Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 24
Lífshlaup
24 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið við ofsakvíða og félagskvíða
Nánari upplýsingar á heimasíðu
Kvíðameðferðarstöðvarinnar: www.kms.is.
• Færðu ítrekuð og óvænt kvíðaköst þar sem þú finnur fyrir hjartslætti,
svima, svita, skjálfta, andnauð eða óraunveruleikatilfinningu?
• Hefurðu áhyggjur af að fá fleiri kvíðaköst?
EÐA
• Finnurðu fyrir miklum kvíða innan um fólk?
• Hefurðu miklar áhyggjur af áliti annarra?
Tvenns konar námskeið eru að hefjast á vegum Kvíðameðferðarstöðvar-
innar undir stjórn Sigurbjargar J. Ludvigsdóttur og Sóleyjar D. Davíðsdótt-
ur sálfræðinga: Námskeið við ofsakvíða þar sem kenndar eru leiðir til að
rjúfa vítahring kvíðakasta og námskeið við félagskvíða þar sem kenndar
eru leiðir til að draga úr kvíða í samskiptum.
Skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043
og lýkur 17. apríl nk.
M
b
l 9
94
16
0
JÓGA
Ásta Arnardóttir • 862 6098
www.this.is/asta • astaarn@mi.is
www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20
MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGI
BYRJENDANÁMSKEIÐ
HEFST 14. APRÍL
umfjöllun um opinber fjármál að
við gefum okkur ekki tíma til að
setjast niður og skoða hvað við
fáum fyrir það sem við leggjum út.
Mér finnst stundum bæði í heil-
brigðismálum og kannski mennta-
málum að við mættum leggja meira
til og hugsa ekki bara um hvort
krónan skilar sér til baka – fremur
ætti að huga að hverju fjárfest-
ingin skilar fyrir samfélagið.“
Hvenær fórst þú að hafa afskipti
af heilbrigðismálum?
„Það gerðist strax þegar ég fór
að vinna að fjárlagaundirbúningi
um 1985 til 1988. Þá voru settir
miklir peningar í heilbrigðismál, þá
var t.d. að koma ný geðdeild við
Landspítala og af því tilefni komu
inn um 80 nýjar stöður við spít-
alann á einu ári. Vöxtur var líka í
öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins.
Þetta var í takt við það sem var að
gerast í Evrópu á sama tíma. Við
höfum þó gjarnan verið dálítið á
eftir í þróuninni. En á þessu tíma-
bili var verið að styrkja félagslega
þjónustu í Evrópu, ekki síst í heil-
brigðismálum.
Sameining var
hárrétt ákvörðun
Á árunum 1996 til 1998 voru
mikil átök um fjármál Borgarspít-
alans og ríkisspítalanna innan kerf-
isins. Þáverandi ráðherrar, Friðrik
Sophusson og Ingibjörg Pálmadótt-
ir skipuðu þá menn í nefnd til að
reyna að finna sátt í þessum mál-
um, einkum ágreiningi sem var á
milli ríkisins og Reykjavíkurborgar
um fjármál Borgarspítalans. Þá var
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri. Þrír menn voru settir í
þetta starf, Kristján Erlendsson
frá heilbrigðisráðuneyti, Hjörleifur
Kvaran frá Reykjavíkurborg og
svo ég. Við áttum að skila sameig-
inlegu áliti. Það gerðum við árið
1997. Sagan endurtók sig svo ári
síðar. Það var deilt um peninga,
dálítið hart, en út kom aftur sam-
eiginleg niðurstaða sem ráðherrar
og borgarstjóri féllust á. Sú nið-
urstaða var tvíþætt, annars vegar
að gera tilteknar breytingar, svo
sem að sameina Landakot Borg-
arspítala og að veita meira fé í
starfsemina. Einnig voru fengnir
útlendir aðilar til að leggja mat á
rekstur sjúkrahúsanna. Álit eins
þeirra var að mig minnir að hægt
væri að spara 502 ársverk með því
að sameina sjúkrahúsin. Við trúð-
um þessu varla en togstreitan hélt
áfram. Ég minnist þess að borg-
arstjóri sagði: „Það gengur ekki að
halda Borgarspítalanum í herkví!“
Og síðla árs 1998 krafðist borg-
arstjóri niðurstöðu í málinu – ann-
aðhvort yrði ríkið að taka yfir
rekstur Borgarspítala eða verja til
hans meiri fjármunum. Nið-
urstaðan varð sú að ákveðið var að
sameina sjúkrahúsin. Þetta var
mikið átakamál og mjög pólitískt.
Aðdragandinn var þó stuttur.
Mín skoðun var að það myndu
sparast miklir fjármunir við sam-
einingu. Ég tel nú að þetta hafi
verið hárrétt ákvörðun. Þetta spar-
aði bæði peninga, nú eru um 250
færri starfsmenn á sjúkrahúsunum
en voru fyrir sameiningu en eigi að
síður veita spítalarnir miklu meiri
þjónustu en þeir gerðu. Starfsemin
hefur gjörbreyst. Ekki aðeins var
sameiningin hárrétt fjárhagslega,
hún var líka hárrétt faglega séð.
Sumir segja að það vanti sam-
keppni, ég held að samkeppnin áð-
ur hafi ekki verið fagleg heldur
fyrst og fremst um sjúklinga og að
einhverju leyti sú að ef menn voru
óánægðir á einum stað gætu þeir
fengið vinnu á öðrum.“
Hvenær komst þú til formlegra
starfa sem forstjóri spítalanna?
„Ég var gerður að forstjóra yfir
báðum spítölunum frá 1. janúar
1999. En þá voru þeir starfræktir
sem tvær einingar. Fyrsta árið fór
í að læra á starfsemina, sú sam-
vinna sjúkrahúsanna sem þá fór
fram skilaði vissum hlutum en í
ársbyrjun 2000 var ákveðið að sam-
eina sjúkrahúsin. Þetta gekk ekki
átakalaust fyrir sig. Margir ólm-
uðust gegn sameiningunni, bæði
áður en hún var ákveðin og á eftir.
En það voru líka mjög margir sem
studdu hana í ljósi þess að hún
myndi styrkja þjónustuna.
Mér gekk ágætlega að komast af
við þá sem voru á móti sameining-
unni, þótt auðvitað sætti ég gagn-
rýni, skárra væri ef svo hefði ekki
verið. Maður fer ekki í svona starf
með það í huga að losna við gagn-
rýni – og hún var sannarlega tölu-
verð. Ég ræddi við mjög marga
vegna þessa og stundum voru deil-
ur þannig að ekki var hægt að
skera úr þeim hér, þá leitaði ég til
erlendra aðila til ráðgjafar og sam-
ið var um að fylgja því áliti. Deilur
hafa þann eiginleika að leysast ef
unnið í þeim. Það var vissulega
tekist á milli manna og hópa en
það var reynt að leysa mál og auð-
vitað fær maður ekki alltaf sínu
framgengt þegar þannig háttar til.“
Mikil breyting
undanfarin 10 ár
Hver var þinn næsti yfirmaður?
„Það var heilbrigðisráðherra. Yf-
irleitt var samstarfið við þá stuðn-
ingur. Ég starfaði með fjórum heil-
brigðisráðherrum þessi níu ár sem
ég gegndi starfi sem forstjóri
Landspítala. Fyrst var Ingibjörg
Pálmadóttir, þá Jón Kristjánsson,
svo Siv Friðleifsdóttir og loks Guð-
laugur Þór Þórðarson. Á þessum
tíma störfuðu tveir fjármálaráð-
herrar Geir H. Haarde og Árni
Mathiesen.“
Mjög skiptar skoðanir eru um
stefnuna í heilbrigðismálum?
„Breytingin á sl. tíu árum er
mikil. Í upphafi þessa tímabils ef-
uðumst við ekki um að heilbrigð-
isþjónusta væri félagslegt viðfangs-
efni sem ætti að þjóna öllum með
sama hætti, rétt eins og menntun.
Og þannig hefur þetta verið fram-
undir þetta. Nú finnst mér málin
hins vegar snúast um spurninguna:
„Getum við mætt kröfum almenn-
ings?“ Það er enginn efi um að
sjúklingur er kröfuharðari en hann
var, með löggjöf hefur staða hans
verið styrkt til að fá þjónustu. Við
fólk er sagt: „Þið eigið rétt – þið
eigið að gera kröfur og að ykkar
þörfum sé mætt.“ Nútíma sjúkling-
ur hefur ekki mikla biðlund.
Nú erum við stödd á kross-
götum, viljum við leggja meiri fjár-
muni í heilbrigðisþjónustu, hvort
sem það eru opinberir fjármunir
eða einkafjármunir? Þegar efna-
hagur fólks styrkist, eins og hefur
gerst undanfarin ár hér á landi, þá
segir það: „Ég vil leggja meira í
heilbrigðisþjónustu og fá góða
þjónustu strax.“ Hitt sjónarmiðið
er að samfélagið er kannski ekki
reiðubúið að mæta þessum kröfum
í gegnum skatta.“
Hvað er dýrast í heilbrigðiskerf-
inu?
„Heilbrigðiskerfið í heild sinni
tekur til sín 9,2% af vergri lands-
framleiðslu og það er töluvert mik-
ið borið saman við ýmislegt annað.
Þetta virðist þó ekki vera nægilegt
til að mæta þörfum fólks nú. Hvar
er vöxturinn nú? Hann er ekki á
Landspítalanum, hann er m.a. í
einkaþjónustunni. Landspítalinn
veitir þó miklu meiri þjónustu en
hann gerði fyrir tíu árum með lítt
breyttum fjármunum og mér finnst
það dágóður árangur. Biðlistum
hefur verið eytt að mestu nema
hvað snertir hjartaaðgerðir, bækl-
unaraðgerðir og augasteinsaðgerð-
ir.
Meginmeinsemdin er sú að það
er of ófullkomið samband á milli
þess hvernig fjárveiting til sjúkra-
hússins er ákveðin og þeirrar þjón-
ustu sem vænst er að spítalinn
veiti. Það er ófullkomin aðferð að
láta Landspítalann hafa 30 millj-
arða á ári og segja: „Þetta er fyrir
öllu?“ Erlendis er þetta ekki gert
svona.
Það er búið að kostnaðargreina
spítalann enda á milli og við vitum
hvað hver og ein aðgerð kostar,
það ætti að miða fjárveitingar við
þessa kostnaðargreiningu. Land-
spítalanum er sagt að forgangsraða
en það er erfitt mál. Við viljum
helst veita öllum góða þjónustu,
óháð aldri, stöðu eða stétt.“
Er fólk sent heim hættulega
fljótt núna?
„Sú breyting hefur orðið að legu-
dögum á Landspítalanum hefur
fækkað en miklu fleiri koma á dag-
og göngudeildir og ég treysti
starfsmönnum fullkomlega til að
greina á milli hvaða fólk er óhætt
að útskrifa, hvenær sjúklingur er
ferðafær. Spítalinn er vissulega yf-
irfullur en hitt er það að í nútíma-
þjónustu eru sjúklingar ekki látnir
liggja lengur inni en bráðnauðsyn-
legt er. Hins vegar vantar staði
sem hægt er að senda fólk á eftir
að sjúkrahúslegu lýkur, t.d. skortir
tilfinnanlega öldrunarúrræði.
Mér hefur ekki síður verið annt
um þjónustu við sjúklinga en hinn
fjárhagslega rekstur Landspít-
alans.
Kostnaður vegna tækjakaupa og
nýrra lyfja eru eitt af því sem vax-
ið hefur mjög undanfarin ár. Ým-
islegt hefur verið leyst með aukinni
tækni en svo er auðvitað álitamál
hve fljótt eigi að taka hér upp nýja
tækni, ætli við séum ekki á svipuðu
róli hér í þeim efnum og nágranna-
löndin. Ef við ráðumst í dýrar
framkvæmdir á þessum sviðum þá
endar það sem svokallaður „halli“ á
spítalarekstrinum. En mín skoðun
er að fólk vill fá eins góða heil-
brigðisþjónustu og hægt er og það
er viðtekin skoðun í velferðarríki
þar sem efnahagur er góður.“
Skyndilegt
brotthvarf frá starfi
Þú hættir skyndilega störfum,
hvað olli því?
„Í öll skiptin sem skipt var um
heilbrigðisráðherra bauðst ég til að
hætta störfum ef það mætti þjóna
betur þeim markmiðum sem við-
komandi ráðherra hefði sett sér.
Mér finnst þetta ágætis embættis-
mennska. Niðurstaðan var sú að ég
hélt áfram störfum mínum þar til
Guðlaugur Þór tók við sem heil-
brigðisráðherra. Við hina fyrri heil-
brigðisráðherra hafði ég mikið og
beint samband, bæði til að upplýsa
þá og til að ræða málefni Landspít-
alans. Það skorti kannski svolítið á
þetta samband milli okkar Guð-
laugs Þórs. Hann kaus að fara aðr-
ar leiðir. Eitt af því sem hann
gerði var að koma á svokallaðri til-
sjónarnefnd undir formennsku Vil-
hjálms Egilssonar og vísaði málum
þangað til umfjöllunar. Með þessu
móti varð minna úr beinu sam-
bandi okkar Guðlaugs. Ráðherrar
mega auðvitað velja sér tiltekið
vinnulag, það er ekkert athugavert
við það. Tilsjónarnefndin er í raun
að fjalla um sömu mál og forstjóri
og spítalastjórnendur hafa hingað
til gert. Hún fer nú yfir útreikinga
og ákvarðarnir starfsmanna Land-
spítala, auk þess að skoða grund-
völl spítalans, hlutverk hans og
skipulag og fleira. Með þessu fyr-
irkomulagi fannst mér búið að
veikja hlutverk forstjóra Landspít-
ala meira en góðu hófi gegndi. Mér
fannst þessi nefnd komin talsvert
inn á verksvið forstjórans. Við
ræddum þetta í mesta bróðerni
Guðlaugur Þór og ég og komumst
að þeirri niðurstöðu að best væri
að ég breytti til.
Ef samvinnan er ekki fullkomin,
traust og trúnaður milli ráðherrans
og forstjórans, þótt í annan búning
sé sett, þá er grundvöllurinn að
mínu viti brostinn. Ég neita því
ekki að hún hefur angrað mig tölu-
vert þessi nefndaskipan. Mér
fannst ekki sérstakt tilefni til að
setja á fót nefnd sem vinnur eins
og forstjóri og stjórnir spítalans
gera. Mér finnst það eins og að
setja frakka yfir yfirfrakka.“
Telur þú aðferð Guðlaugs Þórs
skilvirkari leið við stjórnun Land-
spítala?
„Nei, ég tel ekki að svo sé. Öll
lagaumgjörð hins opinbera und-
anfarin ár hefur miðað að því að
auka ábyrgð og skyldur forstjóra
Morgunblaðið/Golli
Kveðjustund Magnús Pétursson þekkir
hundruð starfsmanna Landspítala með nafni
og fór um sjúkrahúsið til að kveðja starfs-
fólk áður en hann hætti fyrir mánaðamót.
Morgunblaðið/Jim Smart
Uppsagnir? Í mörg horn er að líta hjá stjórnanda stórs sjúkrahúss. Þarna ræðir Magnús Pétursson við fulltrúa
nokkurra stéttarfélaga vegna samdráttaraðgerða sem þá var óttast að leiddu til uppsagna.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Áttatíu rúm Magnús Pétursson, forstjóri LSH, afhendir hér Hjálp-
arstarfi kirkjunnar 80 rúm frá spítalanum þegarsamtökin unnu að
söfnun hjúkrunargagna sem send voru til Kabúl á vegum utanrík-
isráðuneytisins er Ísland tók við stjórn alþjóðaflugvallarins þar.