Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá
neinum að rán í verslunum þar
sem ofbeldi og vopnum er beitt
hafa aukist. Þeir sem starfa að ör-
yggismálum eru sam-
mála um að grófari
brot færast í aukana,
starfsfólki er hótað og
það hefur lent í átök-
um og komist jafnvel
í stórhættu. Skipu-
lögð þjófnaðarstarf-
semi er orðin algeng-
ari en áður var og
ekki verður undan því
komist að huga af al-
vöru að öryggis-
málum þar sem vörur
eða þjónusta er seld.
Starfsfólk sem
lendir í ofbeldi af
þessu tagi fær áfall sem þarf að
meðhöndla hratt og vel. En hvað
er til ráða til þess að tryggja ör-
yggi starfsfólks og hvað er hægt
að gera innan fyrirtækjanna til
þess draga úr líkum á því að fram-
in verði vopnuð rán? Innan vé-
banda SVÞ eru öflug öryggisfyr-
irtæki sem bjóða upp á margs
konar þjónustu í öryggisvörnum
við fyrirtæki og stofnanir. Eitt af
því sem boðið er upp á er forvarn-
arverkefni sem heitir Varnir gegn
vágestum. Því er ætlað að auka
öryggi starfsmanna og tryggja
rétt viðbrögð við komu vágesta.
Verkefnið er þríþætt: Komið er
upp nauðsynlegum öryggisbúnaði,
allir starfsmenn fá vandaða örygg-
isfræðslu og að lokum vottar lög-
reglan fyrirtækið með merki
Varna gegn vágestum.
Merkingin gefur til
kynna að þekking
starfsfólks á þessum
málum sé fyrir hendi
og öryggisbúnaður og
viðbúnaður réttur.
Reynslan af nám-
skeiðunum sýnir að
starfsfólk er öruggara
með sig og eftir að
starfsmenn hafa setið
námskeiðin hefur ár-
vekni þeirra leitt til
þess að hnupl hefur
minnkað. Hvað ránin
varðar er aftur á móti
annað upp á teningnum. Fólk sem
stundar rán er oftar en ekki undir
áhrifum áfengis eða annarra vímu-
efna og hugsar ekki lengra en að
verða sér úti um vöru til þess að
koma í verð. Varnir sem þessar
hafa því takmarkaðan fæling-
armátt gagnvart þeim hópi. Rétt
viðbrögð starfsmanna sem lærast
á námskeiðinu geta því haft úr-
slitaáhrif á ferli mála og leiða oft-
ar en ekki til farsælli málaloka. Ef
rán á sér stað í fyrirtæki sem hef-
ur verið vottað fer fram ákveðið
ferli sem lýkur ekki fyrr en starfs-
menn hafa fengið áfallahjálp.
Þátttaka í forvarnarverkefninu
Varnir gegn vágestum er ekki
kostnaðarsöm miðað við árangur.
Nánari upplýsingar um verkefnið
og þau öryggisfyrirtæki sem bjóða
upp á VGV er að finna á vef SVÞ
http://svth.is en fyrirtækin hafa
verið vottuð af SVÞ og lögreglunni
til að kenna starfsfólki rétt og
fumlaus viðbrögð.
Rétt er að taka fram að Varnir
gegn vágestum tekur ekki aðeins
til rána heldur er í því farið yfir
öll öryggismál sölustaða og
öryggismappa og fleiri hjálpartæki
verða eftir í þeim fyrirtækjum
sem taka þátt í verkefninu. Það er
von SVÞ að sem flest fyrirtæki
nýti sér þessi námskeið sem efla
öryggi fyrirtækjanna svo og sjálfs-
öryggi og starfsánægju starfs-
manna.
Rétt viðbrögð starfs-
manna alltaf aðalatriðið
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
skrifar um gildi þess að starfs-
fólk bregðist rétt við vopnuðum
ránum í verslunum
»Rétt viðbrögð starfs-
manna sem lærast á
námskeiðinu geta því
haft úrslitaáhrif á ferli
mála.
Sigríður Anna
Guðjónsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri hjá SVÞ –
Samtökum verslunar og þjónustu.
HINN 23. mars sl. ritar Guð-
björg Rannveig Jóhannesdóttir
grein í Morgunblaðið um hugs-
anlegt álver í Helguvík sem nefn-
ist „Þolinmæði eða
þrýstingur?“ Þar seg-
ir m.a.:
„Það var ekki
skynsamlegt af bæj-
arstjórnum Garðs og
Reykjanesbæjar að
veita Norðuráli bygg-
ingarleyfi á þessari
stundu þar sem það á
eftir að afla orku,
tryggja losunarkvóta,
komast að niðurstöðu
um línulagnir, auk
þess sem niðurstaða
er ekki komin vegna
kæru Landverndar til
umhverfisráðuneytis".
Öllum má ljóst
vera að bygging-
arleyfið eitt og sér
tryggir ekki að álver
rísi í Helguvík, m.a.
vegna þess sem Guð-
björg telur upp. Hún
virðist hinsvegar telja
að ekki hefði átt að
veita byggingarleyfið
„á þessari stundu“
heldur bíða með það
þangað til búið væri
að ganga frá öllum
lausum endum þannig að nokkurn
veginn væri tryggt að álverið risi
ef byggingarleyfið fengist.
Enda þótt sjálfsagt sé að sveit-
arfélög láti sér annt um atvinnu-
mál innan sinna vébanda virðist
nokkuð langt gengið að ætlast til
að þau geri þær kröfur til einka-
fyrirtækis að það sýni fram á það
fyrirfram að fyrirhugaður atvinnu-
rekstur þess í sveitarfélagi sé gull-
tryggður áður en starfsleyfi er
veitt fyrir honum. Það verður að
vera verkefni fyrirtækjanna sjálfra
að tryggja rekstur sinn að fengn-
um tilskildum leyfum,
enda er áhætta þeirra
sjálfra mest.
Guðbjörg minnist á
fyrirtæki í upplýsinga-
iðnaði uppi á Keflavík-
urflugvelli. Álver í
Helguvík kemur ekk-
ert í veg fyrir að þau
geti dafnað og blómg-
ast. Fjölbreytni í at-
vinnulífi er einmitt
það sem Suð-
urnesjamenn þurfa á
að halda, en atvinnulíf
þar hefur lengi ein-
kennst af of mikilli
einhæfni. Eins og
raunar atvinnulífið í
mörgum fleiri byggð-
arlögum hér á landi.
Færa má rök að því
að álframleiðsla með
raforku úr endunýj-
anlegum orkulindum
dragi úr losun gróð-
urhúsalofttegunda í
heiminum, en auki
hana ekki. Til slíkrar
framleiðslu ætti því að
réttu lagi ekki að
þurfa losunarkvóta. Ís-
lensk stjórnvöld ættu að vinna að
því að það sjónarmið fáist við-
urkennt í því sem við tekur af
Kyoto.
Álverið
í Helguvík
Jakob Björnsson fjallar
um framgang álversfram-
kvæmdanna á Suðurnesjum
Jakob Björnsson
» Það verður
að vera
verkefni fyr-
irtækjanna
sjálfra að
tryggja rekstur
sinn að fengnum
tilskildum leyf-
um, enda er
áhætta þeirra
sjálfra mest.
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
UNDIRRITUÐ eru foreldrar
langveiks barns og viljum við byrja á
að þakka Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra fyrir að breyta
lögum um greiðslur til foreldra lang-
veikra barna. Þetta er mikill og góð-
ur áfangi sem gerir lífið auðveldara
hjá þeim fjölskyldum sem eiga rétt á
þessum greiðslum. En við megum
ekki láta sem búið sé að afgreiða
þennan málaflokk í eitt skipti fyrir
öll. Hann er bæði flókinn og erfiður.
Tilgangur okkar með þessum
skrifum er að stuðla að opinskárri
umræðu um það hvernig íslenskt
samfélag styður og tekur á móti fjöl-
skyldum sem eignast langveik börn.
Í þessari grein veltum við stuttlega
fyrir okkur hvernig læknavísindin
hafa þróast mun hraðar en fé-
lagslega stoðkerfið og afleiðingar
þess.
Læknavísindin þróast hraðar
en félagslega stoðkerfið
Árið 2004 eignuðumst við hjónin
tvíbura og áttum fyrir eina tveggja
ára stúlku. Annar tvíburinn sem er
yndisleg stúlka á við mörg mjög al-
varleg og flókin læknisfræðileg
vandamál að stríða. Hún dvaldi
meira og minna í 1 ár á Barnaspít-
alanum áður en hún útskrifaðist
heim, en er oft inniliggjandi öðru
hvoru enn sem komið er.
Eftir margar og mislangar dvalir
á vökudeild, hágæslu og almennum
deildum Barnaspítala Hringsins höf-
um við talað við fjölmarga heilbrigð-
isstarfsmenn. Þeir hafa lýst því fyrir
okkur hvernig tækninni hefur fleygt
fram síðustu áratugi og gert þeim
kleift að bjarga börnum og koma
þeim til lífs sem hefði ekki verið
tæknilega mögulegt fyrir 20 árum.
Við höfum heyrt vitnað í fyrirlestur
sem Sævar Halldórsson barnalækn-
ir, fyrrverandi yfirlæknir á Kópa-
vogshæli og barnadeild Landakots,
flutti um 1980. Þar benti hann mjög
ákveðið á það að nauðsynlegt væri
að samfélagið brygðist hratt við
þeim tækniframförum læknavísind-
anna, sem gerði læknum og heil-
brigðisstarfsfólki kleift að bjarga
mjög veikum börnum. Börnum sem
fyrirséð er að þurfa mikla umönnun
innan og utan sjúkrahúsa, jafnvel
alla sína ævi. Slíkum börnum mun
fjölga með árunum, bæði hlutfalls-
lega og rauntölulega.
Nú, næstum 30 árum síðar, velt-
um við fyrir okkur:
Hvernig ætlar íslenskt samfélag
að bregðast við þeirri staðreynd að
sú góða ákvörðun sem var tekin á
sínum tíma, að reka fyrsta flokks
vöku- og bráðadeild við Barnaspítala
Hringsins, veldur því að fjölskyldum
fjölgar sem þurfa aðstoð og úrræði
fyrir veika barnið, heilbrigðu börnin
og foreldrana sjálfa?
Hvernig gengur samstarf heil-
brigðis- og félagsþjónustu, þ.e. þjón-
ustunni inni á sjúkrahúsum og utan
þeirra? Í okkar tilviki hittum við fé-
lagsráðgjafa þremur dögum eftir að
tvíburarnir fæddust. Á viðkvæmum
tíma undir miklu álagi og siðferði-
legum vangaveltum höfðum við ótal
spurningar sem við bárum undir við-
komandi. Enn í dag höfum við ekk-
ert frétt af þeim spurningalista,
hvorki um rétt okkar né möguleika í
stöðunni. Það lenti síðan á líflækni
hetjunnar okkar að greiða úr ýms-
um málum tengdum Trygg-
ingastofnun og öðrum réttindum
okkar, s.s. framlengingu fæðing-
arorlofs og heimahjúkrun, en það er
tæplega í verkahring læknis.
Til eru lög um réttindi sjúklinga
og réttindi barna sem eru góð og
gild, einnig eigum við mjög fært
starfsfólk á flestum vígstöðvum í
hinu svokallaða „kerfi“. Það er sam-
dóma állit flestra sem vinna við
þetta svið að það sé í fjársvelti.
Fjármagn skortir til þess að veita
lögbundna þjónustu, og þjónustu
sem mætir þörfum hverrar fjöl-
skyldu fyrir sig en ekki endilega að
fjölskyldan þurfi að passa inn í eitt-
hvert ákveðið form á sérstöku eyðu-
blaði til þess að fá einhverja þjón-
ustu sem vonandi nýtist.
Við höfum heyrt það hjá fólki sem
starfar á þessum vettvangi að
ómögulegt sé að sinna öllum fjöl-
skyldum með þeim hætti sem við-
komandi starfsmaður telur nauðsyn-
legt vegna manneklu. Það er
hugsanlega stórt vandamál hvernig
þjónustan er framsett, skipulögð og
gerð aðgengileg. Því miður er ein-
hvers konar innri barátta á milli rík-
is og sveitarfélaga um það hver beri
ábyrgð á hverju og hver skuli borga
brúsann. Stundum er velferð heilu
fjölskyldunnar lögð undir í barátt-
unni um hvor aðilinn sleppi frá
kostnaðinum.
Þegar við komumst í þá aðstöðu
að ræða við þær persónur sem vinna
í „kerfinu“ er niðurstaða okkar af
umræðunum að pólitískan vilja
skortir til að gera „kerfinu“ kleift að
uppfylla lagalega skyldu sína og að-
laga kerfið raunverulegum fjöl-
skyldum í hversdagslífinu, en ekki
reyna að láta alla passa inn í form og
staðla. Hér teljum við að stjórn-
málamennirnir eigi að leggja lín-
urnar og forgangsraða fjármunum
ríkisins og tryggja að embætt-
ismenn framfylgi þeim ákvörðunum.
Gleymum því aldrei að á bak við
veikt barn er fjölskylda og oft sem
betur fer heilbrigð börn líka sem
eiga sinn rétt til að lifa eðlilegu lífi
undir verndarvæng fjölskyldunnar.
Litlar hetjur
Hilmar Þór Sævarsson og
Guðrún Elvira Guðmundsdóttir » Tilgangur okkar er
að stuðla að op-
inskárri umræðu um
það hvernig íslenskt
samfélag styður og tek-
ur á móti fjölskyldum
sem eignast langveik
börn.
Hilmar Þór Sævarsson og
Guðrún Elvira Guðmundsdóttir
Höfundar eru foreldrar
langveiks barns.
Glæsilegar íbúðir á frábærum stað við sjávarsíðuna með mögnuðu útsýni.
Húsið er teiknað af Birni Ólafs. Um er að ræða 2ja-4ra herbergja fullbúnar
íbúðir. Allt að 95% lán frá seljanda.
ÍBÚÐIRNAR VERÐA TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG
FRÁ KL. 13.00-14.00.
Norðurbakki 23-25,
í miðbæ Hafnarfjarðar
Mb
l
99
39
07
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
Sölusýning í dag
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn