Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MARGIR hafa eflaust tekið eftir því að vinnupallar skríða nú hærra og hærra upp eftir veggjum Hall- grímskirkjuturns. Ástæða þess er sú að umfangsmikil viðgerð á steypuskemmdum í turninum er að hefjast. Að sögn Jóhannesar Pálma- sonar, formanns sóknarnefndar Hallgrímskirkju, hefur lengi verið unnið að fjármögnun þessarar við- gerðar og því mjög ánægjulegt að hún sé að komast í gang. Vinnupallarnir munu teygja sig alla 74 metrana upp á topp og við- gerð fara fram á öllum turninum. Gert er ráð fyrir að viðgerðin taki 12-18 mánuði og því ljóst að kirkjan verður í þessu dulargervi eitthvað fram á næsta ár. Skemmdirnar sem hér um ræðir segir Jóhannes ekki vera alkalí- skemmdir, heldur séu þær mest- megnis veðrunar- og frostskemmd- ir. Skoðunarferðir með körfubílum fyrr í vor hafi sýnt að frostskemmd- ir séu ekki síst ofan á hinum fjöl- mörgu stöplum kirkjunnar. Þar sé víða sprungunet. Gæti kostað 250 milljónir Jóhannes segir viðgerðina nokk- uð kostnaðarsama. Kostnaðar- áætlun frá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen (VST), miðað við verðlag síðasta árs, meti verkið á um 230 milljónir króna en nú sé frekar gert ráð fyrir 250 millj- ónum. Fjármögnun verksins tókst í samstarfi við ríkissjóð, Reykjavík- urborg og þjóðkirkjuna, en á grundvelli samkomulags við þessa opinberu aðila hefur fé til verksins verið tekið að láni hjá SPRON. „Ástandið er talið mjög slæmt. Við skoðun hefur komið í ljós að þessi áætlun er síst ofmetin. Óttast er að steypuskemmdir séu jafnvel meiri en talið var. Þeirri spurningu er þó ekki hægt að svara fyrr en hafist verður handa,“ segir Jóhann- es. Þetta er ekki fyrsta viðgerðin á kirkjunni. Árin 1988-1989 fór fram umfangsmikil viðgerð á turnspír- unni ofan klukknaports, þar sem um 470 stöplar eru. Skv. upplýs- ingum frá VST voru þá yfirfarnir 333 stöplar, svo um 140 þeirra gætu verið illa á sig komnir í dag. Sú við- gerð segir Jóhannes að hafi líklega haldið sér nokkuð vel en þó verði ekki hjá því komist að yfirfara hana aftur nú. Þá var einnig gert við báð- ar álmur kirkjunnar sem ganga til suðurs og norðurs út frá turninum, á árunum 1992-1995, en vitað var að fara þyrfti í turninn sjálfan. Örn Steinar Sigurðsson, verk- fræðingur hjá VST, segir viðbúið að gera þurfi viðgerðir sem þessar á kirkjunni með reglulegu millibili til framtíðar. Hann segir enn óvíst hvernig vinnupallarnir verði út- færðir. Vonast sé til að stálpallar Ístaks geti náð alla leið upp en ann- ars gæti þurft að byggja trépalla utan um efsta hlutann. Slíkir pallar eru dýrir og þyrftu líklega að hvíla á stálbitum sem reknir væru í gegn- um klukknaportið. Morgunblaðið/Golli Turninn illa á sig kominn út af steypu- skemmdum Hallgrímskirkjuturn klæðist vinnupöllum á ný Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MJÖG algengt vinnulag virðist vera hjá Póstinum að póstburðarpokar séu keyrðir út og skildir eftir án eft- irlits, utandyra eða í ólæstum stiga- göngum fjölbýlishúsa, þar til póst- burðarmaður á hverjum stað nær í pokann. Í Morgunblaðinu á föstudag var sagt frá tilfelli í Grafarvogi þar sem svona pokar lágu dag eftir dag án eftirlits og fólk var farið að gramsa í þeim. Líka í Mosfellsbæ og Kópavogi Finnbogi Rútur Hálfdánarson, íbúi í Brattholti í Mosfellsbæ, hefur svip- aða sögu að segja. Síðastliðinn sunnu- dag hirti hann upp póstburðarpoka í götunni sinni, sem lá þar á glámbekk. Daginn eftir hringdi hann í Póstinn og lét sækja pokann. Starfsmaðurinn sem sótti pokann gaf Finnboga þau svör að ekki hefði staðið til að dreifa pósti á þessum tíma, en veikindi starfsmanna orðið þess valdandi að enginn sótti pokann. Hann hafði þá legið úti á götu frá því á föstudegi. „Hún sagði mér að þar sem póstpokar væru oft afar þungir, gætu bréfberar ekki sótt þá á póst- húsið og borið þá og því væru svona „pit-stop“ hér og þar, þangað sem þau keyrðu pokana og skildu eftir. Bréfberinn kæmi svo alla jafna ekki löngu seinna og sækti pokann, “ segir Finnbogi. Sverrir Halldórsson, íbúi í Engi- hjalla í Kópavogi, segir algengt að póstburðarpokar séu skildir eftir í ólæstu anddyri fjölbýlishússins þar sem hann býr, án samráðs við hús- félag eða nokkurs eftirlits. „Þeir koma yfirleitt með pokann klukkan á bilinu eitt til tvö og póstburðarmaður sækir hann um klukkan fjögur.“ Sverrir segist hafa kvartað undan þessu í Póstinum án árangurs, en þessu hafi linnt eftir að hann hafði samband við Póst- og fjarskiptastofn- un. Nú sé þetta hins vegar byrjað aft- ur. Pósturinn sér um flutning og af- hendingu mikilvægra upplýsinga. Í töskum sem þessum geta leynst upp- lýsingar um fjármál, heilbrigði og einkalíf fólks. „Nú verður eitthvað gert“ „Það er mjög alvarlegt mál ef póst- ur liggur á glámbekk,“ segir Tryggvi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Póstsins. Hann segir skýrt að vinnureglur leyfi fyrr- greint vinnulag ekki. Hann hafi þegar á fimmtudag sett í gang vinnu vegna þessara mála, en „ef vinnureglan er ekki að virka þarf að fara í aðgerðir til að laga það. Við munum fara yfir þetta í heild með okkar stjórnendum á dreifingarstöðvum og meta hversu sterkar aðgerðir þarf að fara í. En nú verður eitthvað gert, það er alveg ljóst.“ segir Tryggvi. Aðspurður tek- ur hann undir að eðlileg ráðstöfun sé að póstur sé aldrei án eftirlits, þegar hann er ekki í læstum hirslum. Póstur liggur án eftirlits víða um borg og bæ Framkvæmdastjóri hjá Póstinum segir ljóst að nú verði eitthvað gert í málinu Ljósmynd/Ólafur V. Ólafsson Opið hús Algengt vinnulag virðist vera að skilja póst eftir á víðavangi. Í HNOTSKURN »Í 31. gr. laga um póstþjón-ustu segir að póstsending sé í vörslu og á ábyrgð póstrekanda frá móttöku til afhendingar á til- greindum ákvörðunarstað. » Í 32. gr. segir: „Póstrekendurskulu gera allar eðlilegar ráðstafanir til að koma póstsend- ingum til skráðra viðtakenda.“ LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hafði töluverðan viðbúnað þegar símtal barst klukkan 7.30 á laug- ardagsmorgni frá blaðbera sem til- kynnti að maður væri fastur í skotti bifreiðar á Miklubraut, til móts við Miklatún, en blaðberinn hefði heyrt í manninum innan úr skottinu. Fjöldi lögreglumanna var sendur á vettvang enda grunur um að um mannrán væri að ræða. Hins vegar reyndist bíllinn kyrr- stæður og með kalda vél og mann- laus að öðru leyti en að í skottinu var ungur maður í annarlegu ástandi. Var hann frelsaður úr prísund- inni en gat ekki veitt lögreglu nein svör um hvernig hann hafnaði í skottinu. Maður sem lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafði afskipti af vegna gruns um ölvun við akstur á laugardagsmorgun, við bensínstöð N1 við Hringbraut, brást illa við af- skiptunum. Hann veittist að lög- reglumanni og veitti honum áverka. Var mikill liðsauki fljótt kominn á staðinn og maðurinn yfirbugaður. Hann var síðan færður í fanga- geymslu. Færður á slysadeild Lögreglumaðurinn meiddist m.a. í andliti og var færður til skoðunar á slysadeild þar sem hann fékk áverkavottorð. Að öðru leyti var nóttin róleg á höfuðborgarsvæðinu og aðeins fjórir vistaðir í fanga- geymslum. Ungur mað- ur í bílskotti Réðst að lögreglumanni við bensínstöð LÖGREGLAN telur sig hafa haft hendur í hári þeirra sem stóðu fyrir öldu veggjakrots sem hófst í Hvera- gerði fyrir um hálfum mánuði. Hafði m.a. verið krotað á hús, á hliðar flutningabíla og á gróðurhús. Blaðamaður ræddi við bæjarbúa sem varð fyrir skemmdarvörgunum og reiknaði með að þurfa að mála á ný grindina á flutningabíl sínum. Eru stálpaðir unglingar grunaðir um spjöllin. Verða þeir líklega látnir þrífa eftir sig krotið eða borga skaðabætur. Krotarar gómaðir í Hveragerði Skemmdu bíla og hús Skemmdir Víða er krotað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.