Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 39
Átak vegna ölvunar í Manchester
E
rlendu borgirnar, sem sérstaklega
er vísað til, eru Manchester og
London á Englandi, Auckland á
Nýja Sjálandi og Kaupmanna-
höfn. Í Manchester fór fram mikil
uppbygging skemmtistaða í mið-
borginni í kringum 1990 í stað verslunarkjarna.
„Þessi stefna endurspeglaði þróunina í mörgum
borgum Bretlands á sama tíma,“ segir í tillög-
unum. „Fljótlega greindi lögreglan í Manchester
aukningu á áfengistengdum vandamálum í mið-
bænum sem uxu í beinu hlutfalli við þessa miklu
uppbyggingu skemmtistaða.“ Tíu árum eftir að
fjölgun bara, klúbba og vínveitingastaða hófst í
borginni var mælirinn fullur: „Árið 2000 hóf lög-
reglan í Manchester samvinnu við borgaryfirvöld
þar, kráareigendur og fleiri, til að draga úr mið-
bæjarvandamálum og gera borgina öruggari. Úr
samvinnunni varð til verkefnið Manchester City
Centre Safe. Höfuðtilgangurinn með verkefninu
er að draga úr áfengistengdum vandamálum,
glæpum, óspektum og óþrifnaði í miðborginni.
Frá upphafi hefur verkefnið verið unnið í samráði
við ríkisstjórnina. Það hefur reynst árangursríkt
og verið notað sem fyrirmynd í 50 borgum í Bret-
landi og auk þess í borgum víða um heim, m.a. í
Stokkhólmi.“
Markmiðin með verkefninu voru fjórþætt, í
fyrsta lagi að efla samráð og samvinnu hagsmuna-
aðila til að draga úr alvarlegum líkamsmeiðingum
og slysum, í öðru lagi að efla samvinnu borgaryf-
irvalda og lögreglu við eigendur kráa og vínveit-
ingahúsa til að bæta stjórnun staðanna, í þriðja
lagi að semja og fylgja eftir reglum sem stuðla að
öruggari drykkju og í fjórða lagi að bæta ímynd
borgarinnar með því að draga úr drykkju og ólát-
um á almannafæri um nætur.
Þau vandamál, sem þarna eru rakin, hljóma
kunnulega. En hvað var gert til að bæta ástandið?
Settar voru reglur, sem bönnuðu áfengisneyslu á
almannafæri og gáfu lögreglunni um leið vald til
að taka áfengi af fólki á ákveðnum stöðum í borg-
inni. Settir voru upp gámar í miðbænum svo að
lögreglan gæti losnað við drykkjarílát. Áhersla
var lögð á sýnileika lögreglu þar sem vandræði og
glæpir höfðu verið áberandi.
Lögregla og öryggisverðir fylgdust með stræt-
isvögnum á ákveðnum leiðum auk þess sem örygg-
ismyndavélum var komið fyrir í þeim og vagn-
stjórar í beinu sambandi við lögreglu. Áhersla var
lögð á forvarnastarf fyrir almenning og fræðslu
um ábyrga áfengisdrykkju fyrir eigendur og
starfsmenn veitingastaða til að auka ábyrgð
þeirra í starfi. Að síðustu var lögð áhersla á skýr
ákvæði í leyfisveitingu og virkt eftirlit með vín-
veitingastöðum.
Síðan eru í tillögunum raktar þær aðgerðir, sem
gripið hefur verið til eða verið er að hefja í Lond-
on, Kaupmannahöfn og Auckland. Tillögurnar,
sem samráðshópurinn leggur fram, eru að miklu
leyti byggðar á þeim og er ástæða til að rekja þær.
Þar er lagt til að mótuð verði skýr stefna og skipu-
lagsmál bætt í borginni út frá þremur forsendum.
Bæta þurfi skipulag út frá umhverfisþáttum, ör-
yggi og samvist vínveitingastaða og íbúðabyggð-
ar. Skoða þurfi sérstaklega þéttni vínveitinga-
staða. Stuðla verði að því að gera miðborgina
öruggari, hreinni og fegurri en hún er nú og bæta
eftirlit og eftirfylgni.
Þá leggur hópurinn til að reglur um leyfisveit-
ingar og kröfur til vínveitingastaða verði endur-
skilgreindar. Vínveitingastaðir verði flokkaðir eft-
ir eðli þeirra og staðsetningu og umsækjendur
skilgreini fyrirhugaða starfsemi. Kröfur til þeirra,
sem reka vínveitingastaði, verði endurskilgreind-
ar. Markviss eftirfylgni með starfseminni verði
tryggð og afgreiðslutími þeirra vínveitingastaða
skilgreindur eftir eðli þeirra og staðsetningu.
Hópurinn vill skoða möguleika á að stofna til
samstarfs hagsmunaaðila um rekstur miðborgar-
innar og meta tækifæri til samstarfs í mikilvægum
átaksverkefnum, til dæmis gegn veggjakroti.
Myndaður verði samráðsvettvangur helstu hags-
munaaðila, borgarinnar, lögreglu, rekstraraðila,
íbúa o.s.frv. Á þeim vettvangi væri hægt að gera
samninga, meðal annars til að draga úr ofnotkun
áfengis og áfengistengdum vandamálum og efla
samstarf til að sporna við ofbeldi, skemmdarverk-
um og andfélagslegri hegðun.
Skipulag miðborgar endurmetið
H
ópurinn vill setja reglur um með-
ferð áfengis á götum úti og efla
öryggi með því að bæta sam-
göngur úr miðbæ um nætur,
tryggja sýnilega og öfluga lög-
gæslu og auka fjölda öryggis-
myndavéla. Að auki er lagt til aukið eftirlit með
veitingavögnum og sölu úr þeim að næturlagi og
að verkferlar verði gerðir skilvirkari til að bæta
viðbrögð við athugasemdum um frágang húsa.
Hópurinn leggur til að Skipulags- og bygging-
arsviði Reykjavíkur verði falið að hafa forgöngu
um að endurmeta skiplag miðborgarinnar í sam-
ræmi við markmið tillagna hans og leitað verði
fyrirmynda þar sem skipulag og þróunaráætlanir
ýmissa hverfa séu bundnari en hér.
„Með tilliti til núverandi ástands er lagt til að
sérstaklega verði greint sem fyrst hvort rétt sé að
draga úr þéttni vínveitingastaða í miðborg
Reykjavíkur,“ segir í tillögunum. „Einnig þarf að
skoða hvort ekki megi takmarka frekar opnunar-
tíma vínveitingastaða sem eru staðsettir á jaðri
íbúðarsvæða í miðborginni. Ennfremur er lagt til
að kannað verði hvort finna megi nýja staðsetn-
ingu fyrir einstaka vínveitingastaði í samráði við
leyfishafa og/eða draga úr nýjum leyfum fyrir vín-
veitingarekstri á jaðri íbúðasvæða.“ Er síðan vísað
til þess að viðamiklar rannsóknir sýni að þéttni
vínveitingastaða í miðborgum hafi áhrif á tíðni
áfengistengdra vandamála.
Það vekur sérstaka athygli að fulltrúar vínveit-
ingastaða í samráðshópnum skrifa undir þessar
hugmyndir og fleiri, til dæmis ábyrgð þeirra á
svæðum utan veitingastaðanna og tillögur um
markvissara eftirlit með vínveitingastöðum en nú
er.
Hins vegar var ósamkomulag um tillögur að
breyttu fyrirkomulagi afgreiðslutíma vínveitinga-
staða í miðborginni. Fulltrúar Reykjavíkurborgar
og íbúa lögðu til að gerð yrði tilraun með af-
greiðslutíma þeirra vínveitingahúsa, sem nú mega
hafa opið lengur en til kl. þrjú um helgar þannig að
þeim yrði lokað, til dæmis klukkan þrjú, en gest-
um leyft að vera áfram inni á staðnum í skilgreind-
an tíma, jafnvel til klukkan sex. Markmiðið er að
draga úr rápi og koma í veg fyrir að vandamál
skapist þegar allir fari út á sama tíma.
„Fulltrúar veitingamanna og kráareigenda í
starfshópnum taka ekki undir þessar hugmyndir,
telja þær illframkvæmanlegar og mótmæla þeim
kröftuglega,“ segir í tillögunum um viðbrögð
þeirra, en samt loka þeir ekki alveg á breytingar.
„Þeir geta þó fallist á að þar sem vandamál eru
mjög sýnileg geti einhvers konar aðgerðir í þessa
veru komið til greina.“
Hér hefur ekki verið fjallað um nema hluta af
þeim tillögum, sem samráðshópurinn lagði fram. Í
þessum tillögum ber í raun allt að sama brunni.
Rót vandans er drykkjuskapur og fyllirí. Það
sama má lesa úr erindum Hildigunnar Ólafsdóttur
og Jóns Óttars Ólafssonar, sem vísað er í hér fyrir
ofan. Borgaryfirvöld hafa ekki farið hátt með
þessar tillögur, en hins vegar er ljóst að ástandið í
miðborginni er óboðlegt þeim, sem þar búa, og
raunar er borgarbúum öllum nóg boðið. Í tillögum
samráðshópsins er tekið á vandanum og veitinga-
menn hafa gengist inn á það að gera þurfi gagn-
gerar breytingar. Nú er því lag til þess að koma á
umbótum í miðborginni, sem geta gert hana betri
og þróttmeiri og snúið við þeirri óheillaþróun, sem
þar hefur átt sér stað á undanförnum árum. En
það er ekki nóg að breyta skipulagi og starfs-
háttum. Verkefnið snýst líka um að breyta
drykkjusiðum heillar þjóðar – draga úr markvissri
ofdrykkju. Aðeins þannig verður hægt að draga úr
tilviljanakenndu ofbeldi og líkamsárásum á ís-
lenskum skemmtistöðum.
»Nú er því lag til þess að koma á umbótum í miðborginni,sem geta gert hana betri og þróttmeiri og snúið við þeirri
óheillaþróun, sem þar hefur átt sér stað á undanförnum árum.
En það er ekki nóg að breyta skipulagi og starfsháttum. Verk-
efnið snýst líka um að breyta drykkjusiðum heillar þjóðar –
draga úr markvissri ofdrykkju. Aðeins þannig verður hægt að
draga úr tilviljanakenndu ofbeldi og líkamsárásum á íslenskum
skemmtistöðum.
rbréf
Morgunblaðið/Kristinn
Næturlífið Samráðshópur um betri miðborg hefur lagt fram rækilegar tillögur til umbóta í miðborginni með yfirliti yfir aðgerðir í öðrum borgum, meðal annars til að sporna við ofdrykkju.