Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 70
70 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Lag Gnarls Barkleys,„Crazy“, sló eftir-minnilega í gegn fyrirtveimur árum og þegar
hæst lét varð ekki þverfótað fyrir
því þar sem það glumdi í útvarpi, á
skemmtistöðum og á kaffihúsum.
Það var ekki einu sinni hægt að
kveikja á sjónvarpi án þess að kenj-
ótta tvíeykið stykki á mann með ein-
földu en einkar áhrifaríku mynd-
bandi við þennan sama smell.
Gnarls-liðar voru alls staðar, þótt
þeir bærust ekki mikið á sjálfir,
helst að þeir brygðu á leik á ein-
kennilegum ljósmyndum sem var
dreift á fjölmiðla (og sá galgopahátt-
ur hefur reyndar spillst upp á sviðið
líka (sjá mynd)). Þar skrýðast þeir
mismunandi búningum og hafa ýmis
þemu verið í gangi (kokkar, náttföt,
skylmingaþrælar …) en á myndum
herma þeir hins vegar eftir frægum
atriðum úr kvikmyndasögunni.
Tæknivæddur smellur
Hinar gríðarlegu vinsældir
„Crazy“ komu poppspekingum á
óvart; lagauppbygging og áferð er
óvenjuleg og minntu vinsældirnar
dálítið á það þegar „Hey Ya!“, lag
Outkast, sló í gegn þremur árum áð-
ur. Bæði lögin hallast þó nokkuð til
„vinstri“ eins og Einar Bárðarson
myndi orða það en það er eitthvað í
Sjálfsagðir
bólfélagar
„Klikkaði“ dúettinn Gnarls Barkley, sem sam-
anstendur af upptökuundrinu Danger Mouse og
þungavigtarrapparanum Cee-lo, leggur í hann
aftur með plötunni The Odd Couple.
Klikkaðir „Nýja platan er sannarlega „hin erfiða plata nr. 2“ eins og svo oft er, og allir bíða náttúrulega eftir
„Crazy“, númer 2. Hér má sjá þá Danger Mouse og Cee-lo í Star Wars-búningum á tónleikum.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Arnar Eggert Thoroddsen