Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Marta Sveins-dóttir fæddist á
Steindyrum á Látra-
strönd 11. nóv-
ember 1915. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 3. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sveinn Jóakimsson
útvegsbóndi og tré-
smiður, f. á Kus-
sungsstöðum í S-
Þing. 1874, d. 1961
og Þórunn Krist-
insdóttir húsmóðir, f. í Hléskógum
í Höfðahverfi í S-Þing. 1878, d.
1967. Systkini Mörtu eru Anna, f.
1901, d. 1976, Guðný, f. 1904, d.
1932, Trausti, f. 1910, lést sem
kornabarn, Elín, f. 1915, d. 2004,
og Jónína, f. 1917, d. 1974.
Eiginmaður Mörtu var Guð-
mundur Jörundsson útgerðar-
maður, f. 1912, d. 1990. Foreldrar
hans voru Jörundur Jörundsson
útgerðarmaður í Hrísey, f. 1885, d.
1961, og María Friðrika Sigurðar-
dóttir, f. 1880-1940 frá Skarðdal í
Siglufirði. Börn Mörtu og Guð-
mundar: 1) Sigurður Þorsteinn út-
gerðarmaður, f. 1940, d. 1999.
Fyrri kona hans var Inga R. Holdö,
f. 1942. Börn þeirra eru: a) Marta
Rut nuddari, f. 1963. Fyrri maki
Viðar Pétursson bóndi, f. 1961.
Synir þeirra eru Pétur, f. 1982, og
Sigurður Már, f. 1986. Eiginmaður
Stefán Heiðar Vilbergsson stýri-
maður, f. 1969. Synir þeirra eru
Andri Dagur, f. 1994, Vilbergur
Davíð, f. 1997 og Hlynur Logi, f.
heiður Marta nemi, f. 1993. 5) Jör-
undur forstöðumaður, f. 1957. Fv.
maki Jakobína Þórðardóttir
þroskaþjálfi, f. 1958. Börn þeirra
eru a) Auður háskólanemi, f. 1980,
gift Benedikt Hermanni Her-
mannssyni tónlistarmanni, f. 1980,
sonur þeirra er Guðmundur Ari, f.
2007, b) Guðmundur nemi, f. 1987,
og c) Þórður nemi, f. 1990.
Marta ólst upp fyrstu ár ævi
sinnar á Látraströnd, þar sem fað-
ir hennar stundaði búskap og sjó-
sókn við harðar aðstæður. Marta
fluttist til Hríseyjar með for-
eldrum sínum og systrum á ung-
lingsárum eftir að foreldrar henn-
ar brugðu búi. Hún átti ekki kost á
skólanámi umfram það sem skylt
var á þeim árum, en lét ekki þar
við sitja því hugur hennar stóð til
náms í Húsmæðraskólanum á Ísa-
firði. Hún aflaði sér sjálf þess sem
til þurfti til námsins, sem hún lauk
1934. Marta giftist Guðmundi Jör-
undssyni 1938 og sama ár fluttust
þau til Akureyrar og bjuggu þar
til ársins 1959 er þau fluttu til
Reykjavíkur. Marta stóð alla tíð
fyrir umfangsmiklu heimilishaldi,
enda sá hún farboða stórum
barnahópi og foreldrum þeirra
hjóna lengi vel. Hún var manni sín-
um alla tíð mikil stoð í hans um-
fangsmikla atvinnurekstri og
stoltur þátttakandi í því starfi.
Hún unni mikið félagslífi og var
þátttakandi í nokkrum félaga-
samtökum. Ferðalög voru henni
mikið gleðiefni, sem og spila-
mennska og hún var höfðingi heim
að sækja og bjó fjölskyldu sinni
glæsilegt heimili.
Útför Mörtu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
1998. b) Dagný María
verslunarkona, f.
1965, gift Jóni Stef-
áni Þórðarsyni raf-
virkjameistara, f.
1963. Börn þeirra eru
Sigurður Bergur, f.
1985, Elín Inga, f.
1986, dóttir hennar
Dagný Mist Guð-
björnsdóttir, f. 2007,
og Marinó, f. 1989. c)
Guðmundur við-
skiptafræðingur, f.
1972, kvæntur Helgu
Sigríðu Eiríksdóttur
leikskólakennara, f. 1972. Börn
þeirra eru Júlíus Ingi, f. 1997, Jas-
on Máni, f. 2002, og Díana Ásta, f.
2006. Seinni kona Sigurðar var
Ingibjörg Aradóttir, f. 1935, inn-
kaupastjóri. 2) Ævar fram-
kvæmdastjóri, f. 1945, kvæntur
Sigrúnu Fríðu Óladóttur skrif-
stofukonu, f. 1950. Börn þeirra eru
Þórunn háskólanemi, f. 1982, og
Óli Vernharður háskólanemi, f.
1987. 3) Sveinn fisktæknir, f. 1951,
kvæntur Sigurveigu Sigmunds-
dóttur snyrtifræðingi, f. 1952.
Börn þeirra eru: a) Sindri við-
skiptafræðingur, f. 1978, sambýlis-
kona Kristín Vala Matthíasdóttir
verkfræðingur, f. 1981. Sonur
þeirra er Viktor Már, f. 2005. b)
Örvar háskólanemi, f. 1984, unn-
usta Daggrós Stefánsdóttir há-
skólanemi, f. 1981. 4) María upp-
lýsinga- og fræðslufulltrúi, f. 1954,
gift Kjartani Jóhannessyni kerf-
isfræðingi, f. 1955. Börn þeirra
eru Jóhannes hönnuður, f. 1983,
Guðmundur nemi, f. 1986, og Álf-
Yndislegur eiginleiki er að kunna
að hlakka til, njóta stundarinnar og
lifa lengi á minningunum. Það var
þér, tengdamóðir mín, eðlislægt og
hvatning til okkar sem eftir erum,
ekki síst að staldra við í núinu.
Oft á síðkvöldi þínu hallaðir þú þér
aftur í hægindastól og sagðir: „Ó, það
var svo gaman,“ er hugsað var til
baka. Oft var minnst á Úthlíð 12 en sá
tími var þér afar kær en þar bjó fjöl-
skyldan lengst af. Marta hafði mjög
gaman að spila brids og kallaði það
leikfimi hugans, en aðra leikfimi gaf
hún lítið fyrir. Marta var frábær
gestgjafi, fagurkeri og umfram allt
húmoristi sem naut lífsins.
Við áttum stóra, sameiginlega
stund árlega öðrum fremri, gamlárs-
kvöld. Fyrst í meira en áratug í Út-
hlíðinni og síðar á heimili okkar
Sveins sonar þíns í tvo áratugi. Með
þér var ævinlega yndislegt að gleðj-
ast.
Áföllum í lífinu tókst þú með skiln-
ingi og æðruleysi enda af þeirri kyn-
slóð sem bar tilfinningar ekki á torg.
Elsku tengdamamma, þér varð að
ósk þinni að deyja inn í vorið. Það var
gott að eiga þig sem vinkonu og
tengdamóður í 35 ár, hafðu þökk fyrir
allt.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Sigurveig.
Aldrei hefði mig grunað, þegar ég
svona tíu ára í krakkahópi fyrir utan
Úthlíð 12 – þar var staur sem hentaði
afar vel fyrir „Fallin spýta“ – að fína
konan með manninum á flotta bíln-
um, sem var stundum að sussa á okk-
ur, yrði seinna tengdamóðir mín.
María konan mín var svo miklu,
miklu eldri en ég þá – þá var hálft ár
heil eilífð. Seinna þegar María kynnti
mig tengdaforeldrunum var mér
strax tekið opnum örmum, hún var
ekkert að erfa við mig lætin úr æsku,
og Guðmundur Jörundsson ekkert
nema góðvildin, hafði enda dreymt
fyrir komu minni, dreymt jarpan hest
Maríu sinnar. Þegar risíbúðin í Út-
hlíð 12 kom svo í sölu, þá varð úr að
við keyptum hana sem okkar fyrstu
íbúð. Sumir hefðu kannski þurft að
hugsa sig um tvisvar áður en þeir
færu í slíkt sambýli með tengdamóð-
ur sinni, ekki ég. Ekki sé ég eftir því,
þarna bjuggum við í átta góð ár. Við
fengum heimsins bestu barnapössun
fyrir strákana okkar tvo sem voru
heimagangar á hæðinni hjá þeim og
búa að því góða og gefandi samneyti
alla ævi. Er heilsa Guðmundar bilaði
þá var gott að það var stutt til Maju á
loftinu. Við fluttum nokkru eftir and-
lát Guðmundar en tengslin héldu.
Börnin rifja upp góðar minningar úr
Úthlíðinni þegar byggðir voru kast-
alar úr púðum, teppum og stólum,
gjarna tengdar góðum mat því Marta
var listakokkur. Þær voru ófáar veisl-
urnar, stórar og smáar, sem haldnar
voru í Úthlíðinni. Líklega enn meira
„grand“ hér áður fyrr, á velmektar-
dögum Guðmundar sem útgerðar-
manns. Marta í essinu sínu í hlutverki
sem hún var stolt af, hélt fallegt
heimili fyrir glæsilegan mann og
mannvænleg börn, foreldra sína og
foreldra hans á tímabilum. Árið 1945
veiktist Marta alvarlega og lá sex
mánuði á spítala í Reykjavík meðan
Þórunn mamma hennar sá um nýfætt
ungabarnið Ævar á Akureyri. Óvíst
er að menn hefðu trúað því þá, að hún
ætti eftir að verða 92 ára gömul.
Reyndar urðu nú spítalaferðirnar
fleiri áður en yfir lauk. Þær eru ófáar
stundirnar sem þær mæðgur María
og Marta Sveins máttu eyða á bráða-
móttökum, er sú eldri hafði farið úr
mjaðmalið eða brotið bein. Er Marta
minnkaði við sig, flutti úr Úthlíðinni í
Bólstaðarhlíð 45, réð smekkvísin
áfram ríkjum. Þegar svo heilsan fór
að bila fyrir alvöru leið henni vel í ör-
ygginu í Skógarbæ, þar sem gott og
velviljað starfsfólk sá til þess að ævi-
kvöldið yrði léttbært.
Þær eru miklar umbreytingarnar
sem Marta lifði. Hún fæddist í litlum
bæ á afskekktri klettaströnd, sem
löngu er kominn í eyði. Þeysti sem
barn berbakt á klettabrúnum og
horfði á eftir hundinum sínum fyrir
björg og brotna í þúsund mola, eins
og hún orðaði það. Flutti með foreldr-
unum til Hríseyjar, tók seinna þátt í
uppbyggingu öflugs útgerðarfyrir-
tækis með manni sínum á Akureyri
og í Reykjavík. Á meðan breyttist Ís-
land í nútímaþjóðfélag, úr árbátum í
skuttogara, úr mó í hitaveitu.
Að leiðarlokum eru þakkir efst í
huga; þakkir almættinu fyrir að hafa
tengt mig jafn góðri og glæsilegri
konu og hér er gengin, og þakkir til
hennar og fólksins hennar fyrir allt
það góða sem hún gaf mér og öðrum í
kringum sig.
Kjartan Jóhannesson.
Meira: mbl.is/minningar
Amma í Úthlíð var einstök kona.
Hún bjó reyndar ekki alla tíð í Úthlíð-
inni, en þar bjó hún á æskuárum okk-
ar og eigum við þaðan margar góðar
minningar um sílíkonsteik og fleira.
Úr Úthlíðinni flutti amma í Bólstað-
arhlíðina. Þar tók amma vel á móti
manni, hellti upp á kaffi á gamla mát-
ann og ef maður var heppinn bauð
hún inn í sjónvarpshol þegar Leið-
arljós var í sjónvarpinu. Þótt við
bræðurnir hefðum ekki fylgst með
þeim þáttum þá gerði það lítið til því
amma útskýrði allt jafnóðum.
Amma var alltaf glæsileg, flott í
tauinu og lagningin óaðfinnanleg.
Hún var glaðlynd, hress og
skemmtileg og naut sín vel meðal
vina og vandamanna. Amma var allt-
af jákvæð og kvartaði sjaldan. Hún
hafði staðið af sér ýmis áföll á síðari
árum ævi sinnar og það með bros á
vör. Við minnumst slysafrétta af
ömmu fyrir nokkrum árum, en þá
hafði hún dottið og útlit var fyrir að
hún ætti aldrei eftir að ganga aftur.
Viku seinna var hún farin að ganga
aftur, komin með gervilið og hafði
aldrei verið betri.
Hjá okkur bræðrunum voru engin
áramót án ömmu, ekki það að amma
væri svo spennt fyrir sprengjum og
látum, eins og við bræðurnir lengst
af, heldur fylgdi hátíðleikinn henni
einhvern veginn í hús í lok hvers árs.
Í hugum okkar heldur hún áfram
að vera hjá okkur og minnumst við
hennar sérstaklega um hver áramót
hér eftir. Við kveðjum þig nú í bili
elsku amma, sjáumst síðar á nýjum
stað.
Sindri og Örvar.
Elsku amma Marta. Ég fór fyrir
þig á bláa hjólinu út í Sunnukjör og
keypti tvo potta af mjólk. Stundum
fékk ég að hringja í þig í Úthlíð 12 ef
ég skildi ekki skriftina þína. Og fékk
svo bland í poka fyrir afganginn. Frá
þér fór ég aldrei svangur því Marta
Sveins var undantekningarlaust með
eitthvað ljúffengt á boðstólum. Við
fórum saman í neglingu í Bólstaðar-
hlíðina þangað sem þú fluttir seinna.
Þar var fátt ljúfara en að fá sér blund
í sófanum eftir skóla með Yves Mont-
and í eyrunum og góðgæti í magan-
um. Margar mínar bestu minningar
tengjast þér elsku Amma. Með þér
var lífið dans á rósum. Þú hélst frá-
bærar veislur og sjálf varst þú veisla.
Veisla fyrir alla sem þekktu þig. Ég
er stoltari en allt að vera kominn af
jafn yndislegri manneskju og þér.
Núna ertu aftur með stráknum sem
þú kysstir forðum í eyjunni okkar
Hrísey. Guð veri með þér.
Jóhannes Kjartansson.
Marta Sveinsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BRYNDÍS GRÓA JÓNSDÓTTIR,
Melteig 22,
Keflavík,
verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði,
þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.00.
Emil Ágústsson,
Ingileif Emilsdóttir, Snorri Eyjólfsson,
Anna María Emilsdóttir, Árni Hannesson,
Ægir Emilsson, Sóley Ragnarsdóttir,
Sigríður Þórunn Emilsdóttir,
Valdimar Ágúst Emilsson, Ágústa Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR MAGNI MAGNÚSSON
framkvæmdastjóri,
til heimilis á
Stekkjarflöt 21,
Garðabæ,
andaðist þriðjudaginn 8. apríl á líknardeild
Landspítalans á Landakoti.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur í hjúkrunarfræði í
Háskóla Íslands. Minningakort fást hjá Rannsóknastofnun í
hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Sími 525 5280.
Netfang: hildurfr@hi.is
Gunnar Magnús Ragnarsson, Fran Ragnarsson,
Ingjaldur Henrý Ragnarsson, Hafdís Odda Ingólfsdóttir,
Egill Þór Ragnarsson, Ása Björk Sigurðardóttir,
Eiríkur Snorri Ragnarsson,
Leifur Ragnar Ragnarsson
og fjölskyldur.
✝
Við, fjölskylda
INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát hennar.
Ennfremur þökkum við öllum er sýndu henni
vináttu og virðingu við útför hennar.
Guð blessi ykkur.
Hjartans þakkir til starfsfólks Grundar.
Þorsteinn Johansson, Kolfinna Ketilsdóttir,
Katla, Þorsteinn, Ingibjörg og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæri,
PÁLL LÝÐSSON
bóndi og sagnfræðingur,
Litlu-Sandvík,
sem lést 8. apríl, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörgu.
Elínborg Guðmundsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir,
Aldís Pálsdóttir, Sigurður Arvid Nielsen,
Lýður Pálsson, Guðríður Bjarney Kristinsdóttir,
Guðmundur Pálsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR S.R. MARKÚSSON
vöruflutningabílstjóri,
Ægisvöllum 10,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
18. apríl kl. 14.00.
Elín Óla Einarsdóttir,
Kristín R. Sigurðardóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Grétar Ólason,
Katrín Sigurðardóttir, Klemenz Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.