Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 18
18 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Matarkreppa | Ört stækkandi millistétt þrýstir á verðhækkanir á ýmsum vörum með þeim afleiðingum að fátækir
hafa ekki lengur efni á að kaupa sér helstu nauðsynjar og hætta skapast á hungursneyð. Glæpir | Bonnie og Clyde
lifðu lífi glæpa og urðu þjóðþekkt í Bandaríkjunum. Kvikmyndin, sem gerð var um þau fyrir 40 árum, breytti kvikmyndasögunni.
VIKUSPEGILL »
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mannkynið stendur á mikl-um krossgötum. Fram-leiðslu- og tæknibylt-ingin sem færði
Vesturlöndum gífurlegan auð er að
umbylta lífsskilyrðum hundruðum
milljóna manna í fjölmennustu ríkj-
um heims og óumdeilt er að ásókn í
auðlindir á eftir að aukast gífurlega
frá því sem nú er.
Millistéttin í fátækum ríkjum er
sá hluti íbúafjöldans sem mun vaxa
hraðast. Á sama tíma og jarðarbú-
um mun fjölga um milljarð á næstu
tólf árum er áætlað að átján hundr-
uð milljónir manna muni bætast við
millistétt heimsins.
Þessi fyrirséða og óumflýjanlega
þróun á eftir að móta hagkerfin og
allar líkur eru á að ríki auðug af
auðlindum muni hagnast gríðarlega
á komandi áratugum, eftir því sem
verðið á hráefnisvörum fer stöðugt
hækkandi.
Enginn veit hvenær lögmál fram-
boðs og eftirspurnar munu koma á
jafnvægi á matvörumarkaðnum,
þótt greinendur hafi nefnt allt að
áratug í þessu samhengi. Það er
langur tími.
Þróunin á eftir að færa mörgum
auð og gera milljónum manna kleift
að upplifa draum sinn. En það er
önnur dekkri hlið á teningnum,
nefnilega hin grimmu og miskunn-
arlausu félagslegu áhrif þess þegar
fátækasti hluti mannkyns hættir að
geta haldið í við hækkandi verð á
nauðsynjum.
Braskarar spenna upp verðið
Matarkreppan sem nú ríður yfir
heimsbyggðina er ágætt dæmi.
Hröð fjölgun fólks í millistétt í
Asíu kallar á aukna kjötframleiðslu,
sem aftur eykur eftirspurnina eftir
fóðri og kornmeti. Spákaupmenn
braska með hráefnisvörur og áhersl-
an á vinnslu lífræns eldsneytis
þrýstir á hækkanir á landbúnaðar-
vörum.
Tíðarfarið hefur vegið þungt og
miklir þurrkar í Ástralíu leitt til
hækkana á hveiti, samtíma því sem
aukin velmegun hefur gert milljón-
um kleift að láta af sjálfsþurftarbú-
skap. Lítum á nokkrar tölur.
Sérfræðingar McKinsey Global
Institute ráðgera að verði meðal-
hagvöxtur á Indlandi næstu árin í
kringum 7,3 prósenti muni ársvelta
indverska neytendamarkaðarins
fjórfaldast, úr 372 milljörðum dala
árið 2005 í 1.532 milljarða dala 2025,
eða úr 26.892 milljörðum íslenskra
króna í 110.750 milljarða króna,
ígildi tæplega 180-faldra heildar-
tekna hins opinbera á Íslandi 2007.
Á sama tíma muni fólki í millistétt
samkvæmt skilgreiningu stofnunar-
innar fjölga úr 50 milljónum manna
í 583 milljónir manna, hátt í tvöfald-
an íbúafjölda Bandaríkjanna í dag.
(Talið er að um þetta leyti muni Ind-
verjar fara fram úr Kínverjum sem
fjölmennasta þjóð mannkynssög-
unnar).
Stærsti neytendamarkaðurinn
Kínverjar stefna í sömu átt.
Árið 2025 er því spáð að kín-
verska millistéttin verði sú fjöl-
mennasta í heiminum. Fimm árum
áður, árið 2020, áætlar Homi Kha-
ras, sérfræðingur hjá Brookings-
stofnuninni, að 52% jarðarbúa muni
tilheyra millistétt, samanborið við
30% í dag.
Mannhafið mun reyna á fram-
leiðslugetu matvælaiðnaðarins.
Tökum dæmi frá Kína.
Fram til 2012 er því spáð að fram-
leiðsla matvæla- og drykkjarvöru-
iðnaðarins þar í landi muni aukast
Vaxtarverkir neyslusprengju
Matarkreppan ein afleiðing síaukinnar eftirspurnar ört vaxandi millistéttar í Asíu Fjölgar um 1.800
milljónir í millistéttinni næstu ár Mannkynið þarf að tvöfalda matarframleiðsluna á næstu áratugum
AP
Umskipti Indversk „rútufreyja“ reiðubúin til þjónustu í indverskum lúxusfarþegavagni í Nýju Delhí. Á næstu áratugum munu hundruð milljóna Asíubúa
tileinka sér neyslumynstur Vesturlandabúa. Þróunin er þegar farin að hafa áhrif á matvælaverðið og borið hefur á óreiðum víða um heim af þeim sökum.
MATARKREPPA»
Í HNOTSKURN
»Sérfræðingar FAO áætla aðárið 2050 muni matvæla-
framleiðslan hafa tvöfaldast.
»Þessi aukning getur lyfthundruðum milljóna manna úr
sárri fátækt til bjargálna, á sama
tíma og aukin eftirspurn kann að
halda matarverðinu of háu fyrir
fátækasta hluta mannkyns.
ANDSTÆÐURNAR gætu vart verið meiri
þegar hreysin í hverfinu varpa skugga á
teinana þar sem lestin brunar í átt frá
glansandi háhýsaþyrpingunum.
Við erum stödd í lest á leið frá Casa-
blanca í Marokkó skömmu fyrir síðustu
áramót, í hverfi sem alið hefur af sér
hryðjuverkamenn á síðustu árum. Lestin er
þéttsetin og fyrir framan blaðamann sitja
tvær konur, móðir og dóttir sem liggja
ekki á skoðunum sínum um þjóðmálin.
„Við viljum ekki þessar verslanir og öll
þessi hótel. Venjulegt fólk hefur ekki leng-
ur efni á að búa í miðborginni,“ segir móð-
irin og vísar til uppbyggingarinnar í
Marrakech, lágreistri borg ljósbrúnna leir-
steinshúsa, sem er í þann mund að taka á
sig vestrænan blæ með marmaraklæddum
tískuverslunum.
Við fyrstu kynni af Marokkó virðist ekki
erfitt að setja sig inn í hugarheim kon-
unnar. Maturinn er hlægilega ódýr og
launin eftir því: Mánaðarlaun meðalmanns
dygðu ekki fyrir nóttinni á bestu hótelum.
Bilið hefur síðan breikkað og líkt og í
mörgum Afríkuríkjum hafa efnalitlir Mar-
okkóbúar streymt út á götur til að mót-
mæla matarverðinu. Ólgan er jafnvel meiri
í Jórdaníu, þar sem matarverðið rauk upp í
febrúar, eftir að ríkisstjórnin afnam niður-
greiðslur á eldsneyti vegna olíuhækkana.
Vara við spennu milli þjóðfélagshópa
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa áhyggjur
af verðbólgu og hafa trúarleiðtogar varað
við spennu á milli ólíkra þjóðfélagshópa.
Blaðamenn The New York Times tóku
nýlega dæmi frá Jórdaníu. Þar er haft eftir
Jórdananum Abdul Raheem að verð á
pundinu af kartöflum hafi hækkað úr 32
sentum úr Bandaríkjadal í 76 sent, bakki
af 30 eggjum úr ríflega tveimur dölum í
um 4,25 dali og gúrkur úr um 22 sentum
pundið í 58 sent, á aðeins nokkrum vikum.
Raheem telur sig heppinn að eiga fyrir
matnum, nauðsynjar séu orðnar að lúxus-
vörum. Matarkreppan kyndir undir spennu
og lágu tuttugu í valnum í Kamerún fyrr í
mánuðinum, þegar mótmæli leigubílstjóra
út af eldsneytisverði brutust út í blóðugar
óeirðir.
Ólgan hefur kraumað undir í Senegal og
Búrkína Fasó, svo nokkur Afríkuríki séu
nefnd, og í Asíu hafa efnalitlir Indverjar
borið eld að hundruðum útibúa sem sinna
matvæladreifingu, vegna uppsafnaðrar
reiði í garð dreifingaraðila í Vestur-
Bengal, sem vændir eru um selja matvörur
á svarta markaðnum.
Hækkandi eldsneytisverð setur óhjá-
kvæmilega af stað vítahring hækkana,
áburðarvinnslan verður dýrari og flutn-
ingskostnaður eykst, og þessir þættir velta
út í verðlagið.
Hrísgrjónabirgðir Asíuríkja hafa ekki
verið minni í um aldarfjórðung og ef svo
fer sem horfir gætu sjónarmið mæðgnanna
í Casablanca kynt frekar undir því báli sem
himinhátt matvælaverð hefur þegar kveikt
á síðustu mánuðum.
Hungraðir streyma út á götur borganna
Dýrari matur Sómölsk börn leita að matar-
leifum í ruslahaug í borginni Mogadishu.
AP AP
Reiði Filippseyingar mótmæla hækkandi
hrísgrjónaverði í Manilla fyrr í mánuðinum.