Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta kemur nú alveg í bakið, góði, við höfum talið okkur vera vel tækjaða og unnið af
fagmennsku, það eina sem vantar á græjubúnaðinn eru rafbyssur.
VEÐUR
Óneitanlega hljóta menn aðstoppa við og hugleiða hvað er
hið sanna, þegar orð talsmanna ol-
íufélaganna fjögurra hér í Morg-
unblaðinu í gær eru skoðuð.
Eigandi flutningafyrirtækis upp-lýsti að hann hefði talið að
hugsanlegt væri að hann gæti feng-
ið meiri afslátt í olíukaupum sínum
og því hefði
hann óskað
eftir tilboðum
í viðskiptin frá
öllum olíufé-
lögunum.
Hann fékktvö skrif-
leg tilboð og
tvö munnleg
„og þau voru öll upp á sömu krónu-
tölu. Það er ekki hægt að draga
aðra ályktun en að enn sé samráð í
gangi“, sagði eigandinn, sem vildi
ekki koma fram undir nafni, því
hann óttaðist að það kynni að hafa
áhrif á þau afsláttarkjör sem hann
þó nýtur!
Talsmenn allra olíufélagannahöfnuðu því alfarið að eitthvert
samráð væri í gangi milli félaganna
um verð. Það kemur í sjálfu sér
ekkert á óvart.
En er það trúverðugt að fjögur ol-íufélög, sem beðin eru að gera
tilboð í viðskipti, bjóði upp á krónu
sömu kjör?
Er hér um einskæra tilviljun aðræða?
Hvar er þá samkeppni olíufélag-anna um viðskiptin, þegar þau
bjóða nákvæmlega sömu krónu-
tölu?
Er hér ekki komið verðugt verk-efni fyrir Samkeppniseftirlitið
að skoða?
STAKSTEINAR
Samráð eða tilviljun?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!!"
!!
#
#
!!
!
$
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
%
%
!!"
!!"
!!! &
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
# #
#
#
#
#
#
#
*$BC
! "#"" " $"
%$&' *!
$$B *!
'
()
(
$
&
*&
<2
<! <2
<! <2
'
$) ! +
!"
,- &!.
D
$
<7
B
%($"! )
$"
"
(
#
" )
*+")
)
(" "
<
,
" " " " ("
-"
"
"
) (%.
"
/0 &11
! & 2 &
&+
!"
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Kristinn Petursson | 15. apríl
Hvalveiðar geta satt
hungur margra
Uppþot víða um heim,
allt frá Haítí til Bangla-
desh og Egyptalands,
vegna snarhækkandi
verðs á nauðþurftum
hafa beint athygli
heimsbyggðarinnar að
þeim vaxandi vanda sem verðhækkun
á matvælum er orðin.
Hvalveiðar gætu lækkað mat-
arverð. Svo mætti þurrka hvalkjöt til
að selja inn á þau svæði í heiminum
þar sem neyðin er mest.
Grænfriðungar eru varla …
Meira: kristinnp.blog.is
Hermann Einarsson | 15. apríl
Áhrif loftslagsbreyt-
inga á fiskveiðar
Mjög áhugaverð lesning
að mínu mati og hvet ég
alla þá sem áhuga hafa
á umhverfismálum að
skoða þetta vel.
Hvaða áhrif hafa
loftslagsbreytingar á
fiskistofna og fiskveiðar? Um þetta
verður rætt á ráðstefnu sem haldin
verður í Björgvin í Noregi dagana 17.
og 18. apríl. Ráðstefnugestir verða
fulltrúar stjórnvalda, fiskveiði-
samtaka og vísindamenn hvaðanæva
af Norðurlöndum og …
Meira: smalinn.blog.is
Vilhjálmur Þorsteinsson | 15. apríl
Er hraðfrysting
skynsamleg?
Seðlabankinn virðist
hafa ákveðið að hrað-
frysta hagkerfið. Verð-
bólga um þessar mundir
er einkum vegna veik-
ingar krónunnar en að
hluta vegna hækkana á
heimsmarkaðsverði hrávara. Bankinn
getur ekkert gert við hækkunum á hrá-
vörum. Hann er að reyna að stöðva
veikingu krónunnar en vegna stíflu á
gjaldeyrisskiptamarkaði (swap-
markaði) hefur hækkun vaxta lítil sem
engin áhrif í þá átt. Þá er aðeins eftir …
Meira: vthorsteinsson.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 15. apríl
Olíuhreinsistöð –
hver er að stjórna?
Þá hefur hulunni verið
svipt af því hverjir
standa á bak við hug-
myndina um olíu-
hreinsistöð á Vest-
fjörðum. Ég segi
hugmyndina – því það
vill brenna við í umræðunni að menn
tali eins og olíuhreinsistöð sé orðin
staðreynd. Hún hljóti að koma úr því
allir eru að tala um hana.
En nú hafa 24 stundir upplýst það
sem líka kemur fram á skutull.is í dag,
að það eru rússnesku olíurisarnir
Gazprom og Lukoil sem standa þarna
að baki. Þessi fyrirtæki ku vera sam-
starfsaðilar Geostream (móðurfyr-
irtækis Katamak-NAFTA) ásamt vest-
rænu olíufyrirtækjunum Shell og
Exxon Mobil. Þetta eru sumsé fyr-
irtækin sem Íslenskur hátækniiðn-
aður hefur átt í viðræðum við um að
reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.
Þá eru stór bandarísk verktakafyr-
irtæki, Halliburton og Washington Gro-
up, einnig nefnd sem samstarfsaðilar.
Á heimasíðu Katamak-Nafta kemur
einnig fram að félagið hafi valið Ísland
sem stað fyrir olíuhreinsistöð vegna
þess að hér sé orkukostnaður afar
lágur og að hér sé hagstætt fjárfest-
ingaumhverfi. Þá er það talið til kosta
að flestar ákvarðanir vegna fram-
kvæmdarinnar liggi hjá sveit-
arstjórnum og ákvörðunarferlið geti
því gengið hratt fyrir sig.
Í máli Össurar Skarphéðinssonar
iðnaðarráðherra á Alþingi í síðustu
viku kom fram að ráðuneytið hefði
ekki vitneskju um hvaða fjárfestar
stæðu að baki olíuhreinsistöðinni,
sem yrði í heild verkefni upp á rúma
400 milljarða króna, ef af yrði.
Hann áréttaði einnig að losun
stöðvarinnar myndi ekki rúmast innan
losunarheimilda samkvæmt skuld-
bindingum Íslands fyrir árin 2008-
2012. Því þyrfti annað tveggja að
koma til, förgun/nýting koltvísýrings
eða aðkeypt losunarheimild erlendis
frá af hálfu framkvæmdaraðila.
Hvernig ætla stjórnvöld nú að leysa
þennan vanda? Olíurisarnir fagna því
að „flestar ákvarðanir vegna fram-
kvæmdarinnar liggi hjá sveit-
arstjórnum“.
Ég verð að viðurkenna að nú er vak-
inn hjá mér sá uggur í brjósti að
kannski sé málið ekki raunverulega í
höndum stjórnvalda – heldur …
Meira: olinathorv.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
NEYTENDASAMTÖKIN hyggjast
standa fyrir átaki í dag milli kl. 15 og
18 til þess að bæta verðmerkingar í
verslunum. Óska þau eftir sjálfboða-
liðum til að taka þátt í átakinu og
hvetja jafnframt almenning til að
vera með. Þetta kemur fram á vef
Neytendasamtakanna (www.ns.is),
en þar kemur fram að samtökin hafi
lengi gagnrýnt lélegar merkingar og
telja að nú sé tími til aðgerða runn-
inn upp.
Fulltrúar Neytendasamtakanna
og sjálfboðaliðar verða við nokkrar
verslanir í dag á fyrrgreindum tíma
með límmiða til taks og leiðbeina öll-
um sem vilja taka þátt í átakinu.
Þátttakendur eru beðnir að skrifa
verð þeirra vara sem þeir setja í inn-
kaupakörfu sína á lítinn límmiða og
líma á vöruna. Sé ekkert verð sjáan-
legt við þá vöru sem fólk hyggst
kaupa á að líma litaðan límmiða í
skærum lit á hillukantinn þannig að
starfsmenn geti séð hvar verðmerk-
ingar vantar.
Þegar komið er á kassa á fólk að
fylgjast með því að kassaverð sé það
sama og verðið sem fólk hafði skráð.
Einnig er hægt að skoða strimilinn
og bera saman við límmiðana þegar
búið er að borga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Neytendasamtökunum er markmið
átaksins að hvetja verslanir til að
sinna verðmerkingum betur og sjá
til þess að þær séu ávallt réttar og
fyrir hendi. Að mati samtakanna eru
verðupplýsingar mjög mikilvægar
og því alvarlegt ef þær eru rangar
eða hreinlega ekki til staðar.
Átak í verð-
merkingum
Segja verðupplýsingar afar mikilvægar
Morgunblaðið/Golli
Verðvitund Munu íslenskir neyt-
endur öðlast aukna verðvitund?