Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 51
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG VIL bjarga fiskimiðunum við
Íslandsstrendur sé það ekki orðið of
seint.
Við Guðbjörn Jónsson ráðgjafi
sömdum við drög að eftirfarandi
þingsályktunartillögu:
Svæðið innan 50 sjómílna sam-
kvæmt línu frá landi skal friðlýst
gegn öllum botndregnum veið-
arfærum svo og flottrollum sem eru
að stærð á við þrjá fótboltavelli.
Fiskfóstrum skal sökkt niður til að
mynda afdrep fyrir lífríkið í heild
eftir hreinsum spilliefna. Þessu til
viðbótar vil ég stöðva allar uppsjáv-
arveiðar með nót innan 12 mílna.
Íslensk stjórnvöld munu þvinguð
af hálfu umheimsins til að hrinda
því í framkvæmd að gera þessa til-
lögu að lögum.
Hér eru upplýsingar um vélarafl
þeirra jarðvinnslutækja sem notuð
eru til fiskveiða við Íslands-
strendur: Vélarafl loðnuflotans í
hestöflum er frá 4077 hestöflum
upp í 7344 hestöfl.
Þessi hestöfl fara létt með að
draga flottroll sem er á við þrjá fót-
boltavelli að stærð. Þar sem flott-
roll fer yfir skilur það eftir sig
nokkurs konar svarthol sem er
gjörsneytt lífi.
Vélarafl tog-
araflotans af
stærri gerðinni
er yfirleitt um
10.000 hestöfl.
Þessi hestöfl fara
létt með að draga
trollvirki sem eru
90 tonn að eigin
þyngd. Þessi 90
tonn mylja allt
og mala undir sig kóralla og hraun.
Þessir togarar mega fara upp að 12
mílum. Svæðið innan við 12 mílur
er notað af minni togurum upp að 3
sjómílum. Vélarstærð þeirra er 699
hestöfl og svipað vélarafl hafa svo-
kölluð dragnótaskip en dragnót er
eitt allsherjarútrýmingartæki á
grunnslóð. Dæmi eru til að drag-
nótabátar hafi kastað framan við
bryggjusporðinn og dregið út fjörð-
inn.
Upplýsingar um vélarstærðir í
þessum svonefndu fiskiskipum á Ís-
landi eru frá Siglingastofnun Ís-
lands. Útgerðarmenn á Íslandi hafa
á seinni árum ekki komist í takt við
hjartslátt náttúru hafsins kringum
landið, sannast það best á því að
allir fiskistofnar á Íslandsmiðum
eru nú í sögulegu lágmarki og sum-
ir í algjörri útrýmingarhættu, sbr.
lúðustofninn.
Íslendingar hafa ekki siðferð-
islegt leyfi til að eyðileggja fiski-
miðin sín, sem eru í raun mat-
arforðabúr þjóðanna.
Á árunum 1948-1960 voru hér
veidd á milli 500-600 þús tonn ár-
lega af bolfiski en hvað er það nú?
Eina úrræðið til að bjarga fiski-
miðunum er að friða landgrunnið
innan 50 sjómílna fyrir dregnum
veiðarfærum og flottrollum og tak-
mörkun á nótaveiðum að 12 mílum.
Laugardaginn 29. mars var tog-
skipið Skagstrendingur dreginn inn
á Hafnarfjarðarhöfn með veiðarfæri
í skrúfunni, en Skagstrendingur var
á veiðum með botntrollvirki á Sel-
vogsbanka sem er stærstu hygn-
ingastöðvar við Ísland. Nú er allur
þorskur á háannatímanum í hrygn-
ingu. Ef þessi framangreind vinnu-
brögð eru ekki landráð, hvernig
skilgreinir maður þá landráð?
Kalla ég á alla náttúruvernd-
arsinna og fiskafurðakaupendur til
liðs við náttúruverndarsamtökin
Framtíð Íslands um að gera Ísland
á ný að alvöru fiskveiðiþjóð.
GARÐAR H. BJÖRGVINSSON,
frkvstj. Framtíðar Íslands.
Björgum fiskimiðunum
Frá Garðari H. Björgvinssyni
Garðar H.
Hjörgvinsson
NÚ ER verðbólgudraugurinn
kominn af stað eina ferðina enn og
blórabögglarnir eru þeir sömu og
áður: óhófleg græðgi láglauna-
fólks, hækkanir á erlendum mörk-
uðum og gengisfall krónunnar. Við
búum hins vegar við peninga-
málakerfi sem hjálparlaust býr til
verðbólgu með því að auka pen-
ingamagn í umferð. Þegar tekið er
lán er sama krónan aðgengileg
sem innlán og útlán og því eykst
peningamagn í umferð, og mark-
aðurinn bregst smám saman við
með því að minnka verðgildi krón-
unnar. Síðustu tíu ár hefur pen-
ingamagn í umferð aukist að með-
altali um 26% (M1) á ári meðan
framleiðsluaukning hefur verið um
4%. Verðbólgan grefur sífellt und-
an kaupmætti launa og veldur því
að neytendur njóta ekki lægra
verðs á vöru og þjónustu sem auk-
in skilvirkni í hagkerfinu leiðir af
sér.
Stéttir landsins eru í misgóðri
stöðu til að verja sig fyrir verð-
bólgunni. Þeir sem eru bundnir af
kjarasamningum eru verst settir
því þegar samningar losna leggj-
ast stjórnmálamenn á eitt við að
láta hina samningsbundnu taka á
sig verðbólguna sem stafar af
bankakerfinu. Verðbólgan er því
tæki til að færa til gæði í kerfinu
óháð framlagi einstaklinganna og
helsta ástæða misskiptingar í sam-
félaginu.
Þar sem framleiðsluaukningin
stendur ekki undir peningamagns-
aukningunni minkar kaupmáttur
og það fer að kreppa að. Þá
minnka bankarnir útlán og pen-
ingamagn í umferð dregst saman
sem gerir kreppuna enn verri.
Þegar markaðurinn hefur náð
jafnvægi getur svo ballið byrjað
upp á nýtt.
Þetta fyrirkomulag er ekki nátt-
úrulögmál heldur pólitísk ákvörð-
un sem hægt er að breyta og koma
í veg fyrir óþarfa hagsveiflur með
tilheyrandi óhagræði, ekki síst ef
almenningur á að bjarga bönk-
unum í hvert einasta skipti.
KÁRI MAGNÚSSON,
Hringbraut 90, Reykjavík.
Er verðbólguhagkerfið
náttúrulögmál?
Frá Kára Magnússyni
ÉG LAS gagnrýni um Hönnu
Montana í Morgunblaðinu laug-
ardaginn 20. mars.
Þar sagði Heiða Jóhannesdóttir
að myndin um tónleika Hönnu
Montana hefði verið ófrumleg og
tónlistin innantómt fjöldafram-
leiðslupopp.
Þegar ég las þessa grein sá ég
strax að höfundur hennar vissi
greinilega ekki mikið um þessa
mynd og persónuna Hönnu Mont-
ana.
Þessi mynd var fyrst af öllu búin
til þar sem ekki var nóg af sýn-
ingum fyrir stóran hóp af aðdáend-
um út um allan heim. Það er ekki
mikið af aðdáendum hennar hér á
Íslandi þó að nokkrir þættir hafi
verið sýndir á RÚV. Nokkrir hafa
samt kannski fylgst með þessu á
Disney Channel. Íslendingar vita
þess vegna kannski ekki svo mikið
um þessa þætti og þessa persónu.
Í öðru lagi eru lögin fjörug og
skemmtileg og hafa innhaldsríka
og sniðuga texta.
Krakkar út um allan heim geta
séð sig sjálf í þessum þáttum á
einn eða annan hátt og þeir eru
frábær fyrirmynd fyrir krakka á
eiginlega öllum aldri!
Heiða segir líka að hápunktur
myndarinnar sé þegar á að kasta
Hönnu upp í loftið en það mistekst.
Þið getið rétt ímyndað ykkur að
vera fyrir framan þúsundir áhorf-
enda og detta í miðri sýningu.
Ég fór sjálf á þessa tónleika þar
sem ég hafði verið mjög mikill
aðdáandi hennar og kunni flesta
lagatexta hennar.
Ég, vinkona mín og systir mín,
sem er vel komin yfir unglings-
aldur, skemmtum okkur kon-
unglega og sungum hástöfum með.
Þess vegna skil ég ekki hvernig
hún Heiða getur sagt að Hanna
Montana sé lík Sylvíu Nótt þar sem
ég sé ekkert líkt með þessum
tveimur persónum.
Sylvía Nótt var frábær skemmt-
un og sagði flestallt sem henni
fannst en var leikkonan einhvern
tímann hún sjálf í þáttunum?
Hanna Montana á hins vegar að
vera fyrirmynd fyrir krakka á ung-
lingsárum. Hún tekst á við mörg
vandamál sem allir geta tengst og
fundið sjálfa sig í.
Það er líka svo margt bak við
þessa tónleika, t.d. voru Jonas
Brothers stór partur af tónleik-
unum og allir góðu dansararnir áttu
stóran þátt í að gera þessa sýningu
flotta.
Þar á meðal voru öll lögin mjög
glaðleg og tónleikarnir alveg æð-
islegir!
HREFNA
BJÖRG GYLFADÓTTIR
grunnskólanemandi.
Innantómt framleiðslupopp?
Frá Hrefnu Björg Gylfadóttur
HVAÐ er að gerast í þessu þjóð-
félagi? Loksins þegar kemur aðili
sem virkilega kann sitt fag og hefur
sannað sig svo um munar í starfi
sem yfirmaður löggæslumála á Suð-
urnesjum, þá sér hann sig til-
neyddan að íhuga uppsögn í starfi.
Það er óskiljanlegt hvers vegna
þarf alltaf breytingar á aðferðum
við að gera hlutina þegar þeir ganga
nú þegar sem skilvirkilegast upp,
samanber samvinna tollyfirvalda og
lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
Loksins þegar kominn er góður
kjarni og ómetanleg þekking og
færni þessara tveggja deilda þá þarf
breytingar vegna þess að einhverjir
menn inni í ráðuneyti, sem eflaust
hafa ekki neitt fyrir sér í sparnaði
frekar en innsæi í störf þessa fólks,
ákveða það með einu pennastriki.
Það er til háborinnar skammar að
störf manna eru oft ekki metin að
verðleikum og menn uppskera ekki
eins og til var sáð. Mín skoðun er sú
að þessir menn inni í ráðuneyti ættu
að skoða árangur tollyfirvalda og
löggæslu undir stjórn Jóhanns R.
Benediktssonar áður en þeir fram-
kvæma jafnmikil mistök og nú lítur
út fyrir að verði að veruleika.
Það er líka umhugsunarvert þeg-
ar þessi ákvörðun er tekin, að þetta
mun vera gert vegna sparnaðar-
aðgerða. Ég spyr sem skattgreið-
andi og borgari þessa lands: Á ég
engan rétt á því að það sé haldið
uppi öruggri löggæslu ásamt því að
tolleftirlit sé það besta sem völ er á?
Við vitum hvað við höfum en við vit-
um ekki hvað við fáum!
Er ekki tími til kominn að fá
starfsmenn þessa embættis, bæði
tollverði og lögreglumenn, til að
sitja nefndafundi hjá þessum aðilum
og veita þeim ráð og umsagnir þeg-
ar svo alvarlegt mál sem þetta er
annars vegar? Það er mín tilfinning
að þetta sé allt gert í fljótfærni, það
sé ekki hugsað um hag starfsmanna.
Það ríkir mikil óvissa, hún ein leiðir
til vinnukvíða, sem leiðir síðan til
óvissu í starfi sem endar á því að
mannauður þessara deilda tapast og
eftir stöndum við, þegnar og skatt-
greiðendur þessa lands, með óör-
yggi og stjórnleysi sem hefur gríð-
arlegar afleiðingar í för með sér.
Stjórnvöld verða að fara að átta
sig á því að löggæsla og tollgæsla,
ásamt fleiri störfum er tengjast
Keflavíkurflugvelli og nágranna-
sveitarfélögunum, kosta mikla pen-
inga. Við vitum að meðan varn-
arliðið var hér á landi var hægt að
ganga í drjúga sjóði, en sem betur
fer er það nú farið og sjóðirnir líka
þannig að ef við ætlum að halda hér
uppi samsvarandi þjónustu og verið
hefur þá gott og vel, það kallar á
aukafjárveitingar af hálfu hins op-
inbera.
Ég skora á stjórnvöld að endur-
skoða hlutina og sjá til þess að Jó-
hann R. Benediktsson verði áfram í
brúnni sem yfirmaður löggæslumála
á Suðurnesjum. Það ættu fleiri að
hugsa sinn gang þar sem ég er þess
nokkuð viss að Jóhann R. Bene-
diktsson er ekki sá fyrsti sem hefur
farið fram úr fjárveitingum.
Góðar stundir.
SIGURJÓN HAFSTEINSSON,
Reykjanesbæ.
Er þetta gert í anda
jafnaðarmennsku?
Frá Sigurjóni Hafsteinssyni
ÉG tók upp á því kominn nokkuð
til ára minna, án þess þó að vera
kominn átakanlega nærri graf-
arbakkanum, að flytjast til út-
landa. Fyrir valinu varð Þýska-
land, Berlín. Þangað kominn bjó
ég ekki svo vel að geta mælt
nokkuð sem heitið getur á þá
tungu og ekki var skilningurinn
betri. Samt var ég þess fullviss að
þetta gæti vart verið svo erfitt.
Tungumálin íslenska og þýska eru
jú náskyld. Germanski arfurinn og
það allt. Mér skjátlaðist. Þetta
reyndist nefnilega fjandanum erf-
iðara og olli mér ómældum höf-
uðverkjum. Þannig hlýt ég að hafa
brotið hverja einustu málfræði-
reglu sem fyrirfinnst (og geri
enn). Og ekki var og er framburð-
urinn neitt til að hrópa húrra fyr-
ir. Oft var ég kominn á fremsta
hlunn með að hætta þessari við-
leitni og tala bara ensku. Er mál-
færni mín innan enskunnar ögn
skárri og þekki ég líka þó nokkuð
af fólki í Berlín sem hefur komist
upp með að læra vart nokkuð ann-
að en hvernig maður pantar sér
döner kebap og bjór á þýsku.
Það varð mér þó til happs að
innfæddir voru ansi hreint dugleg-
ir að ræða við mig á móðurmálinu
og virtust ekki kippa sér mikið
upp við málfötlun mína. Þeir eru
enda nokkuð vanir því að heyra
margvíslegar útgáfur af tungumáli
sínu, enda fjöldinn allur af útlend-
ingum sem spreyta sig á máli
stórskáldanna að ógleymdum öll-
um þeim mállýskum sem fyrirfinn-
ast hér í landi. Þannig hafa fjöl-
margir innfæddir, í Berlín í það
minnsta, komið sér upp umburð-
arlyndi gagnvart villtum tungu-
málssauðum, líkt og mér sjálfum
og sýna manni þolinmæði er mað-
ur reynir að gera sig skiljanlegan.
Það hefur hjálpað mér ómælt í
þeirri viðleitni minni að geta tjáð
mig á þýskan máta, sem er eitt-
hvað sem er óendanlega mikilvægt
ætli maður sér að geta tekið þátt í
þjóðfélaginu og til að hreinlega
skilja hvað sé um að vera í manns
nánasta umhverfi.
En hvað er það sem ég vil segja
með þessum pistli við ykkur, landa
mína? Jú, kannski það að næst
þegar einhver mælir til ykkar: „já,
ég talur íslenskur“ vil ég hvetja
ykkur til að mæla ekki eitthvað á
þessa leið „Really and were do
you come from?“
ÓLAFUR GUÐSTEINN
KRISTJÁNSSON
býr í Þýskalandi.
Það er málið
Frá Ólafi Guðsteini Kristjánssyni
ENGINN á að deila við dómara,
það þýðir samt ekki að allir þurfi
að vera sammála dómnum. Ég fæ
ekki skilið réttlæti nýlegs héraðs-
dóms þar sem móðir fatlaðrar 11
ára stúlku var gerð ábyrg fyrir
slysi sem varð innan veggja Mýr-
arhúsaskóla.
Sveitarfélagið sem rekur skólann
var sýknað af bótakröfu kennara
og móðirin gerð ábyrg fyrir hegðun
fatlaðs barns í kennslustund.
Ég vona að viðkomandi móðir
áfrýi þessum dómi til hæstaréttar.
Foreldrar verða að fá úr því skorið
hvort börn og kennarar séu
ótryggð við nám og störf í skólum
landsins.
Sýknun Mýrarhúsaskólans er
enn furðulegri þar sem heilbrigð-
iseftirlit hafði gert athugasemdir
við rennihurðir skólahúsnæðisins
og dómkvaddur matsmaður taldi
vankanta vera á búnaði þeirra
hurðar sem um ræðir. Þeim úrbót-
um hafði ekki verið sinnt, því tel ég
ábyrgð skólans augljósa og hvet
alla foreldra til stuðnings við móð-
ur hins fatlaða barns.
Dóminn tel ég dulúð, þrugl
djúpt í mál ei kafað.
andlegheitin algjört rugl
og á vansæmd lafað.
Ef hæstiréttur staðfestir héraðs-
dóminn þarf greinilega lagabreyt-
ingar til þess að börn og kennarar
njóti fullra trygginga við störf og
nám.
PÁLMI JÓNSSON,
Sauðárkróki.
Torskilinn dómur
Frá Pálma Jónssyni