Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 75
VEFSÍÐA VIKUNNAR: Videojug.com»
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
HVAR á maður að byrja með Videojug.com?
Þessi síða vikunnar er einn allsherjar leið-
arvísir um allt lífið, allt frá því hvernig á að fást
við hækkandi kollvik yfir í hvernig á að borða
sushi, þjálfa hvolpa eða vera góður tengdason-
ur.
Það þarf ekki einusinni að hafa fyrir því að
lesa – góðu ráðin eru öll framreidd í stuttum og
hnitmiðuðum myndskeiðum sem allir geta skil-
ið.
Allt er þetta ókeypis og laust við íþyngjandi
auglýsingar.
Fróðleiksbrunni síðunnar er skipt niður í
nokkra flokka: Einn flokkurinn er um mat og
drykk, þar sem m.a. er hægt að læra allt frá
einföldum uppskriftum upp í flóknar meist-
arakúnstir í eldhúsinu. Annar flokkurinn fjallar
um ástarlífið og tæklar jafnt tilhugalíf, góða
kossa, eða hvernig á að komast á séns í strætó.
Videojug er líka endalaus uppspretta heil-
ráða um útlit, tísku, heilsu og líkamsrækt, allt í
sínum flokkum. Karlar geta t.d. lært alla helstu
bindishnúta, og hollráð við rakstur – það má
jafnvel læra hvernig á að flétta túrban!
Viltu læra spilagaldra? – Þá er Videjug allt
sem þú þarft. Viltu taka listrænar nekt-
armyndir? – Þá er Videojug líka staðurinn fyrir
þig.
Langar þig að vista myndbönd af Youtube?
Veistu ekki hvernig þú festir hún á hurð? Vant-
ar þig leiðbeiningar um hvernig á að klæða
hunda í föt? Þú finnur lausnina á öllum lífsins
vandamálum á Videojug.
Hvernig á að gera … allt!
Ótæmandi Á Videojug.com má finna leiðbeiningar um allt frá hvernig best er að klæða
hundinn yfir í hvernig á að elda roast beef. Þar má sem sagt finna leiðbeiningar um flest.
UNGFRÚ Bandaríkin var krýnd við
hátíðlega athöfn á Planet Holly-
wood-hótelinu í Las Vegas í Nevada
á föstudagskvöldið. Svo fór að
ungfrú Texas, Crystle Stewart,
hreppti hnossið, enda fönguleg
stúlka þar á ferðinni – eins og sjá
má á myndunum.
Klassískt Stewart brosti í gegnum
tárin, eins og segir í textanum.
Gleði Hinir keppendurnir sam-
glöddust Stewart þegar úrslitin
lágu fyrir í Las Vegas.
Léttklædd Stewart sýnir baðföt.
Titillinn
til Texas