Morgunblaðið - 16.04.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.04.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 103. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HAMAST VIÐ HÖNNUN KANDÍS, DÖÐLUR, KONÍAK, SLIFSI OG OFUR- SEXÍ GRIMM KONA Í BRYNJU MEÐ KLÆR >> 40 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FJÓS þar sem notast er við mjalta- þjóna skila að meðaltali meiri afurð- um en fjós þar sem mannshöndin sér um mjaltir. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri búrekstrarsviðs Landbúnaðarháskólans, segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að með því að nota mjaltaþjóna séu kýrnar mjólkaðar oftar á sólarhring og það skili sér í meiri afurðum. Í rannsókn sem gerð var árið 2005 voru meðalafurðir í fjósum með mjaltaþjóna 5.326 kg eftir kú, en rannsókn sem Snorri gerði á afurðum síðasta árs sýndi að þá námu meðalaf- urðir í þessum fjósum 5.791 kg. Þetta eru talsvert meiri afurðir en eru í fjósum þar sem mannshöndin sér um mjaltir, en í fyrra voru meðalafurðir eftir kú 5.590 kg. Snorri sagði að þegar rannsóknin var gerð árið 2005 hefði þessi mjalta- tækni verið ný á Íslandi og bændur ekki búnir að ná fullri nýtingu á henni. Þessi niðurstaða núna kæmi ekki á óvart enda væri hún í samræmi við erlendar rannsóknir. Hann sagði að það færi betur með kýr sem mjólka mikið að mjólka þær oftar en tvisvar á sólarhring. Rannsóknir sýndu að það yki heilbrigði þeirra og endingu gripanna. Snorri sagðist hins vegar ekki treysta sér til að svara því hversu fjárhagslega hagkvæmt væri fyrir bændur að nýta sér mjaltaþjóna. Helmingur í nýjum fjósum Rannsóknin sýnir jafnframt að meðal afurðuhæstu búanna, þ.e. bú sem skila meira en 6.000 kg eftir kú, eru það básafjós með rörmjaltakerfi sem skila mestum afurðum. Mun- urinn á þeim og fjósum með mjalta- þjón er 2,3%. Snorri sagði að ástæðan væri að í básafjósi væri hægt að sinna einstökum gripum betur en í róbótaf- jósi. Þar væri t.d. hægt að mismuna gripunum með því að gefa bestu kún- um betra fóður. Skýrsla Snorra sýnir að liðlega helmingur af öllum kúm á Íslandi er núna hýstur í nýjum fjósum eða fjós- um sem hafa verið endurnýjuð. Morgunblaðið/RAX Fjós Á Vöðlum í Önundarfirði er róbótafjós. Árni bóndi tekur lagið. Er róbót betri en fjósamaður? Mestar afurðir í fjós- um með mjaltaþjóna Eftir Andra Karl andri@mbl.is AÐKOMA fjárfesta að Reykjavík Energy Invest (REI) er eitt af því sem skoðað verður í stefnumótun fyrirtæk- isins til framtíðar, að því er kom fram í máli Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur og REI, á borgarstjórnarfundi í gær. Kjartan sagðist ekki sjá fyrir sér að REI fengi fjármagn frá Orkuveit- unni í framtíðinni og fyrirtækið myndi lágmarka áhættu í þeim verkefnum sem þegar væru komin í gang. Á meðan vinna við stefnumótun væri í gangi þyrfti hins vegar að standa vel að rekstri REI og halda áfram með verkefnin. Borgarfulltrúi Framsóknarflokks sagði útrásarstefnu meirihlutans af sama meiði og mörkuð var af fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils – sem sprakk eftirminni- lega þegar REI-málið stóð hvað hæst. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, bar það undir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálf- stæðismanna í borginni, hvort Kjartan hefði haft umboð borgarstjórnarflokksins þegar hann undirritaði sam- komulag milli REI og ríkisstjórnar Afríkuríkisins Djíb- útís og vilyrði fyrir frekari viðræðum við orkufyrirtæki jemenska ríkisins nú nýverið. Vilhjálmur játti því að Kjartan hefði haft umboð „til að vinna að framgangi þessara mála en með lágmarksáhættu að leiðarljósi“. Hann hrósaði jafnframt stjórnarformanninum fyrir vel unnin störf. Þetta taldi Óskar staðfesta að stefnubreyting hefði orðið í flokki sjálfstæðismanna. Þeir færu nú fremstir í flokki í að fylgja eftir stefnu sem ekki samræmdist hug- sjónum þeirra fyrir rúmum fimm mánuðum. Og rökin væru þau, að minna fé yrði varið í áhættufjárfestingar og aðrir samstarfsaðilar kallaðir til.  Orkuveita Reykjavíkur | 8 Skoða aðkomu fjárfesta og halda áfram verkefnum REI Í HNOTSKURN »Reykjavík Energy Invest erdótturfélag Orkuveitu Reykja- víkur, stofnað í júní á sl. ári. »Stefnt var að því að REI yrðileiðandi á heimsvísu í fjárfest- ingum í jarðvarmavirkjunum. »Sameina átti fyrirtækið GeysirGreen Energy, en upplýs- ingagjöf var fyrir borð borin og REI-málið svonefnda varð úr. »Á eigendafundi OR í febrúarvar samþykkt að REI yrði í 100% eigu Orkuveitunnar. GLEÐIN var við völd þegar Lilja Pálmadóttir á Hofi á Höfðaströnd og Steinunn Jónsdóttir á Bæ á Höfða- strönd tóku í gær fyrstu skóflustung- una að nýrri sundlaug á Hofsósi að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff. Sigríður Sigþórs- dóttir, arkitekt sundlaugarinnar, var einnig viðstödd, en hún teiknaði m.a. Bláa lónið. Fjölmargir aðrir gestir voru viðstaddir og gullu húrrahrópin þegar skóflunni hafði verið stungið í jörðina fyrsta sinni. Sundlaugin er gjöf Lilju og Steinunnar til samfélags- ins og væntanlegt byggingarsvæði er við Suðurbraut. Gunnar Bragi Sveinsson tilkynnti að aflokinni skóflustungunni að í gær hefðu verið opnuð tilboð í jarðvinnu vegna byggingarinnar, þannig að nú væri einboðið að hefjast handa. Dagskrá forsetahjónanna var að öðru leyti þéttskipuð, m.a. var farið heim að Hólum, í Flugumýri voru gæðingar skoðaðir og Dorrit Mouss- aieff reyndi sig við mjaltir. | 9Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Húrra- hrópin gullu TALIÐ er að spákaupmenn sem skipta með vaxtamun á milli landa sitji á um 800 milljörðum íslenskra króna, jafn- gildi um 75% af vergri landsframleiðslu Íslands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar á aðalfundi Straums sem haldinn var í gær. Björgólfur vitnaði í ræðu sinni í skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins frá því í haust þar sem segir að jafnvægisgildi gengisvísitölu krónunnar sé á bilinu 150-190 stig en þá var vísitalan 115 stig. Sjóðurinn spáði því meira en 30% veikingu krónunnar og því ættum við að búast við frekari veikingu að mati Björgólfs Thors. „Verkefni dagsins, og út árið, er að ná til baka trúverðugleika Íslands sem hagkerfis,“ sagði Björg- ólfur Thor í samtali við Morgunblaðið í gær. | 13 Spákaupmenn sitja á 800 milljörðum Björgólfur Thor Björgólfsson Ástin er diskó, lífið er pönk >> 37 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8- 00 80 NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.