Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 73
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
Á STÓRTÓNLEIKUM til minn-
ingar um Vilhjálm Vilhjálmsson
sem haldnir verða í ágúst stendur
til að nota nýjustu tækni í hljóð-
og myndvinnslu til þess að glæða
gamlar upptökur af Vilhjálmi lífi
svo að það líti út eins og hann
standi sjálfur á sviðinu. Atriði í
bandarísku Idol-þáttunum þar sem
Celine Dion og Elvis Presley
sungu dúett var skapað með svip-
aðri tækni og vakti mikla athygli.
„Hérna á að reyna að brydda
upp á nýjungum sem ekki hafa
verið framkvæmdar hérlendis áð-
ur. Við ætlum að nota myndtækni
og lifandi tónlist í bland. Hver veit
nema Villi geti verið þarna með
okkur. Það gæti orðið dúett með
Vilhjálmi og einhverjum núlifandi
söngvara,“ segir Jón Ólafsson, at-
hafnamaður og einn af skipuleggj-
endum tónleikanna. Fram-
kvæmdin veltur þó á því hvort
nægilega góðar upptökur finnist
til þess að hægt sé að gera þessa
hugmynd að veruleika. „Það er
verið að vinna í því núna að skoða
allt efni sem til er með honum til
þess að sjá hvað hægt er að gera,“
segir Jón.
Meðal þeirra sem koma fram á
tónleikunum eru Bubbi Morthens,
Stefán Hilmarsson, Ragnheiður
Gröndal og Björgvin Halldórsson.
Tónleikarnir verða haldnir hinn
29. ágúst og ágóðinn af þeim renn-
ur í nýstofnaðan minningarsjóð
um Vilhjálm sem fjölskylda hans,
Jón Ólafsson og Magnús Kjart-
ansson standa að.
Villi Vill lifnar við á sviðinu
Stefnt á að búa til
almynd af söngv-
aranum fyrir
tónleika honum til
heiðurs í ágúst
Dáður Leitað er að upptökum af Vilhjálmi sem nýst gætu í almyndina.
Almynd Elvis Presley söng dúett í sjónvarpi með Celine Dion þrjátíu árum
eftir andlát sitt. Nú er spurning hvort hægt sé að gera slíkt hér á landi.