Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 71 formúlunni sem olli því að bæði lög grófu sig á bólakaf í hjarta hins al- menna tónlistarneytanda. Það var kannski ekki ætlunin að slá í gegn hjá þeim Danger Mouse og Cee-lo, ekkert frekar a.m.k. „Crazy“ hafði „lekið“ út í óravíddir alnetsins seint á árinu 2005 og Zane Lowe, hinn áhrifaríki plötusnúður BBC, spilaði það linnulítið og nýtti það auk þess í sjónvarpsauglýsingar fyrir þátt sinn. Lagið varð hið fyrsta í sögunni til að setjast í efsta sæti breska vinsældalistans sem niðurhal eingöngu. Lagið sat í efsta sætinu í níu vikur, nokkuð sem hafði ekki gerst í tíu ár. En það segir sitthvað um viðhorf Gnarls-manna til þessa, og forsendnanna sem þeir höfðu í upphafi, að þeir fjarlægðu smáskíf- una úr búðum á endanum, til að koma í veg fyrir að „fólk fengi upp í kok af því“. En þær aðgerðir komu of seint – platan varð engu að síður söluhæsta smáskífa Bretlands það árið. Og jú, á tímabili var maður sos- um kominn með upp í kok af laginu. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að lagið er snilld. Samkrull Samstarf þeirra félaga hófst árið 2003 en þá voru þeir báðir orðnir sæmilega gildandi í samtímapoppi. Dangermouse var einn af umtöl- uðustu upptökustjórunum í hipp- hoppi og frægð hans jókst til muna eftir að hann tók upp margverðlaun- aða plötu Gorillaz, Demon Days (2005). Einnig hafði The Grey Al- bum, plata þar sem hann blandar plötu Jay-Z, The Black Album, sam- an við Hvítu plötu Bítlanna, vakið talsverða eftirtekt. Cee-lo kom hins vegar úr Goodie Mob, einni mikilvægustu suðurríkj- arappsveitinni, og var að keyra sóló- feril þegar samkrull þeirra félaga varð. Fyrsta breiðskífan, St. Elsew- here, kom út 2006 og hýsir m.a. „Crazy“. Platan hefur selst í tæpum fjórum milljónum eintaka um heim allan sem verður að teljast harla gott. Nýja platan er því sannarlega „hin erfiða plata nr. 2“ eins og svo oft er, og allir bíða náttúrlega eftir „Crazy“ númer 2. Við Íslendingar erum auðvitað sí- þyrstir í fréttir af einhverjum teng- ingum héðan út í hinn stóra útheim og því er verðugt að geta þess að Ís- lendingur hannar umslagið á The Odd Couple. Sigurður Eggertsson, Siggi Eggerts, hannaði líka um- slagið á sólóplötu Bigga í Maus, id (handbragðið er greinilegt), og er að slá í gegn í hinum alþjóðlega hönn- unarheimi. Hann gefur hins vegar ekki mikið fyrir Gnarls Barkley en þetta er haft eftir honum í Frétta- blaðinu 6. febrúar síðastliðinn. „Ef ég fæ einhver verkefni út á þetta verður það örugglega allt jafn glatað og Gnarls Barkley.“ Hmmm … hann er doldið klikk- aður, þessi heimur í kringum Gnarls-menn. arnart@mbl.is RÖNG mynd birtist með Af listum- pistli Péturs Blöndal sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Rétt mynd birtist hér með, en hún sýnir Sigurð Guðmundsson lista- mann við verk sitt Aðdáendur verka minna á sýningu Sigurðar í Lista- safni Reykjavíkur. LEIÐRÉTT Aðdáendur verka minna Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.