Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 29
inn í fjármálakerfið. Við erum komn-
ir með meistarapróf, en það verður
ekki fyrr en þá sem við fáum dokt-
orsprófið.“
– Það hefur verið talað um eig-
endakrísu hjá Glitni, meðal annars
vegna erfiðleika FL Group. Held-
urðu að endurskipulagning hjá
Baugi hafi jákvæð áhrif?
„Ég held það, nú eru fleiri fjár-
festar að baki hlut Baugs í FL
Group. En FL Group er fjárfest-
ingafélag sem hefur unnið af ábyrgð
úr sinni stöðu og sýnt Glitni mikinn
stuðning. Ég hef yfir engu að kvarta
við þá, en einhverra hluta vegna hef-
ur þeim verið kennt um allt sem af-
laga fer. Erlendir fjárfestar leggja
mikið upp úr dreifðri eignaraðild og
við búum að því leyti ágætlega, að
við erum með dreifðan hóp af hlut-
höfum.“
– Eru eignatengsl of mikil í ís-
lensku viðskiptalífi?
„Við réðumst í tiltekt í þeim efn-
um eftir krísuna 2006. Jarðvegurinn
var því vel undirbúinn og bankarnir
eiga hrós skilið fyrir það. Það er ekk-
ert venjulegt sem gengið hefur á og
ég er ekki viss um að margir bankar
í heiminum hefðu staðist að vera frá
mörkuðum í sex til sjö mánuði!“
– Þannig að krísan árið 2006 var
holl lexía?
„Hún var það besta sem gat komið
fyrir. Við fengum brunaæfingu og
þurftum að fara yfir ferlana í kjölfar-
ið: „Þessi stigagangur er ekki opinn.
Hann þarf að komast í lag.“ Og út-
sjónarsemin hefur nýst okkur vel –
menn gefast ekki auðveldlega upp.
Íslendingar geta verið stoltir af því,
sama hversu menn elska að hata
bankana núna, þá hafa þeir staðist
þessa þolraun vel.“
– Hefur það vakið tortryggni að
eigendur bankans séu einnig í mikilli
útrás og lánsfjárþörf?
„Mikið hefur verið spurt um það,
sem eðlilegt er. En það eru stórir
eigendur í öllum íslensku bönk-
unum, sem allir eru virkir í við-
skiptum. Þessi mál hafa verið
gagnsæ hjá okkur, farið er eftir
reglum Fjármálaeftirlitsins og þau
fara í gegnum stjórn bankans. Sum-
um verkefnum getum við sinnt, öðr-
um ekki. Fagmennska í íslenska
fjármálakerfinu hefur aukist og ég
held að við séum ekkert frábrugðin
öðrum þjóðum í þessum efnum.“
Ekkert persónulegt
– Ef þú hefðir vitað hvað var fram-
undan, hefðirðu samt sest í for-
stjórastól Glitnis fyrir ári síðan?
„Það þýðir ekkert að rýna í bak-
sýnisspegilinn. Maður verður bara
að horfast af ábyrgð í augu við þau
verkefni sem tekist er á við og gera
sitt besta. Við sem erum í þessari
stöðu njótum þess að vinna með
stórum hópi af hæfileikaríku fólki og
það stendur upp úr. Þetta eru allt
verkefni, miserfið og ekki alltaf
skemmtileg. Ljóminn lýsir gjarnan á
þann sem er í forsvari fyrir verk
starfsmanna sinna og hann verður
því líka að geta staðið í fæturna þeg-
ar á móti blæs. Við lifum á áhuga-
verðum tímum.“
– Eigum við að sleppa krónunni?
„Ég held að við séum í svolítið erf-
iðri stöðu og þurfum að gera upp við
okkur hvert við viljum fara með hag-
kerfið. Ef við viljum opna fyrir meiri
alþjóðavæðingu og alþjóðlegri fjár-
málastarfsemi, þá er einfaldast að
fara í gjaldmiðil sem er partur af
stærra kerfi. En þetta gerist ekkert
á augabragði, fyrst þurfum við að
skapa stöðugleika. Það er nauðsyn-
legt að krónan sveiflist í samræmi
við helstu viðskiptamyntir okkar, því
annars er erfitt að vinna með hana.
Og það hefur ekki tekist, hverju sem
um er að kenna. Við höfum reynt það
lengi án árangurs og ef grunnein-
ingin í hagkerfinu er erfið, þá þurf-
um við að velta því fyrir okkur hvað
er landinu fyrir bestu, til þess að
tryggja áframhaldandi hagsæld. Það
er erfitt að vera með minnsta gjald-
miðil í heimi og auðvitað gefum við
höggstað á okkur. Ef einhver
ákveður að fara gegn krónunni, þá
er það ekkert mál. Ef menn gátu
fellt breska pundið, þá geta menn
leikið sér að íslensku krónunni. Við
verðum að horfast í augu við það.“
– Var gerð aðför að íslenskum
fjármálamarkaði?
„Við erum hluti af alþjóðlegu fjár-
málakerfi og þegar menn sjá tæki-
færi til að hagnast verulega með því
að djöflast á markaði, þá er engin
ástæða til að taka því persónulega.
Menn stunda viðskipti til að hagnast
á því. Ef þeir geta auðveldlega
hreyft markaði, þá munu þeir gera
það.“
– Tóku íslensku bankarnir þátt í
slíkri aðför?
„Nei, þeir þurftu að verja eigið fé
gagnvart sveiflu sem var fyrirsjá-
anleg, en ekki má gleyma því að þótt
hagnaður myndist í krónum talið, þá
erum við ekkert ríkari í útlöndum.
Menn tóku bara stöðu í evrum. Svo
veiktist krónan, en þetta er ennþá
sömu evrurnar. Við getum ekki keypt
fleiri pylsur og kók í Frakklandi, þó
að það sé hægt tímabundið á Íslandi,
þar til skriður kemst á verðbólguna.
Það er mikilvægt að horfa á þetta
svona. Sá eini sem tapar á þessu til
skamms tíma er sá sem er með
tekjur í krónum. Við erum með mikla
starfsemi erlendis og þurfum því að
verja okkar höfuðstól.“
– Hvenær fara landsmenn aftur að
geta fengið evrulán?
„Eiga menn að taka evrulán? Er
gjaldmiðillinn okkar ekki króna?
Eiga menn ekki að taka lán í krón-
um? Það er órökrétt að taka erlend
lán á móti tekjum í krónum. Ég held
að skuldabréf muni opnast á ein-
hvern hátt bráðlega, en það er viss-
ara fyrir alla að fara varlega í þessu
umhverfi, fara sér hægt í fjárfest-
ingum og skuldsetningum, sér-
staklega ef þeir taka erlend lán á
móti tekjum í krónum. Krónan
veiktist um 23% á fyrsta ársfjórð-
ungi og það er ljóst að bankarnir
munu haga lánveitingum í takt við
þetta – annað væri óábyrgt af þeim.“
– Er ekki skiljanlegt að fólk vilji
skipta yfir í erlend lán, úr því krónan
hefur veikst svona mikið, og von um
gengishagnað?
„Jú, auðvitað vilja allir gera það,
en því miður er heimurinn ekki tilbú-
inn að lána Íslendingum mikið af er-
lendum gjaldmiðlum í augnablik-
inu.“
– Og álver rís í Helguvík?
„Það hefur áhrif til skamms tíma
að það kemur fjárfesting inn í kerfið
og til lengri tíma litið er jákvætt að
við aukum gjaldeyristekjur þjóð-
arbúsins. Og það getur hjálpað í
samdrætti að fá aftur viðskiptahalla
og koma hjólunum aftur af stað. Síð-
an getum við spurt hvort við viljum
ekki einnig fjölbreyttari orkufrekan
iðnað, til dæmis vefþjónabú. Við
þurfum fjölbreyttari og fleiri stoðir
undir íslenskt efnahagslíf. Við hjá
Glitni viljum leggja okkar af mörk-
um til að svo megi verða.“
» Ljóminn lýsir gjarnan á þann sem er í for-
svari fyrir verk starfsmanna sinna og hann
verður því líka að geta staðið í fæturna þegar á
móti blæs. Við lifum á áhugaverðum tímum.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 29
Vorráðsstefna Matís og Matvælastofnunar (Mast)
16. apríl 2008 á Hilton Reykjavík Nordica
Matur, öryggi og heilsa
Hvaðan kemur maturinn okkar og hvað er í honum?
Matvælastofnun
www.mast.is
Þér er boðið á vorráðstefnu
Matís og Matvælastofnunar
Matur, öryggi og heilsa, ráðstefna á
vegum Matís og Matvælastofnunar fer
fram á Hilton Reykjavík Nordica þann
16. apríl 2008. Á ráðstefnunni, sem er
frá 12:30 til 16:30, verður leitast við
að svara spurningum á borð við hvers
vegna rekjanleiki matvæla verður sífellt
mikilvægari, hvað felst í staðbundinni
matvæla-framleiðslu, hverjar eru helstu
hætturnar tengdar matarsjúkdómum
og hvað ný matvælalöggjöf Evrópu-
sambandsins þýðir fyrir Ísland.
Bás 1 Matfugl ehf.
Kynning – gæðastýring við kjúklinga-
framleiðslu sérstaklega er varðar öryggi
framleiðslunnar.
Kynning á kjúklingaréttum.
Bás 2 MS
Kynning - innri eftirlitskerfi í mjólkuriðnaði
og öryggi mjólkurvara.
Kynning á framleiðsluvörum.
Bás 3 Sölufélag garðyrkjumanna
Kynning – gæða- og öryggiskröfur sem
gerðar eru til grænmetis.
Bás 4 Matís
Hraðvirkar mælingar hjá Matís
Bás 5 Matís
Þjónustu- og öryggismælingar Matís
Bás 6 Matvælastofnun
Almenn kynning á starfsemi MAST
Dagskrá ráðstefnunnar
12:30 – 16:30
Kynning
Ráðstefnustjóri er María Ellingsen
13:00
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna.
13:15
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.
13:25
Jón Gíslason, forstjóri MAST.
1. hluti
13:35
Alisdair Wotherspoon, Food Standards
Agency (FSA), UK.
Food Safety – Global trade and new
challanges in Food Safety.
14:05
Franklín Georgsson, Matís.
Matarsjúkdómar á Íslandi – þróun á Íslandi,
helstu hættur og samanburður við aðrar
þjóðir.
14:20
Jón Gíslason, MAST.
Innleiðing á heildarlöggjöf EU á sviði
matvæla – þýðing fyrir Ísland og
matvælaöryggi.
14:35
Hlé – kynning á básum.
2. hluti
15:05
Rúnar Gíslason, Kokkarnir ehf.
Stóreldhús - öryggi við matreiðslu og
þjónustu á stórveislum.
15:20
Friðrik Valur Karlsson, Friðrik V.
Uppruni hráefnis á veitingastöðum.
15:35
Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Matís.
Staðbundin matvælaframleiðsla – tækifæri
og ógnir.
15:50
Reynir Eiríksson, Norðlenska.
Mikilvægi rekjanleika fyrir öryggi matvæla.
16:05
Davíð Gíslason, ofnæmislæknir.
Fæðuofnæmi og fæðuóþol.
16:20
Helga Gunnlaugsdóttir, Matís.
Íslenskt umhverfi og aðskotaefni.
16:35
Samantekt og ráðstefnuslit.
16:45
Móttaka og kynning í básum
Aðgangur ókeypis
Nánari upplýsingar eru á:
www.matis.is
Okkar rannsóknir
allra hagur