Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.sjofnhar.is LÁNAVÖNDLARNIR banda- rísku hafa valdið gríðarlegu tapí á fjármálamörkuðum heimsins og í raun sett fjármálalífið á annan end- ann. Hjá okkur á Ís- landi hefur þetta valdið gríðarlegu falli verð- bréfa og tapi hlutafjár. Lánsfjárkreppa heims- ins er að breytast í mikla efnahagslægð víðast hvar, sem sumir eru teknir að jafna til heimskreppunnar, sem hófst 1929. Í þessu um- róti hefur íslenzka krónan eðlilega gefið eftir, en eins og sýnt var fram á í mið- opnugrein í Morg- unblaðinu mánudaginn 17. marz 2008, er þar aðeins um að ræða leiðréttingu á miklu og langvarandi ofmati á gjaldmiðli okkar. Stýrivextirnir og góðærið Tilvitnuð Morgunblaðsgrein þeirra Jóns Helga Egilssonar fjármálaverk- fræðings og Kára Sigurðssonar, doktors í fjármálum, bar ofangreint heiti. Þar er sýnt fram á, hvernig háir stýrivextir Seðlabankans hafa valdið miklu ofmati á krónunni, sem leitt hefur til meira góðæris á Íslandi en nokkur innistæða var fyrir. Við höf- um þess vegna nú um fjögurra ára skeið búið við fölsk lífskjör, velmeg- un, sem hlaut að taka enda. Fall krónunnar er leiðrétting á skekkju, sem hlaut að koma. Jafnvel þegar við bjuggum við ofurkrónu, einn sterkasta gjald- miðil heims, var hún vænd um að vera verð- bólguvaldur, sem var hæpið. Sem kunnugt er, býr Seðlabanki Íslands við verðbólgumarkmið, 2,5% á ári eða minna. Þess vegna m.a. hefur hann hækkað stýrivextina eins og raun ber vitni um. Í galopnu hagkerfi, sem er afleiðing aðildar Íslands að EES (evrópska efnahagssvæðinu), ýtir þetta undir spákaupmennsku með gjaldeyrinn, sem hækkar gengi hans án tillits til ástands efnahags- kerfisins, eins og leitt var í ljós í til- vitnaðri grein, og veldur skuldasöfn- un þjóðarbúsins. Þegar almenningur sér sér hag í því að taka gengisáhættu með lánum í erlendri mynt, eru vext- irnir orðnir of háir. Seðlabankanum yrði falið mun öfl- ugra hagstjórnarvald, ef Alþingi mundi setja honum sem meginmark- mið ákveðinn lágmarkshagvöxt á Ís- landi til langs tíma litið í stað hins þrönga verðbólgumarkmiðs. Góður hagvöxtur næst ekki til langframa, nema verðbólgu sé haldið í skefjum. Til að draga úr gengissveiflum og auka stöðugleika á innlenda pen- ingamarkaðinum ætti að auka gjald- eyrisvarasjóðinn upp í u.þ.b. heildar- gjaldeyrisþörf eins árs. Þetta þarf að gera með skipulegri skuldabréfaút- gáfu í uppsveiflu hagkerfisins. Evrópusambandið Fastgengisstefna hefur verið reynd hér, en alltaf sprungið. Það er vegna þess, að krónan er eins konar örygg- isloki efnahagskerfisins. Hún er eng- inn orsakavaldur, heldur er genginu stjórnað af öðrum breytum hagkerf- isins. Þegar vel gengur, þá hækkar gengið og samkeppnistaða útflutn- ingsatvinnuveganna versnar. Þegar áföll ríða yfir efnahagslífið, t.d. sjáv- arútvegurinn verður fyrir tilfinn- anlegu tekjutapi, þá lækkar gengið. Þegar allt er með felldu, þá sveiflast íslenzka krónan í takti við efnahag landsins. Hún reglar hita og þrýsting með sjálfvirkum hætti, þegar hún flýtur. Þessu yrði ekki til að dreifa, ef við tækjum upp sterkan gjaldmiðil, t.d. evru. Áhrifin yrðu svipuð og af fast- gengisstefnunni gömlu, nema nú yrð- um við leidd í stanzlausa píslargöngu undir jarðarmeni Evrópubankans í Frankfurt, sem því miður ætti þess engan kost að kæla efnahagskerfið á þensluskeiðum eða að smyrja gang- verk athafnalífsins, þegar á móti blési. Afleiðingin yrði stjórnlaus verð- bólga á þensluskeiðum, gjaldþrot og atvinnuleysi á samdráttarskeiðum. Hér er ekki verið að mála skratt- ann á vegginn. Lítið til Írlands. Utan- ríkisverzlun Íra er mikið í pundum og dollurum. Vítin eru til að varast þau. Í þessum efnum er hægt að mæla með lestri Morgunblaðsgreinar Kristjáns H. Gunnarssonar alþingismanns þann 20. marz 2008. Sjálfsagt er að spyrja þjóðina að því í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort fara eigi í aðildarviðræður við ESB með lakari samningsmarkmið en óskorað fullveldi Alþingis yfir öllum auðlindum Íslands til lands og sjávar. Ekki dugir, að núverandi fram- kvæmdastjórn samþykki það. Sú næsta gæti breytt reglunum. Trygg- ingin þyrfti að verða ævarandi. Mótvægisaðgerðir Það er hægt að deyfa þá efnahags- lægð, sem nú blasir við okkur Íslend- ingum. Hver og einn verður að sníða sér stakk eftir vexti og vert er að minnast, að margur verður af aurum api. Sparnaður er merki um ráðdeild, en skuldsetningar með fullri veðsetn- ingu eigna eru merki um óhóf. Það, sem þjóðarbúið vantar núna, er erlent áhættufjármagn í langtíma fjárfestingum, sem efla þjóðarhag og hagvöxtinn í landinu. Eins og sakir standa er um fátt annað að ræða en að nýta endurnýjanlegar orkulindir okkar enn frekar með þeim sjálfbæra hætti, sem við höfum gert hingað til. Það er einfalt, því að eftirspurnin er sívaxandi og þar með verðið, sem í boði er. Þegar afstaða er tekin til þessarar nýtingarstefnu, er hollt að hafa í huga, að allt orkar tvímælis, þá gert er, og sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. Það er stefna út af fyrir sig, að ekki skuli virkja til stórfelldrar gjaldeyrissköpunar og atvinnu- uppbyggingar, en er hægt að verja slíka fátæktarstefnu fyrir komandi kynslóðum ? Hvað er til ráða? Bjarni Jónsson fjallar um efnahagsmálin og þjóðarbúið » Stýrivextir eru tvíeggjað vopn í opnu hagkerfi. Mik- ilvægast að hámarka hagvöxt. Evran mjög óvænleg til að ná því marki. Fullveldisafsal yrði dýrkeypt. Bjarni Jónsson Höfundur er rafmagnsverkfræð- ingur. ÞRÓUNARAÐSTOÐ á vegum utanríkisráðuneytisins hefur ver- ið í umræðunni og fleiri og fleiri spyrja hvað er ríkið að vasast í þessu í stað þess að fela einka- geiranum og aðilum með sérþekk- ingu að annast rekstur slíks mála- flokks Á sama hátt spyrja menn: hvað er utanríkisráðuneytið að gera með eigið útflutningsbatterí á meðan einkageirinn og Útflutn- ingsráð Íslands sinna slíkum mál- um með mikilli prýði. Eðlilegt er að taka undir með Stefáni Þórarinssyni, stjórn- arfomanni Nýsis, sem í Morg- unblaðsgrein sinni – Nátttröll í nútímanum – gagnrýnir harðlega aðkomu stjórnmálamanna að stjórn Þróunarsamvinnustofn- unar og telur skipulag þar á bæ löngu úrelt, án skýrra markmiða og úr tengslum við fyrirtæki og fólkið í landinu. Benda má á annað nátttröll á Íslandi, Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sami háttur verið hafður á og stjórn ávallt valin úr hópi flokksgæðinga sem hvorki hafa þekkingu né reynslu á smá- söluverslun eða flughafnar- rekstri, á sama tíma og urmull er af slíkum sérfræðingum í einka- geiranum á Íslandi. Orri Vigfússon Þróunarsamvinna og Flugstöð Leifs Eiríkssonar Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna. NOKKRAR deilur hafa blossað upp um hve mikið af regluverki Evr- ópusambandsins við Ís- lendingar tökum upp í gegnum EES- samninginn. Menn flagga tölum frá 6,5% upp í 80% eftir því sem viðkomandi vill sanna hve samtvinnað Ísland er reglugerðarsetningu Evrópusambandsins. Staðreyndin er hins vegar sú að ekkert ESB-land tekur upp allt regluverk Evrópu- sambandsins þannig að svona talnaleikfimi seg- ir ekki nema hluta sannleikans. Eirík- ur Bergmann Einarsson, for- stöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hefur rannsakað þetta manna mest og hefur bent á að Ísland taki upp um 80% af því sem Svíþjóð taki upp. Sú tala segi mun meira en þær tölur sem menn eru að deila um hér á landi. Ísland tekur reyndar upp nánast allt reglugerðaverk Evrópusam- bandsins varðandi innri markaðinn og þar með flest þau lög sem tengjast verslun og viðskipum þar með talda samkeppnislöggjöf, neytendavernd og þjónustutilskipun ESB. Löggjöf Evrópusambandsins hefur því áhrif á nánast hvern einasta einstakling á Ís- landi á hverjum degi. Það má því örugglega færa rök fyrir því að við höfum tekið upp á milli 70-80% af ESB reglum sem snerta málefni hins innri markaðar. Við tökum hins vegar ekki upp ein- stakar reglugerðir sem tengjast tímabundnum aðgerðum eins og nið- urgreiðslu á mjólkurafurðum í Mið- Evrópu, svæðisbundnum aðgerðum í landnýtingu á Írlandi eða skyndilok- anir á veiðisvæðum í Eystrasalti. Evrópusambandið setur lög með reglugerðum, tilskipunum og ákvörð- unum. Tilskipanir (directives) eru rammalöggjöf og yfirleitt viðamestar en reglugerðir (regulations) og ákvarðanir (decisions) eru margfalt fleiri en hafa yfirleitt tímabundna og/ eða takmarkaða lögsögu. Sigurður Kári Kristjánsson alþing- ismaður fór mikinn á síðum Morg- unblaðsins fyrir skömmu og vísaði þar í svar sem Davíð Oddsson, þáver- andi utanríkisráðherra, hafði gefið við fyrirspurn hans um hver við tækj- um upp af lögum ESB. Í svarinu kom fram að frá því EES-samningurinn gekk í gildi árið 1994 og fram til árs- ins 2004 hafi ESB samþykkt 1.047 til- skipanir, 27.320 reglu- gerðir og 10.569 ákvarðanir. Ísland hafði á þessum tíma tekið upp 2.527 gerðir frá ESB þar á meðal stóra lagabálka varðandi samkeppnismál, um óréttmæta við- skiptahætti, neytenda- mál, umhverfisvernd og fleira. Með því að blanda saman öllum þessum gerðum fékk utanríkisráðherrann út að Ísland tæki 6,5% af reglugerðaverki ESB í innlend lög. Flestir hugsandi menn sjá að sú framsetning gefur alls ekki rétta mynd af mikilvægi þeirrar lagasetn- ingar sem Ísland hefur tekið upp. Fyrst skal nefna að ótækt er að leggja tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir Evrópusambandsins að jöfnu enda greinir ESB ávallt vel þar á milli. Í öðru lagi er mikilvægi þess- ara lagagerða mjög misjafnt og ekki hægt að leggja þær allar að jöfnu. Í þriðja lagi er síðan ljóst að ekkert land tekur upp allar þessar reglu- gerðir og því eru þessar tölur vart samanburðarhæfar. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál er gott að lesa grein Eiríks Berg- manns Einarssonar „Á kafi í Evrópu- samrunanum“ á slóðinni http://www.bifrost.is/de- fault.asp?sid_id=22905&tId=1 en þar fjallar hann um hve vandmeðfarið er með svona tölfræðiupplýsingar. Eftir því sem ég best veit hefur eng- inn dregið í efa þær rannsóknir sem Eiríkur birtir þar. Um talnaleikfimi og reglugerðir ESB Andrés Pétursson skrifar um Evrópusambandsmál » Löggjöf Evrópusam- bandsins hefur áhrif á nánast hvern einasta einstakling á Íslandi á hverjum degi. Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. NÝVERIÐ samþykkti borg- arstjórn Reykjavíkur að greiða foreldrum í Reykjavík nokkurs konar biðlaun þar til börnin þeirra fá inni á leikskóla. Biðlaun sem kölluð eru heim- greiðslur. Ákvörðunin hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla og fjölmargir gagnrýnt þá ákvörðun. Gyða Margrét Pálsdóttir sem vinnur dokt- orsritgerð um sam- ræmingu fjölskyldu- lífs og atvinnu hefur m.a. bent á að það eru fyrst og fremst konur sem draga úr vinnu sinni og fara aftur inn á heimilin og hefur því efasemd- ir um gildi þessara greiðslna. Samfylk- ingin hefur gagnrýnt þessar heimgreiðslur harðlega og bent á að í þeim löndum í kringum okkur sem bjóða upp á heimgreiðslur eru það láglaunakonur sem hverfa af vinnumarkaði og þá gjarnan inn- flytjendur. Það eru því helst börn láglaunakvenna sem missa af því mikilvæga námi sem fer fram á leikskólunum. Rétt er að benda á í þessari um- ræðu að foreldrar barna í Kópa- vogi sem nýta ekki þjónustu leik- skólanna fá 35.000 kr. mánaðarlega með hverju barni frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í grunnskóla! Þarna erum við að tala um alvöru kvenna- gildru, skref aftur á bak í jafnrétt- isbaráttunni. Í Noregi hafa slíkar greiðslur verið í gildi í nokkur ár en nú íhuga Norðmenn að leggja þær af þar sem þær hafa nær eingöngu verið nýttar af mæðrum og stuðlað að því að konur hverfi af vinnu- markaðnum sem vinnur gegn jafn- rétti kynjanna. Það má einnig velta fyrir sér hver raunverulegur tilgangur leik- skólans er. Hlutverk leikskólans er tvíþætt, annars vegar er hann gæsla fyrir börnin okkar og nið- urgreiddur leikskóli er stuðningur við barnafólk svo það geti stundað vinnu utan heimilis. En hitt er ekki síður mikilvægt, leikskólinn er nefnilega skilgreindur sem fyrsta skólastigið og er öllum ljóst að hann er öflug und- irstaða grunnskólans og þar fer fram mik- ilvægt nám bæði bók- legt og félagslegt. Börn sem fara á mis við leikskólann eru því að missa af miklu og eru verr undirbúin fyrir grunnskóla. Og orkar það þá ekki tvímælis að nú skuli sveitarfélag eins og Kópavogur greiða foreldrum fyrir að nýta ekki þjónustu leikskólanna? Heim- greiðslur eru nefni- lega leið til að draga úr útgjöldum sveitar- félagsins því þær eru lægri en sem nemur kostnaði við hvert pláss á leikskóla. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar er kveðið á um lengingu fæðingarorlofs. Það er eðlileg leið til þess að gefa foreldrum tækifæri til þess að vera lengur heima með börnunum sínum. Auðvitað er það val hvers og eins hvort viðkomandi nýtir sér þjónustu leikskólanna eða kjósi að vera heima með börn- unum sínum fram að skólagöngu. Það val er ekki af neinum tekið þótt engar séu heimgreiðslurnar. En er eðlilegt að greiða foreldrum fyrir að nýta ekki þá þjónustu sem er í boði? Er t.d. eðlilegt að greiða okkur sem sjaldan förum í sund ákveðna upphæð mánaðarlega fyr- ir að nýta ekki þjónustu sundlaug- anna? Eða við sem erum heilsu- hraust, eigum við ekki rétt á greiðslum fyrir að nýta okkur ekki þjónustu heilsugæslunnar? Að baki heimgreiðslum í Kópa- vogi liggur engin önnur hugsjón en að spara krónur og aura því það er ódýrara að senda konurnar aftur inn á heimilin en reka leik- skóla! Heimgreiðslur í Kópavogi Guðríður Arnardóttir skrifar um heimgreiðslur til foreldra í Kópavogi » Það er ódýr- ara að senda konurnar aftur inn á heimilin en reka leikskóla! Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.