Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 35 ✝ Guðbjörg Odds-dóttir fæddist á Heiði á Rang- árvöllum 23. desem- ber 1921. Hún lézt á líknardeild Landa- kotsspítala á skír- dag 20. marz síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Helga Þorsteinsdóttir, húsmóðir, f. 23. ágúst 1890, d. 15. febrúar 1988 og Oddur Oddsson, bóndi á Heiði, f. 28. des. 1894, d. 6. apríl 1972. Systk- ini hennar eru Þorsteinn, f. 1920, Ingigerður, f. 1923, Árný Odd- björg, f. 1928 og Hjalti, f. 1934. Guðbjörg giftist 11. desember 1943 Pétri Einarssyni, verka- manni frá Geldingalæk á Rang- árvöllum, f. 11. október 1910, d. 12. janúar 1985. Foreldrar hans voru Ingunn Stefánsdóttir, hús- móðir og rjómabústýra, og Einar Jónsson, bóndi og alþingismaður á Geldingalæk. Sambýlismaður Guðbjargar frá 1989 var Ingibjörn Hallbertsson, fv. sjómaður, f. 23. júní 1928. Börn Guðbjargar og Péturs eru: 1) Oddur Vilberg, f. 4. maí 1944, d. 15. marz 1995. Eiginkona hans var Ragna Kristín Jóns- dóttir. Börn þeirra: a) Guðbjörg, dóttur. Börn þeirra eru: a) Arnar Már, f. 1980, sambýliskona Ásta Logadóttir, synir þeirra eru Logi Freyr og Loftur Þór. b) Ingunn, f. 1983, sambýlismaður Bjarni Kristinsson, sonur þeirra er Tóm- as Bogi. c) Heiður, f. 1987, unnusti Stefán Atli Thoroddsen. 5) Linda Björg, f. 30. júlí 1961, gift Jóhanni Unnsteinssyni. Synir þeirra eru a) Unnsteinn, f. 1986, sambýlis- maður Atli Stefán Yngvason. b) Bjarki, f. 1989. Guðbjörg vann hefðbundin sveitastörf á æskuheimili sínu, unz hún fluttist til Reykjavíkur um tvítugt. Einn vetur sótti hún nám í Húsmæðraskólanum í Hveragerði. Hún vann við sauma- skap í mörg ár við góðan orðstír, bæði heima og hjá öðrum. Nutu börn hennar og þeirra vinir marg- ir góðs af hæfileikum hennar við saumavélina. Hún starfaði við eld- hús Landspítalans í nokkur ár og var það hennar síðasti vinnu- staður. Síðustu árin naut Guð- björg þess að ferðast bæði innan lands og erlendis, þar til heilsan tók að gefa sig fyrir 2 árum. Fyrstu búskaparárin bjuggu Guð- björg og Pétur á Grettisgötu 67, síðan á Langholtsvegi 79, þá í Ból- staðarhlíð 7 og loks í Stórholti 24. Árið 2001 fluttust hún og Ingi- björn á Kópavogsbraut 1a í Kópa- vogi og þar bjó hún til dauðadags. Útför Guðbjargar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. f. 1972, sambýlis- maður Magnús Már Magnússon, sonur þeirra er Ragnar Fannberg. Börn Guðbjargar og Sig- urðar Arnars Jóns- sonar eru Karlotta og Oddur Vilberg. b) Sigurrós Jóna, f. 1979, gift Jóhannesi Birgi Jenssyni, dóttir þeirra er Ragna Björk. Sambýlis- maður Rögnu Krist- ínar er Haukur Geirsson. 2) Ingunn Pétursdóttir Sim, búsett í Ferndale, WA í Bandaríkjunum, f. 16. júní 1947, gift John Williamson Sim. Synir þeirra eru: a) Pétur, f. 1970, kvæntur Wendy Sim, synir þeirra eru Alexander og Brevin. b) Ian, f. 1973, sambýliskona Tammy Fawns, dætur þeirra eru Haley Nicole og Kyla Michelle. 3) Einar, f. 3. nóvember 1949, kvæntur Ingibjörgu Guðrúnu Magn- úsdóttur. Börn þeirra eru: a) Ágústa, f. 1972, börn hennar eru Stefán Andri Ingvarsson og Rakel Hlynsdóttir. b) Pétur Óli, f. 1977, sambýliskona Eydís Stefánsdóttir, börn þeirra eru Einar Karl og Lí- ney Ósk. c) Helgi Páll, f. 1983. 4) Loftur Þór, f. 15. september 1956, kvæntur Dröfn Eyjólfs- Nú er tengdamóðir mín kær, hún Bagga, fallin frá eftir erfið veikindi. Erfitt verður að venjast lífinu án hennar. Ég kom inn í líf Böggu fyrir tæp- lega 35 árum. Þá var ég á 16. ári og var að slá mér upp með Lofti, syni hennar. Ég var mjög feimin og hlé- dræg en það rann fljótlega af mér þegar ég fór að kynnast henni og hennar fjölskyldu og fljótlega var ég orðin eins og ein af hennar börnum að mér fannst. Við Loftur byrjuðum okkar fyrsta búskap í risinu í Ból- staðarhlíð 7, í sama húsi og tengdó, þá aðeins 19 og 20 ára. Bagga pass- aði þá vel upp á að við fengjum gott að borða reglulega og var iðin við að bjóða okkur í mat. Bagga var stórglæsileg kona, allt- af flott til fara og hugsaði vel um út- litið. Hún var flink saumakona og þegar börnin voru lítil tók hún að sér að sauma skátaskyrtur heima, og gekk saumavélin á kvöldin og langt fram á nótt. Bagga saumaði öll föt á börnin og var eftir því tekið hve flott fötin voru, eins og keypt út úr búð. Hún saumaði brúðarkjólana á dætur sínar og tengdadætur. Hún vílaði ekki fyrir sér að ganga í ýmis verk sem þurfti að gera heima fyrir, ég man t.d. eftir því að hún var að dúk- leggja baðherbergisgólfið heima hjá sér. Þetta var ekkert sérstaklega gott fyrir mig þar sem sonur hennar hafði miklar ranghugmyndir um hvað konan ætti að gera á heimilinu. Mamma hans hafði, jú, séð um allt. Bagga var fædd og uppalin á Heiði á Rangárvöllum. Árið 1970 fékk fjöl- skyldan landskika hjá foreldrum hennar á Heiði og var reistur þar sumarbústaður, Sælukot, og varð þetta hennar sælureitur. Strax í upp- hafi byrjaði sonur hennar Oddur og hún að planta þar trjám sem í dag eru orðin að myndarlegum skógi. Áttu hríslurnar hug hennar allan þegar hún var fyrir austan, alltaf verið að bera á áburð og klippa, snyrta og bæta við. Margar góðar stundir hefur stórfjölskyldan átt saman í Sælukoti og nutu barna- börnin góðs af því að vera þar með ömmu sinni. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Tengdafaðir minn lést árið 1985. Síðan þurfti hún að fylgja elsta syni sínum til grafar árið 1995. En lífið hélt áfram. Bagga hóf sambúð með Ingibirni Hallbertssyni fyrir tæpum tveimur áratugum. Þau voru dugleg að ferðast saman, bæði inn- anlands og erlendis og fara út að dansa. Bagga var mjög hraust kona, hafði varla á sjúkrahús komið. Fyrir tveimur árum fór hún í mjaðma- skiptaaðgerð, þá á 85. aldursári, og upp úr því greindist hún með krabbamein. S.l. hálft ár er búið að vera henni erfitt og eftir tæplega tveggja mánaða sjúkrahúslegu fékk hún hvíldina. Síðustu vikuna lá hún líknardeild- inni á Landakoti og er varla hægt að hugsa sér betri stað til að dvelja á þegar maður er sjúkur og þarf á mikilli umönnun að halda. Starfs- fólkið líkast englum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Kveð ég nú kæra tengdamóður mína og þakka henni fyrir allt. Dröfn. Nú hefur hún tengdamóðir mín fengið lausn frá erfiðum veikindum sínum og lagt upp í langferðina miklu sem fyrir okkur öllum liggur að fara fyrr eða síðar. Ekki efa ég að vel hefur verið tekið á móti henni í fyrirheitna landinu. Tengdamamma var glæsileg kona og skemmtileg og mikill dugnaðar- forkur til allra verka, en eins og hvunndagshetjum síðustu aldar var tamt þá gumaði hún ekki af afrekum sínum. Aldrei lét hún hugfallast og hélt ótrauð áfram þótt á móti blési og erfiðleikar steðjuðu að. Hún missti bæði eiginmann sinn og síðan elsta son sinn sem hún mat svo mikils og á síðustu árum missti hún sjálf smám saman alveg heilsuna. Þegar ég kom inn í fjölskylduna, ung og feimin, aðeins sextán ára, í fylgd elsta sonarins, þá áttu þau hjónin fimm börn og það yngsta bara nokkurra mánaða. Samt sem áður gaf hún tengdamamma sér tíma til þess að sauma á alla fjölskylduna og lét sig ekki muna um það að bæta tengdadótturinni við. En það var ekki eini saumaskapurinn, því hún tók heim saumaverkefni og saumaði skátaskyrtur í hundraðatali, oftast á nóttunni því þá sagði hún að væri svo gott næði. Hún átti líka alltaf eitt- hvað nýbakað og gott með kaffinu og heimilið endurspeglaði allt góða um- hyggju og myndarskap. Hún skilur eftir sig stóran hóp afkomenda sem hún var mjög stolt af og hefur fylgst vel með hverjum og einum. Þeir eru því margir sem nú sakna ömmu Böggu en það var hún kölluð hvort sem um ömmu eða langömmubörn var að ræða. Líf tengdamömmu var oft erfitt, en snerist fjarri því eingöngu um erf- iðleika. Þegar hún hafði verið ekkja í nokkur ár kynntist hún honum Inga- birni og þá gjörbreyttist líf hennar. Nú kynntist hún því að geta ferðast, en enginn bíll hafði verið til á heim- ilinu á árunum áður, eins og svo al- gengt var á þeim tíma. En með Inga- birni kom ferskur andblær inn í líf hennar með mikilli hamingju og við tóku ferðalög bæði innanlands og ut- an og dansinn höfðu þau í hávegum og nutu þess að fara með vinum sín- um og dansa með eldri borgurum. Þær voru líka ófáar stundinar sem þau nutu ásamt fjölskyldunni í Sælu- koti, sumarbústaðnum sem reistur var á æskustöðvum tengdamömmu á Heiði á Rangárvöllum. Þar var það henni kappsmál að mikið yrði gróð- ursett af trjám og gekk hún fremst í flokki til þeirra verka. Þær hlýju móttökur sem ég fékk hjá tengdaforeldrum mínum við fyrstu kynni mín af þeim og sá órjúf- anlegi vinskapur og væntumþykja sem tókst með okkur tengda- mömmu, gerði það að verkum að frá þeim tíma hefur mér alltaf fundist sem ég hafi átt tvær mæður. Ég er henni sérstaklega þakklát fyrir það að hafa ekki sleppt af mér hendinni eftir veikindi og lát Odds heitins og fyrir það að hafa hvatt mig og stutt þegar ég kynntist nýjum manni og síðan tekið honum eins og einum úr fjölskyldunni. Hafðu þökk fyrir það og alla samfylgdina, elsku tengdamamma. Ragna Kristín Jónsdóttir. Ég kynntist Guðbjörgu Oddsdótt- ur fyrir 30 árum þegar ég fór að heimsækja Lindu, dóttur hennar, í Bólstaðarhlíðina. Þegar Bagga heyrði af því að þessi strákur sem væri farinn að venja komur sínar í forstofuherbergið væri 19 ára varaði hún Lindu við þessum karli, en Linda var aðeins 16 ára. Þrátt fyrir þetta get ég ekki sagt annað en að Bagga hafi tekið mér vel strax í upphafi og það fór alltaf vel á með okkur. Ég vill þakka Böggu fyrir hvað hún reyndist okkur Lindu og strákunum okkar, þeim Unnsteini og Bjarka, vel. Eftir að Linda fór aftur að vinna í Hlíðaskóla kom Bagga til okkar í Barmahlíðina og var hjá Bjarka fram á miðjan dag, þangað til hann komst að í leikskóla. Bagga fór ekki langt til að ná í eig- inmann. Sjálf var hún frá Heiði á Rangárvöllum, en á árinu 1943 gekk hún að eiga Pétur Einarsson frá Geldingalæk. Bagga og Pétur eign- uðust fimm börn, en Pétur dó í janúar 1985. Oddur, elsti sonur þeirra Pét- urs og Böggu, dó þegar hann var fimmtugur, eftir langvarandi veik- indi. Á árunum upp úr 1970 byggðu Bagga og Pétur sumarhús í Heiðar- landi, ásamt eldri sonum sínum, Oddi og Einari. Þetta er sannkallað Sælu- kot. Þarna hafa afkomendur þeirra komið saman alla tíð síðan. Eldri barnabörnin voru svo heppin að kynnast sveitastörfum á meðan Þor- steinn bróðir Böggu og síðar Oddur Þorsteinsson bjuggu á Heiði. Sam- verustundirnar í Sælukoti eru ómet- anlegar fyrir fjölskylduna. Þarna kemur fjölskyldan saman og nýtur samverunnar. Ég held að þessar samverustundir í Sælukoti séu helsta ástæðan fyrir því hvað fjölskyldan er samrýnd. Seinna kynntist Bagga Ingibirni Hallbertssyni frá Veiðileysufirði. Þau áttu mörg góð ár saman. Bæði höfðu þau gaman af því að ferðast innan- lands og erlendis. Bagga kynntist mörgum nýjum stöðum á þessum ferðalögum. Þau höfðu bæði heil- mikla gleði af því að gróðursetja tré í landareigninni að Heiði og sjá þau vaxa og dafna. Það þarf mikinn dugn- að og elju til að stunda trjárækt í vik- urblönduðum jarðveginum á Rangár- völlum. Ég held að þau hafi gefið hvort öðru mikið á þessum árum. Það kom berlega í ljós skömmu fyrir and- látið hvað Böggu þótti vænt um Ingi- björn. Þrátt fyrir að Bagga hafi aldrei haft úr miklu að moða var hún alltaf glæsileg til fara. Hún lagði mikið upp úr því að vera vel klædd og lagði sér- staka áherslu á að hárið liti vel út, enda hafði hún fallegt hár. Hún bar sig alltaf vel. Henni fannst hins vegar ekki þægilegt þegar fólk hældi henni fyrir hvað hún leit vel út, a.m.k. þegar hennar nánustu höfðu orð á því. Hún var lítillát og fannst oft á tíðum nóg um hvað börnin hennar hafa sig mik- ið í frammi á skemmtunum og öðrum samkomum. Það er alltaf fjör þar sem Heiðarættin er. Ég held samt að hún hafi innst inni verið stolt af þeim þó hún hafi ekki látið þau vita nægi- lega vel af því. Það var einfaldlega ekki hennar að hæla sínum nánustu. Guð blessi þig Guðbjörg mín og megi minning þín lifa í hugum okkar allra. Jóhann Unnsteinsson. Guðbjörg Oddsdóttir Mamma. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þakka þér fyrir að hafa alltaf átt tíma fyrir börnin okkar og fjöl- skylduna alla. Við kveðjum þig að leiðar- lokum með virðingu og þakk- læti í huga, elsku mamma okkar. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Höf. Jón Sigfinnsson.) Þín börn. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SVERRIR SIGURÐSSON, áður til heimilis í Grímshaga 7, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu laugardaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 31. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er góðfúslega bent á hjúkrunarheimilið Hrafnistu. Valdís S. Daníelsdóttir, Bragi Guðjónsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Herdís Guðjónsdóttir, Bjarni M. Jóhannesson, Sigríður B. Guðjónsdóttir, Guðmundur Gíslason, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HARÐAR ÁGÚSTSSONAR frá Vestmannaeyjum, Hagaseli 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar deild V-3. Margrét Guðjónsdóttir, Guðjón Harðarson, Hrönn Ólafsdóttir, Ágúst Harðarson, Bryndís Guðjónsdóttir, Bjarni Harðarson, Hilmar Harðarson, Fanney Harðardóttir, Guðmundur Már Þorvarðarson, María Harðardóttir, Siggeir Kolbeinsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRTFRÍÐUR HJARTARDÓTTIR, Brúarholti 4, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Jón Steinn Halldórsson, Hjördís Jónsdóttir, Guðlaugur Wium Hansson, Matthildur Jónsdóttir, Þorvaldur Héðinn Einarsson, Kristrún Jónsdóttir, Vilhelm Þ. Árnason, Dröfn Jónsdóttir, Elías Hákonarson, Halldór Friðgeir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Guð- björgu Oddsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.