttast sumir, að borgara- stríð sé að brjótast út í landinu en það stendur þó ekki á milli súnníta og sjíta eins og ætla hefði mátt, held- ur á milli stríðandi sjítafylkinga. Talið er, að nokkur hundruð manns hafi fallið í átökunum en Nuri al-Maliki forsætisráðherra, sem er sjíti, sendi 15.000 manna lið til að uppræta „óaldarflokkana“ í Basra. Er þá einkum átt við Mahdi-herinn, liðsmenn sjítaklerksins Moqtada al- Sadrs, en Maliki gaf þeim þriggja sólarhringa frest til að leggja niður vopn í fyrradag. Þar geisuðu samt blóðugir bardagar í gær og lá svart- ur reykjarmökkur yfir borginni, helstu olíuútflutningshöfn landsins, eftir að olíuleiðsla hafði verið sprengd í sundur. Varð það til þess, að heimsmarkaðsverð á olíu hækk- aði töluvert og fór í 107 dollara fatið. Þrjár meginfylkingar Sjítafylkingarnar, sem berjast um ítök og völd í Írak, eru í fyrsta lagi Mahdi-her al-Sadrs en innan hans er þó klofningur. Annars vegar eru þeir, sem fara að fyrirmælum al-Sa- drs, til dæmis um vopnahléið, og hins vegar þeir, sem virða það að vettugi. Önnur fylking er Badr-herdeildin, vopnaður armur stjórnmálaflokks- ins Íslamska æðstaráðsins, en liðs- menn hennar hafa oft átt í útistöðum við liðsmenn Mahdi-hersins. Virðist Badr-herdeildin lítið koma við sögu í þeim átökum, sem nú eiga sér stað og standa einkum á milli stjórnar- hersins og Mahdi-hersins. Þriðja fylkingin er Fadhila. Er stuðningur við hana bundinn við suðurhluta landsins og hún ræður í raun yfir drjúgum hluta olíufram- leiðslunnar þar. Í fjórða lagi má nefna leynilegar sveitir vopnaðra manna, sem eru sagðir fara eftir fyrirmælum frá Ír- ansstjórn. Auk átakanna í Basra var barist í borginni Kut og einnig í Hilla og Diwaniya. Fréttir voru þó um þreif- ingar milli fulltrúa al-Sadrs og stjórnarinnar en ekki er alveg ljóst hvers vegna hún ákvað að láta nú til skarar skríða. Telja sumir, að hún vilji klekkja á sjítafylkingunum fyrir sveitarstjórnarkosningar í október en aðrir segja, að slagurinn standi fyrst og fremst um olíuna, megin- uppsprettu alls fjármagns í landinu. AP Æsingar Sjítar í Bagdad brenna mynd af Maliki forsætisráðherra. Átökunum í Írak líkt við borgarastyrjöld Standa þó ekki á milli gömlu fjandmannanna, sjíta og súnníta, heldur á milli sjítafylkinga sem berjast um völd og áhrif EINN af tíu bandarískum kjósendum telur ranglega að Bar- ack Obama sé múslimi skv. nýrri óháðri skoðanakönnun. Könnunin náði til demókrata, repúblikana og óákveðinna. Fréttir af ágreiningi vegna ummæla fyrrum prests í kristnum söfnuði er Obama til- heyrði, virtust ekki hafa áhrif á þessa skoðun fólks. Orðrómi um að Obama sé múslimi hefur m.a. verið dreift á netinu. Telja Obama vera múslima Barack Obama BANDARÍSKUR maður í Oregon, Thomas Beatie, sem var kona en fór í kynskiptaaðgerð, segist nú vera vanfær og kominn fimm mán- uði á leið, að sögn The Guardian. Beatie, sem er kvæntur, hét áður Tracy Lagondino og var þá lesbía á Hawaii og virk í réttindabaráttu samkynhneigðra. Beatie mun hafa sett mynd af sér og grein á vefsíð- una The Advocate og lýsir þar ánægju sinni með að eiga von á sér. Ófrískur karl? BÚNAÐURINN er ekki flókinn: Eyrnapinni til að taka sýni úr munninum, eyðublað til að stað- festa að við- skiptavinurinn samþykki skil- málana og um- slag. Síðan þarf að bíða allt að fimm daga eftir niðurstöðunni og fá staðfest að barnið hafi ver- ið rétt feðrað. Identigene, bandarískt fyr- irtæki sem rekur DNA-rann- sóknastofu, selur nú þessa þjón- ustu í apótekum vestanhafs. Kostar búnaðurinn 30 dollara, um 2200 krónur og rannsóknin sjálf 119 dollara að auki, um 9.000 kr. Niðurstöðurnar duga þó ekki fyr- ir rétti, þá er krafist nákvæmari og dýrari rannsókna. Rétt eða röng feðrun?                       ! "#  $            $ % & '     ())) *   +!!* ' ,  -$  #    ' ./  0  1           * *    ' 2$    3+425-6743-896: ;() <=>> 3+ 42?-6743@AB>-&+7"6@6-  ! * (C DE@F32G4 BBB) - kemur þér við Sérblað um ferðalög fylgir blaðinu í dag Vegagerðin fór rangt með við UNESCO Skata beit Frey Eyjólfsson í tána Það besta í bænum um helgina Volkswagen Tiguan reynsluekið Hrafn Jökulsson skrif- ar um hamingjuvogina Fimm heimili mygluðu Hvað ætlar þú að lesa í dag? Dalvegi 10-14 • Sími 5771170 Innrettingar Drauma eldhu´s XE IN N IX 08 02 00 9 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona 24. apríl Frábær helgarferð á sumardaginn fyrsta! frá kr. 29.990 Beint morgunflug - síðustu sætin! Heimsferðir bjóða ótrulegt tilboð á síðustu flugsætunum í beinu morgun- flugi til Barcelona, á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþreyingu og úrvali fjöl- breyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmarkaður fjöldi flugsæta í boði! Mb l 98 73 97 Verð kr. 29.990 Netverð á mann, flugsæti með sköttum. Sértilboð 24. apríl í 3 nætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.