Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VISTVÆNAR SAMGÖNGUR farartæki áttu upp á pallborðið fyrir nokkrum misserum en eru ekki lengur efst á baugi í umræðunni um valkosti við bensín- og dísilbíla. Egill segir menn þó síður en svo hafa slegið vetnið út af borðinu. „Vetnið mun að öllum líkindum koma en ekki 2020-2030 eins og menn voru farnir að spá, heldur verður því seinkað til 2040 til 2050 til að færa þróunarpeninginn nær í tíma í tækni sem getur a.m.k. dregið úr losun koltvísýrings núna. Við erum sumsé að tala um millistig fram að vetninu enda brýnt að draga þegar í stað úr losuninni.“ Á grænasta skriðdrekanum Sigurður er sannfærður um að út- blástursumræðan sé farin að ná eyr- um fólks. „Fólk er í auknum mæli farið að biðja Orkusetur að aðstoða sig við val á bílum. Þá er ég jafnvel að tala um 7-15 milljón króna bíla og fyrir fólk sem hefur efni á slíkum bílum getur eldsneytisverð varla skipt máli, þannig að verið er að velja bíl út frá lægsta útblástursgildi í þeim flokki. Fólk vill áfram vera á skriðdreka – en grænasta skrið- drekanum. Þetta er kannski ekki að fara alla leið en tvímælalaust skref í rétta átt.“ Sé vel haldið á spöðunum segir Sigurður raunhæft að draga veru- lega úr útblæstri á næstu árum. „Þá er ég bara að tala um að fylgja tækninni. Stefni fólk að því að gera betur við næstu bílainnkaup getum við hæglega náð því takmarki að minnka útblástur frá samgöngum um 20% fram til ársins 2020. Tækn- in er alltaf að verða okkur hagstæð- ari og stökk framundan í þeim efn- um með rafmagnsbílum og öðru. Þetta á því að verða sársaukalaust út frá einkabílnum. Það þarf bara að hjálpa fólki að feta þennan veg.“ Sigurður segir fækkun bílastæða líka leið til að draga úr losun koltví- sýrings. „Flugvél sem hefur engan stað til að lenda á fer aldrei í loftið. Sama gildir um bílinn. Fækki bíla- stæðum mun bílum fækka líka. Verðmæti lands er víða mikið og ég veit að menn eru farnir að velta fyrir sér hvort það sé forsvaranlegt að verja stóru svæði undir bílastæði. Er nauðsynlegt að vera með eitt til eitt og hálft bílastæði á hvern starfs- mann eða íbúa? Kæmi til álita að fyrirtæki og stofnanir fækkuðu stæðum en greiddu starfsfólki fyrir að koma öðruvísi en með einkabíl í vinnuna? Það er spurning um þor.“ Að stökkva yfir stórfljótið Sigurður segir ekki alfarið við al- menning að sakast í samgöngu- málum enda sé oft og tíðum ekki auðvelt að fara út úr bílnum á Ís- landi. Þar á hann ekki endilega við veðurfarið, heldur skipulag byggð- arinnar. „Ef við tökum höfuðborg- arsvæðið sem dæmi þá er byggðin mjög dreifð og almennings- samgöngur mættu vera betri. Skipulagið vinnur m.ö.o. gegn okkur í þessum efnum.“ Aukið vægi almennings- samgangna er klárlega leið til að stemma stigu við útblæstri og rætt hefur verið um hugsanlegar lest- arsamgöngur á Íslandi í framtíðinni. Sigurði þykir sú umræða ótímabær. „Mér finnst hugmyndin um lest- arkerfi ekki bara eins og að stökkva yfir lækinn, heldur stórfljótið. Fyrst verðum við að láta reyna á þær al- menningssamgöngur sem við höfum lagt upp með til þessa, þ.e. stræt- isvagna, áður en lengra er haldið. Þá er ég að tala um alvöru þjónustu, ferðir á tíu mínútna fresti, alvöru stoppistöðvar, auðvelt aðgengi og gjaldaumhverfi sem virkar. Gangi það má alveg fara að skoða lest- arnar.“ Egill telur þessa umræðu líka á villigötum. „Það er í sjálfu sér allt í lagi að kasta fram hugmyndum af þessu tagi en mér finnst menn stundum hafa tilhneigingu til að sækja vatnið yfir lækinn. Það myndi væntanlega kosta tugi milljarða að byggja upp lestarkerfi hér á landi. Má ekki frekar bæta núverandi al- menningssamgöngur fyrir mun lægri upphæð? Þá er ég að tala um að tvöfalda fjölda strætisvagna og fjölga þannig ferðum. Gera kerfið aðgengilegra. Missi maður af neð- anjarðarlest í Lundúnum andar maður rólega vegna þess að maður veit að næsta lest kemur eftir augnablik. Hér getur maður þurft að bíða heillengi eftir næsta strætó. Þetta myndi kosta peninga, þó það yrði mun ódýrara en byggja upp lestarkerfi frá grunni, en hvetja fólk til að nýta sér almennings- samgöngur og draga þannig úr los- un koltvísýrings.“ Strætófarþegum fjölgar Frá því var greint hér í Morg- unblaðinu á föstudag að farþegum með vögnum Strætó bs. hefði fjölg- að um milljón á ársgrundvelli miðað við fyrra ár. Þeir eru nú um 8,7 Sigrún Björk Jakobsdóttir Sigurður Ingi Friðleifsson Egill Jóhannsson LEÐURINNRÉTTING – 170 HESTÖFL – DREGUR 3.300 KG – STÖÐUGLEIKASTÝRING – SPÓLVÖRN ÞAKBOGAR SUPER SELECT® 4X4 DRIFBÚNAÐUR – SEX ÞREPA SJÁLFSKIPTING – SJÖ SÆTA DÖKKAR RÚÐUR – 100% LÆSING AÐ AFTAN – 18 TOMMU ÁLFELGUR – XENON LJÓS – 860W ROCKFORD HLJÓMKERFI MEÐ 4 GB MINNI FYRIR TÓNLIST – 7" LCD DVD SKJÁR MEÐ BAKKMYNDAVÉL OG FLEIRA Pajero Instyle Dísil – 6.990.000 krónurPajero kostar frá 5.890.000 kr. BETRA VERÐ OG BÚNAÐUR FYRIR LAND OG ÞJÓÐ Morgunblaðið/Kristinn Á gangi Það er heilsubætandi að ganga en getur verið blautt og kalt, að minnsta kosti yfir háveturinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.