Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 76
Íslenskir bankar ekki
fremstir í röðinni
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
MÖRKUÐ hefur verið sú stefna að Glitnir ein-
beiti sér að kjarnastarfsemi á Íslandi og lykilfyr-
irtækjum á Norðurlöndum, að sögn Lárusar
Welding, forstjóra Glitnis.
Enn meiri áhersla verður lögð
á sérhæfingu í orkugeiranum
og sjávarútvegi á alþjóðavísu.
Þegar hefur verið ráðist í
hagræðingu innan Glitnis, nið-
urskurður verið töluverður í
Noregi, skrifstofunni lokað í
Kaupmannahöfn og útlána-
starfsemi lögð niður í Lúxem-
borg. „Sú hagræðing heldur
áfram á öðrum ársfjórðungi,
en slíkum aðgerðum verður vonandi að mestu
lokið á síðari hluta ársins. Nú gefst tækifæri til
að skoða spilin – hver sé kjarnarekstur Glitnis.“
Lárus segir að farið sé að rofa til á erlendum
lánsfjármörkuðum. „En við megum ekki rasa um
ráð fram. Það þarf að endurfjármagna alla banka
heimsins og Íslendingar eru ekki fremstir í röð-
inni, þannig að við megum ekki fara strax af
stað.“
Mikilvægt er að fá erlenda fjárfesta inn í ís-
lensk fjármálafyrirtæki, segir hann.
„Það er vandamál að geta ekki lokað krónu-
áhættunni og þessi síðasta veiking færir okkur
nokkur ár aftur í tímann. Svo hefur okkur ekki
tekist nógu vel að vekja traust og tiltrú á við-
skiptamódelinu okkar. Það eru erlendir fjár-
festar í öllum stærstu fyrirtækjum á Norður-
löndum nema þeim íslensku. Þar held ég að við
getum komið á óvart, því að við finnum mikinn
áhuga.“
Áhætta fylgir gjaldmiðlinum
Þá fylgir því áhætta að halda úti minnsta
gjaldmiðli í heimi, að sögn Lárusar. „Ef einhver
ákveður að fara gegn krónunni er það ekkert
mál. Ef menn gátu fellt breska pundið geta
menn leikið sér að íslensku krónunni. Við verð-
um að horfast í augu við það.“
Aðspurður hvort aðför hafi verið gerð að ís-
lenskum fjármálamarkaði segir hann Ísland
hluta af alþjóðlegu fjármálakerfi. „Þegar menn
sjá tækifæri til að hagnast verulega með því að
djöflast á markaði er engin ástæða til að taka því
persónulega. Menn stunda viðskipti til að hagn-
ast á því. Ef þeir geta auðveldlega hreyft mark-
aði munu þeir gera það.“
Ekki lengur litla saklausa Ísland | 26
Í HNOTSKURN
»Lárus telur gæði eignasafnsins vinna meðbankanum.
»Að hans mati er fjármálakreppan í Banda-ríkjunum ein sú alvarlegasta sem þar hef-
ur skollið á og bandaríski seðlabankinn aldrei
brugðist jafnhratt og harkalega við.
Lárus Welding
Glitnir leggur meiri áherslu á sérhæfingu í orkugeiranum og sjávarútvegi
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 104. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C
Suðlæg átt, 8-13 m/s
og dálítil snjókoma
eða slydda en úrkomu-
lítið austan til framan
af degi. » 8
ÞETTA HELST»
Á auglýsingastigi
Fyrirhugaðar framkvæmdir við
Bakkafjöru hafa verið auglýstar á
Evrópska efnahagssvæðinu, að sögn
Jóns Rögnvaldssonar vegamála-
stjóra. Reiknað er með að opnað
verði fyrir tilboð í júní. Hópur Vest-
mannaeyinga vill fara aðra leið og
byggja stórskipahöfn við Eiðið. » 4
Turninn illa á sig kominn
Næstu mánuði verður Hallgríms-
kirkja hulin vinnupöllum þegar gert
verður við veðrunar- og frost-
skemmdir. Gert er ráð fyrir að verk-
ið muni kosta um 250 milljónir.
Turninn er um 74 metra hár og því
er verkefnið vandasamt. » 2
Póstur á víðavangi
Það er algengt hjá póstburðar-
mönnum að skilja póstburðartöskur
eftir utandyra án eftirlits þrátt fyrir
að verklag kveði á um að slíkt skuli
ekki gert. » 2
Reyna á lögmætið
Til stendur að reyna á lögmæti út-
varpsgjalda eða afnotagjalda Ríkis-
útvarpsins í núverandi mynd fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur. Grund-
völlur málshöfðunarinnar byggist á
þeim skilningi að útvarpsgjöld séu
skattur. » 6
SKOÐANIR»
Staksteinar: Talað af viti
Forystugreinar: Tvöföldun
þjóðvega | Reykjavíkurbréf
Ljósvakinn: Hvar eru tónlistar-
myndböndin?
UMRÆÐAN»
Síðasta kerið gangsett hjá Fjarðaáli
Vandaðu gerð ferilskrárinnar
10% fyrir neðan lágtekjumörk
Góð ráð fyrir starfsviðtalið
Grunnsævið gulls ígildi?
Til fróðleiks fyrir Halldór Blöndal
Nýsköpun meðal hjúkrunarfræðinga
Fylgir frelsi ábyrgð?
ATVINNA»
FEGURл
Ungfrú Texas var kjörin
ungfrú Bandaríkin. » 75
Úrvalssveitin sem
sýnd er á Bíódögum
Græna ljóssins fær
fjórar og hálfa
stjörnu hjá Sæbirni
Valdimarssyni. » 69
KVIKMYNDIR»
Eins og
hnefahögg
FÓLK»
Kate Hudson er sátt við
tölvubreytingar. » 68
TÓNLIST»
Eminem ætlar að rappa
fyrir Mandela. » 68
Heimildarmyndin
King of Kong segir
frá tveimur mönnum
sem keppa í tölvu-
leiknum vinsæla
Donkey Kong. » 66
Meistarar
leikjanna
KVIKMYNDIR»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Dæmdur í 7 ára fangelsi
2. Ávanabindandi sultarhormón
3. Bílstjórar ræða um „stórt stopp“
4. „Viljum ekki sjá svona aksturslag“
STEFNT er að
því að búa til
svokallaða al-
mynd af tónlist-
armanninum Vil-
hjálmi
Vilhjálmssyni
fyrir tónleika
sem haldnir
verða til minn-
ingar um hann í
Laugardalshöll-
inni í ágúst. Almynd, sem á ensku
nefnist „hologram“, er aðferð til
þess að taka ljósmynd, í þessu til-
felli myndband, og breyta í þrí-
vídd.
Þetta var til dæmis gert í
bandarísku Idol-þáttunum fyrir
nokkru þegar Celine Dion söng
„með“ almynd af Elvis Presley.
„Hver veit nema Villi geti verið
þarna með okkur. Það gæti orðið
dúett með Vilhjálmi og einhverjum
núlifandi söngvara,“ segir Jón
Ólafsson, athafnamaður og einn af
skipuleggjendum tónleikanna. | 73
Almynd
af Vil-
hjálmi
Tæknin nýtt á tón-
leikum í Höllinni
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
NÝTT og gott heimili hefur fundist
fyrir læðuna sem fannst í bíl við
BSÍ, þar sem hún hafði verið inni-
lokuð í marga daga. Sigríður Heið-
berg í Kattholti segir nýja eigand-
ann, Elísu Friðjónsdóttur, nýlega
hafa misst kött af persakyni og
hafa boðist til að veita læðunni
heimili eftir að hún las um hremm-
ingar hennar í Morgunblaðinu.
Enginn hefur gefið sig fram með
upplýsingar um fyrri eigendur læð-
unnar.
Að sögn Sigríðar er læðan öll að
braggast og er hún ósköp ljúf og
hinn besti köttur. Hún hefur verið
rökuð, enda var feldurinn hlaupinn
í flækjur. Hún er þó enn lítið farin
að éta en Sigríður vonar að þegar
hún verði komin á gott og rólegt
heimili taki hún við sér.
Fjöldi katta bíður nýrra eigenda í
Kattholti. Hægt er að skoða þá
virka daga milli kl. 14 og 16.
Fékk nýtt og gott heimili
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Læða sem fannst innilokuð í bíl við BSÍ er á batavegi