Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 67
studdur af vinum og fjölskyldu. Mitchell hlaut undir lok síðustu aldar titilinn „Tölvuleikja- leikmaður ald- arinnar“ enda setti hann met í Donkey Kong sem enginn átti von á að yrði slegið. Víkur þá sög- unni að Wiebe, manninum sem hirti metið af honum um stund. Náði milljón stigum Wiebe ákvað fyrir fimm árum að reyna við met Mitchells, nýorðinn atvinnulaus og orðinn sjúkur í að spila Donkey Kong. Á endanum náði Wiebe 1.000.000 stigum í leikn- um, hærri tölu en nokkur hafði áður náð, og sló met Mitchells. Mitchell hefndi sín fyrir tæpu ári og á enn heimsmetið. Wiebe gefst hins vegar ekki upp eins og sjá má á vefsíðuni Twin Galaxies, en þar eru tölvu- leikjaheimsmet skráð. Blaðamaður nær tali af Wiebe í frímínútum, hann kennir stærðfræði í grunn- skóla í Finn Hill Junior High í borginni Kirkland í Washington. – Hversu mörgum stigum er hægt að ná í Donkey Kong? „Það er fræðilegt hámark til, um 1.250.000 stig,“ svarar Wiebe. – Eiginkona þín segir í myndinni að þú sért með áráttu- og þrá- hyggjueinkenni, COD. Er eitthvað til í því? Wiebe hlær og segist aldrei hafa verið greindur með einkenni áráttu og þráhyggju en vissulega sé nauð- synlegt að vera haldinn þráhyggju upp að ákveðnu marki, vilji maður slá heimsmet í einu eða öðru. – Ertu kappsamur að eðlisfari? „Já, ég kann vel við mig í keppni en ég ræð alveg við það að tapa,“ svarar Wiebe. Reyndar segir góð- vinur Wiebes í heimildarmyndinni að hann hafi aldrei séð neinn tárast jafnoft af reiði yfir ósigri og Wiebe, en látum það liggja milli hluta. – Eitt skemmtilegasta atriði myndarinnar er tekið upp í bíl- skúrnum heima hjá þér, þú að rembast við að slá heimsmet í leikn- um á meðan sonur þinn skipar þér að skeina sig. „Honum líkar illa við þann hluta myndarinnar,“ segir Wiebe og skellihlær. Strákurinn sé þó að verða átta ára, var fjögurra ára þegar myndin var tekin og sé því að jafna sig á niðurlægingunni. – Ertu sáttur við hvernig fjallað er um þig í myndinni? „Já, ég held að þetta sé heiðarleg lýsing. Ég er ekki gallalaus en þó ekki eins mikill vesalingur og kann að virðast af myndinni, ég hef notið velgengni líka í lífinu,“ áréttar Wiebe. Að svo búnu þarf hann að fara í tíma, að kenna unglingum stærðfræði. Gefst aldrei upp Ed Cunningham, framleiðandi myndarinnar, segist hafa horft á myndina margoft og víða um Bandaríkin. Af viðbrögðum áhorf- enda að dæma sé myndin marg- hliða, dramatísk, spaugileg og allt þar á milli. – Myndin snýst að miklu leyti um lítilmagnann, Wiebe, mann sem syndir gegn straumnum ekki satt? „Okkur varð ljóst eftir að hafa rætt við vini hans og ættingja að hann er afar hæfileikaríkur en kann ekki nógu vel að nýta sér það,“ svarar Cunningham. Wiebe gefist hins vegar aldrei upp og áhorfendur finni til samkenndar með honum og baráttu hans við vonda karlinn. Mitchell virðist að mörgu leyti andstæða Wiebes, sjálfumglaður mjög og hrokafullur. Mitchell rekur fyrirtæki sem framleiðir bragð- sterkar sósur og er þónokkuð fjallað um velgengni hans á sósu- markaði í myndinni, m.a. af for- eldrum hans. Cunningham segir menn eins og Mitchell yfirleitt ná langt í Bandaríkjunum, með trúnni á eigið ágæti. Mitchell njóti vel- gengni í starfi því hann trúi á eigin velgengni, svo að segja. Þetta teng- ist í raun bandaríska draumnum svokallaða, þ.e. að draumar manna rætist með því að leggja nógu hart að sér. Cunningham segir Seth Gordon, leikstjóra myndarinnar, hafa komið auga á þennan hluta umfjöllunarefnisins og gert viljandi út á hann í frásögninni. „Það er fjöldi fólks hér í landi sem hefur náð árangri á sjálfstraustinu einu sam- an.“ Golf-nördar ekki til Cunningham segir auðvelt að hlæja að mönnum sem eyða öllum stundum í tölvuleiki til að ná ákveðnum árangri og kalla þá lúða eða nörda. Enginn hlæi hins vegar að mönnum sem eyði öllum sínum frítíma í golf, það þyki einhverra hluta vegna í lagi. Um leið og menn eyði öllum sínum tíma í tölvur eða eitthvað sem þeim tengist séu þeir lúðar. „Mér finnst það ekki sann- gjarnt,“ segir Cunningham. Í mynd- inni sé mönnunum sýnd sú virðing sem þeir eiga skilið. „Við höfum öll þessa þörf fyrir að setja alla í litla kassa, þú ert X, Y eða Z, ég held það sé ekki endilega hollt,“ bætir Cunningham við. – Bentirðu Steve á að hann ætti kannski að fara að vinna í kauphöll- inni á Wall Street? Cunningham skellir upp úr. „Ef hægt er að græða á því að einbeita sér að upplýsingum á tölvuskjá í mjög langan tíma þá getur Steve orðið vellauðugur,“ svarar Cunn- ingham hlæjandi. Dagskrá Græna ljóssins: http://graenaljosid.is/ Apalegt? Úr Donkey Kong sem naut mikilla vinsælda á 9. áratugnum. Ed Cunningham MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 67 Búlgaría MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 3 29 63 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. T er ra N o va á sk ilu r sé r ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . BEINT MORGUNFLUG Golden Sands í Búlgaríu hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Þessi einstaki sum- arleyfisstaður býður þín með með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi af- þreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Athugið að það er mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á þessu einstaka tilboðsverði! Perla Svartahafsins – glæsilegur aðbúnaður í fríinu Bókaðu núna! www.terranova.is - síðustu sætin í júní & júlí 150 sæti á frábæru sértilboði • Sól og frábær strönd • Ótrúlega hagstætt verðlag • Endalausir möguleikar á afþreyingu • Spennandi skoðunarferðir Þú færð hvergi meira frí fyrir peninginn! Hotel Perla Vinsælt hótel með stórum og góðum sundlauga- garði og fjölbreyttri og mjög góðri sameiginlegri aðstöðu. Stórt og gott móttökusvæði með bar, veitingastað o.fl. Herbergi eru rúmgóð og loftkæld, öll með baðherbergi og eru nýlega endurnýjuð á smekklegan hátt með síma og sjónvarpi. Hótel með fína aðstöðu og gott andrúmsloft. Morgunverð- arhlaðborð innifalið í gistingu. Frá kr. 54.990 í viku Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Hotel Perla í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Glarus – íbúðir / Club Paradise Park – íbúðir Frábærar íbúðir Club Paradise Park Huggulegt nýlegt (2006) íbúðahótel efst í bænum, í fallegu skógi vöxnu umhverfi, 600 m. frá strönd og miðbæ. Móttaka opin allan sólarhringinn, veitinga- staður, bar og líkamsrækt. Góður sundlaugagarður með barnalaug. Íbúðirnar eru með 1 eða 2 svefn- herbergjum og eru rúmgóðar og vel búnar með sjónvarpi, loftkælingu, síma, ísskáp, örbylgjuofni og öryggishólfi. Svalir með húsgögnum. Góðar íbúðir og aðbúnaður fyrir gesti. Glarus Glarus er nýlegt (2006) íbúðahótel norðarlega við Golden Sands ströndina. Góður sundlaugagarður með barnalaug og sólbekkjum og veitingastaður hótelsins er opinn inn í garðinn. Líkamsræktar- aðstaða, snyrtistofa og heilsulind. Íbúðir eru loftkældar með einu svefnherbergi, baðherbergi með hárþurrku og stofu með eldunaraðstöðu. Sími og gervihnattasjónvarp er á öllum íbúðum. Örygg- ishólf í gestamóttöku. Mjög góður kostur! Frá kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Glarus íbúðahótelinu eða Club Paradise Park íbúða- hótelinu í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Aukavika kr. 15.000. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Rhodos 7. júní og 14. júní frá kr. 59.990 Aðeins örfáar íbúðir í boði! Bjóðum nú frábært sértilboð á einum af okkar vinsælasta gististað á Rhodos, Hotel Forum, með hálfu fæði. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað Heimsferða. Íbúðahótelið Forum stendur aðeins um 100 m. frá ströndinni. Á hótelinu er góð sundlaug, barir og veitingastaður. Góð aðstaða er fyrir börn s.s. barnalaug, leikaðstaða, billiard, pílukast, borðtennis o.fl. Á daginn og kvöldin er skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Örfáar íbúðir í boði á þessu frábæra verði. Verð kr. 59.990 - hálft fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. M bl 99 12 73 Sértilboð á Forum *** - með hálfu fæði Verð kr. 71.990 - hálft fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.