Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 61

Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 61 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bústaðakirkja | Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund á morgun, mánu- dag, kl. 20 í safnaðarheimilinu. Kaffi- veitingar og tónlist. Mætið með hatta eða slæður og takið með gesti. Rætt verður um sumarferðina. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Flækjufótur í samvinnu við Bænda- ferðir fer í vikuferð til Þýskalands í sept. nk. Leiðsögumaður verður Steingrímur Gunnarsson. Uppl. í síma 898 2468. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10- 11.30, sími 554 1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16, sími 554 3438. Félagsvist í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30 og í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20. Klassík leik- ur fyrir dansi. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Farið verður í Listasafn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 15. apr- íl. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning í síma 586 8014 kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, og spilasalur, dans, kór- starf, gönguferðir o.m.fl. Mánud. og miðvikud. kl. 9.50 er sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug. Uppl. á staðnum, í s. 575 7720 og á www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Námskeið í þurr- burstun á keramik hefst þriðjudaginn 15. apríl og stendur til 27. maí (7 skipti), kl. 13-16, kennari Hulda Guð- mundsdóttir. Skráning og nánari upp. á skrifstofu eða í síma 411 2730. 90ára afmæli. BenediktSigurðsson, fyrrver- andi barnakennari á Siglu- firði, verður níræður á morg- un, 14. apríl. Af því tilefni taka Benedikt og Hólmfríður á móti gestum í safnskála Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi í dag, sunnudaginn 13. apríl, frá kl. 15 til 18. Hlutavelta | Vigdís Halla Birgisdóttir, Vikt- oría Inga Smáradóttir og Marta Sigríður Hilm- arsdóttir söfnuðu 5.734 kr. fyrir framan Nóatún í Furugrund í Kópavogi og gáfu Rauða krossi Íslands. dagbók Í dag er sunnudagur 13. apríl, 104. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.) Félag um fötlunarrann-sóknir og Rannsóknaseturí fötlunarfræðum við HÍstanda fyrir ráðstefnu á föstudag undir yfirskriftinni Fötlun, sjálf og samfélag. Rannveig Traustadóttir er pró- fessor og formaður Félags um fötl- unarrannsóknir: „Við erum að skoða samspil fötlunar, einstaklings og samfélags – og hvernig félagslegur skilningur á fötlun hefur mótast af þeim ímyndum og hugmyndum um fötlun sem birtast í daglegu lífi og dægurmenningu,“ segir Rannveig. Opnunarfyrirlestur ráðstefnunnar flytur Nick Watson, prófessor við Glagsow-háskóla: „Hann er meðal þeirra fötluðu fræðimanna sem hafa átt virkan þátt í að þróa fötl- unarfræði sem nýja fræðigrein. Rannsóknir hans hafa meðal annars beinst að sjálfsskilningi og sjálfs- myndum fatlaðs fólks,“ segir Rann- veig. „Í erindinu fjallar hann um hvaða skilning fatlað fólk leggur í sjálft sig og fötlun sína og hvernig það tekst á við mismunun og for- dóma í sínu daglega lífi.“ Að loknu erindi Nicks Watsons verða fjórir fyrirlestrar sem fjalla um þemað „Fötlun, sjálfsmyndir og ímyndir í íslensku samfélagi“. Meðal þeirra sem þar tala eru Ármann Jakobsson og Hanna Björg Sig- urjónsdóttir sem rýna í fötlun í ís- lenskum þjóðsögum og ævintýrum og Kristín Björnsdóttir sem fjallar um birtingarmyndir fötlunar í bloggi og á Barnalandi.is.“ segir Rannveig um dagskrána. „Eftir hádegishlé verða fjórir fyrirlestrar undir yf- irskriftinni „Daglegt líf, sjálf og samfélag“, þar sem þátt taka Guð- rún V. Stefánsdóttir sem segir frá lífssögum fatlaðs fólks sem fætt er á fyrri hluta 20. aldar, Kristjana Fen- ger sem fjallar um nám og atvinnu og Dóra S. Bjarnason sem kynnir niðurstöður rannsókna sinna um fjölskyldur fatlaðra barna. Hall- grímur Eymundsson talar einnig undir þessum lið og fjallar um reynslu sína af að takast á við dag- legt líf með fötlun.“ Héðinn Unnsteinsson flytur loka- fyrirlestur ráðstefnunnar og fjallar um hugmyndafræðilega sýn á að- stæður, stöðu og framtíð geðfatlaðra einstaklinga í nútíma samfélögum,“ upplýsir Rannveig.. Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu og ráðstefnugjöld má finna á http://www.fotlunar- fraedi.hi.is Fötlunarfræði | Ráðstefna á Grand hóteli föstudag frá 8.30 til 17 Samfélag, sjálf og fötlun  Rannveig Traustadóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún nam félagsfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk dokt- orsprófi í fötl- unarfræðum og kvennafræðum frá Syracuse- háskóla í Bandaríkjunum árið 1992. Hún er prófessor við félagsvís- indadeild Háskóla Íslands og for- stöðumaður Rannsóknaseturs í fötl- unarfræðum. Hún á eina uppkomna dóttur og tvær ömmustelpur. Kvikmyndir MÍR-salurinn | Kvikmynd Mosfilm frá 1979, „Nokkrir dagar í lífi I. I. Oblomovs“, verður sýnd í MÍR kl. 15. Myndin er byggð á skáldsögunni „Oblomov“ eftir eitt af klass- ísku skáldum Rússa á 19. öld, Ívan A. Gont- sjarov. Leikstjóri er Nikíta Mikhalkov. Ensk- ur texti. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar og fundir Grand Hótel Reykjavík | Fræðslunefnd Fé- lagsráðgjafafélags Íslands heldur opinn morgunverðarfund: Þunglyndi – upp- spretta nýs þroska? Fyrirlesarar eru Vig- dís Grímsdóttir rithöfundur, Anna Rós Jó- hannesdóttir MSW og félagsráðgjafi, Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og for- stöðumaður Geðheilsu. Fundarstjóri er Björk Vilhelmsdóttir. Húsnæði Akureyrarakademíunnar, gamla húsmæðraskólanum | Svifryk á Akureyri fór yfir heilsuverndarmörk 40 daga á síð- asta ári. Hvað er til ráða? Félag umhverf- isfræðinga á Íslandi stendur fyrir opnu málþingi um umferðarmengun og loftgæði mánudaginn 14. apríl kl. 16.30-19. Frístundir og námskeið Klúbbhús Íslenska fjallahjólaklúbbsins | Námskeið í reiðhjólaviðgerðum fyrir byrj- endur. Farið verður yfir algengustu við- gerðir og stillingar á hjólinu. Stilla gíra og hvernig má herða út í legur í sveifarhúsi og nöfum og stýrislegu. Slit á keðju mælt. Al- menn yfirferð og útskýring á drifbúnaði. Stutt yfirferð á stillingu bremsa. Nám- skeiðið er frítt. Skráning á fbjorgvinsson- @actavis.is Staðlaráð Íslands | ISO 9000 gæðastjórn- unarstaðlarnir – lykilatriði, uppbygging og notkun. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur geti gert grein fyrir meg- ináherslum og uppbyggingu kjarnastaðl- anna í ISO 9000 -röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórn- unarkerfi. Nánari uppl. og skráning á www.stadlar.is Útivist og íþróttir Mímir símenntun ehf. | Spænskunámskeið verða haldin í maí nk. Uppl. og skráning í síma 580-1808 og á www.mimir.is Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu á mánud. og miðvikud. kl. 9.30- 11.30. „Afró“-dansar í Kópavogsskóla kl. 14.20. Ringó í Smáranum á miðvi- kud. kl. 12 og í Snælandsskóla á laug- ard. kl. 9.30. Línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564 1490. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30 er ganga frá Egilshöll. Kvenfélag Breiðholts | Fundur í safn- aðarheimili Breiðholtskirkju þriðju- daginn 15. apríl kl. 20. Inngangur frá jarðhæð á suðurhlið kirkjunnar. Eliane sýnir „orkeruð“ verk sem hún hefur gert. Kaffiveitingar og spjall. Vesturgata 7 | Kennsla í gömlu döns- unum á mánudögum kl. 13.30-14.30. Danskennari Guðbjörg Arnarsdóttir. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er á miðvikudögum kl. 13-16. Spilað, föndrað, handavinna og óvænt uppá- koma. Hafið samband við kirkjuvörð í síma 553 8500 ef bílaþjónustu er óskað. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, söngur og leikir fyrir krakka. Almenn samkoma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir prédikar, lof- gjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og sam- félag. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Línudans á föstudögum kl. 15, hláturhópur kl. 13. Opið kl. 9-16. Uppl. í s. 568 3132. Óháði söfnuðurinn | Fermingarguð- sþjónusta kl. 13. Barnastarf á sama tíma. SPÆNSKI nautaban- inn Manuel Jesus sem gengur undir nafninu El Cid sýnir listir sín- ar í nautaati í Sevilla á Spáni á föstudaginn. Reuters Um- deild listgrein • Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr. • Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróið Þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Einstakt veitingahús í nágrenni Reykjavíkur. EBITDA 20 mkr. • Meðeigandi óskast að þekktri ráðningarþjónustu. • Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr. Góður rekstur í stöðugum vexti. • Bílaumboð. Miklir möguleikar. • Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis. Ársvelta 450 mkr. • Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir í veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr. • Lítil verslun í Kringlunni. Ársvelta 50 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 22 mkr. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.