Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Sigluvogur 7 - Glæsileg risíbúð
Opið hús í dag milli kl. 14 og 15
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
LÖGG. FASTEIGNASALAR
Mikið endurnýjuð á glæsilegan hátt 105,6 fm 4ra herb. ris-
íbúð ásamt bílskúr sem er innréttaður sem stúdíóíbúð. Fallegur garður m/palli. Ný-
leg hvít eldhúsinnrétting. Fallegir stórir kvistir. Nýtt parket, björt stofa, 3 herb. og
glæsilegt bað. Róleg botngata, frábær staður. Sjón er sögu ríkari! Verð 29,9 millj.
Sólveig og Elvar taka vel á móti gestum. Teikningar á staðnum.
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
Skrifstofur okkar í
Reykjavík og Hafnarfirði
eru opnar alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali, Ásmundur Skeggjason, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Vélsmiðja Hornafjarðar rekur smurstöð og dekkja-
verkstæði, bifreiðaverkstæði og vélsmiðju.
Er í eignin 1900 fm húsnæði. Félagið er til sölu í heilu
lagi eða hlutum.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur hjá
Höfða í síma 895 3000.
Vélsmiðja Hornafjarðar
til sölu
KEPPNI hélt áfram í Meistaradeild
VÍS í hestaíþróttum fimmtudaginn
10. apríl. Að þessu sinni var keppt í
gæðingaskeiði og 150 m skeiði. Sú
nýbreytni var að mótið fór að þessu
sinni fram á félagssvæði Fáks í Víði-
dalnum en ekki í Ölfushöllinni eins
og fyrri mót. Það var frábært veður í
Víðidalnum en vallarskilyrðin voru
hins vegar ekki þau bestu en völl-
urinn var blautur og þungur. Það
dró samt ekki úr keppendum því þó
tímarnir væru ekki þeir bestu þá var
spennan mikil enda mikið af stigum í
húfi. Fyrir mótið á fimmtudaginn
var það sigurvegari Meistaradeild-
arinnar 2007, Viðar Ingólfsson, sem
leiddi en aðeins með einu stigi. Á
hæla hans komu svo margir öflugir
knapar sem eru ekki á þeim bux-
unum að láta Viðar hirða titilinn aft-
ur.
Keppnin á fimmtudaginn hófst á
gæðingaskeiði en sú grein er flókin
þar sem hún krefst tæknilegrar út-
færslu og faglegrar reiðmennsku.
Blautur völlurinn gerði keppendum
enn erfiðara fyrir og sumir knapar
lentu í vandræðum. Viðar Ingólfsson
mætti með hann Gamm frá Skíð-
bakka og náði fjórða sætinu svo það
þýddi nokkur stig í viðbót fyrir
meistarann. Árni Björn klifraði líka
upp töfluna með því að ná þriðja
sætinu í gæðingaskeiðinu. Einn af
nýliðunum í Meistaradeildinni í ár,
hann Jakob Svavar, mætti með stóð-
hestinn Glotta frá Sveinatungu og
gerði sér lítið fyrir og krækti í 2.
sætið. Það var hins vegar reynslu-
boltinn Hinrik Bragason sem sigraði
á Flugari frá Barkarstöðum en það
kom nokkuð á óvart því Flugar er að
stíga sín fyrstu skref á keppn-
isbrautinni.
Keppnin í 150 metra skeiði er frá-
bær grein fyrir alla íþróttaunn-
endur. Áhorfendur þurfa ekki að
vera miklir hestaáhugamenn til að
hafa ánægju af því að fylgjast með
þessum „kappakstri“ ef svo má að
orði komast. Í fyrri umferð var fljót-
astur áðurnefndur Jakob Svavar
Sigurðsson og Músi frá Miðdal með
tímann 15,32 sek. Í seinni umferð
var Daníel Ingi Smárason og marg-
verðlaunaður skeiðhestur, Óðinn frá
Efsta-Dal, með besta tímann, 15,06,
sem var jafnframt besti tíminn sem
náðist á mótinu. Þessir knapar fóru
því beina leið í úrslitasprettinn en
upp úr milliriðlum, sem voru sæti 3–
10, komst Sigurður Sigurðarson og
Veigar frá Varmalæk og gömlu
brýnin Sigurbjörn Bárðarson og
Neisti frá Miðey með fjórða besta
tímann.
Í úrslitaspretti var allt lagt undir.
Mikil spenna var bæði í keppendum
og meðal áhorfenda. Allt verður að
ganga upp þegar í úrslitin er komið.
Startið verður að heppnast, nið-
urtakan að ganga upp og hesturinn
að liggja alla leið. Og svo fór að
skeiðsnillingurinn Sigurbjörn Bárð-
arson stakk ungu strákana af og
kom fyrstur í mark. Ekki í fyrsta
skipti sem sá kappi fagnar sigri á
íþróttavellinum. Daníel Ingi og Óð-
inn urðu í öðru sæti en þar sem Sig-
urður og Jakob fengu hesta sína
ekki til að liggja gilti árangur úr
fyrri umferðum og Jakob og Glotti
hlutu því þriðja sætið og Sigurður og
Veigar það fjórða. Eftir þennan dag
varð svo breyting á stöðu efstu
knapa. Hinn yfirvegaði nýliði Jakob
Svavar náði fyrsta sætinu og er
kominn með 32 stig. Viðar datt niður
í annað sætið með 30 stig og Sig-
urður Sigurðarson er með 29 stig.
Og nú þegar aðeins 2 keppn-
isgreinar eru eftir þá geta 8 knapar
unnið deildina svo að spennan verð-
ur gríðarleg síðasta keppnisdaginn.
Einnig er mikil barátta um að ná 14.
sætinu því fjórtán efstu knaparnir
vinna sér þátttökurétt í Meist-
aradeildinni á næsta ári en aðrir
verða að fara í gegnum úrtöku. Í
deildinni fer einnig fram liðakeppni
en knöpunum er skipt í fjögur lið.
Þar er einnig mikil og jöfn keppni.
Eftir keppni fimmtudagsins er það
Skúfslækur sem náði efsta sætinu af
Blend-liðinu sem er í öðru sæti.
Síðasta mótið fer fram 24. apríl og
verður þá keppt í slaktaumatölti og
flugskeiði. Þetta eru greinar sem all-
ir íþróttaunnendur hafa gaman af og
því má reikna með troðfullri Ölf-
ushöll þegar þetta mót fer fram.
Það er oft sagt að það sé erfitt að
vera á toppnum og það er því spurn-
ing hvernig Jakob tekst á við press-
una sem fylgir því að vera á toppn-
um. Einnig er ljóst að Viðar ætlar
ekki að gefa neitt eftir og Sigurður
er ekki óvanur því að fagna titlum.
Og eins og áður segir eiga átta knap-
ar enn möguleika á sigri og því alls
ómögulegt að spá hver það verður
sem stendur uppi sem sigurvegari
Meistaradeildar VÍS 2008.
Staða 14 efstu fyrir
síðustu keppnina
Jakob Sigurðsson 32
Viðar Ingólfsson 30
Sigurður Sigurðarson 29
Sigurbjörn Bárðarson 25
Eyjólfur Þorsteinsson 21
Hinrik Bragason 21
Þorvaldur Árni Þorvaldsson 20
Hulda Gústafsdóttir 15
Árni Björn Pálsson 11
Ísleifur Jónasson 10
Páll Bragi Hólmarsson 9
Daníel Ingi Smárason 9
Svanhvít Kristjánsdóttir 8
Ragnar Tómasson 8
Liðakeppni
Skúfslækur 419
Blend 415,5
IB 346,5
Top Reiter 320,5
Frumherji 300
Málning 298,5
Gífurleg spenna í Meistaradeildinni
Í Víðidal Skeiðsnillingurinn Sigurbjörn Bárðarson stakk ungu strákana af í 150 m skeiði. Átta knapar eiga enn möguleika á sigri, nú þegar aðeins eru eftir tvær keppnisgreinar.
Efstir Sigurbjörn Bárðarson, Daníel Ingi Smárason og Jakob Svavar Sig-
urðsson voru efstu menn í 150 m skeiðinu sem þykir skemmtileg grein.
Eftir Ólaf Árnason
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á mbl.is