Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórarinn Jóns-son, múr-
arameistari, fæddist
á Ísafirði 16. mars
1923. Hann lést á
Landspítala, Landa-
koti, miðvikudaginn
2. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Jónsson klæð-
skeri, f. á Höfða í
Dýrafirði 4. febrúar
1890, d. 1. október
1979, og Karlinna
Grein Jóhann-
esdóttir húsmóðir, f.
í Bolungarvík 7. febrúar 1896, d.
10. ágúst 1979, en foreldrar hennar
bjuggu lengst af að Seljalandi í
Skutulsfirði. Þórarinn var þriðji í
röð fjögurra barna þeirra. Elst
systkinanna var Margrét, garð-
yrkjufræðingur, f. 17. okt. 1920, d.
10. mars 1995, gift Skafta Jós-
efssyni, f. 1. mars 1920, d. 28. nóv-
ember 1993. Næst var Kristín,
garðyrkjukona, f. 16. janúar 1922,
d. 19. september 2003, gift Sig-
mundi Kristberg Guðmundssyni, f.
27. nóvember 1915, d. 10. ágúst
1980. Þær systur ásamt eig-
inmönnum sínum ráku báðar
blóma- og garðyrkjustöðvar í
Hveragerði. Þriðja barnið var Þór-
arinn og yngstur er Sigurður Al-
bert Jónsson, garðyrkjufræðingur
og fyrrverandi forstöðumaður
Grasagarðs Reykjavíkur í Laug-
ardal, f. 25. okt. 1929. Eiginkona
hans er Sigrún Óskarsdóttir.
Eiginkona Þórarins var Hanna
fræðingur 10. maí 1940, á hernáms-
degi breska hersins hér á landi. Á
unglingsárunum vann Þórarinn við
síldarsöltun á Siglufirði og fékk 16
ára gamall hásetapláss á síldarbát
hjá frænda sínum Magnúsi Jóns-
syni skipstjóra. Síðan komu stríðs-
árin og vann hann oft á tíðum
myrkranna á milli við að stafla fiski
í bresk fisktökuskip sem sigldu
með fiskinn frá Ísafirði til Bret-
lands. Þórarinn gekk í Iðnskólann
á Ísafirði, þaðan sem hann útskrif-
aðist og lærði múraraiðn hjá Þórði
Jónssyni, múrarameistara á Ísa-
firði. Löngu síðar bætti hann við
sig námi í Iðnskólanum í Reykjavík
og varð múrarameistari. Árið 1946
fékk Þórarinn ásamt nokkrum öðr-
um styrk til framhaldsnáms í
Stokkhólmi við Stockholms Tekn-
iska Institut. Þar lærði hann nokk-
uð í byggingatæknifræði og kynnt-
ist undirstöðuatriðum í arkitektúr.
Þórarinn vann lengi á höf-
uðborgarsvæðinu hjá múr-
arameisturunum Magnúsi Árna-
syni og síðar Magnúsi Baldvinssyni.
Hann tók líka að sér arinhleðslur
og prýða þau verk hans þónokkur
hús. Þá starfaði hann einnig mikið
fyrir bræðurna Loft og Þórarin
Jónssyni og við fyrirtæki þeirra JL
húsið. Meðal annars hlóð hann hús
fyrir báða bræðurna, annað hér í
Reykjavík og hitt á sunnanverðu
Snæfellsnesi, þar sem hann naut
dyggrar aðstoðar Hönnu eiginkonu
sinnar. Síðustu starfsár sín starfaði
Þórarinn sem sundlaugarvörður
hjá Sundlaugunum í Laugardal.
Útför Þórarins fer fram frá
hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Bjarnadóttir, söng-
kona, f. á Akureyri
11. september 1928,
d. 31. maí 1999. For-
eldrar hennar voru
báðir Skagfirðingar,
Sigríður Ósland Sig-
urjónsdóttir, hús-
móðir, f. á Óslandi í
Óslandshlíð 27. febr-
úar 1902, d. 23. apríl
1973, og Bjarni Mar-
teinn Jónsson, fanga-
vörður, f. á Hrauni í
Sléttuhlíð 23. júní
1905, d. 1. janúar
2002. Systkinin voru tvö og er
bróðir hennar Frosti, fyrrverandi
flugstjóri hjá Flugleiðum, f. 21. jan-
úar 1930, kvæntur Kötlu K. Ólafs-
dóttur, djákna.
Dóttir Þórarins og Hönnu er Sig-
ríður, f. 6. maí 1950, gift Ólafi Ósk-
ari Jakobssyni, f. í Vestmanna-
eyjum 15. ágúst 1952. Þau eiga
fimm börn sem eru: 1) Þórarinn Jó-
hannes, viðskiptafræðingur og
stundar einsöngsnám, f. 1973, 2)
Jakob Óskar, rannsóknarlög-
reglumaður, f. 1975, kvæntur
Hrafnhildi Heimisdóttur, sölufull-
trúa, f. 1973, sonur þeirra er Aron
Ísak, f. 2004, 3) Sigurður Anton,
tölvunarfræðingur og hönnuður, f.
1978, 4) Hanna Lísa, leikskóla-
starfsmaður og tónlistarskólanemi,
f. 1986, og 5) Pétur Jóhann grunn-
skólanemi, f. 1995.
Þórarinn stundaði hefðbundið
barna- og gagnfræðaskólanám á
Ísafirði og útskrifaðist sem gagn-
Mikill öðlingur hefur nú kvatt okk-
ur að sinni. Ég segi og skrifa „að
sinni“, þar sem Þórarinn tengdafaðir
minn átti innra með sér von. Bjarg-
fasta, óhagganlega eilífðarvon, sem
byggist á trúnni á fagnaðarerindið,
Drottinn okkar og frelsara Jesú
Krist.
Æskuheimili Þórarins á Ísafirði
einkenndist af glaðværð, umhyggju,
kærleika og hlýju samfara reglusemi
og aga. Foreldrarnir Jón og Karlinna
höfðu orðið fyrir sterkri trúarvitjun í
upphafi 20. aldarinnar. Guðs nafn var
því ekki lagt við hégóma á heimilinu
og blótsyrði fundust ekki í orðasafni
fjölskyldunnar. Jafnframt var rík
áhersla lögð á frelsishugsjón, jafn-
rétti og bræðralag. Hér var um að
ræða opið alþýðuheimili, þar sem
hvorki var vítt til veggja né hátt til
lofts en því meira hjartarými. Full-
orðnir sem börn voru ávallt velkomin
og sönn lífsgleði, hjálpsemi og hlýja
einkenndi heimilislífið.
Góð æskuvinkona Þórarins og
systra hans Guðrún Gunnarsson frá
Ísafirði bjó í heimabyggð minni í Eyj-
um, þegar ég kynntist Sigríði. Móðir
mín spurði því Guðrúnu hvort hún
þekkti eitthvað til Þórarins föður Sig-
ríðar. Hún svaraði leiftursnöggt eins
og henni einni er lagið: „Ég þekki
mjög vel manninn með gullhjartað“.
Ekki var spurt frekar.
Ég skynjaði, að trúin mótaði mjög
líf Þórarins, sem var farsæll og naut í
miklum mæli blessunar Guðs. Hann
gekk öruggur að verki sínu og hafði
ekki áhyggjur af morgundeginum.
Hann hafði alveg einstakt lag á að láta
gott af sér leiða, fór ekki í manngrein-
arálit og fólk naut þess að vera í ná-
vist hans. Við vinnu sína heima á lóð
söfnuðust oft að honum börn. Eitt
sinn var bankað á útihurðina. Við
Hönnu blasti barnahópur: „Má góði
grjótamaðurinn koma út að leika?“
Já, lífið var honum sem góður og
skemmtilegur leikur. Í annan tíma
átti óstýrilátur strákahópur í hverfinu
það til að venja komur sínar til hans á
lóðinni. Aftur var bankað. Úti fyrir
voru ærslafullu drengirnir og spurðu:
Þórarinn Jónsson
✝ Ástríður Hafliða-dóttir húsmóðir
fæddist í Reykjavík
5. ágúst 1926. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Skóg-
arbæ laugardaginn
5. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hafliði
Baldvinsson, fisk-
kaupmaður í Reykja-
vík, f. í Laugabóli við
Ísafjarðardjúp 5.5.
1888, d. 10.4. 1949,
og Jónea Hólmfríður
Fríðsteinsdóttir, f. í Valgerðarbæ
við Grundarstíg í Reykjavík 24.8.
1889, d. 18.5. 1967. Systkini
Ástríðar voru Hákon, f. 1918, d.
1981, Halldóra, f. 1920, d. 1992, og
Helgi, f. 1922, d. 2007. Hálfsystir
Ástríðar samfeðra var Baldvina H.
Hafliðadóttir, f. 1908, d. 1991. Móð-
ir hennar var Ágústína M. Aradótt-
ir, f. 1883, d. 1954.
Hinn 12. maí 1945 giftist Ástríð-
arssyni, starfsmanni Orkustofn-
unar. Dætur þeirra eru Ástríður
Linda, Elín Hlíf og Halldóra. 2)
Hafdís, f. 19. mars 1949, kennari.
Börn hennar eru Rakel, Daníel og
Róbert. 3) Guðmundur Karl, f. 1.
apríl 1953, sóknarprestur.
Kona hans er Hjördís Birg-
isdóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn
þeirra eru Ágúst Karl, Birgir Örn
og Auður Hanna. 4) Ástrún Björk,
f. 26. maí 1959, framkvæmdastjóri
útibúaþjónustu Glitnis. Maður
hennar er Guðmundur Ásberg Arn-
bjarnarson, vörustjóri hjá EJS.
Börn þeirra eru Andri Elvar, Ásta
Lára, Davíð Árni og Kristjana.
Langömmubörnin eru níu.
Ástríður ólst upp í Reykjavík.
Hún var húsmóðir allt sitt líf. Utan
heimilis starfaði hún hjá mötuneyti
Loftleiða, í mjólkurbúð Mjólk-
ursamsölunnar á Brekkulæk. Einn-
ig vann hún í nokkur ár hjá Hag-
kaupum í Kjörgarði. Og síðustu
árin vann hún á dagdeild lamaðra
og fatlaðra í Hátúni.
Útför Ástríðar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
ur Ágústi Karli Guð-
mundssyni bruna-
verði, f. á
Efra-Apavatni í
Laugardal 16. janúar
1922, d. 9. mars 2004.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Ás-
mundsson bóndi á
Efra-Apavatni í
Laugardal og org-
elleikari í Mosfells-
kirkju í Grímsnesi um
árabil, f. í Eyvind-
artungu í Laugardal
29. mars 1889, d. 26.
desember 1967, og kona hans Jón-
ína Kristín Þorsteinsdóttir, f. í
Stekkholti í Biskupstungum 17.
september 1890, d. 20. desember
1963. Ástríður og Ágúst Karl hófu
búskap sinn í Reykjavík og bjuggu
þar alla tíð, lengst af á Rauðalæk
57, en síðustu árin á Sléttuvegi 13.
Þau eignuðust fjögur börn. Þau
eru: 1) Jóna skrifstofumaður, f. 24.
desember 1945, gift Helga Gunn-
Elsku besta amma mín, nú er kom-
ið að kveðjustund. Mig langar að
þakka þér allt sem þú hefur gefið mér
en minningarnar eru ótrúlega margar
og góðar. Allar stundirnar sem ég átti
með ykkur afa á Apavatni í sumarbú-
stað ykkar – þar var svo gott að vera
og gaman að koma. Þú varst svo lag-
inn við saumaskapinn og það voru
ófáar flíkurnar sem þú saumaðir á
okkur barnabörnin.
Það var alltaf gaman að koma að
heimsækja ykkur afa og spjalla um
daginn og veginn. Þú með kaffiboll-
ann þinn, með mikilli nýmjólk og syk-
urmola. Þú varst einstök kona, alltaf
glöð, jákvæð og stutt í stríðnina og þú
gast alltaf séð skoplegu hliðarnar á
lífinu.
Þegar við systurnar vorum að alast
upp fannst mér alltaf skemmtilegast
að opna jólapakkana þína, þeim var
pakkað inn í hvert lagið á fætur öðru
og þú fylgdist alltaf spennt með þegar
þeir voru opnaðir til að sjá svipinn á
okkur, þú hafðir ekki síður gaman af
þessu en við.
Á 20 ára afmælisdaginn minn var
ég í námi í Þýskalandi og þú og afi
senduð mér pakka að heiman. Að
sjálfsögðu var honum vandlega pakk-
að inn í mörg lög og ég var ótrúlega
forvitin og fannst verst að þú værir
ekki á staðnum til að fylgjast með því
með þínu stríðnisbrosi. Ég tók hvert
lagið utan af öðru og í ljós kom að þú
hafðir bakað uppáhaldskökuna mína,
„Góðu kökuna“, og sent hana með
pósti alla leið til Þýskalands. En svona
voru uppátækin þín, svo ótrúleg.
Ég man þær stundir þegar ég
kynnti þig fyrir mikilvægum mann-
eskjum í mínu lífi, fyrst Henrik og síð-
an dóttur okkur Hildi Mei og hversu
glöð þú varst að við Henrik værum
loksins búin að eignast lítinn sólar-
geisla. Þú tókst þeim báðum strax
opnum örmum. Þið Henrik urðuð
Ástríður Hafliðadóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN GUÐLEIFUR PÁLSSON
frá Krossum í Staðarsveit,
til heimilis í Hagalandi 4,
Mosfellsbæ,
andaðist sunnudaginn 13. apríl á Hrafnistu.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn
21. apríl kl. 13.00.
María Bjarnadóttir,
Heiðar Jónsson,
Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Magnús V. Friðbergsson,
Ásmundur Jón Jónsson, Kolbrún Guðmundsdóttir,
Bjarndís Jónsdóttir, Halldór Hildar Ingvason,
Páll Jónsson,
Stefanía Helga Jónsdóttir, Guðni Á. Haraldsson,
Bjarni Jón Jónsson, Ágústa Óladóttir,
María Jónsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar og sonur,
BJÖRN KRISTJÁNSSON
kjötiðnaðarmaður,
Skúlabraut 45,
Blönduósi,
andaðist sunnudaginn 13. apríl.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Ásgeir Már Björnsson,
Eyþór Björnsson,
Erla Hafliðadóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVERRIR ARNGRÍMSSON
kennari,
Kópavogsbraut 51,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. apríl.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn
17. apríl kl. 13.00.
Áslaug Jóelsdóttir,
Guðný Sverrisdóttir,
Margrét Sverrisdóttir, Guðmundur H. Friðgeirsson,
Guðrún Vigdís Sverrisdóttir, Trausti Aðalsteinn Egilsson,
Jóel Sverrisson, Guðfinna Guðnadóttir,
Sveinn Áki Sverrisson, Ragnhildur Pála Tómasdóttir,
Arngrímur Sverrisson, Steinþóra Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HALLDÓR ANTONSSON,
Tumabrekku,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
aðfaranótt föstudags 11. apríl, verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. apríl
kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Hartmannsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HULDA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Bæ í Lóni,
lést að Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn
13. apríl.
Útför fer fram þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.00 frá
Bústaðakirkju.
Erla Sigfúsdóttir, Geir Sigurðsson,
Kristín Sæmundsdóttir, Þórður Þórðarson,
Þórarinn Sæmundsson, Brynja Benediktsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.