Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 31

Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 31
herða. Hann hefur ekki alltaf þurft að segja margt til þess að mér liði betur og gengi betur. Fyrsta samvinna okkar var á fjórða ári í MH, þar sem hann stýrði Paradísareyjunni sem var unnin upp úr sögunni um Flugna- höfðingjann. Ég lék aðalvondagaurinn og ég held að það hafi verið meðvitað hjá honum að setja mig í það hlutverk, þar sem það dugði ekki að vera blíð og góð, heldur fann ég hjá mér dimma hlið sem ég hef ekkert grafið aftur. Pabbi er skemmtilegur maður og góður samstarfsmaður. Eftir að ég útskrifaðist höfum við unnið saman í lítilli sýningu hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna, í dansleik- hússkeppni Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins og barnaleikritinu Hafið bláa; þar lék ég hlýra og hann gamlan karfa og svo lékum við bæði þara, sem dansaði og söng. Hann átti það til framan af að leggja mér einhverjar línur og það var hundfúlt að viðurkenna það að hann hefði jú 30 ára starfsreynslu fram yfir mig. En í fyrravor lékum við saman um borð í varðskipinu Óðni og fórum með okk- ar hluta í skipherrakáetunni upp í 60 sinn- um á kvöldi. Þarna komst einhvern veginn jafnvægi á milli okkar. Við vorum ekki lengur faðir og dóttir, heldur tveir leikarar á jafnréttisgrundvelli að leika saman í verki á okkar forsendum. Þegar ég var í Nemendaleikhúsinu fékk fiðlupabbi einhvern fiðring út af því að ég var ekki tággrönn og ljóshærð! Hann vildi að ég yrði fjallkonan sjálf. Ég átti að aflita hárið og grenna mig. Fiðlupabbi hættu sagði ég þá. Fiðlupabbi hættu. Þegar við frumsýndum lokaverkefnið Draumleik, þá vakti hann mig um morguninn, hristi mig og sagði: Þú veizt að þegar fólk er komið í salinn, þegar það er komið kjöt, þá verður þú að tala miklu hærra. Þú veizt það? Þú veizt það, er það ekki? Hann hefur þann kæk að fitla við hægri augabrúnina þegar hann er hugsi. Ég geri þetta líka, veit reyndar ekki hvort ég apaði þetta eftir honum af því mér fannst það svalt eða hvað. Alla vega þá gerum við þetta bæði. Einu sinni ákvað hann að við ættum að gera eitthvað í því hvað við áttum erfitt með að syngja fyrir framan fólk. Við stofn- uðum The Petersons og sungum, ég spilaði á gítar og hann á fiðlu. Við vorum óþolandi í fjölskyldunni á þessum tíma, tróðum upp í tíma og ótíma, það var ekki svo aumt fjöl- skyldupartí að The Petersons stigju þar ekki á svið. Reyndar létum við ljós okkar skína einu sinni utan fjölskyldunnar þegar við sungum í brúðkaupi vinafólks okkar. Það tókst alla vega ekki verr en svo að þau vilja þekkja okkur áfram! En í alvöru þá hristi þetta söngstressið af okkur. Pabbi nálgast hlutina mikið svona. Hann lítur á þá sem verkefni sem þarf að leysa og gengur bara hiklaust í það. Ég hitti oft fólk sem þekkir til hans og finnst hann yndislegur maður. Ég held að ég fái pinkubónus fyrir að vera dóttir hans. Það hafa svo margir sagt mér sögur um hann. Ég kann fullt af sögum um hann sem hann veit ekki að ég veit! »Hann er slíkur snyrtipinni að það er leitun að öðrum eins. Svo vill hann henda dóti og einu sinni kom hann inn í herbergið mitt með svartan ruslapoka, en ég stóð með mínu dóti og þá sló í brýnu með okkur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 31 Árni Pétur Ég man eins og gerzt hefði í gær þegar Aðalbjörg kom í heiminn. Við Þóra bjuggum þá í Danmörku, þar sem hún vann á ríkisspítalanum og ég lærði leiklist. Vinkona okkar kom í heimsókn og ég fór með henni niður í þvottahús, þar sem Þóra var að þvo. Þegar við komum niður stóð Þóra í keng við þvottavélina, horfði á okkur angistaraugum og missti vatnið. Við þustum út í bíl og til sjúkrahússins, Þóra hjúkrunarfræðingur, vin- kona okkar sjúkraliði og ég sonur fæðing- arlæknis. Ég var ósköp kokhraustur og sagði vinkonu okkar, sem ók, að ef barnið kæmi skyldi hún bara aka út í kant og ég myndi taka á móti barninu eins og ekkert væri. En það fór nú ekki svo að ég tæki á móti Aðal- björgu, hún fæddist á sjúkrahúsinu og var bæði lifandi og fallegt barn. Daginn eftir þegar ég kom í heimsókn til þeirra mæðgna var verið að fara með pínu- lítið barn í kassa af fæðingardeildinni og ég heyrði hjúkrunarfólkið hvískra; hann er fað- irinn, hann er faðirinn. Barnið okkar var flutt af fæðingardeildinni á gjörgæzludeild, hún var fædd fyrir tímann og ósköp lítil, en svo braggaðist hún og er nú ekki lítil leng- ur. Aðalbjörg var ósköp þægt barn, það voru aldrei nein vandamál með hana. Við Þóra bjuggum í hippakommúnu í Danmörku og heimkomin í kommúnu fyrir austan fjall; Skunkinum. Aðalbjörg er afsprengi vináttu okkar. Hún var planlögð og er einkabarn og vandist því að búa þröngt. Það þýddi ekkert að segja við hana: við foreldrarnir og þú, hún þoldi ekki að vera dregin í annan dilk en fullorðna fólkið. Hún er samkvæm sjálfri sér, en alls ekki ósveigjanleg. Hún er ákaflega varkár, ég held hún hafi ekki gengið ein yfir götu fyrr en hún var tólf ára. Hún hefur alltaf verið auðveld stelpa og vel liðin. Blíðlyndi sækir hún í móðurættina, amma hennar, Þorbjörg Kristinsdóttir lat- ínukennari, var kölluð Puella bona og Krist- inn rektor faðir Þorbjargar þéraði köttinn sinn þegar hann bað hann að eftirláta sér hægindastólinn! En hún sækir stjórnsemi í báðar ættir. Hún sagði stundum við mig: „Pabbi, það líð- ur öllum bezt þegar ég stjórna.“ Þetta var á þeim árum þegar hún ætlaði að verða fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Það væri hins vegar rangt að segja, að hún tæki öllu steinþegjandi og hljóðalaust. Hún hefur sitt skap. En blíðlyndið hefur bara betur þegar til kastanna kemur. Það var í mesta lagi þegar hún var búin að búa til Vatnsdalshóla í herberginu sínu, fata- hrúgurnar út um allt og ég sagði „taktu til“ að hún smátautaði svona „helvítis helvíti“, sem ég mátti heyra en átti ekki að heyra. Og ég veit að hún stóð á svölunum hjá vinkonu sinni og þær gerðu hróp að körlum sem fóru framhjá. Lengra náðu uppreisnirnar ekki. Og ekki varð hún uppreisnargjarnari með aldrinum. En hún kallar mig fiðlupabba, það er pabbinn sem í blindum metnaði rekur barnið sitt áfram við að æfa sig á fiðluna. Við Þóra vorum í þeim hópi, sem stofnaði íhaldssama foreldrafélagið, sem setti meðal annars þær reglur að aldrei væru haldin partí nema fullorðinn væri á heimilinu og blönduð partí alls ekki nema mamma og pabbi væru heima. Ef Aðalbjörg fór eitthvað þá ókum við henni alltaf og ég sótti hana. Svona var þetta þar til hún var komin í ann- an bekk í menntaskóla. Framan af held ég að henni hafi fundizt þetta skrýtið, svo bara þægilegt og vinkonum hennar fannst ágætt að fá far hjá kallinum fyrst hann var að keyra þetta á annað borð. Og það var allt í lagi að hún færi á útihátíð. Ég tjaldaði bara fyrir utan mótssvæðið. Aðalbjörg hefur alltaf verið í skemmti- legum og góðum félagsskap. Þær vinkon- urnar léku sér lengi vel með dúkkur og létu áfengi og tóbak eiga sig. Það voru aldrei nein vandamál þegar þessi krúttkynslóð fór á djammið. Ég held að Aðalbjörg hafi búið til þessa skemmtilegu hópa í kringum sig. Þegar hún hætti við Sameinuðu þjóðirnar og ákvað að gerast leikari varð ég afskaplega glaður. Ég var svo sem alveg tilbúinn til þess að horfa á hana verða verkfræðing eða lækni, það var fjárhagslega öruggari framtíð en leiklistin, en ég sá hana alveg fyrir mér vinna leiksigra á sviðinu. Með leikaradraumnum náði ég líka vissum tökum á henni. Þegar hún vildi fá göt í eyr- un þá sagði ég: það gengur ekki; þau sjást í nærmynd og tattú kemur ekki til greina því það er ekki hægt að meika yfir það. Þannig tók ég uppreisnirnar frá henni og hún lét það yfir sig ganga fyrir leiklistina. Ég hef aldrei leikstýrt henni eftir að hún útskrifaðist, en hún hefur verið á einhverjum námskeiðum hjá mér. Svo lékum við saman í litlu Listahátíðarverki, tvö ein í varðskips- káetu og lékum upp undir 20 sinnum á kvöldi. Fyrst var ég með einhverjar at- hugasemdir um það hvernig hún ætti að gera þetta eða hitt, en svo fattaði ég allt í einu að stelpan mín var orðin sjálfstæður listamaður. Á því augnabliki breyttist samband okkar, ég fann að mér var óhætt að gefa eftir, hún stóð fyrir sínu. Ég hef þó ekkert slakað á at- hugasemdunum varðandi klæðaburð hennar! Það er svo gaman að dóttir mín skuli vera í sama fagi og ég. Það má segja að hún hafi alizt öðrum þræði upp í leikhúsinu, en hún var stórt barn eftir aldri og komst því ekki á svið þá. Svo fór hún í leiklistina á sínum eigin forsendum. Nú ræðum við hlutina á jafnrétt- isgrundvelli og hún er dugleg við að passa að ég fari ekki of mikið í fiðlupabbann. Hún er líka með þessi leikaraeinkenni; fullkomnunar- áráttu, biturleika og höfnunartilfinningu. Þegar henni finnst þau keyra úr hófi fram hjá mér segir hún: pabbi, art’s anonymous, art’s anonymous. Og ég svara henni í sömu mynt, þegar sá gállinn er á henni. Ég hugsa oft hvað við móðir hennar erum rosalega heppin með Aðalbjörgu. Hún sækir jörðina í mömmu sína og getur þá verið á flugi með pabba. Stundum brestum við í dans. Sem barn var hún alltaf rifin út á gólf og í dans og þetta býr í henni ennþá. Svo hringir hún í mig og segist vera að kafna og mygla. Þá förum í góðan göngutúr. Hún er mikil pabbastelpa. Hún hefur átt sín skot og ég veit að einhvern tímann kem- ur annar karlmaður inn í líf hennar! Og satt að segja bíð ég spenntur eftir tengdasyn- inum. Ég er auðvitað með plan B uppi í erm- inni til að losna við hann ef hann reynist henni ekki vel! Hún lofaði mér einu sinni barnabarni innan tíu ára og hún hefur enn átta ár og þrjá mánuði til stefnu. Aðalbjörg er rosalega geislandi persóna, bæði prívat og á sviði. En hún er vatnsberi og því þarf maður að passa, hvað sagt er við hana og hvernig, því hún er hörundsár. Svo er hún strangheiðarleg stelpan og hrein- skiptin. Og hún er góð, of góð. Það getur verið bæði kostur og galli. Ef hún væri 25% minna góð, þá væri hún samt meðal þeirra beztu. Og hún mætti standa betur með sjálfri sér. Hennar galli er draslarahátturinn. Hún gengur ekki frá fötunum sínum, en safnar þeim og alls kyns dóti í hauga. Reyndar hef- ur hún lagast hvað þetta varðar með aldr- inum. Nú er hún komin á fljúgandi karríer. Hún er sjálfstæður listamaður og fær um að stjórna sínum ferli. Hún virkilega blómstrar í Gítarleikurunum og ég fer rólegur til Mexíkó. Ég hef lofað henni að hér eftir hagi ég mér vel þegar hún stendur á sviðinu. En auðvitað verð ég á hliðarlínunni, tilbúinn í hvað sem er! freysteinn@mbl.is Rosalega geislandi persóna bæði prívat og á sviði » Svo er hún strangheiðarleg stelpan og hreinskiptin. Og hún er góð, of góð ... Ef hún væri 25% minna góð, þá væri hún samt meðal þeirra beztu. Og hún mætti standa betur með sjálfri sér. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Aðalbjörg Þóra Árnadóttir fæddist 7. febrúar 1980, dóttir Þóru Ingibjargar Árnadóttur og Árna Pét- urs Guðjónssonar. Eftir stúdentspróf frá MH flakkaði hún um heiminn í eitt ár en hóf svo nám við leiklistar- deild Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist 2005. Hún lék m.a. í Footloose og er nú á árssamningi við Borgarleikhúsið, þar sem hún hefur leikið í Líki í óskil- um og Gosa og nú Gítarleikurunum. Árni Pétur Guðjónsson fæddist 19. ágúst 1951. Foreldrar hans eru Friðný G. Pétursdóttir frá Oddsstað í Melrakkasveit og Guðjón Guðnason, yfirlæknir Fæðing- arheimilisins í Reykjavík. Árni Pétur nam við MR og vann fyrstur íslenzkra karla á barnaheimili. Síðan lærði hann við Ríkisleiklistarskólann í Kaupmannahöfn og tók leiklistarkennarapróf ytra, starfaði með norrænum leik- hóp í 6 ár, sótti ýmis námskeið í Danmörku og heimkom- inn til Íslands lauk hann leiklistarnámi í Reykjavík 1987. Hann hefur leikið, leikstýrt og kennt, starfaði hjá Borg- arleikhúsinu 1989-2000 og hjá Vesturporti síðan. Hann er nú í Mexíkó í leikferð með Kommúnuna. Sandkastalafólkið Aðalbjörg og Árni á góðri stundu í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.