Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MAGNÚS Kristinsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, segir það mun betri kost að smíða nýjan, hraðskreiðari Herjólf en að verja 6–8 milljörðum í gerð nýrrar hafnar í Bakkafjöru. Um 35% íbúa í Vestmannaeyjum hafa skrifað undir mótmæli við Bakkafjöruhöfn, en undir- skriftasöfnuninni lýkur í kvöld. Magnús sagðist hafa miklar efasemdir um höfn á Bakkafjöru. Hann sagðist taka með mik- illi varúð fullyrðingum fræðimanna um að ekki verði miklar frátafir í nýrri höfn vegna veðurs. Þessar rannsóknir byggi allar á líkindum. Hann benti á að aðeins eitt dufl væri fyrir ut- an Bakkafjöru sem aflað hefði upplýsinga um sjólag. „Sjómenn sem ég hef talað við segja að það hafi aldrei verið hægt að leggja trossur á þessu svæði. Straumurinn sé það mikill að þær hafi alltaf borið vestur með landinu. Líkurnar á að þarna sé hægt að búa til höfn eru mun minni en þeir segja hjá Siglingastofnun. Ég vil líka benda á að það vantar ekki nýjar hafnir á Íslandi,“ sagði Magn- ús. Magnús sagði að í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst hefði gert hefði verið bent á að nauðsyn- legt væri að rannsaka betur íbúaþróun í Vest- mannaeyjum og hvaða áhrif höfn í Bakkafjöru gæti haft á hana. Þetta hefði ekki verið gert. Magnús sagði að tæknin væri þannig í ferju- smíði á Íslandi að það ætti að vera hægt að smíða ferju af svipaðri stærð og núverandi Herjólfur, en mun hraðskreiðari, öflugri og öruggari. Hann sagðist vona að menn fallist á að fara þá leið að smíða nýja ferju sem sigli á skemmri tíma milli lands og Eyja á sumrin og lengri tíma á veturna. Síðan ættu menn að sam- einast um að berjast fyrir stórskipahöfn í Vest- mannaeyjum, en hún myndi kosta þriðjung af stofnkostnaði Bakkafjöruhafnar. Magnús sagði að tillaga sín væri að óskað yrði eftir tilboðum frá Samskip og Eimskip um nýja ferju og að sá sem fengi verkið fengi samning til 7–8 ára. Hægt er að skrifa undir mótmæli við Bakka- fjöruhöfn á www.strondumekki.is. Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn Um 35% Eyjamanna hafa þegar skrifað undir Magnús Kristinsson AÐGERÐAHÓPUR vegna mið- borgar Reykjavíkur sem hóf störf á dögunum á m.a. að fara yfir reglur um leyfisveitingar og kröfur til vín- veitingastaða. Borgarstjóri er í forsvari fyrir hópinn en hann skipa sviðsstjórar Reykjavíkurborgar, bygginga- fulltrúi og lögreglustjóri. Þá sitja í hópnum borgarfull- trúarnir Jórunn Frímannsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Markmiðið með starfi hópsins er að samræma og gera tillögur um nauðsynlegar aðgerðir í miðborg- inni með það að markmiði að bæta umgengni, hreinlæti og öryggi, að því er fram kemur í erindisbréfi hópsins. Gert er ráð fyrir að að- gerðahópurinn skoði hugmyndir sem fram komu í skýrslu starfshóps sem borgarstjóri skipaði í fyrra- haust og nefnist Reykjavík, betri miðborg. Í skýrslu starfshópsins er m.a. lagt til að reglur um leyfisveitingar og kröfur til vínveitingastaða verði endurskilgreindar. Jórunn Frí- mannsdóttir segir að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hvaða til- lögur verði gerðar í þessum efnum. Málið verði skoðað, m.a. þær breyt- ingar sem orðið hafa eftir að af- greiðslutími skemmtistaða var gef- inn frjáls. Skoði leyfi vínveit- ingastaða PÓLSKUR karlmaður, sem er grunaður um aðild að manndrápi í heimalandi sínu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. maí í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær að kröfu lögreglu. Í lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir m.a. að við rannsókn vegna fram- salsbeiðni megi beita þeim þving- unaraðgerðum sem lög um með- ferð opinberra mála heimila við rannsókn sambærilegra sakamála. Við ákvörðun þess hvort skilyrði séu til beitingar þvingunaraðgerð- um má leggja til grundvallar dómsákvarðanir þær sem fram- salsbeiðni fylgja án frekari rann- sóknar um sönnun sakar viðkom- andi manns. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hitti í gær Michal Sikorski, ræðismann Póllands á Íslandi, og ræddu þeir nánara samstarf milli lögreglu Póllands og Íslands. Sætir þriggja vikna gæslu- varðhaldi ♦♦♦ HÁTT í hundrað iðnaðarmenn, þeirra á meðal pípulagningamenn, rafvirkjar, smiðir og tæknifræðingar, leggja nú nótt við nýtan dag til þess að klára við- bygginguna og endurbætur á Sund- laug Kópavogs en að sögn forstöðu- manns laugarinnar á að vígja nýja og endurbætta sundlaug 11. maí nk. á af- mælisdegi bæjarins. Að sögn Guðbjörns Ævarssonar, pípulagningameistara og eiganda Bunustokks, verður lagnakerfið í end- urbættri sundlaug með því fullkomn- asta sem þekkist á landinu. Aðspurður segir hann lagnakerfið samtals vera marga tugi kílómetra að lengd. Kerfið allt verður tölvustýrt en um er að ræða um 30 einingar sem hverja um sig þarf að vera hægt að hita- og klórstilla. Þeirra á meðal eru 10 m og 25 m inni- laugar, heitir pottar, vaðlaug með kol- krabba, lítil rennibraut fyrir yngri börnin og sveppur. Að sögn Péturs Birgissonar, for- stöðumanns Sundlaugar Kópavogs, er verkið á áætlun. Vatn var sett á laug- arkerfi nýju eininganna í gær til þess að prufukeyra kerfið og sjá hvort allt virkaði sem skyldi. Aðspurður segir hann ljóst að endurbætta laugin muni þjóna breiðum hópi sundiðkenda, jafnt ungum sem öldnum, keppnisfólki sem og áhugafólki. Endurbæt- ur standa sem hæst Flókið og fullkomið lagnakerfi í endurbættri Sundlaug Kópavogs Morgunblaðið/Frikki Lagnaverk Jón Steinar Ingólfsson vinnur við flókinn hreinsibúnaðinn. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlend- ingastofnunar frá árinu 2006 um að synja umsókn manns frá Máritaníu um hæli, neita honum um dvalarleyfi og vísa honum úr landi. Dómurinn felldi einnig úr gildi þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun Útlendingastofnunar. Maðurinn kom til landsins í októ- ber 2004 og sagðist hann þá vera ferðamaður en framvísaði fölsuðu vegabréfi frá Belgíu. Í framhaldi af því óskaði hann eftir hæli á Íslandi, þar sem hann óttaðist að sín biðu þau örlög að verða hnepptur aftur í ánauð og þrældóm í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld sögðust hafa leitað eftir upplýsingum um ástand mála í Máritaníu, bæði að því er varðar þrælahald og mismunandi stöðu fólks í samfélaginu eftir kyn- þætti og menningarhópum. Komið hafi fram að þrælahald sé bannað með lögum í Máritaníu og ný stjórn- völd þar í landi hafi fylgt því eftir af festu. Þá liggi ekkert fyrir um að maðurinn eigi von á ofsóknum í heimalandi sínu vegna trúarbragða eða þjóðfélagsstöðu. Hann búi því ekki við ástæðuríkan ótta um að verða hnepptur í þræl- dóm eða ótta um ofsóknir eða að ör- yggi hans, lífi og frelsi verði ógnað. Dómurinn taldi hins vegar, að nið- urstaða íslenskra stjórnvalda væri ekki byggð á fullnægjandi upplýs- ingum um aðstæður mannsins í heimalandinu þannig að unnt hafi verið að meta hvort maðurinn hefði lögmæta ástæðu til að óttast að hon- um yrði haldið í þrælkun í heima- landinu, færi hann aftur þangað. Bæri þegar af þeirri ástæðu að taka kröfu hans til greina og fella úr- skurðinn úr gildi. Felldi synjun um dvalarleyfi úr gildi FLUTNINGABÍLSTJÓRAR fund- uðu í gær með starfshópi fjármála- ráðuneytis sem vinnur að endur- skoðun álagna á bifreiðar og eldsneyti. Að sögn Sturlu Jónssonar, tals- manns bílstjóranna, kom efni fund- arins á óvart, en hann hafði vænst þess að þar yrðu kynntar hugmyndir til að koma til móts við flutningabíl- stjórana: „Á fundinum voru bara ræddar hugmyndir, og sögðum við nefndinni allt það sama og við sögð- um síðast,“ sagði Sturla í samtali við blaðamann. Þó Sturla hafi verið óhress með framvindu mála í fjármálaráðuneyt- inu lýsti hann ánægju með viðbrögð Kristjáns Möller samgönguráð- herra, en ráðuneyti hans upplýsti í gær að ráðuneytið mun biðja Eftir- litsstofnun EFTA um undanþágu fyrir Ísland á reglugerð ESB um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Flutningabílstjórar vinna að stofnun hagsmunasamtaka og verð- ur stofnfundur haldinn á fimmtudag. Miðar hægt í deilunni  Flutningabílstjórar eru ánægðir með framtak samgöngu- ráðherra  Vilja hraðari viðbrögð viðskiptaráðuneytis Morgunblaðið/Golli Viðræður Flutningabílstjórar á fundi með fulltrúum fjármálaráðuneytis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.