Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 35
heyrðum ekki betur en einhver kall-
aði á íslensku: „Er einhver hér að
passa túrista?“
Og já, heldur betur; Zorrow víkur
ekki frá lærisveinum sínum svo mik-
ið sem eitt andartak og segir okkur
hvenær á að sitja og standa. Pínulítil
fótboltaamma kemur trítlandi í full-
um skrúða með regnhlíf eins og
Amma Mús og allir faðma hana að
sér og taka mynd; líka ég. Áhang-
endur Flórensmanna eru aftur á
móti hafðir á sérstökum stað í eins
konar búri svo þeir geri engan ósk-
unda af sér.
Sjóið byrjar á því að Napólí-
markvörðurinn kemur og dansar
einhvers konar ræl eða einkadans
um allan völlinn undir dynjandi lófa-
taki. Eins gott fyrir markverði að
kunna að dansa, lauma ég að mínum
upprennandi markmanni sem púar á
alla dansskóla. En aumingja Flór-
enskallarnir eru auðvitað púaðir nið-
ur um leið og þeir birtast, þrátt fyrir
sína fallegu fjólubláu búninga.
Ráfað um í 11 mínútur
og reynt að skora
Dómararnir voru nú búnir að
gera stífar teygjuæfingar í hálftíma
en enn virðist langt í leikinn. Allt er
að fyllast en ekkert bólar á skylm-
ingaþrælum Napólímanna sjálfra,
nema markmanninum og einum
framherja. Löggan flýgur stöðugt
yfir á helikofterum. En svo þegar
loks er flautað til leiks kemur fá-
viska mín í ljós, enda er þetta minn
allra fyrsti fótboltaleikur utan að
hafa horft á sex til sjö ára stráka á
Íslandi sparka eina helgi uppi á
Akranesi. Nema hvað mér sýnist ná-
kvæmlega ekkert vera að gerast.
Sérfræðingur minn segir mér þó að
heilmikið sé í gangi og Napólímenn
hafi byrjað betur, fyrir utan smá-
kafla þegar Flórens-kallarnir voru
að gabba þá svolítið með þríhyrn-
ingi … ókei! Svo sýnist mér þeir
skalla hver annan alveg svakalega
hérna, en það er víst alltaf svoleiðis
segir sérfræðingurinn.
Skorar svo allt í einu hann La-
vezzi litli frá Argentínu mark fyrir
Napólí og þá var nú gaman. Svo
halda allir áfram að ráfa um og
reyna að skora í svo sem 11 mínútur
í viðbót en þá skorar Lazzi litli aftur
mark og allt ætlar vitlaust að verða.
Sjálfri líst mér vel á Calaio, númer
11, og eins einn lítinn spretthlaup-
ara, Sósa heitir hann, númer 9.
Eftir hlé grípa Flórensmenn til
örþrifaráða og setja inn á ljótan karl
númer 17, Papa Waigo heitir hann,
og er allur hinn lymskulegasti. Ég
sé ekki betur en hann sé á háhæl-
uðum skóm en sérfræðingurinn seg-
ir mér að þetta sé nýjasta tíska í
takkaskóm. Mér er sama; alla vega
hagar hann sér svívirðilega þótt
hann sé á þessum dýru skóm; tekur
Napólímenn hálstaki og reynir að
toga þá niður í svaðið en er látinn
komast upp með það, þótt hinir og
þessir fái gult spjald fyrir minni
sakir.
Áfram Napólí, niður með
Flórensínu!
Æsist nú samkoman þegar stefnir
í óvæntan sigur á Flórens, menn
kveikja á rauðum neyðarblysum og
Zorrow er farinn að steyta hnefana,
sjúkraliðar eru á stöðugum hlaupum
inn og út af sviðinu, en enginn gefst
þó upp. Skarinn er farinn að syngja
einum rómi, 70.000 manns, og við
æpum: „Áfram Napólí, niður með
Flórensínu!“
Og svo er allt í einu allt búið og
allir syngja Napólílagið saman. Zor-
row verður aftur hinn ábyrgi stjórn-
andi og segir Ísleifi versgú að leiða
mömmu sína, og strollar svo með
okkur lærisveina sína gegnum um-
ferð og öryggistálma upp í rútu þar
sem hinir Equense-þorpararnir bíða
okkar og feðgarnir Rafael og Paolo
heldur glaðir að fara með okkur
heim eftir vel heppnaða ferð til Na-
pólí.
Á torginu bíður allt þorpið og allir
fá sér pízzu í bakaríinu sem hafði
opið fram á nótt af tilefninu. Zorrow
borðar með Ísleifi, kyssir okkur svo
góða nótt og segir okkur að drífa
okkur í háttinn.
Góða nótt, já, sjáumst á morgun.
Villihundarnir í Pompei spangóla
langt fram á nótt utan virkisveggj-
anna, annars friðsöm nótt í klaustri
heilags Francescos.
» Þegar inn til Napólíkom hlupum við í
halarófu rétt eins og
hermenn Mussolinis á
eftir Zorrow, hringinn í
kringum leikvang Heil-
ags Páls, og hvort sem
við fórum yfir götur,
umferðareyjar eða
mannmergðina, þá
klofnaði mannhafið á
undan honum.
m í Napólí
Höfundur er leikkona.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 35
!" # $
% &% ' (
! "##$
%!&%' (%"!")!*' %!
+*,,'"!" -
./"
01/
2
)
*+,-
3
,$!
'01!!
!
! , %"!4&%'!*%% %5!6/ '-"%" 50 !-%
'!*%% %!
01/
7 8* % 50 !5
' %!
'5" .5*!
01/
9 : (%"!")!*' %!
+*,,'" ; 8&
%
'01!!
< 8&
%="!
,&/=/
="!
,&/"!5>%
4 ,?(!/"""
'01!!
@"!
!
5"= "" .5*!
01/"! ,*$0"
5"!.
>!)*' %".+01"
'"
? /
01/5> !./0!*
1 2 3
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
80
76
0
Viðskipta-
málsverðir
Grand Hótel 17. apríl 2008
Bergþór Pálsson er einn
þekktasti óperusöngvari
þjóðarinnar. Hann hefur
skrifað bók um veislur og
borðsiði, auk þess hefur
hann haldið fjölmörg
námskeið um sama efni
fyrir stjórnendur fyrirtækja
og félagasamtök.
Við framkvæmd viðskipta er nauðsynlegt að hafa borðsiði á hreinu enda
fer stór hluti viðskipta fram við borðhald og í veislum.
Útflutningsráð Íslands stendur fyrir stuttu hádegisnámskeiði í borðhaldi
og „etiquette“ sem tengist viðskiptamálsverðum fimmtudaginn 17. apríl nk.
Leiðbeinandi er Bergþór Pálsson.
Námskeiðið fer fram á Grand Hótel, 4. hæð, og stendur yfir frá
kl. 11.00-13.00. Samskonar námskeið var haldið á vegum Útflutningsráðs
fyrr á árinu og komust færri að en vildu.
Fyrirlesturinn er ætlaður fólki í viðskiptum. Þar verður m.a. farið yfir
grunnatriði í borðsiðum og sætaskipan. Sá sem ber sig kunnáttusamlega
að við borðhaldið er vís til að hafa pappírana einnig á hreinu. Einnig verður
komið inn á hugarfar sem framkallar traust milli fólks í viðskiptum.
Verð á þetta skemmtilega námskeið er 5.900 kr. Hádegisverður er innifalinn.
Fjöldi sæta er takmarkaður.
Skráning fer fram í netfanginu utflutningsrad@utflutningsrad.is
eða í síma 511-4000. Nánari upplýsingar veitir Bergur Ebbi Benediktsson,
verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn