Morgunblaðið - 16.04.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.04.2008, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is VINNA við framtíðarstefnumótun Orkuveitu Reykjavíkur og dóttur- fyrirtækja hennar stendur yfir um þessar mundir. Í því verkefni verður meðal annars farið yfir málefni Reykjavík Energy Invest (REI) og hvernig starfsemi fyrirtækisins verður háttað. Ekki er loku fyrir það skotið að einhverjar breytingar kunni að verða á rekstrinum, en þær verða gerðar í fullu samráði allra flokka. Þetta er meðal þess sem fram kom hjá Kjartani Magnússyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar og REI, á borgarstjórnarfundi í gær- dag. Hann sagði jafnframt ljóst að Orkuveitan myndi með einhverjum hætti halda áfram í orkuútrás. Umræðuna hóf Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, og sagði greinilegt á fréttum að und- anförnu, að REI væri á fullri ferð í útrásinni. Benti hann á að stjórn- arformaður og forstjóri REI væru nýkomnir úr ferð um Afríku, þar sem skoðað var samstarf um nýtingu jarðvarma í Jemen, Eþíópíu og Djí- bútí. Raunar var skrifað undir sam- komulag um hagkvæmisathugun á virkjunarmöguleikjum í Djíbútí. Óskar fagnaði því að ekki hefði hægt á útrásinni en sagði það skjóta verulega skökku við, að Sjálfstæð- isflokkurinn skyldi vera í forystu í þeirri vegferð. Vísaði hann þar til ósættis innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna frá því í haust, sem kom m.a. til vegna útrásarverk- efna REI. Sagði Óskar að sú stefna sem borgarfulltrúar hefðu tekið upp, þ.e. að vera á móti útrásarverkefn- um vegna þess að þau tilheyrðu ekki meginhlutverki OR, hefði nú verið lögð til hliðar. Aldrei á móti útrásinni Hvað varðar útrás REI og meinta stefnubreytingu sjálfstæðismanna í borginni sagði Kjartan að deilurnar sl. haust hefðu ekki síst verið vegna þess hversu miklir fjármunir færu frá Orkuveitunni til áhættufjárfest- inga. Nefndi hann milljarða ef ekki tugmilljarða króna í því samhengi. Þá vísaði hann til þess að þegar stórtækar hugmyndir um REI komu upp á yfirborðið hefði verið ljóst að stefnt var að umfangsmikilli fjár- mögnun verkefna til að taka þátt í útrásinni af miklu afli. Það hefði mörgum borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins ekki litist á. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu hins vegar aldrei verið á móti útrás- inni í sjálfu sér. Kjartan benti einnig á að: „Þó svo það hafi ekki farið hátt, þá hefur stjórn REI haldið nokkra fundi og það hefur verið alveg skýrt hvað mig varðar, sem stjórnarformaður REI, að við ætlum algjörlega að lágmarka áhættu okkar í þeim verkefnum sem við erum að fjárfesta í,“ sagði Kjart- an og bætti við að stjórn REI hefði ekki verið að skoða mörg ný verk- efni né skuldbinda fyrirtækið. Afar varlega yrði farið í öll slík mál, en mikilvægt að loka ekki á þau verk- efni sem væru í gangi, s.s. vegna áhættu á að fyrirtækið tapaði fjár- munum. Engar fjárskuldbindingar Kjartan skýrði þá út ferð sína til Afríku. Sagði hann engar fjárskuld- bindingar hafa verið gerðar í Jemen eða Eþíópíu. Í Djíbútí hefðu forpróf- anir hins vegar lofað afar góðu og næst yrði unnið að hagkvæmnisat- hugun sem tæki um fjórtán mánuði. Eftir það yrði tekin ákvörðun um hvort fýsilegt væri að byggja virkj- un, og þá hversu stóra. „Í samræmi við stefnu fyrirtæk- isins, að lágmarka áhættu, var lögð áhersla á að ræða við sjóði,“ sagði Kjartan og nefndi IFC, fjármögn- unarsjóði Alþjóðabankans, og EIB, Evrópska fjárfestingabankanum. Hann sagði svar væntanlegt innan nokkurra vikna. „Aðkoma þessara aðila er forsenda fyrir því að REI taki þátt í þessu verkefni. Ef ekki, þá er verkefninu sjálfhætt og sam- komulagið var með slíkum fyrirvör- um. Einnig þarf að vera stuðningur við verkefnið heima fyrir og verður það tekið fyrir í stjórn Orkuveitunn- ar á föstudag.“ Kjartan sagðist hafa fundið fyrir miklum áhuga á viðskiptum við Orkuveituna í þessum löndum. „En það verður að segjast sem er, að þarna er viðskiptaumhverfi ekki eins og við eigum að venjast á Vestur- löndum og það verður að stíga var- lega til jarðar.“ Fá ný verkefni til skoðunar Kjartan kom einnig inn á að nokk- uð væri til af fjármunum í sjóðum REI, sem nýta þyrfti skynsamlega. Nefndi hann að kanna hagkvæmni verkefna í því skyni en sagði ljóst að fyrirtækið gæti ekki eitt og sér fjár- magnað virkjanir. Til þess þyrfti stóraukið fé og það yrði ekki tekið frá Orkuveitu Reykjavíkur, en þyrfti þá að koma frá fjárfestum. „Þá þyrfti að opna fyrirtækið fyrir fjárfestum og það yrði þá hlutafélag. Orkuveitan ætti þá minni hlut í fyr- irtækinu eftir því sem meira seld- ist,“ sagði Kjartan sem telur það ekki endilega slæma þróun, og raun- ar eitthvað sem þarf að skoða. „Ég held að allir borgarfulltrúar séu sammála um að það eru tækifæri í íslenskri orkuútrás. Það er mikil eft- irspurn eftir því að Orkuveita Reykjavíkur taki þátt í henni og hún er að gera það, og mun með ein- hverjum hætti gera það áfram.“ Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, steig einnig í ræðustól og sagði það umhugsun- arefni ef Kjartan teldi það vænlegan kost fyrir REI að fá inn fjárfesta. Ekki síst ef litið væri til reynslunnar af samrunaferli REI og Geysir Green Energy. Kjartan sagði það vissulega óheppilegt hvernig staðið var þá að málum, en í öðrum til- vikum hefði tekist mjög vel upp. Hann sagði þetta aðeins til skoðunar og hann hlakkaði til samráðs við borgarfulltrúa. Orkuveita Reykjavíkur mun halda útrás áfram Í HNOTSKURN »Fá ef nokkurt málefni hafaverið rædd meira innan borg- arstjórnar Reykjavíkur en Reykjavík Energy Invest á þessu kjörtímabili. »Ekki hafa öll mál verið tillykta leidd því enn á eftir að birta álit umboðsmanns Alþingis vegna samraunaferlis REI og GGE. » Í gær var spurt hvort Sjálf-stæðisflokkur hefði horfið frá því viðhorfi að Orkuveitan ætti ekki að vera í útrsásarverk- efnum. »Borgarfulltrúi Sjálfstæð-isflokks svaraði því til að ekki ætti að nota almannafé til áhættufjárfestinga erlendis. Hins vegar sæju borgarfulltrúar flokksins ekkert að því að vera í orkuútrásinni svonefndu. Morgunblaðið/Ásdís Sjálfstæðismenn Borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Kjartan Magnússon og Gísli Marteinn Baldursson létu að sér kveða í gærdag. GUÐMUNDUR Gunnarsson, forstjóri VÍS, segir fyrirtækið ánægt með það samstarf sem það á við SOS-neyðarþjónustuna í Kaupmanna- höfn. Þangað er trygginga- tökum VÍS bent á að hafa samband lendi þeir í því að veikjast eða slasast á erlendri grundu. Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Ásta Hulda Markúsdóttir tryggingavernd VISA, en hún og eiginmaður hennar eru tryggð hjá VÍS og handhafar VISA-platínu- korts. Maður Ástu Huldu fékk hjartaáfall í golfferð í fyrra- haust og gagnrýndi Ásta þá úrvinnslu máls hans. Eitt af því sem hún gagnrýndi var að þeg- ar hún hafði samband við tryggingafélagið eftir að maður hennar veiktist var henni gert að setja sig í samband við SOS-neyðarþjónustuna í Kaupmannahöfn, þar sem hún þurfti að veita sérhæfðar sjúkdómslýsingar og upplýsingar um tryggingamál á ensku. „Bæði Vísa og VÍS, og reyndar flest ef ekki öll tryggingafélögin, hafa gert samning við SOS um að aðstoða korthafa við þær aðstæður sem maður konunnar lenti í og sjúklingar almennt lenda í. SOS hefur áralanga reynslu í aðstoð við svona sjúklinga. Þeir eru með heilbrigðisstarfs- fólk sem við erum ekki með til þess að svara fyrir þetta,“ segir hann. SOS hafi ráðið Íslend- inga til starfa hjá sér, sem þó hafi ekki verið á vakt þegar umrætt tilfelli átti sér stað. Guð- mundur segist ekki hafa tölu á því hversu margir Íslendingar hafi starfað hjá SOS. Fólk geti talað íslensku Leita þurfi leiða til að tryggja að fólk sem er í vandræðum vegna veikinda eða slysa geti lýst því sem gerst hefur á íslensku. „Þetta er eitt- hvað sem við þurfum að bæta,“ segir hann. Guðmundur segir að í málum sem þessum séu „engar ákvarðanir teknar um hvernig eigi að standa að málum nema af læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki“, segir hann. Ákvarðanir séu teknar af starfsfólki SOS og haft sé samráð við þá lækna sem aðstoða viðkomandi sjúkling. Fólk sé ekki sent með flugi á almennu farrými ef læknar meti það ekki hæft til þess. Eitt af því sem Ásta Hulda gagnrýndi í grein sinni var að fimm dagar hefðu liðið frá því hún hafði samband við SOS-þjónustuna, þar til starfsfólk hennar hafði samband aftur. Guð- mundur segist ekki vilja tjá sig um þetta ein- staka mál. „Við erum stöðugt í sambandi við SOS um að hafa verkferlana sem besta. Þeir eru með þjónustu allan sólarhringinn og fara strax í mál og þau koma til þeirra.“ Í bréfi Ástu Huldu kemur jafnframt fram að þegar heim kom hafi henni verið tjáð af trygg- ingafélagi að þau hjónin yrðu sjálf að greiða matarreikninga, sem henni hafi þótt skrýtið í ljósi þess að þau hafi talið að tryggingin væri 100%. Um þetta segir Guðmundur að ýmis kostnaður sé greiddur, þó ekki allur. Matar- kostnaður sé meðal þess sem ekki er greitt, a.m.k. hafi það verið metið svo í þessu tilfelli. Guðmundur segir að fyrirtækið biðjist afsök- unar, hafi ekki verið brugðist rétt við í máli Ástu Huldu og eiginmanns hennar. Hann telji hins vegar að rétt hafi verið staðið að málum í þessu tilviki. Ekki fengust svör vegna málsins hjá VISA í gær. VÍS ánægt með samstarfið við SOS-neyðarþjónustuna Guðmundur Örn Gunnarsson MEIRIHLUTI borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti á fundi sín- um í gær tillögu borgarstjóra þess efnis að tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna, um að leita allra leiða til að hætta við söluna á Frí- kirkjuvegi 11, yrði vísað frá. Í máli borgarstjóra kom fram að söluferlið væri í farvegi og ætti að ljúka áður en núverandi meirihluti gæti haldið upp á hundrað daga afmæli. Þorleifur Gunnlaugsson, borg- arfulltrúi VG, hóf umræðuna og benti meðal annars á að tilvonandi eigandi myndi geta lokað Hall- argarðinum með lögregluvaldi þeg- ar tignargestir væru boðnir þangað í heimsókn. Það gilti þó ekki um tyllidaga, t.d. sumardaginn fyrsta, 17. júní og menningarnótt. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri svaraði því til að meirihlutinn myndi tryggja að Hallargarðurinn yrði áfram almenningsgarður, en við- urkenndi þó að hugsanlegt væri að lokað yrði örfáa daga á ári. Sinnaskipti borgarstjóra Borgarfulltrúar minnihlutans komu einnig inn á sinnaskipti borg- arstjóra í málinu og vísaði Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, m.a. í bókun Ólafs á fundi borg- arráðs 12. október 2006. Þá sagði Ólafur: „Ég lýsi andstöðu við áform um sölu húseignarinnar að Frí- kirkjuvegi 11. Húseignin með sína merku sögu verðskuldar að vera áfram í eigu almennings.“ Borgarstjóri var fremur ósáttur við málflutning minnihlutans og nefndi t.a.m. þær tillögur sem hann hefur flutt í borgarstjórn um vernd- un gamalla húsa. Þá sagðist hann ekki hafa skipt um skoðun þegar Fríkirkjuvegur 11 væri annars veg- ar. „Það er ekki meirihluti fyrir því að borgin reki áfram þetta hús, eins og ég hefði viljað og væri mín ósk,“ sagði Ólafur og einnig að brýnt væri að ljúka málinu sem fyrst, enda lægi húsið undir skemmdum. Morgunblaðið/Frikki Garðinum lokað ef gesti ber að garði RANNSÓKN á meintri nauðgun sem átti sér stað á salerni skemmti- staðar í Reykjanesbæ um liðna helgi verður ekki unnin án þess að aðalvitnið í málinu vinni með lög- reglu. Sautján ára stúlka sem til- kynnti nauðgunina aðfaranótt sunnudags ákvað eftir nánari at- hugun að aðhafast ekki. Lögreglan á Suðurnesjum lítur svo á að það sé mat þess sem fyrir verður hvort brot hafi átt sér stað. Að sögn rann- sóknarlögreglumanns metur stúlk- an að svo hafi ekki verið í þessu til- viki. Spurður hvort eitthvað bendi til þess að meintur brotamaður hafi haft áhrif á ákvörðun stúlkunnar segir Jóhannes Jensson hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Suð- urnesjum svo ekki vera og því verði það ekki rannsakað sérstaklega. „Við höfum það sem við vitum um málið frá stúlkunni. Það liggur ekki fyrir hver hafi átt að eiga þarna í hlut, og þetta eru nægilega erfið mál í rannsókn þegar brotaþoli veitir alla aðstoð. Þegar hann gerir það ekki er málið orðið ansi erfitt rannsóknar,“ segir Jóhannes sem útilokar ekki að veitingastaðnum verði veitt áminning fyrir að hleypa sautján ára stúlku inn. Ekki var brotið á stúlkunni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.