Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 13
milljónir á ári. Um 35.000 íbúar
höfuðborgarsvæðisins nota strætó
einu sinni í viku eða oftar, og eru
námsmenn á framhalds- og há-
skólastigi 40% farþega en þeir
ferðast ókeypis. Af 30 þúsund út-
gefnum skólakortum eru aðeins um
12 þúsund í notkun. Þá eru níu af
hverjum tíu farþegum ánægðir með
þjónustu Strætó og telja hana falla
vel að þörfum sínum. Þetta bendir
til þess að almenningssamgöngur
séu á réttri leið í borginni.
Akureyrarbær afnam fyrir rúm-
um fimmtán mánuðum gjöld í
Strætisvagna Akureyrar (SVA)
með góðum árangri. „Þetta hefur
tekist mun betur en við þorðum að
vona,“ segir Sigrún Björk Jak-
obsdóttir bæjarstjóri.
Stefán Baldursson, forstjóri
SVA, staðfestir að yfir 60% aukning
hafi orðið á nýtingu vagnanna síðan
gjaldið var afnumið. „Áður fluttum
við um 600 manns á dag yfir vetrar-
tímann en nú flytjum við um 1.600,“
segir hann.
Vilja draga úr umferð
Sigrún Björk segir tilganginn
hafa verið tvíþættan. Annars vegar
var nýtingin á kerfinu léleg en ekki
þótti koma til greina að leggja það
niður. „Við verðum að hafa stræt-
isvagna í jafnstórum bæ og Ak-
ureyri,“ segir Sigrún Björk. Hins
vegar er það yfirlýst stefna yf-
irvalda að draga úr umferð í bæn-
um, fyrst og fremst vegna svif-
ryksmengunar sem er mjög mikil á
Akureyri vegna veðráttu og legu
bæjarins. Á Akureyri er notaður
sandur til hálkuvarna og það getur
verið hluti af þessu vandamáli og
eins hefur ekki af öryggisástæðum
þótt forsvaranlegt að hvetja bæj-
arbúa til að draga úr notkun nagla-
dekkja yfir vetrartímann. „Ástand
vega á Norðurlandi er oft þannig að
nagladekkin eru talin öruggari, en
þróun í loftbólu- og harðkornadekkj-
um er ör og þau munu vonandi leysa
hin af hólmi í framtíðinni,“ segir Sig-
rún Björk.
Hún segir almenna ánægju með
gjaldfrjálsar strætisvagna-
samgöngur, ekki síst meðal
barnanna sem noti nú strætó í aukn-
um mæli til styttri ferða ef illa viðr-
ar. „Það er að sjálfsögðu jákvætt en
breytir ekki því að við munum áfram
hvetja börn og alla sem geta til að
ganga stuttu leiðirnar þegar þannig
viðrar.“
Fordæmi stjórnvalda
Engin tímamörk eru á verkefninu
og bæjarstjórinn segir afar ólíklegt
að gjöld verði tekin upp að nýju hjá
SVA. „Tekjur af fargjöldum voru
hverfandi hluti af rekstrarkostnaði
strætisvagnanna, þannig að í sjálfu
sér skipti það litlu sem engu máli.
Síðan er vitaskuld engin ástæða til
að hrófla við því sem gengur vel.“
Sigurður Ingi Friðleifsson segir
brýnt að stjórnvöld sýni gott for-
dæmi og marki skýra stefnu í sam-
göngumálum. „Opinberar stofnanir
og fyrirtæki eiga að vera fyrst til að
kaupa umhverfisvæna bíla og taka
upp nýja tækni enda þótt hún geti
stundum verið dýrari. Oftast er það
þó á heildina litið sparnaður fyrir
fyrirtæki að reka slíka bíla. Í þess-
um efnum má gera miklu betur.
Þetta er spurning um pólitískt þor.“
Egill Jóhannsson segir flókið fyrir
fyrirtæki eins og Brimborg að taka
af skarið í þessum efnum ef stóra
línan er ekki til staðar frá hendi
stjórnvalda. „Við erum í viðskiptum.
Við verðum að borga starfsfólki okk-
ar laun og gæta þess að það sem við
gerum standi undir sér. Samt höfum
við og fleiri gert ýmislegt til að sýna
viðleitni í þá veru að gera bílaflota
landsmanna vistvænni. Brimborg
fór í etanól-átak á okkar kostnað í
fyrrahaust sem gekk ágætlega en
það er ekki hægt að fara út í slíkar
aðgerðir til lengri tíma án stuðnings
og hvatningar frá stjórnvöldum,“
segir Egill.
Það er skýr stefna Brimborgar að
leggja sitt af mörkum í umhverfis-
málum og í hnotskurn snýst stefnan
um að taka það sem Egill kallar
„vistvæn skref“. „Við höfum gagn-
rýnt ýmsa umhverfissinna fyrir að
vilja taka eitt risastórt lokaskref í
þessum efnum vegna þess að við
teljum það ekki hægt. Það er mun
farsælla að fyrirtæki og ein-
staklingar taki mörg smærri skref
yfir lengri tíma og stefni að því að
gera betur í dag en í gær. Það var
hvatinn að etanól-verkefninu.“
Kenna starfsmönnum
vistakstur
Af fleiri verkefnum Brimborgar
nefnir Egill að unnið sé að því að
kenna öllum starfsmönnum fyrir-
tækisins vistakstur á þremur árum.
„Við byrjuðum á framlínunni, sölu-
mönnum og móttökumönnum í þjón-
ustu, til þess að geta komið þessari
þekkingu eins fljótt og hægt er til
viðskiptavina okkar. Svona vistvæn
skref kosta peninga en við erum
sannfærðir um að það skili sér til
baka í ánægðari viðskiptavinum.“
Egill Jóhannsson er líka formaður
Bílgreinasambandsins og það hefur
lagt fram róttæka tillögu um að
lækka gjöld á öllum bílum niður í
15% í því skyni að auka endurnýj-
unarhraðann á þeim, þ.e. vera alltaf
með nýjustu tækni á götunum.
„Tapið á gjöldunum yrði þá fært í
notkunina, t.d. með grænum skatti á
eldsneyti. Svíar hafa tekið þessa
hugmynd upp og eru komnir með 30
kr. koltvísýringsskatt á bensín og 36
kr. á dísilinn. Ástæðan fyrir því að
skatturinn á dísilinn er hærri er sú
að það er hærra hlutfall koltvísýr-
ings í honum en bensíni, öfugt við
það sem margir halda. Þarna ráðast
Svíar að rót vandans enda eru þeir
með hugrakkari stjórnmálamenn
þegar kemur að umhverfismálum en
flestar aðrar þjóðir. Það er hugrekki
að hækka álögur á eldsneyti en Sví-
ar treysta sér til að gera það vegna
þess hvað almenningur er vel upp-
lýstur og skilur tilganginn.“
Ef þú hefur hraðan á geturðu tryggt þér glæsilega útgáfu af Mitsubishi Pajero á einstökum kjörum. Fullkomið fjórhjóladrif með 100%
læsingu að aftan og stöðugleikastýring eru sniðin að íslenskum vegum. Komdu og prófaðu! Þú finnur um leið hvernig 3.300 kg dráttar-
geta og þægindi fyrir allt að sjö manns, 860w Rockford hljómkerfi og 18" álfelgur ásamt bakkmyndavél fullkomna aksturinn.
ÖRFÁIR BETUR BÚNIR PAJERO TIL AFGREIÐSLU STRAX
Á Á
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
Morgunblaðið/Ómar
Umferðin Það lætur nærri að tveir þriðju hlutar Íslendinga aki um á eigin bíl og þá eru börn meðtalin.
»Kæmi til álita að fyrirtæki og stofnanir fækkuðu
stæðum en greiddu starfsfólki fyrir að koma
öðruvísi en með einkabíl í vinnuna?
» Þarna ráðast Svíar að rót vandans enda eru þeirmeð hugrakkari stjórnmálamenn þegar kemur
að umhverfismálum en flestar aðrar þjóðir.