Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 9. A llt ungviði þeirra dýra, sem standa manninum næst, mætir lífi sínu með sömu gleði og tiltrú og mannsbarnið. Og verður að trú sinni, ef allt er með felldu. Fjarskyldari ættingjar eru öðruvísi í við- brögðum og háttum. En lífið er sjálfu sér líkt í vissum frum- atriðum, hvar sem það birtist. Hver lífvera, sem ég sé eða veit um, hver goggur og gin, er sífellt að leita. Fræið, sem sáir sér í mold, leitar upp þaðan, þegar tími þess er kominn, leitar upp í ljósið, og teygir um leið leitandi rótarþræði í allar áttir út frá sér í moldinni. Eins eru þau öll þessi börn sömu moldar og ég er sprottinn úr. Að ógleymdum öllum þessum ósýnilega aragrúa af örverum í mér og í kringum mig, sem flestar eru alltaf að hjálpa mér að lifa, en sumar sitja um líf mitt. Allar eru þessar furðuverur í leit að lífi, í vörn gegn dauða. En þær eru allar bundnar við frumþarfir, lúta allar ómótstæðilegri eðliskröfu: Að nær- ast og æxlast. Lengra nær ekki leitin þar. Ef þessari kröfu er fullnægt hafa öll systk- inin í náttúrunni, allar lífverur, stórar og smá- ar, fengið allt, sem þær leita að. En fornir kirkjufeður sögðu: Öll leit lifandi náttúru er reyndar bæn. Maðurinn er sá mið- depill hins jarðneska lífríkis, að bæn sköp- unarverksins fær meðvitund hjá honum. Hann er kóróna Guðs verka á jörðinni í þeim skilningi. Allt, sem lifir, er blundandi bæn. Maðurinn er skapaður til þess að vakna til Guðs og vita til hans, vera m.ö.o. vakandi bæn. Og bæn er það fyrst og fremst að vilja sam- stilla huga sinn skapara sínum, Guði og föður sínum og allrar tilveru. Í Biblíunni, bænamálum hennar og lof- söngvum, fær allt sköpunarverkið mál og tón. Þar eru menn ekki aðeins að syngja og biðja með englum og himneskum herskörum Drott- ins, ekki aðeins með sól og tungli og öllum lýs- andi stjörnum. Nei, allt, sem lifir, allt, sem er til, skal sam- einast í sömu sinfóníu gleðinnar yfir því að fá að njóta þess að vera til í heimi, sem Guð skapar og á: Lofið Drottin af jörðu þér sjóskrimsl og allir hafstraumar, eldur og hagl, snjór og reykur, stormbylurinn, sem framkvæmir orð hans, fjöllin og allar hæðir, ávaxtatrén og öll sedrustrén, villidýrin og allur fénaður, skriðkvikindin og fleygir fuglar, konungar jarðarinnar og allar þjóðir … (Sálm. 148) Maðurinn á samstöðu með öllu, sem lifir. Lífið sitt þiggur allt kvikt úr sömu hendi. Sama hjarta er á bak við allan æðaslátt lífs- ins á jörð og í alheimi. Og dýrin, svo mörg og ólík sem þau eru, eiga það sameiginlegt, að öll vona þau á þig, Drottinn, að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma. Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt, sem lifir, með blessun (sjá Sálm. 104 og 145). HUGVEKJA Sigurbjörn Einarsson Leit og svör Allt, sem lifir, er blundandi bæn. Maðurinn er skapaður til þess að vakna til Guðs og vita til hans, vera m.ö.o. vakandi bæn. » Meistaranám í menntunarfræði MENNTAVÍSINDASVIÐ www.khi.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl / Skráning og upplýsingar á www.khi.is Fjölmenning · Fræðslustarf með fullorðnum – mannauðsþróun Heimspeki menntunar · Íslenska – íslenskukennsla · Kennslufræði og skólastarf Listmenntun – listasaga – verkmenntun · Mál og læsi Menntunar- og kennslufræði yngri barna · Náttúrufræðimenntun Sérkennslufræði · Stjórnunarfræði menntastofnana · Stærðfræðimenntun Upplýsingatækni og miðlun VEL bar í veiði þegar Jón Ingi Hin- riksson, bóndi í Vogum við Mývatn, vitjaði silungsneta sinna laug- ardaginn 5. apríl síðastliðinn. 35 urriðar voru í netunum, margir hverjir ansi myndarlegir. Sá stærsti, stuttur en digur, mældist hvorki meira né minna en tólf pund. Það var sá stærsti sem Jón Ingi hef- ur fengið en nokkuð hefur verið um fisk á bilinu 8-10 pund. „Urriðaveiðin í vatninu hefur verið mjög góð og stöðug und- anfarin 15-20 ár,“ segir Jón Ingi. Mögulega hafi minna verið sótt í urriðann hin síðari ár, auk þess sem seiðasleppingar eigi eflaust sinn þátt góðu gengi hans. Bæði bleikja og urriði eru í vatn- inu en skiptast nokkuð eftir svæð- um, svo hægt er að velja fyrir hvað er lagt. Allt að tólf punda urriðar veiðast í net í Mývatni Vorveiðin í urriðanum bregst ekki Ljósmynd/Jón Stefánsson „ÞETTA er á auglýsingastigi. Við höfum aug- lýst framkvæmd- irnar á evrópska efnahagssvæðinu og reiknum með að opna fyrir til- boð í júní,“ segir Jón Rögnvalds- son vegamála- stjóri um fyrirhugaðar framkvæmd- ir við Bakkafjöru. Inntur eftir því hvort gerðir hafi verið samningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda segir Jón svo ekki vera. Málið sé enn á útboðsstigi og því hægt að hætta við framkvæmdir verði tekin ákvörðun þar um. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur hópur Vest- mannaeyinga, undir forystu Magn- úsar Kristinssonar útgerðamanns, skorað á ríkisstjórnina að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir við Bakkafjöru og hefja þegar undir- búning „að byggingu á öflugri og hraðskreiðri Vestmannaeyjaferju auk stórskipahafnar við Eiðið“. Tekur lengri tíma í Ölfusinu Fyrir helgi lést rúmlega sextugur karlmaður í bílslysi á Suðurlands- vegi í Ölfusi á móts við Hvammsveg við Gljúfurárholt, en umræddur vegakafli bíður tvöföldunar. Spurður hvers vegna tvöföldun vegakaflans á Hellisheiði sé lengra komin en á umræddum kafla í Ölfusi segir Jón „lengra í land að skipulags- málum og öðru slíku verði lokið í Ölf- usinu“. „Það er unnið að undirbúningi við báða kaflana. Það virðist vera að það muni taka mun styttri tíma að ljúka undirbúningi á kaflanum yfir heiðina en í Ölfusinu. Það sem þarf að gera áður en hægt er að hefja fram- kvæmdir, og það á við um hvort- tveggja, er að það þarf að gera um- hverfismat og ganga frá breytingum á aðalskipulagi. Eitt af því sem er brýnast í þessu er að fækka tengingum við aðalveg- inn, það er að segja gatnamótum, og það kallar á skipulagsbreytingar. Síðan þarf einhver hönnunarvinna að fara fram áður en framkvæmdir eru boðnar út. Þetta er miklu lengra komið í undirbúningi vegakaflans yfir heiðina.“ Reiknað með að opnað verði fyrir tilboð í júní Í HNOTSKURN »Söfnunin vegna fram-kvæmdanna við Bakkafjöru hófst á miðvikudag og höfðu um 2.000 manns skrifað undir mót- mæli gegn þeim á föstudag. »Samkvæmt vef hagstofunnareru íbúar í Vestmanneyjum 4.036 talsins. »Magnús Kristinsson telurnýjan Herjólf sem sigli milli Þorlákshafnar og stórskipahafn- ar utan Eiðsins vera framtíðar- lausn á samgöngum til Eyja. Framkvæmdir við Bakkafjöru auglýstar á EES-svæðinu Jón Rögnvaldsson Sauðárkrókur | Íslensku forsetahjón- in, þau Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, munu koma í opinbera heimsókn til Skagafjarðar næstkomandi mánudag 14. og þriðjudag 15. apríl. Heimamenn munu taka á móti for- setahjónunum á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók á mánudagsmorgni, en síðan tekur við þéttskipuð dag- skrá. Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirs- sonar, sviðsstjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem unnið hefur að skipulagningu heimsóknarinnar, er áhersla á það lögð að forsetahjónin eigi þess kost að hitta sem flesta íbúa og kynna sér það mannlíf og þá menningu sem er að finna í Skaga- firði. Þá munu þau verða viðstödd þegar teknar verða fyrstu skóflu- stungur að tveim stórum og glæsi- legum mannvirkum í héraði, það er að nýjum leikskóla á Sauðárkróki, sem sveitarfélagið er að hefja bygg- ingu á nú á vordögum, og síðan að glæsilegri sundlaug á Hofsósi, en sundlaugin er gjöf tveggja kvenna, Steinunnar Jónsdóttur í Bæ og Lilju Pálmadóttur að Hofi, og mun bygging hennar hefjast innan tíðar. Áskell Heiðar sagði heimamönn- um í mun að kynna forsetahjónunum skapandi hugmyndir heimamanna og öflugt atvinnulíf, en einnig þá grósku sem er í menningu og listum á svæðinu. Að kvöldi mánudags verður veg- leg fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu, en meðal skemmtiatriða verða fjórir kórar sem starfandi eru í Skagafirði, en það eru karlakórinn Heimir, Rökkurkórinn, Óperukór Skaga- fjarðar og Skagafirski kammerkór- inn. Þá mun forsetinn afhenda Hvatningu til ungra Íslendinga. Opinber heimsókn í Skagafjörð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í heimsókn Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.